Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Opið
virka daga
11-18
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Árið 2015 sam-
þykkti Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) markmið um
sjálfbæra þróun.
Meðal markmiða er
að útrýma ofbeldi
gagnvart konum, efla
forvarnir og meðferð
vegna misnotkunar
vímuefna, útrýma
sárafátækt og fækka
fátækum um helming til ársins
2030 auk þess að stuðla að heil-
brigðu líferni og vellíðan fyrir alla
frá vöggu til grafar og tryggja fé-
lagslegt öryggi allra. Markmiðin
ganga út á það að búa til betri
heim fyrir alla og þurfa allir að
taka þátt, ekki síst stjórnvöld og
sveitarfélög, sem skipta þar miklu
máli.
Félagsráðgjafar eru ein þeirra
fagstétta sem þekkja vel hvar
skórinn kreppir á þessu sviði og
hafa hlutverki að gegna þegar
kemur að því að uppfylla mark-
miðin. Fyrir liggur skýrsla um
stöðu Íslands gagnvart markmið-
unum þar sem fjallað er um helstu
verkefni, áætlanir og áskoranir
sem við stöndum frammi fyrir.
Þegar rýnt er í Heimsmarkmiðin
er mikilvægi félagsráðgjafa sem
fagstéttar í innleiðingarferlinu
auðséð og ekki síður mikilvægi
þess að rödd félagsráðgjafa berist
innan úr kerfi hins opinbera til
þeirra sem taka ákvarðanir um
innleiðingu Heimsmarkmiðana.
Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa
um árabil lagt áherslu á félags-
ráðgjöf og sjálfbærni þar sem um-
ræða er um aðkomu félagsráð-
gjafar að framkvæmd þessara
markmiða. Samtökin hafa sett sér
markmið þar sem vakin er athygli
á ákveðnum þemum í tvö ár í
senn. Alþjóða félagsráðgjafardag-
urinn 17. mars er í ár helgaður
mikilvægi mannlegra tengsla enda
sýna rannsóknir að mannleg
tengsl eru sá þáttur sem hefur
hvað mest áhrif á heilsufar.
Alþjóðasamtökin hafa jafnframt
vakið máls á áhrifum loftlags-
breytinga á jaðarsetta hópa. Þá
hafa Evrópusamtök félagsráðgjafa
vakið athygli á vax-
andi félagslegum
vanda í Evrópu, sér-
staklega tengdum
fólksflutningum.
Félagsráðgjafar búa
yfir vitneskju um
hvaða afleiðingar fé-
lagslegur vandi hefur
fyrir einstaklinga og á
efnahag þjóða.
Félagsráðgjöf snýst
um mannréttindi og
munu félagsráðgjafar
halda áfram að vinna
með fólki, óháð uppruna þess og
aðstæðum, til að stuðla að velferð
þess. Félagsráðgjafar í Evrópu
hafa einnig tekið höndum saman í
því skyni að stuðla að auknu ör-
yggi félagsráðgjafa og efla kerfi
sem verndar þjónustuþega og fag-
fólk. Félagsráðgjafar starfa þvert
á landamæri og eru mannréttindi
þungamiðja félagsráðgjafar; því
hefur mannréttindasáttmáli Evr-
ópu leikið stórt hlutverk í að móta
réttindabyggða nálgun í fé-
lagsráðgjöf.
Með hliðsjón af Heimsmarkmið-
unum leggur Félagsráðgjafafélag
Íslands áherslu á félagsráðgjöf og
sjálfbærni, sem er kveikjan að
yfirskrift Félagsráðgjafaþings
2020 „Skiljum enga eftir“ virðing
– virkni – velferð. En um leið og
huga þarf að velferð og öryggi
þeirra hópa sem félagsráðgjafar
hitta í daglegum störfum sínum
þarf einnig að huga að velferð og
öryggi félagsráðgjafa. Rannsóknir
hafa sýnt að félagsráðgjafar eru
öðrum fremur í hættu á vinnu-
streitu og kulnun í starfi, vegna
þeirra áskorana sem þeir standa
frammi fyrir í störfum sínum.
Félagsráðgjafaþingið hefur verið
árlegur viðburður í starfi Félags-
ráðgjafafélags Íslands, en fyrsta
þingið var haldið á 50 ára afmæli
félagsins 19. febrúar 2014 í sam-
starfi við Félagsráðgjafardeild
Háskóla Íslands, Rannsóknastofn-
un í barna- og fjölskylduvernd
(RBF) og Ís-Forsa samtök um
rannsóknir í félagsráðgjöf.
Félagsráðgjafafélagið er vaxandi
félag, félagsmenn eru yfir 500 og
þar af eru karlar um 7%. Sam-
starf félagsins og Félagsráð-
gjafardeildar Háskóla Íslands
hefur alla tíð verið mikið, en félag-
ið vann ötullega að því á sínum
tíma að koma á fót félagsráð-
gjafarnámi hér á landi. Auk þings-
ins hefur verið samstarf við deild-
ina um útgáfu Tímarits félagsráð-
gjafa, sem er viðurkennt fagtíma-
rit sem finna má rafrænt á vefsíðu
tímaritsins www.timaritfelags-
radgjafa.is og í leitarvél Proquest.
Einnig er samstarf um fræðslu-
mál, móttöku félagsráðgjafanema
og fleira.
Dagskrá Félagsráðgjafaþings
2020 er fjölbreytt, þar er að finna
21 málstofu þar sem félagsráð-
gjafar fjalla um fjölbreytt verkefni
á vettvangi auk rannsókna, sem
sýnir þá grósku sem býr innan
stéttarinnar. Lykilfyrirlesarar eru
Per Isdal, klínískur sálfræðingur
og einn af stofnendum „Alterna-
tive to Violence“ í Noregi; Mar-
ieke Vogel, félagsráðgjafi, „Signs
of Safety“ leiðbeinandi og svæðis-
stjóri Elia fyrir Evrópu; auk þess
sem dr. Steinunn Hrafnsdóttir fé-
lagsráðgjafi og dr. Ásta Snorra-
dóttir kynna niðurstöður rann-
sóknar á vinnustreitu og kulnun
meðal félagsráðgjafa á Íslandi. Í
tengslum við þingið stendur félag-
ið fyrir tveimur vinnusmiðjum 20.
febrúar. Annars vegar verður
haldin vinnusmiðja í samstarfi við
Barnaverndarstofu þar sem fjallað
verður um Signs of Safety og
mögulega innleiðingu þess hér á
landi. Hins vegar verður vinnu-
smiðja í samstarfi við Samband ís-
lenskra sveitarfélaga þar sem farið
verður yfir reynslu sveitarfélaga á
móttöku flóttafólks. Félagsráð-
gjafaþingið er haldið 21. febrúar.
Sjá nánar á www.felagsradgjof.is
Skiljum enga eftir
Eftir Steinunni
Bergmann » Félagsráðgjöf snýst
um mannréttindi og
munu félagsráðgjafar
halda áfram að vinna
með fólki, óháð uppruna
þess og aðstæðum, til að
stuðla að velferð þess.
Steinunn Bergmann
Höfundur er formaður
Félagsráðgjafafélags Íslands.
„Grafarvogurinn er
kannski ekki alveg jafn
vel heppnaður að mínu
mati og Grafarholtið,
þar sem það er í raun-
inni bara alger ein-
angrun þar þú átt bara
að sitja í bílnum þínum
einn helst og búa í þínu
risastóra einbýlishúsi
og þar er rosalega lítið
hugsað um þessi fé-
lagslegu samskipti,“
sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir,
formaður skipulagsráðs Reykjavík-
urborgar, í þættinum Flakk með
Lísu Páls á Rás 1. Orð formanns
skipulagsráðs Reykjavíkur hafa mik-
ið vægi og því slær það mann að
heyra hana tala þannig um skipulag
Reykjavíkurborgar. Það að formað-
ur skipulagsráðs tali niður tvö hverfi
Reykjavíkurborgar með þessum
hætti er óskiljanlegt. Þetta er þó því
miður ekki einsdæmi því í borg-
arstjórn þann 21. janúar lét borg-
arfulltrúi Hjálmar Sveinsson orð
falla um Kjalarnes og Geldinganesi
sem er hluti af Grafarvogi: „Þar sem
hvorki kindur, hestar né kýr hafa
einu sinni viljað vera á beit,“ sagði
hann um Geldinganes í kjölfar orð-
ræðu um að hverfin væru „ekki frá-
bærir staðir til að búa á“. Það er sárt
að hlusta á borgarfulltrúa tala niður
hverfi og hugsanlega byggingareiti
með þessum hætti.
Þjónustuskerðingar
í úthverfum
Það er rétt að upplýsa að í Grafar-
vogi og Grafarholti blómstrar mann-
lífið og félagsleg samskipti, þrátt fyr-
ir kerfisbundnar þjónustuskerð-
ingar, sem við höfum orðið fyrir frá
meirihlutanum í Reykjavík. Í þess-
um hverfum hefur meirihlutinn
minnkað tíðni strætó yfir sumartím-
ann, hér er verið að sameina skóla/
leikskóla reglulega með tilheyrandi
raski, hér á í fyrsta sinn að loka
grunnskóla í Reykjavík, þrátt fyrir
gríðarleg mótmæli íbúa og fjölda
undirskrifta um það að hætta við
þessi áform. Bent hefur verið á að
með þeirri ákvörðun sé verið að
brjóta á núverandi skipulagi hverf-
isins. Hverfi án grunn-
skóla verður til án þess
að nemendur komist
greiðlega með strætó
þá 3 km sem eru í
þeirra (nýja) hverfis-
skóla. Þótt að okkur sé
vegið bæði með þjón-
ustuskerðingum og nið-
urrifstali blómstra hér
félagsleg samskipti.
Grafarvogur
Við sem búum í
Grafarvogi vitum að
Grafarvogur er samsettur úr átta
hverfum sem eru misjöfn og misþétt.
Hér erum við líka eins misjöfn og við
erum mörg; sumir nýta sér strætó
eða hjóla en aðrir ferðast um á fjöl-
skyldubílnum. Hér lifum við í miklu
návígi við náttúruna sem og við hvert
annað enda einstaklega góð félagsleg
samskipti á milli okkar sem hér búa.
Hér höfum við Egilshöllina, hún fær
1,4 milljónir heimsókna á ári.
Reyndar er hverfið okkar það þétt
byggt að hér hafa borgaryfirvöld
skipulagt að borgarlína muni ganga.
Þetta ætti formaður skipulags- og
samgönguráðs að vita.
Einsleitni og alræði
Í Reykjavíkurborg á að vera pláss
fyrir alla. Hér viljum við hafa val og
frelsi til þess að búa eins og við viljum
þar sem viljum. Einsleitni og alræði
er aldrei af hinu góða. Við erum ekki
öll steypt í sama mótið og því eru
þarfir okkar ólíkar. Það er því mikil-
vægt að hafa borgarskipulagið sem
fjölbreyttast líkt og það hefur verið í
Reykjavík og það er nákvæmlega það
sem gerir Reykjavík og hverfin svona
skemmtileg og lifandi. Þetta vitum
við sem eigum heima í úthverfunum.
Eftir Valgerði
Sigurðardóttur
» Það er sárt að hlusta
á borgarfulltrúa tala
niður hverfi og hugsan-
lega byggingareiti með
þessum hætti.
Valgerður
Sigurðardóttir
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins og býr í Grafarvogi.
valgerdur.sigurdardottir
@reykjavik.is
Staðreyndir
um stór orð
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.