Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 ✝ ElísabetGuðný Her- mannsdóttir fædd- ist 16. júní 1928. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 8. febrúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðný Vigfúsdóttir (1893- 1984) og Hermann Vilhjálmsson (1984-1967). Systkini Elísabet- ar voru Sigrún, Ragnar Sig- urður, Björg, Elísabet og Erna, sem ein er eftirlifandi. Elísabet giftist 15. janúar 1955 Indriða Pálssyni lögfræð- ingi, f. 15.12. 1927, d. 13.5. 2015. Hann var lengi forstjóri Olíufélagsins Skeljungs auk þess að gegna fjölmörgum öðr- um félags- og trúnaðarstörfum. Foreldrar Indriða voru Sigríð- ur Indriðadóttir (1900-1935) og Páll Ásgrímsson (1892-1978). Börn Elísabetar og Indriða eru: 1) Sigríður kennari, f. 13.2. 1956, maki Margeir Pét- ursson lögfræðingur. Dóttir þeirra er Elísabet, f. 1985. 2) Einar Páll læknir, f. 8.5. 1963, maki Halla Halldórsdóttir læknir. Börn þeirra eru Indr- iði, f. 1992, Hall- dór, f. 1996, og Ingibjörg, f. 1999. Elísabet varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1948. Hún vann ýmis skrifstofustörf á Seyðisfirði 1943- 1947 og í Reykja- vík 1949-1956. Elísabet var fé- lagi í Inner Wheel og var gjald- keri þar um skeið. Hún gekk í Kvenfélagið Hringinn 1974 og var formaður Hringsins frá 1991 til 1999. Formannsár sín í kvenfélaginu sat hún í stjórn Byggingarsjóðs nýs barnaspít- ala. Einnig átti hún sæti í rík- isskipaðri byggingarnefnd Barnaspítala Hringsins 1994- 1999. Eftir andlát Indriða fluttist Elísabet á hjúkrunarheimilið Sóltún í Reykjavík. Elísabet var sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálka- orðu 1994 fyrir störf sín að heilbrigðismálum barna. Útför Elísabetar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 20. febr- úar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Það er með söknuði og þakk- læti í huga sem ég kveð tengda- móður mína Elísabetu Her- mannsdóttur. Það er orðið langt um liðið síðan ég kom fyrst á glæsilegt heimili þeirra Indriða að Safamýri 16 þar sem þau bjuggu lengst af. Sennilega hef- ur henni fundist þessi laganemi með stóru gleraugun heltekinn af skákbakteríu frekar ein- kennilegur. En lét hún á engu bera og tók mér vel frá fyrstu kynnum. Í Safamýrina var ávallt gott að koma. Hún var fædd á bænum Hrauni í Seyðisfirði. Þær voru fjórar systurnar sem komust upp og voru þær alla tíð afar samrýndar. Frændgarður þeirra er stór og oft kenndur við Hánefsstaði. Dóttir okkar var fyrsta barnabarn þeirra hjóna og tók Elísabet ríkan þátt í uppeldi hennar eins og góðri ömmu sæmir. Mér er í fersku minni hvað það gladdi hana innilega þegar ég hringdi til hennar af fæðingardeildinni og tjáði henni að lítil Elísabet væri komin í heiminn og allt hefði gengið vel. Það kom mér skemmtilega á óvart að barnið varð kornungt sólgið í blóðmör og fleira ramm- íslenskt fæði eftir að hafa verið í pössun hjá ömmu Betu. Lengi býr að fyrstu gerð og ég er ekki frá því að dóttirin njóti enn í dag þessarar kjarngóðu undir- stöðu. Þau Indriði, sem var frá Siglufirði, kynntust í Mennta- skólanum á Akureyri og áttu af- ar vel saman. Uppruninn var ekki ósvipaður, bæði þurftu þau að vinna fyrir sér frá unga aldri. Hófsemi og dugnaður einkenndi þau bæði. Leiðin lá til Reykja- víkur þar sem Indriði lagði stund á laganám en Elísabet vann ýmis störf þar til börnin fæddust og hún helgaði sig upp- eldi þeirra. Indriði var máttarstólpi í viðskiptalífinu um áratuga skeið. Svo fátt eitt sé nefnt var hann forstjóri Skeljungs í 20 ár og sat 23 ár í stjórn Hf. Eim- skipafélags Íslands, síðustu sjö árin sem formaður, þar til hann lauk afar farsælum ferli sínum árið 1999. Þá var hann stór- meistari frímúrarareglunnar í tólf ár auk annarra félagsstarfa. Elísabet var stoð hans og stytta í öllum þessum miklu ábyrgð- arstörfum en einnig ráðgjafi hans og félagi. Það sló mig mjög hvað þau voru virðuleg og glæsi- leg saman og frambærileg á þeim mörgu mannamótum sem þau sóttu eða stóðu fyrir sjálf. Elísabet naut sín vel á þessum vettvangi enda félagslynd og glaðleg. Hún hafði sérlega gam- an af veiðiferðum með góðum hópi og sjálf mikil veiðikló. En Elísabet átti sinn eigin glæsta feril í því merka kven- félagi Hringnum. Eftir að börn- in flugu úr hreiðrinu gaf hún sig af alefli í það starf. Man ég vel þegar hún sagði mér að þær Hringskonur ætluðu að safna 100 milljónum króna til bygg- ingar nýs barnaspítala. Ef það tækist gæti ríkið ekki frestað framkvæmdinni. Þetta var svim- andi há fjárhæð á þeim tíma og mér fannst þetta fjarstæðu- kennt markmið. En með margra ára vinnu ötulla Hringskvenna hafðist það að lokum og spít- alinn reis. Elísabet var sæmd fálkaorðunni en hún leit svo á að Hringurinn væri að fá viður- kenningu, fremur en hún sjálf. Eftir aldamótin var meiri tími hjá þeim hjónum til að njóta hugðarefna sinna en því miður missti Elísabet heilsuna fyrir áratug og naut því ekki ævi- kvöldsins sem skyldi. Indriði sinnti henni af mikilli ástúð og alúð. Það var því þungt högg þegar hann féll frá árið 2015. Elísabet saknaði hans ávallt sárt. Aðstandendum er huggun að þau séu nú sameinuð á nýjan leik. Síðustu árin dvaldi hún í Sól- túni við frábæra umönnun. Þótt minnið væri nánast farið og hún ætti orðið erfitt um mál kvaddi hún mig og aðra iðulega með undurfallegum blessunarorðum og hlýlegu brosi alveg framund- ir það síðasta. Blessuð sé minn- ing Elísabetar Hermannsdóttur. Margeir Pétursson. Elsku amma Beta hefur kvatt okkur eftir löng veikindi. Hún var alltaf stór hluti af mínu lífi og ég minnist hennar með miklu þakklæti og virðingu. Ég eyddi miklum tíma hjá ömmu og afa Indriða í Safamýrinni og amma tók alla tíð virkan þátt í uppeldi mínu. Ég var henni mjög náin og hún var alltaf tilbúin að gefa mér góð ráð. Amma var alla tíð harðdugleg og metnaðarfull kona og í átta ár gegndi hún for- mennsku fyrir kvenfélagið Hringinn. Árið 1994 var amma sæmd heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir störf sín að heilbrigðismálum barna. Stærsta verkefni Hringskvenna á þeim tíma var að safna nægu fé til að hefja byggingu á nýjum barnaspítala. Jólakaffi Hrings- ins eru mér alltaf mjög minn- isstæð og ég hlakkaði alltaf mik- ið til þeirra sem barn. Ég dáðist að dugnaði ömmu og hennar samstarfskvenna sem stóðu í ströngu við að skipuleggja og framkvæma þennan fræga fjár- öflunarviðburð í aðdraganda jólanna. Amma var alltaf mikill fag- urkeri og fær handavinnukona og þegar hún var ekki að sinna verkefnum fyrir Hringinn þá sat hún tímunum saman við sauma- borðið að búa til falleg útsaum- uð listaverk fyrir jólabasar fé- lagsins. Það var alltaf skemmtilegt og spennandi að vera í Safamýrinni og fá að skoða það sem amma var að út- búa og fylgjast með verkunum stækka. Það var oft líf og fjör í kringum hana. Hún átti margar vinkonur og ekki má gleyma systrum hennar þremur sem voru henni mjög nánar. Ég hef alltaf verið mjög stolt af ömmu minni og hennar afrek- um og hún mun ætíð verða mér mikil fyrirmynd. Hennar per- sónuleiki var einstakur og kraft- urinn geislaði af henni. Hún var bæði ákveðin og öguð en einnig svo góðhjörtuð og elskuleg við alla. Það var alltaf gott að heim- sækja ömmu á hjúkrunarheim- ilið Sóltún þar sem hún dvaldi síðustu fjögur árin. Við mamma dáðumst að því hversu dugleg og sterk hún var þrátt fyrir veikindin. Hún gaf alltaf frá sér ótrúlega gleði og hjartahlýju fram á síðasta dag. Takk fyrir allt, elsku amma, ég mun alltaf geyma minningarnar um þig í mínu hjarta. Elísabet Margeirsdóttir. Í dag kveðjum við Elísabetu móðursystur mína og langar mig að þakka fyrir umhyggju hennar og ástúð í garð okkar systkina. Við vorum svo heppin að þær systur fjórar frá Hrauni í Seyðisfirði voru ákaflega nán- ar og hjálpsamar hver við aðra. Það var eins og að alast upp í saumaklúbbi eins og ein okkar orðaði það þegar við vorum að rifja upp systrasambandið um daginn. Þær systur Sigrún, Björg, Elísabet og Erna voru samrýndar og hittust oft yfir kaffibolla heima hver hjá ann- arri. Þannig sé ég þær ljóslif- andi fyrir mér. Oftar en ekki hvarflaði þá hugurinn austur á Seyðisfjörð og menn og málefni þaðan rædd. Einnig voru bernskuárin á Hrauni og Há- nefsstöðum rifjuð upp. Þær áttu afbragðsgóða foreldra í þeim Hermanni og Guðnýju og voru einnig umvafðar stórfjölskyld- unni allan sinn uppvöxt. Þegar ég var mjög ung fannst mér gaman að gista hjá Betu frænku. Hún bjó um mig í skúffu, sem mér fannst sérlega spennandi. Allt var svo fínt hjá henni og ekki sami krakkaskar- inn og heima hjá mér. Þannig að þetta var eins konar hvíld fyrir mig að fá að dvelja hjá Betu og Indriða þar sem eina barnið á heimilinu var Sigga dóttir þeirra. Einar Páll var þá ekki fæddur. Síðar dvaldi ég á heim- ili þeirra Indriða þegar ég kom til Íslands til að fara í háskólann áður en foreldrar mínir fluttu aftur heim frá Noregi. Ekki merkti ég annað en að þeim þætti ég aufúsugestur. Beta var glæsileg kona, ávallt vel til höfð, ákveðin í skoðunum, og hafði glaðlegt viðmót. Hún var ötull formaður kvenfélagsins Hrings- ins og hafði þá framtíðarsýn að barnaspítalinn yrði byggður, sem og varð. Hún var lítið gefin fyrir að láta á sér bera en hlúði að því sem henni þótti vænt um. Heimilið, rósirnar í garðinum, handavinnan bar allt vott um smekkvísi og dugnað. Ég get lít- ið sagt meira um afrek Betu í félagsmálum. Það verða aðrir að gera. Hún reyndist okkur ávallt vel sem góð systir og móður- systir. Beta lést aðeins sex dögum á eftir móður minni sem var reyndar níu árum eldri en hún. Þær dvöldu samtímis á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni og systra- kærleikurinn leyndist ekki þeg- ar þær hittust. Beta var hætt að þekkja fólk en eina manneskju þekkti hún alltaf og það var móðir mín. Það er mikill sjón- arsviptir að þeim systrum, ekki síst fyrir elsku Ernu sem má sjá á bak allra sinna systra á tveim- ur árum. Ég held að þær Beta og mamma hafi farið sáttar saman inn í eilífðina. Guðný Bjarnadóttir. Fátækleg kveðja við fráfall mikillar sómakonu og kærrar frænku, Elísabetar Guðnýjar Hermannsdóttur, Betu móður- systur, sem ég hlýt að nefna svo. Mikil umskipti hafa orðið á einni viku þegar tvær Hrauns- systra hafa kvatt. Auk alls þess sem við það er misst rofnar meðal annars tenging aftur í forna tíð. Beta móðursystir bar nöfn ömmu sinnar og lang- ömmu, sem bjuggu búum sínum í Fjarðaseli í dalbotni Seyðis- fjarðar um fyrri aldamót. Mér er kunnugt um að henni var annt um þau minni, enda voru þau rík í foreldrahúsum hennar. Margt fallegt og skemmtilegt er hægt að segja um Betu frænku, en erindi mitt hér er að minnast sérstaklega þeirrar ein- stöku umhyggju og alúðar sem hún sýndi móður sinni, ömmu okkar, eins og reyndar þær systur allar, svo sómi var að. Eftir að Guðný amma varð ekkja og fluttist suður bjó hún hjá foreldrum mínum en dvaldi þó jafnan um lengri eða skemmri tíma hjá þeim Betu og Indriða í Safamýrinni. Þegar svo þær mæðgur, mamma og amma, voru orðnar einar í heim- ili og móðir okkar farin að vinna úti sótti Beta ömmu á hverjum virkum degi öll þau árin; og gerði þeim mæðgum með því í raun réttri fært að halda heimili saman. Það fáum við seint full- þakkað. Og eins og því er lýst fyrir mér áttu þær mæðgur, Beta og amma, með allt sitt hekl, góðar og ánægjulegar stundir saman í eldhúsinu í Safamýrinni. Til þess er notalegt að hugsa að leiðarlokum. Við fjölskyldan minnumst margra ánægjulegra stunda með frænku, sem var okkur og börnum okkar jafnan væn og traust. Hjalti Þórisson. Vinátta Lifandi hlýja ljósbrák og bros í auga slæða bláhvítra blóma glitrandi fiðrildi á himins feldi og seiður í andartakinu vindum upp segl vörpum geislum á hörpunnar vor (Hólmfríður Sigurðardóttir) Hugur minn er hljóður vegna andláts vinkonu minnar, Elísa- betar Hermannsdóttur. Hún Beta mín, eins og ég er vön að kalla hana, er nú gengin til ljóssins, á vit hins óræða. Mig langar að minnast hennar fáein- um orðum. Við Beta hittumst fyrst í MA, kátar og glaðar stelpur utan af landi. Við lékum í skólaleikriti, fórum á skauta og skíði og eign- uðumst vini meðal skólasystkina okkar, urðum skotnar í strákum, sungum inn í ókomið vor. Tíminn leið í leikjum og námi; hratt flýgur stund. Beta fór suð- ur en ég varð eftir fyrir norðan. Það var gæfa mín þegar við hitt- umst aftur nokkrum árum seinna á Kleppsveginum. Þar bjó Beta ásamt eiginmanni sín- um, Indriða Pálssyni lögfræð- ingi. Þau eignuðust tvö yndisleg og kærleiksrík börn, Sigríði og Einar Pál. Á Kleppsveginum treystust vináttuböndin enn og þau hafa haldist ætíð síðan. Grími mínum og Betu, Austfirð- ingunum, kom afar vel saman. Beta mín var falleg kona, trygglynd, hlý, falslaus og mild, lagði öðrum alltaf gott til. Það var ljúft að sitja með henni á hljóðskrafi. Hún var góð og elskuleg mamma, hlúði vel að börnum sínum og síðar barna- börnunum. Hún var ákaflega vel verki farin, smekkleg og bráð- flink í höndunum. Sjálf vildi hún ekki gera mikið úr því vegna hlédrægni og háttvísi sinnar. Beta vann um árabil á skrif- stofu Ríkisspítalanna. Þar kynntist hún mörgu góðu og skemmtilegu fólki. Í þeim hópi var Magga, systir mín. Þeim varð fljótt vel til vina. Þær minntust glaðværs hóps ungra félaga á skrifstofunni þar sem oft var slegið á létta strengi, glettnin og hið broslega í háveg- um haft. Vinarþel hélst ætíð á milli Betu og Möggu. Að liðnum jólum tók Beta mín og aðrar Hringskonur til við að sauma og búa til fallega muni sem síðan voru seldir á vegum kvenfélagsins Hringsins næsta vetur. Hún var formaður félags- ins á árunum 1991-99; Hring- urinn var eins og fósturbarn sem naut elsku og örlætis henn- ar. Sólskinsdögum síst má gleyma. Á Kleppsveginum lágu leiðir okkar Betu og Lillýjar, frænku minnar og vinkonu okk- ar beggja, saman á ný. Það voru fagnaðarfundir, stutt að skreppa milli húsa. Á góðviðr- isdögum, þegar jafnöldrurnar stelpurnar okkar þrjár, Dúa, Sigga og Magga, voru farnar út á róló, gripum við tækifærið til að hittast, spjalla saman og drekka kaffi á einhverju heim- ilanna. Þetta voru yndislegar stund- ir, allt léttvægt fundið, ekkert raunaþungt. Þessir vinafundir héldu áfram meðan við vorum allar búsettar á Kleppsveginum og síðar eftir föngum þótt lengra væri milli húsa. Með hlýju í hjarta kveð ég mína kæru vinkonu og þakka henni samfylgdina og einlæga vináttu. Ég þakka fyrir samtölin sem við áttum í seinni tíð fyrir tilstilli Siggu, alltaf yndisleg. Stundum voru orðin vandfundin. Sigríði, Einari Páli, Ernu, syst- ur Betu, og fjölskyldum þeirra votta ég dýpstu samúð mína. Blessuð sé minning Elísabetar Hermannsdóttur. Hólmfríður Sigurðardóttir. Elísabet Guðný Hermannsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN STEINDÓRSSON bóndi og fyrrverandi símstöðvarstjóri frá Kirkjubóli í Langadal, lést laugardaginn 15. febrúar á Hjúkrunarheimilinu Mörk. Minningarathöfn fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. febrúar klukkan 15. Útför verður gerð frá Nauteyrarkirkju og jarðsetning á Kirkjubóli í Langadal á vormánuðum. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir yndislega umönnun. Guðmunda Sigurðardóttir Steindór Gísli Kristjánsson Kristín Margrét Kristjánsd. Eyjólfur Eyjólfsson Sigurður Kristjánsson Hafliði Kristjánsson Lilja Fossdal Einar Rúnar Kristjánsson Rowena D. Kristjánsson Karen Dís Hafliðadóttir Thelma Dögg Hafliðadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR áður Vallarbraut 5, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 18. febrúar. Útförin auglýst síðar. Árni G. Sigurðsson Ingibjörg H. Elíasdóttir Anton Sigurðsson Hjördís Vilhjálmsdóttir ömmu-, lang- og langalangömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARGRÉT JAFETSDÓTTIR kennari, Dalbraut 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 18. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Ari Hálfdanarson Guðbjörg Sesselja Jónsdóttir Finnbogi Rútur Hálfdanarson Guðrún Edda Guðmundsdóttir Guðmundur Hálfdanarson Þórunn Sigurðardóttir Jóna Hálfdánardóttir Einar Már Guðmundsson Guðrún Hálfdánardóttir Sigurður Árni Sigurðsson Halldóra Hálfdánardóttir Hilmar Þór Karlsson barnabörn og barnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.