Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 ✝ RagnheiðurHildigerður Hannesdóttir fædd- ist 29. febrúar 1924 á Litla-Vatnshorni í Haukadal í Dala- byggð. Hún and- aðist á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 15. febrúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Stefanía Guðjónsdóttir, f. 4.8. 1891, d. 19.11. 1984, og Hannes Gunnlaugsson, f. 30.9. 1891, d. 5.9. 1949. Eiginmaður hennar var Víglundur Sigurjónsson f. 23.12. 1920, d. 8.10. 2017. Systkini Ragnheiðar voru Gunnlaugur, f. 19. 11. 1921, d. 25.7. 1975, og Ólafur, f. 20.10. 1927, d. 19.2. 2013. Börn Ragnheiðar og Víg- lundar eru: 1) Trausti Víglundsson, f. 1944, kvæntur Kristínu Berthu Harðardóttur, f. 1947. Börn þeirra eru: a) Ragnheiður, f. 1966, sem býr með Knut Pa- asche, f. 1964, börn hennar með fv. eiginmanni Þór Jónssyni, f. 1964, eru i) Jakob Sindri, f. 1991, sem býr með Aldísi Ernu Vilhjálmsdóttur, f. 1990, börn hélt sig ekki við nafnið þótt móðir hennar hefði gert það. Systkinin voru þrjú og tók elsti bróðirinn við búinu þegar fram liðu stundir. Ragnheiður fluttist til Reykjavíkur 17 ára en hafði áður verið kaupkona á Jörfa um skeið og unnið á Hreðavatni. Í Reykjavík fékk hún vinnu hjá Andrési Andr- éssyni klæðskera við herrafata- saum. Ragnheiður giftist Víglundi 4. nóvember 1950. Þau kynntust í Reykjavík en voru bæði úr Döl- um. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau að Kárastíg 10, fluttu þaðan í Eskihlíð 16 og byggðu loks hús við Hagamel 34 þar sem þau bjuggu í 50 ár. Þar ólust börn þeirra upp. Ragn- heiður var heimavinnandi uns börnin voru stálpuð en þá fór hún að vinna við ræstingar, fyrst í Melaskóla og síðar Há- skóla Íslands. Þau hjón eign- uðust sumarbústað í Eilífsdal í Kjós. Ragnheiður og Víglundur fluttu á Sléttuveg 21 og bjuggu þar í nokkur ár áður en þau að síðustu fóru á Grund. Útför Ragnheiðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 20. febrúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 11. þeirra eru Marey Ösp, f. 2016, og Hugrún Viðja, f. 2018, ii) Víglundur Jarl, f. 1992, iii) og Freydís Jara, f. 1999; b) Hörður, f. 1967, sem býr með Dagnýju Rós Jens- dóttur, f. 1982, börn hans með fv. sambýliskonu Brynhildi Jóns- dóttur, f. 1966, eru i) Trausti Lér, f. 1997, ii) Tryggvi Loki, f. 1999, en börn með Dagnýju Rós eru i) Natalía Birna, f. 2015, ii) Karmen Von, f. 2016, og Aría Björt, f. 2018, en áður átti Dagný Rós Alexöndru Angelu, f. 2002; c) Bertha, f. 1970, gift Ágústi Arnbjörnssyni, f. 1964, og eru börn þeirra i) Kristín, f. 1996, ii) og Elísabet, f. 1998. 2) Guðrún Stefanía, f. 1951, gift Heiðari Gíslasyni, og er barn þeirra Fríða Kristín, f. 1979. 3) Ásgeir Sævar, f. 1962. Ragnheiður Hildigerður ólst upp við sveitastörf, en foreldrar hennar stunduðu búskap á Litla- Vatnshorni. Hún hét Hildigerð- ur eftir fæðingardegi hennar í Almanaki Þjóðvinafélagsins en Mamma var fædd og uppalin á Litla-Vatnshorni. Þurfti hún líkt og önnur börn á þessum tíma að aðstoða við sveitarstörfin og skepnurnar, lífið einkenndist af mikilli vinnu og var hún alla tíð einstaklega dugleg og ósérhlífin kona. Ekki naut hún langrar skólagöngu en gekk í farskóla í nokkrar vikur tvo vetur, muni ég rétt. Móðurhlutverkið og seinna ömmuhlutverkið var það allra dýrmætasta í lífi hennar. Hún var einstök móðir sem gaf sér alltaf til tíma fyrir mann, kenndi mér ljóð og nauðsyn þess að vanda sig og gera vel. Hún var einstaklega gestrisin, þess fengu ekki síst félagar mínir að njóta, og varð ómöguleg ef ein- hver vildi ekki kaffi. Eðlilega fengu margir matarást á mömmu og birtist ást hennar og kærleik- ur í garð fjölskyldu og vina ekki síst í því að hún eldaði og bakaði handa öllum. Allir voru velkomn- ir, hvort sem var heima eða í sum- arbústaðnum í Kjós, og tekið opn- um örmum. Öllum leið vel nálægt henni og hvar sem hún kom eign- aðist hún góða vini. Mamma var húsmóðir fram í fingurgóma, afar nýtin, saumaði mikið og var flink í höndunum. Hún hafði líka einstakt lag á að láta hluti endast. Hún vildi hafa fallegt í kringum sig, elskaði blóm og liti, og auðvitað varð allt að vera á sínum stað. Hún hafði yndi af íslenskri náttúru og kenndi börnum sínum og barnabörnum að meta undur hennar. Þá fylgd- ist mamma ávallt vel með sínu fólki, allt fram á síðasta dag, og athugaði reglulega um hagi þess. Þyrfti einhver á aðstoð að halda þurfti ekki að spyrja hana tvisvar. Hún var kletturinn í fjölskyld- unni. Áhugamálin voru margvísleg, ljóð og trjárækt og stundum hestamennska. Íslensk dægurlög áttu sinn fasta sess í lífi mömmu. Uppáhaldstónlistarmennirnir voru Haukur Morthens, Ellý Vil- hjálms og Ragnar Bjarnason og voru þeir yfirleitt með henni í eld- húsinu væri hún ekki á skrafi við fólk. Hún hafði þá náðargáfu að geta hlustað með hluttekningu. Stúlkurnar í heimahjúkrun trúðu henni jafnvel fyrir ástarmálum sínum og hún gaf góð ráð. Mamma hafði gaman af að halda upp á afmæli sitt þegar það bar upp á 29. febrúar fjórða hvert ár og njóta dagsins með ættingj- um og vinum. Hún sagðist vera rétt rúmlega tvítug – og hún gat verið það í anda, þótt komin væri á tíræðisaldur. Mamma greindist með augn- botnahrörnun fyrir 25 árum og varð smám saman alveg blind síð- ustu æviárin. Hún kvartaði sjald- an. Hún var svo sterk og æðru- laus. Og áfram var hún jafnfélagslynd. Hún eignaðist góða vinkonu á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund, hana Guðnýju, sem var orðin ekkja eins og hún var þá sjálf. Sú vin- átta hafði mikla þýðingu fyrir mömmu og hún saknaði hennar ef hún var ekki viðlátin. Ég þakka þér fyrir allt, elsku mamma. Þú trúðir á Guð og fórst alltaf með bænirnar þínar. Einnig trúðir þú á drauma. Ég fékk alltaf draumaráðningu hjá þér. Nú ertu sofnuð burt af þessum heimi og ég trúi því að draumar þínir og bænir hafi ræst. Þinn sonur Ásgeir Sævar. Nú hefur hún elsku amma Ragna kvatt þennan heim, hún er nú komin heim í eilífa ljósið í frið- inn og kærleikann hjá Guði. Amma var mjög sterk kona, ákveðin og algjör nagli. Hún var búin að reyna margt um ævina sem ekki var alltaf auðvelt. Sér- staklega síðustu 20 ár þar sem hún varð blind og það skerti lífs- gæði hennar mikið. En alltaf var amma æðrulaus og sagði að Guð myndi sjá um okkur öll. Ég man þegar ég var lítil þegar við fórum í Kjósina í Eilífsdal og í bústaðinn til ömmu Rögnu og afa Villa. Hann var svo notalegur. Ég fékk alltaf pönnukökurnar hennar ömmu sem voru engum líkar eftir reiðtúrana með afa. Hún leyfði mér þegar ég var mjög lítil að fá lítið horn úti í garði í Kjósinni þar sem hún geymdi pott þar sem var lítill moldarhaugur og þar leyfði hún mér að búa til hinar ýmsu drullukökur og skreytti þær með blómum með mér því amma var alltaf svo flott á því. Hún gerði bestu kökurnar og pönnukökurn- ar. Ég fékk alltaf að leika mér með dótið hennar ömmu og fara í pelsana hennar og skoða hring- ana hennar og fékk stundum út- lenskt nammi sem afi hafði keypt á uppboði. Það þótti mér svaka flott. Amma var mjög lokuð kona en samt svo félagslynd og ef hún hefði verið ung á okkar dögum hefði hún svo sannarlega notið þess að vera á Facebook og In- stagram þar sem hún hefði getað fengið fréttir af öllu beint í æð. Hún var mjög ljúf og æðrulaus og núna síðast í desember var hún svo glöð fyrir mína hönd að ég hefði getað farið í förðunarskóla og orðið förðunarfræðingur. Hún ætlaði að biðja mig að mála sig þegar hún héldi upp á 96 ára af- mælið 29. febrúar næstkomandi en það verður aldrei af því, því miður. Ég sakna ömmu mjög mikið og það verður skrítið að heyra ekki röddina hennar í sím- anum þar sem hún var alltaf svo góð við mig. Ég elskaði hana ömmu og nú vona ég og bið að hún sé á miklu betri stað þar sem hún getur séð og getur gengið og dansað við hann afa Villa. Vertu falin Guði, elsku amma mín. Ég elska þig. Þín dótturdóttir Fríða Kristín Heiðarsdóttir. Elsku amma Ragna hefur nú kvatt okkur í hárri elli. Hún og afi Villi voru alveg einstök. Alveg frá því að ég man eftir mér voru þau stór hluti af lífi mínu, sífellt boðin og búin að hjálpa, styðja og veita ráð. Amma er fædd vestur í Dölum á Litla-Vatnshorni og þangað var ég send í sveit frá því að ég var 6 ára öll sumur fram undir ferm- ingu. Amma og afi komu þangað á hverju sumri til að aðstoða á bæn- um. Amma náði þá oft í skottið á mér til að greiða mér og setja í mig fléttur því henni fannst ég oft svo úfin þegar hún kom. Ég mátti ekki vera að slíku og hafði um nóg annað að hugsa. Við fjölskyldan bjuggum í kjallaraíbúð hjá ömmu og afa á Hagamel þangað til ég var sex ára og var þá mikill samgangur á milli. Við gátum þá hlaupið upp til ömmu og afa hvenær sem var, ég til að leika mér, pabbi til að fá sós- una hjá mömmu sinni. Síðar meir stundaði ég hesta- mennsku með afa og sá amma um að nesta okkur fyrir hesthúsin, en hún bakaði bestu pönnukökur sem hægt var að hugsa sér. Amma fékk ekki tækifæri til að mennta sig þegar hún var ung. Hún hvatti mig áfram í nám og þegar ég fór til Stokkhólms í fornleifafræði studdu þau afi mig með því að lauma að mér umslög- um með fjárhæðum sem gætu fleytt mér áfram ef námslánin dugðu ekki. Þau styrktu mig líka með flugmiðum til að geta komið heim um jólin. Amma var sérstaklega dugleg að skrifa mér bréf þegar ég var við nám og einkum eftir að strák- arnir tveir fæddust. Við gátum talað saman um hvað sem var. Það var auðvelt að ræða við hana um lífið og tilveruna, hún gat allt- af lagt eitthvað gott til málanna. Oft var sagt að amma væri stjórnsöm og að ég hefði það frá henni. Ef ég er lík henni lít ég á það sem hrós. Amma sagði að ein- hver yrði að stjórna, einhver yrði að geta tekið af skarið. Amma og afi unnu alla sína ævi mikið og þeim tókst að koma sér vel fyrir. Þau byggðu hús á Haga- mel og áttu þar heima í 50 ár, hesthús í Elliðaárdal og sum- arbústað í Kjós. Var einstaklega gaman að vera með þeim í Kjós- inni, ekki síst með börnunum og hundinum, en þar ræktuðu þau upp gróðursnauðan mel og breyttu í gróðurparadís. Þar undu þau sér vel, afi gat þar haft hestana sína og skammt frá áttu Óli, bróðir ömmu, og Nanna, kona hans, sumarhús. Þrátt fyrir að missa sjónina á efri árum og verða fótalúin kvart- aði amma aldrei. Var aðdáunar- vert hvernig hún af æðruleysi tók því mikla mótlæti að verða blind. Amma Ragna var einstaklega dugleg og nægjusöm. Hún fylgd- ist vel með öllum afkomendum sínum og var stolt af þeim og hvatti þau öll til dáða. Hún og afi hjálpuðu öllu sínu fólki og á ég þeim margt að þakka. Stuðningur þeirra við mig var ómetanlegur og nú kveð ég ömmu með miklum söknuði en líka miklu þakklæti fyrir allt sem hún kenndi mér og gerði fyrir mig. Þín Ragnheiður. Þegar kemur að kveðjustund góðra vina hrannast upp minn- ingar um liðna atburði og góðar stundir. Þegar við heyrðum að Ragnheiður H. Hannesdóttir, eða Ragna eins og hún var einatt köll- uð, væri látin gerðist það svo sannarlega að góðar minningar streymdu um hugann. Ragna var fædd að Litla-Vatnshorni í Haukadal í Dalasýslu og ólst þar upp og þótt hún flytti til Reykja- víkur var hún fyrst og fremst Dalamanneskja eins og Víglund- ur, eða Villi eiginmaður hennar, en hann ólst upp í Kirkjuskógi, skammt handan við lágan hálsinn sem skilur að Haukadal og Mið- dali. Víglundur lést 2017. Rögnu hitti ég fyrst 1956 þeg- ar ég var á níunda ári. Það var þegar foreldrar mínir og þau Ragnheiður og Víglundur byggðu saman hús á Hagamel 34 og voru nágrannar næstu fjóra áratugina, en faðir minn var einnig Dala- maður. Sambýlið á Hagamel var mjög gott og hélst ætíð góður vin- skapur milli fjölskyldnanna og bar aldrei skugga á. Þau voru nánustu vinir fjölskyldu minnar og leit ég alltaf á þau, Rögnu og Villa, sem fjölskyldu mína. Það var alltaf hægt að leita til þeirra um aðstoð og þau tóku mér og systkinum mínum alltaf vel. Ragna var mjög frændrækin og vinamörg og því voru ósjaldan gestir úr sveitinni í heimsókn þegar ég bjó á Hagamelnum. Vel- ferð ættingja og vina voru hennar ær og kýr og hún hafði mikinn áhuga á að fylgjast með öllum sem hún þekkti. Þegar ég hitti hana spurði hún alltaf af áhuga um systkini mín og afkomendur þeirra, auk þess sem hún spurði ítarlega um mig og mitt fólk. Seinna er við hittumst mundi hún alltaf það sem ég hafði sagt henni síðast. Ragna var jafnlynd og aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni. Það fylgdi gestaganginum að Ragna þurfti alltaf að eiga eitt- hvað með kaffinu, og því bakaði hún alls konar kökur. Ein af bernskuminningunum er hvað mér þótti gaman að kíkja til hennar, þegar hún var annað- hvort að baka hafrakex eða mömmukökur, en svo góðar kök- ur hef ég ekki fengið, hvorki fyrr né síðar. Mér er það minnisstætt þegar Ragna og mamma eyddu tveimur heilum haustdögum í þvottahús- inu við sláturgerð. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig henni tókst að fá mömmu með sér í þetta verk, en mamma var dönsk og hafði aldrei í sínum uppvexti kynnst slíku verki sem sláturgerð er. En það var kátt á hjalla og það var soðið og súrsað og nóg var til af slátri með grjónagrautnum það sem eftir lifði vetrar. Ragna og Villi voru heilsteypt, traust og gott fólk, sem er fjár- sjóður að hafa átt að í uppvext- inum. Auk þess voru þau ná- grannar okkar hjóna í tæpan áratug er við bjuggum á Hagamel 34. Ég hitti Rögnu skömmu fyrir síðustu jól og átti síst von á að það yrðu okkar hinstu fundir. Ragna var skýr og glöð og spurði frétta og sagði sömuleiðis fréttir af sinni fjölskyldu. Nú verða þeir fundir ekki fleiri í bili og þakka ég fyrir að hafa átt þau Rögnu og Villa að vinum nánast alla mína ævi. Þeim Trausta, Stefaníu og Ás- geiri og fjölskyldum þeirra vott- um við hjónin okkar innilegustu samúð. Ella B. Bjarnarson og Helgi Torfason. Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA PÁLSDÓTTIR frá Héðinshöfða í Vestmannaeyjum, lést sunnudaginn 9. febrúar. Útför hennar fer fram við Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 21. febrúar klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Gunný Henrýsdóttir Mörköre Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA KATRÍN HANSDÓTTIR sem lést sunnudaginn 9. febrúar, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 24. febrúar klukkan 13. Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir Már Guðmundsson Indriði Þorkelsson Anna María Soffíudóttir Valdís Brynja Þorkelsdóttir barnabörn og langömmubörn Ástkær móðir okkar, amma og langamma, KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR lést á Landakoti sunnudaginn 16. febrúar. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks K2 á Landakoti fyrir einstaka umönnun. Kristján Gunnar Valdimarsson Valdimar Agnar Valdimarsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, PÉTUR EMIL JÚLÍUS ÞORVALDSSON KOLBEINS lést 11. febrúar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 24. febrúar klukkan 13. Ólafur J. Kolbeins Ósk Laufdal Sjöfn Sóley Kolbeins Sigurður Jensson Guðborg Hildur Kolbeins Tómas Á. Sveinbjörnsson barnabörn og langafabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR SNORRI GUNNARSSON Löngubrekku 13, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 17. febrúar. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. febrúar klukkan 11. Gunnar Már Halldórsson Lovísa Lára Halldórsdóttir Ársæll Rafn Erlingsson Svanhildur Sif Halldórsdóttir Michael William Chapman Berglind Björk Halldórsdóttir Hannes Þór Baldursson og barnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.