Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 ✝ Ólöf IngibjörgHaraldsdóttir fæddist 8. júlí 1931 á Seyðisfirði. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Fossheimum á Sel- fossi 8. febrúar 2020. Foreldrar Ólafar voru Haraldur Jó- hannesson vél- stjóri, f. 22.10. 1903 á Eyrarbakka, d. 24.6. 1982, og Kristín Sveinsdóttir, húsfreyja og saumakona, f. 18.2. 1905 í Viðfirði, d. 23.11. 1991. Alsystkini Ólafar eru Elín Sveindís, f. 23.11. 1929, d. 29.3. 2019, Óli Andri, f. 19.1. 1933, d. 27.8. 2009, Hreinn, f. 9.6. 1935, d. 10.8. 1985, Þórfríður Soffía, f. 22.2. 1937, Rósa, f. 27.6. 1938, Guðrún Elísabet Kjerúlf, f. 6.10. 1939, Jóhannes, f. 14.6. 1942, og Guðríður, f. 22.4. 1944. Hálfsystir samfeðra er Klara Sinkowits, f. 3.7. 1927, d. 8.7. 2015. Þann 4. júní 1952 giftist Ólöf Þórarni Sigurjónssyni, bústjóra og alþingismanni, f. 26. júlí Ólöf ólst upp á Seyðisfirði og lauk þar skyldunámi. Að ferm- ingu lokinni fluttist fjölskyldan í Kópavog. Eftir það vann hún ýmis störf, mest verslunarstörf. Einnig stundaði hún fimleika hjá fimleikadeild Ármanns. Ólöf stundaði nám við Hús- stjórnarskóla Árnýjar Filippus- ardóttur í Hveragerði veturinn 1951-1952. Vorið 1952 hófu Ólöf og Þór- arinn búskap í Laugardælum, þar sem hún gerðist ráðskona og hann bústjóri við tilraunabú Búnaðarsambands Suðurlands. Hún starfaði um árabil sem ráðskona og sinnti jafnframt erilsömu húsmóðurstarfi á gestkvæmu heimili. Seinna leysti hún af ráðskonur þegar á þurfti að halda. Til margra ára starfaði hún á haustin hjá Slát- urfélagi Suðurlands. Í rúma fjóra áratugi sá hún um að halda Laugardælakirkju hreinni. Ólöf var kvenfélagskona og tók virkan þátt í starfi Kven- félags Hraungerðishrepps. Hún var formaður um árabil og gerð að heiðursfélaga þess 22. febrúar 2011. Ólöf bjó í Laugardælum til ársins 2015 er hún flutti á hjúkrunarheimilið Fossheima á Selfossi. Útför Ólafar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 20. febrúar 2020, og hefst athöfnin kl. 13. 1923, d. 20. júlí 2012. Foreldrar hans voru Sigurjón Árnason, f. 1891, d. 1986, og Sigríður Kristjánsdóttir, f. 1884, d. 1941. Börn Ólafar og Þórarins eru: 1) Sigríður, f. 1953, gift Óla Sverri Sig- urjónssyni, f. 1953. Börn þeirra eru Ólöf Inga, f. 1980 og Þórarinn, f. 1984. 2) Haraldur, f. 1954, kvæntur Þóreyju Axelsdóttur, f. 1949. Dætur þeirra eru Ólöf, f. 1982, og Dóra, f. 1988. Dóttir Þóreyjar er Svanhildur, f. 1970. 3) Kristín, f. 1956, gift Garðari Sverrissyni, f. 1959. Dóttir þeirra er Þorgerður Guðrún, f. 1990. Sonur Garðars er Sverr- ir, f. 1984. 4) Sigurjón, f. 1960, d. 1961. 5) Sigurjón Þór, f. 1962, d. 1964. 6) Ólafur Þór, f. 1965, kvæntur Malin Widars- son, f. 1969. Börn þeirra eru Elín Linnea, f. 1993, Anton Þór, f. 1996, Hanna Kristín, f. 1998, og Einar Árni, f. 2003. Barna- barnabörn Ólafar eru tíu tals- ins. Ég mun ætíð varðveita minn- inguna um góðmennsku ömmu Ólafar og yl. Manns beið ávallt öryggi og hlýja í ömmubæ og þar var aldrei asi né þannig að illa stæði á. Alltaf gat maður kíkt inn í mjólkurglas, bakkelsi og góða sögu. Það hryggir mig einmitt að hugsa til þess að ég fái ekki tækifæri til að heyra hana segja mér eina sögu aftur. Heyra hana lýsa því hversu svekkt hún var þegar afi klippti hvítu englak- rullurnar af pabba rétt fyrir myndatöku eða hvernig þvagið undan kúnum skvettist framan í þær þegar hún og vinnukonurn- ar voru að safna því í fötu til að þvo hárið upp úr. Hún hafði svo einstakt lag á því að segja sögur með innlifun og tilfinningu, rétt eins og þær væru í hvert skipti nýskeðar. Ég væri svo til í að fá eitt enn tækifæri til að setjast niður með henni yfir kaffibolla og læra allt um lífsskeið þessarar mögnuðu konu, því með árunum átta ég mig betur á því hversu áhuga- verða tíma hún og afi gengu í gegnum og hvílíkt ofurtvíeyki þau hafa verið. Úr litlu byggðu þau upp bú í Laugardælum með slíkum glæsibrag að litið var upp til á landsvísu og fólk minnist síns tíma með þeim sem blóm- legra og gleðilegra ára. Ég er viss um að þær sögur sem manni hafa verið sagðar eru bara rétt toppurinn á ísjaka ævintýralegra atvika og afreka þeirra beggja. Amma var alltaf góð við okkur barnabörnin og hafði mikið gam- an af börnum. Meira að segja í seinni tíð þegar veikindin höfðu tekið yfir sá maður hvernig hún ljómaði af gleði og góðmennsku þegar lítið fólk var nálægt. Hún var líka oft með fullt hús af börnum því við barnabörnin vor- um ósjaldan saman hjá henni; inni í sólhúsi að leika, lita eða spila. Hún hafði lag á að safna fjölskyldunni saman til sín og er það henni og afa að þakka hversu náin við barnabörnin þeirra erum í dag. Hjá ömmu Ólöfu var alltaf allt svo fallegt og vel tilhaft í minn- ingunni. Ég stóð stundum með stjörnur í augunum yfir öllum þeim gullum sem mér fannst hún og afi eiga. Hvort sem það voru vasar, styttur, púðar, stól- ar, málverk, bækur, skart eða skeiðar. Amma átti allt fallegast og maður laumaðist í ófáar skúffur og skot til að geta dáðst að gersemunum. Hún átti líka alltaf eitthvað gott inni í búrinu og beið maður oft spenntur yfir því að sjá hvað amma bæri fram með mjólkinni þann daginn. Í mínum huga hélt hún heimili þar sem hægt hefði verið að taka á móti drottningunni á hverjum degi. Elsku amma, takk fyrir dýr- mætar stundir sem nú virðast reyndar hafa verið alltof fáar. Ég kveð þig í þeirri vitneskju að gott fólk tekur á móti þér hinu- megin og tek með mér inn í lífið þitt góða fordæmi að gestrisni, góðmennsku og myndarskap. Og ef ég eignast einhvern tímann garð þá mun ég planta þar rósa- runna í þína minningu, því þú verður jú alltaf rauðasta rósin. Nú falleg rós oss frá er fallin. Í friði kannar hún nýjan stað. En minning hennar hér eftir eirir og fölnar aldrei né fellir blað. Dóra Haraldsdóttir. Elsku amma. Um hugann streyma ótal minningar og tilfinningar sem erfitt er að koma í orð. Hlýi faðmurinn þinn. Hlýju hendurnar þínar sem yljuðu köldu fingrunum mína. Enni þitt við enni mitt þegar við stungum saman nefjum, nöfnurnar. Alúðin. Gestrisnin. Rausnar- skapurinn. Velvildin í minn garð. Stúturinn sem þú settir á munninn til að kyssa mig og setja á þig varalit. Smjattið þitt, purrið þitt þegar þér var kalt, hvernig þú skelltir þér á lær. Hvernig þú skræktir þegar afi eða pabbi klipu þig. Hvernig þú kipptist öll við þegar þér brá, og hvað þú hlóst að öllu saman, eða fussaðir. Ilmurinn í eldhúsinu. Söngur- inn í hrærivélinni. Smellurinn í kaffikönnunni. Sötrið þegar þú dreyptir á kaffibollanum þínum. Skríkjandi hláturinn þinn og sögustundirnar. Kökuilmurinn, steikarilmurinn, snarkið í pönn- unni... Ilmurinn af rósunum þínum, begóníunum, blómaleiðangrarn- ir, stjúpurnar, morgunfrúrnar. Lyktin úr ryksugunni, prílið upp á hillur og skápa til að þurrka af, sápulyktin, fægilykt- in, klingið í silfrinu, skvampið í vaskinum, tifið í klukkunni og skrjáfið í spilunum þegar þú lagðir kapal, söngurinn í útvarp- inu. Hvernig þú leist upp úr lestr- inum, uppskriftabókunum, út- saumnum og yfir gleraugun þeg- ar ég kom, hvernig gleðin færðist yfir andlit þér. Mikið er gott að sjá þig! Elsku nabban mín. Elsku nabban mín, amma mín. Mín tár eru þín tár. Megi þau skola burt sorg og þraut. Þín nafna, Ólöf Haraldsdóttir. Heimili ömmu í Laugardælum var nær alltaf blómum prýtt og ilmaði af heimalöguðum mat og bakkelsi. Hún var lítið fyrir að hafa sig í frammi en gat verið bráðskemmtileg og hnyttin í til- svörum. Hún var lengstum hús- móðir á stóru heimili og eftir að hafa dvalið hjá henni gæti maður næstum sagt að maður sé hús- mæðraskólagenginn. Hjá henni fékk maður góðan undirbúning í alls kyns heimilisstörfum. Lærði að matreiða, leggja á borð, sulta, pússa silfur, þvo þvotta, strauja, setja niður kartöflur og passa að ungarnir í trjánum yrðu ekki „fjandans kettinum“ að bráð. Hvergi hefur mér liðið betur en í sveitinni hjá ömmu og afa, umvafin ást og kærleika. Það er dýrmætt að hafa átt samastað hjá þeim og eiga þaðan sínar ljúfustu minningar. Þorgerður Guðrún Garðarsdóttir. Ólöf fæddist árið 1931 í Blá- húsi á Seyðisfirði, í húsi Elínar langömmu og Jóhannesar lang- afa. Bláhús var kannski ekki há- reistasta hús kaupstaðarins en þar var alla tíð rúm fyrir alla. Foreldrar Ólafar, þau Haraldur og Kristín, bjuggu á Seyðisfirði fyrstu búskaparár sín en fluttust árið 1936 í Fjarðarsel þar sem afi var vélstjóri. Ólöf var næst- elst níu systkina en fór mjög ung að árum að bera ábyrgð á barna- hópnum og víst er að það hefur verið ærinn starfi. Leiksvæði barnanna í Fjarðarseli voru lyngbrekkur, árbakkar og áin. Systkinin voru áræðin og úr- ræðagóð og það munu víst vera ófá skiptin sem Ólöf dró bræður sína á þurrt land eftir misheppn- aðar tilraunir þeirra að ganga á vatni. Ólöf giftist Þórarni Sig- urjónssyni árið 1952 og í fram- haldi tóku þau við rekstri til- raunabúsins í Laugardælum. Alla jafna var fjölmennt í Laugardælum, þar bjuggu syst- ur Ólafar, þær Rósa og Þórfríð- ur, auk Einars og Klöru og starfsmanna tilraunabúsins. Í þessu fjölskyldusamfélagi ól- umst við upp, samtals 26 börn, við mikið frjálsræði og umburð- arlyndi. Heimili þeirra Ólafar og Þór- arins stóð opið fyrir öllum og all- ir voru velkomnir. Umhyggju- semi frænku okkar var mikil og alla tíð var sterkur strengur á milli systkinanna og fjölskyldna þeirra sem voru tíðir gestir í Laugardælum. Þegar eitthvert barnanna veiktist þá kom hún gjarnan í heimsókn með góð- gæti, t.d. sínalkó og lakkrísrör sem hafði ótrúlega jákvæð áhrif á heilsufarið og eins átti hún til að koma með gúbbífiska svaml- andi um í sultukrukku til að stytta sjúklingum stundir. Reyndar var það nú svo að eftir því sem heilsa sjúklinganna fór batnandi fór heilsufari gúbbí- fiskanna í þeirra umsjón veru- lega hrakandi. Þegar við börnin í Laugar- dælum vorum bólusett var gjarnan komið saman á heimili þeirra Ólafar og Þórarins. Það voru skrautlegar samkomur í minningunni. Við sem vissum hvað var í aðsigi reyndum að sæta færi og fela okkur undir rúmum eða á bak við gardínur til að losna undan Bjarna gamla lækni sem með sínar „stórgri- pasprautur og nálar“ var kannski ekki sá laghentasti að meðhöndla nálar og börn. Þá var nú gott að eiga góða að þegar barnaskarinn háskælandi tókst á við þetta mikla áfall en frænka okkar var tilbúin með kakó og köku og opinn faðm handa öllum sem á þurftu að halda. Seinni árin þegar okkar börn fóru um hlaðið að hitta Laug- ardælabændur kom Ólöf gjarnan út á tröppur að spjalla og nesta mannskapinn með einhverju góðgæti. Heimili hennar stóð öll- um opið og alltaf var tími til að taka móti gestum og ræða málin. Gestrisni hennar var mikil og hún hafði einlægan áhuga á vel- ferð fjölskyldunnar. Hún var góðviljuð og frændrækin en gat verið hnyttin í tilsvörum og kunni alveg að koma fyrir sig orði en það var alltaf gefandi og ánægjulegt að vera í návist hennar. Ólöf var akkeri í lífi systkina sinna og áhrifavaldur. Hún bjó í Laugardælum í tæp 65 ár og minning um hana og Þórarin er samofin staðnum. Hún var mik- ilsvirt kona sem við bræður minnumst með miklum hlýhug. Blessuð sé minning hennar. Meira: mbl.is/andlat Haraldur og Ólafur Jónssynir. Ólöf Ingibjörg Haraldsdóttir Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús- skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför yndislegrar móður, ömmu og langömmu, SIGRÚN HERMANNSDÓTTIR hjúkrunarfræðings. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir umönnun síðustu ára. Guðný Bjarnadóttir Einar Bjarnason Hermann Bjarnason Stefanía Sigríður Bjarnadóttir Guðríður Bjarnadóttir Okkar ástkæra ÞÓRUNN A. SVEINBJARNARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Aflagranda 40, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 9. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans við Hringbraut, deild 11E, fyrir frábæra umönnun. Elín G. Sveinbjarnardóttir Katrín Gunnarsdóttir Bjarki Jóhannesson og fjölskyldur Systir mín, mágkona og móðursystir, GUÐLAUG GUNNARSDÓTTIR, Lalla, lést 14. febrúar. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 2. mars klukkan 13. Þóra Gunnarsdóttir Sigurjón Ari Sigurjónsson og fjölskylda Elsku sonur okkar, bróðir og mágur, GUÐJÓN INGI SIGURÐARSON Safamýri 95, Reykjavík, lést fimmtudaginn 13. febrúar. Útförin verður frá Grafarvogskirkju mánudaginn 24. febrúar klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast hans láti Lauf, félag flogaveikra, njóta þess. Halldóra Kristín Guðjónsd. Sigurður Sigurðarson Sara Diljá Sigurðardóttir Gísli Gautason Giulia Mirante Okkar ástkæri ÁSTÞÓR RUNÓLFSSON húsasmíðameistari, Þúfuseli 2, lést sunnudaginn 2. febrúar. Útför Ástþórs fer fram föstudaginn 28. febrúar frá Seljakirkju klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Ingunn Jóna Óskarsdóttir Hildur Ástþórsdóttir Jóhann Ólafur Jónsson Guðmundur Már Ástþórsson Dagný Alda Steinsdóttir Hlín Ástþórsdóttir Hrafnkell Marinósson Hulda Ástþórsdóttir Aðalsteinn Guðmannsson Runólfur Þór Ástþórsson Heiðrún Ólöf Jónsdóttir Silja Ástþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.