Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Elínrós Líndal elinros@mbl.is Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norð- dahl hefur nýverið gefið út bókina Brúin yfir Tangagötuna; ísfirska ást- arsögu úr samtímanum. Bækur hans hafa verið gefnar út víða. Bókin Illska fékk til dæmis Íslensku bókmennta- verðlaunin, Transfuge-verðlaunin í Frakklandi og var tilnefnd til Medici- verðlaunanna og Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Eiríkur Örn segir að hann hafi fyrst fengið alvöru áhuga á að skrifa í menntaskóla. „Það var um svipað leyti og ég byrj- aði að lesa af alvöru – bækur sem sprengdu í mér heilann. Þá skrifaði ég líka í fyrsta skipti eitthvað sem ég upplifði þannig að það væri stærra og merkilegra en ég sjálfur og síðan þá hefur það alltaf verið markmiðið; að skrifa eitthvað sem umfaðmar veröld- ina á máta sem ég get ekki gert annars.“ Hefur komið víða við á starfsferlinum Ég heyrði eitt sinn að það væri nauðsynlegt að vera í tveimur vinnum, á meðan maður nær því að lifa af rit- listinni, sér í lagi svo maður geti skrif- að um það sem mann langar til en ekki um það sem selst. Ertu sammála því? „Ég vann árum saman sem nætur- vörður á Hótel Ísafirði meðfram skrif- um og síðar sem blaðamaður. Þar á undan var ég í rækjunni, í skipa- smíðastöð, á sambýli og elliheimili, sem handlangari, kokkur á leikskóla og bílstjóri og „altmuligmaður“ í heimavistarskóla. Ég var búinn að vera að skrifa í um áratug, af fullri al- vöru, þegar mér auðnaðist loksins að hætta í dagvinnunni – fyrst fór ég í þýðingahark og svo fór ég að fá lista- mannalaun. Ég hef aldrei skrifað neinar sölubókmenntir og ef ég ætlaði að vinna þannig hefði ég bara haldið mig í rækjunni – en meira að segja „söluhöfundarnir“, guð blessi þá, kom- ast ekki af á íslenskum bókamarkaði nema með styrkjum. Við erum ein- faldlega of fá.“ Hvað getur þú sagt mér um bókina Brúna yfir Tangagötu? „Ég vil eiginlega sem minnst segja „almennt“ um mínar eigin bækur. Fólk ætti heldur aldrei að taka höf- undinn of alvarlega þegar kemur að merkingu bóka – ég set kannski sög- unni ramma og ýtti henni af stokk- unum en sögur gerast í höfðinu á les- endum sínum.“ Siðir ástarinnar eru kannski ólíkir milli staða Hvernig var að skrifa ísfirska ástar- sögu úr samtímanum? „Það var furðu skemmtilegt. Ég hef skrifað um Ísafjörð framtíðarinnar í Heimsku og Ísafjörð fortíðarinnar í Illsku – en fyrir mér er Ísafjörður fyrst og fremst staður núsins. Staður- inn þar sem lífið á sér stað.“ Elskar fólk öðruvísi í þessum lands- hluta eða eins um allt landið að þínu mati? „Ætli það elski ekki keimlíkt bara? Ég gæti best trúað því. Halldór birtist áður í Eitur fyrir byrjendur og var þar ekki lögð nein áhersla á að hann væri að vestan – og Gyða er aðflutt. Siðir ástarinnar eru kannski ólíkir milli staða – varla milli sveitarfélaga á Íslandi, en t.d. frá Havana til Peking – en ég hallast að því að sjálf ástin, þessi þrá til þess að rjúfa einmanakenndina sem fylgir eðli mannlífsins, sem vegur síðan salt við löngunina til að fæða í sjálfum sér egóið – að finnast maður elskaður – sé svipuð. Ekkert fallegra og ekkert sárara og ekkert hættu- legra.“ Aðalsögupersónan er dæmigerður forðari í fyrstu, þar sem hugmyndir hans um ástina búa meira í höfðinu á honum en í hegðun. En svo virðist sem hlutirnir fari að virka honum í vil. Er ástin, þráhyggja og sú brú sem maður þarf að fara yfir til að prófa sig áfram í þessum málum áhugamál hjá þér? „Halldór er bara svo fullur af sjálfs- efa – hann efast um eigin forsendur í hverju skrefi og treystir því aldrei að hann sé að breyta rétt, hvorki gagn- vart sjálfum sér né öðrum. Það mætti alveg segja að þessi hegðun, að treysta ekki sjálfum sér – vera „par- anoid“ á eigin hegðun og efins um að maður geti nokkurn tíma notið kær- leika annarra eða átt hann skilið – sé áhugamál hjá mér. Þetta er að minnsta kosti alls ekki í fyrsta sinn sem ég skrifa um þetta – ég held hreinlega að allar skáldsögurnar mín- ar eigi þetta sameiginlegt.“ Alls kyns menningarskeið ástarinnar Ertu í sambandi sjálfur? „Ég er giftur og á tvö börn. Við eig- um 13 ára brúðkaupsafmæli í ár.“ Hver er skoðun þín á samtímaást? Telur þú ástina mikið ólíka því sem var áður og hvers vegna? „Eins og ég segi – ég held að ástin sem slík sé alltaf eins, og við sækjumst eftir henni af líkum ástæðum. En svo á hún sér ólíkar birtingarmyndir og við förum í gegnum alls kyns menn- ingarskeið ástarinnar. Fyrsta skáld- sagan mín, Hugsjónadruslan frá 2004, fjallaði til dæmis um pólíamoríu, sem síðan er orðin miklu meira áberandi. Það fylgir ástinni að vera aldrei nema tímabundið fullnægjandi – hún kemur og fer, blikkar jafnvel, stundum eins og stróbljós og stundum eins og norðurljós og stundum eins og bílljós í hríðarbyl uppi á heiði – en okkur finnst að hún ætti að vera fullkomin, af því að það er eitthvað við hana líka sem er fullkomið, og þess vegna leit- um við sífellt nýrra leiða til þess að stunda ástina betur. Í því erum við dæmd til að ráfa niður þúsund refil- stigu fyrir hverja einustu sigurför.“ Staða Halldórs, sögupersónu þinn- ar, í lífinu virðist aðeins flækjast fyrir honum – en ástin virðist blind og ekki stoppa atburðarás bókarinnar. Hvern- ig kom þessi hluti sögunnar til þín? „Sagan kom bara alveg gersamlega af sjálfu sér. Ég hafði ekki einsett mér neitt annað en að skrifa bók sem stæði mér nærri hjarta – sem væri hrein- lega væmin, að einhverju leyti – og drífa mig ekki í því. En svo hef ég aldrei skrifað neitt jafn vandræðalaust og hratt. Staða Halldórs er auðvitað afbrigði af landsbyggðarklisjunni. Hann er karlmaður á miðjum aldri í fiskiþorpi í vinnslustoppi og tilvistarkrísu. Um þetta hafa verið gerðar milljón bíó- myndir og skrifaðar þúsund sögur – og yfirgnæfandi meirihluti þeirra saminn af fólki sem á ekki nema í besta falli í einhvers konar sumar- bústaðasambandi við staðinn sem það skrifar um. Ég ákvað að hafa þetta bara eins nálægt mér og ég gæti – megnið af sögunni gerist í húsinu mínu.“ Að festa ráð sitt er að einhverju leyti val Varstu að skrifa þig í gegnum eigin ástarsögu? „Nei. Ég kem lítillega fyrir í einni senu í bókinni en annars er lítið af minni persónulegu ástarsögu þarna. Það vill til að Halldór birtist líka í Eitri fyrir byrjendur – sem kom út 2006 – og kannski vildi ég bara fylgja honum í höfn. Hann var á sínum tíma skilinn eftir í lausu lofti.“ Sumir segja að það sé galið hversu litla æfingu við fáum í að elska og hversu fáar tilraunir við í raun fáum frá samfélaginu, án þess að lenda í for- dómum og fleira því tengdu ef okkur mistekst. Hvað finnst þér um það? „Ég veit það ekki. Fólk lendir í mis- mörgum ástarsamböndum áður en það festir ráð sitt en það er líka að ein- hverju leyti val – a.m.k. að festa ráð sitt. En svo er líka hitt, sem er kannski mikilvægast, að vilji maður æfa sig í að elska er bara „la gó“ og láta vaða. Ástin er ekki fyrst og fremst tilfinning, held ég, þótt hún sé það auðvitað líka, heldur gjörð. Maður elskar annað fólk með því að gera eitt- hvað fyrir það, með því að láta sig það varða, setja sig í spor þess, forgangs- raða hamingju annarra umfram sína eigin. Auðvitað getur það líka orðið sjúkt og maður algerlega meðvirkur og troðið sjálfan sig í svaðið af ein- hverri misskilinni umhyggju fyrir öðr- um – þetta er spurning um jafnvægi. En maður lærir ekki að elska öðruvísi en bara að gera það og maður þarf ekki bólfélaga til að æfa sig í að elska. Þótt ástarsamband manns við aðra – vini, börn, foreldra – sé öðruvísi en við maka þá eru „prinsippin“ í því hvernig maður elskar alveg þau sömu, mínus kynfæraleikir og slefskipti. Og ástin þarf ekki að vera grand – hún þarf ekki einu sinni að vera spot-on – hún þarf bara að vera. Maður getur farið í bíó með vinum sínum, lesið fyrir börn- in sín, kíkt í kaffi til mömmu og pabba, hringt í gamlan kunningja og svo framvegis. Eða gefið fólki að éta – það er sennilega hvergi meiri ást en í ein- mitt því.“ Bókin lauk sér sjálf Hvernig skrifaðir þú þessa bók? Eina stund á dag eða kom hún til þín öll í einu? „Ég byrjaði bara og svo lauk hún sér sjálf. Bókin hefst á því að Halldór er að borða morgunmat. Ég sat í sama stól og hann, var nýbúinn að borða minn eigin morgunmat – og svo skildi leiðir. Það var sumar hjá honum, vet- ur hjá mér, hann bjó einn í húsinu en ég með fjölskyldunni og þar fram eftir götunum.“ Hvernig er dagur í þínu lífi? „Ég kem börnunum á fætur og úr húsi í skóla, ásamt konunni. Svo fer ég ýmist á skrifstofuna eða sit heima og vinn, eftir aðstæðum. Ef ég er að drepast úr andleysi gutla ég svolítið á gítarana mína eða kíki í ræktina. Upp úr fjögur fer ég og versla í matinn, elda fyrir fólkið mitt, og svo skiptumst við frúin á að lesa fyrir börnin eftir kvöldum. Við lesum frekar lengi nú- orðið – það hefur lengst og lengst með árunum. Stundum liggjum við í klukkutíma. Þá gengur hinn frá í eld- húsinu. Af og til – það á að vera einu sinni í viku en er það nú ekki alveg – þá borðum við sjálf ekki fyrr en börnin eru farin að sofa. Annars reynum við að horfa á eitthvað gott og vera komin í rúmið nógu snemma til að nenna að lesa líka svolítið í fullorðinsbókunum okkar.“ Með mömmu sem er þakklát fyrir bókmenntirnar Hefur þú alltaf fengið aðdáun eða virðingu í gegnum skrifin þín? Getur þú sagt mér frá fyrstu minningu þinni um þetta? „Ég hef aldrei verið allra og aldrei reynt það heldur – þótt mig hafi kannski oft langað það, eins og alla langar bara að vera skilyrðislaust elskaðir, en ég hef aldrei gert neitt til að eiga það skilið. Enskukennarinn minn heitinn, Monica Mackintosh, var fyrsta manneskjan til þess að hrósa mér fyrir skrif – þá hef ég verið 10-11 ára. Það setti alveg eitthvert mark á mig þótt ég hafi ekki velt því mikið fyrir mér fyrr en seint og um síðir. Ég dauðskammaðist mín fyrir að vera að skrifa skáldskap þegar ég var í menntaskóla og fór með það eins og mannsmorð – birti aldrei neitt í skóla- blaðinu og samdi aldrei texta fyrir hljómsveitirnar sem ég var í. Það var í sjálfu sér bara spéhræðsla. Svo á loka- árinu mínu kynntist ég besta vini mín- um, Hauki Má Helgasyni – MH-ingi sem var líka að skrifa – og einhvern veginn fannst mér ég geta trúað hon- um fyrir þessu. Hann gagnrýndi það bara heiðarlega – sagði mér hvað sér þætti drasl, kurteislega en heiðarlega, og upp úr því fór ég að geta tekið sjálf- an mig alvarlega með þetta. Þá gat ég varið draslið eða breytt því; fengið leiða á snilldinni og hent henni eða slípað hana til. Þegar ég gaf út fyrstu skáldsöguna mína spurði mig ein kona í bænum – seint um nótt og ekki alveg edrú – hvernig ég gæti fengið af mér að skrifa svona „með móður á lífi“. Það hefur líka svolítið setið í mér. En ég held að mamma sé nú alveg þakklát fyrir að ég hafi ekki beðið þar til hún hrykki upp af – og hún les bækurnar mínar og heldur alltaf með mér, líka þegar þær eru svolítið svakalegar.“ „Maður þarf ekki bólfélaga til að æfa sig í að elska“ Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl segir ástina ekki þurfa að vera „grand“, né heldur „spot-on“. Hann segir hana frekar bara þurfa að vera. Ljósmynd/Ágúst Atlason Vinsæll Bækur Eiríks hafa fangað athygli fólks víða um heiminn. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.