Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Getur nefið á þér verið rang- stætt? Þá á ég ekki við að þú haf- ir gengið á hurð eða fengið einn „gúmoren“ – kannski „að sjó- mannasið“. Tæknilega séð getur nefið á þér verið rangstætt í nútímafót- bolta þar sem hin umdeilda myndbandadómgæsla (VAR) kemur við sögu. Líka stóratáin, vinstra eyrað og hægri hnéskelin ef því er að skipta. Í ensku úrvalsdeildinni hefur VAR-dómgæslan lent á miklum villigötum þar sem elt hafa verið uppi smáatriði varðandi rang- stöðu í stað þess að nýta hana betur þar sem það skiptir máli. Arsene Wenger, sá mæti maður og fyrrverandi stjóri Ars- enal, er nú í forystuhlutverki hjá FIFA og hefur beitt sér fyrir endurskoðun á rangstöðuregl- unum. Hann vill að sóknarmaður þurfi að vera allur fyrir innan varnarmann til að teljast rang- stæður. Það var Wenger sem hafði á orði að það væri alveg galið að hægt væri að dæma rangstöðu á nef, svo því sé haldið til haga. Tillaga hans verður lögð fyrir alþjóðlegu fótboltareglunefnd- ina, IFAB, á hlaupársdag. Fróð- legt verður að fylgjast með af- greiðslunni. Annars er það þessi IFAB- nefnd sem er áhugaverður kapít- uli út af fyrir sig en hún viðheldur íhaldssemi í fótboltanum sem af mörgum er talin nauðsynleg. Hún var stofnuð fyrir 134 ár- um og er enn borin uppi af fulltrúum Englands, Skotlands, Wales og Norður-Írlands sem skipa 80 prósent nefndarinnar, en fimmti fulltrúinn kemur frá FIFA. Fótboltinn er fyrir löngu orðinn alheimseign en á þessu sviði stendur breska heimsveldið enn undir nafni! BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þrátt fyrir að Ísland kæmist í loka- keppni Evrópumóts karla í körfu- bolta tvisvar í röð, 2015 í Berlín og 2017 í Helsinki, er landsliðið nú í þeirri stöðu að þurfa að brjóta sér leið í gegnum tvö stig í forkeppni til þess að vinna sér sæti í sjálfri undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Fyrsti áfanginn á fyrsta stiginu er í kvöld þegar Ísland sækir lið Kó- sóvó heim til Prishtina, en viðureign þjóðanna hefst þar klukkan 18 að ís- lenskum tíma. Dýrkeypt tap í Sviss Tapið slæma í Sviss í forkeppni EM í ágúst 2019 var íslenska liðinu dýrkeypt. Það mátti tapa með 19 stigum en missti leikinn niður í 24 stiga ósigur, 109:85, í hræðilegum fjórða leikhluta í Montreaux. Fyrir vikið missti Ísland af því að leika í undanriðli EM 2021 með Finnlandi, Georgíu og Serbíu og gerði sér um leið næstu undankeppni HM enn erfiðari en ella. Sú undankeppni hefst í kvöld og heldur áfram í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið kemur þegar Slóvakía kemur í heimsókn en Sló- vakía fær Lúxemborg í heimsókn í kvöld í hinum leik fyrstu umferðar. Langt í hina fjóra leikina Langt er hins vegar í hina fjóra leikina í riðlinum því Ísland mætir Lúxemborg og Kósóvó í heima- leikjum í lok nóvember á þessu ári. Tveir þeir síðustu eru síðan á útivöll- um gegn Slóvakíu og Lúxemborg eftir heilt ár, eða í febrúar 2021. Þá fyrst kemur í ljós hvort Ísland kemst á annað stig forkeppninnar. Tvö efstu lið riðilsins ásamt tveimur efstu úr hinum riðlinum þar, sem eru Portúgal, Kýpur, Hvíta- Rússland og Albanía, fara á annað stigið, sem er leikið sumarið 2021. Þar leika tólf þjóðir um átta sæti í undankeppni HM. Liðin átta sem bætast við verða þau sem ekki ná að tryggja sér sæti í lokakeppni EM. HM í austurhluta Asíu 2023 Undankeppni HM fer fram árið 2022 og þar verða liðin 24 sem leika í lokakeppni EM 2021 ásamt þessum átta úr forkeppninni. Þar verður spilað um sæti í lokakeppni HM sem fer fram í Japan, Indónesíu og á Fil- ippseyjum árið 2023. Leiðin er svo sannarlega löng. Ísland var í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlana fyrir fyrsta stigið og á því að vera með sterkara lið en Slóvakía, Kósóvó og Lúxemborg sem komu úr hinum þremur flokkunum. En í Prishtina í kvöld vantar menn eins og Martin Hermannsson, Hauk Helga Pálsson, Elvar Már Friðriksson, Kristófer Acox, Ægi Þór Steinarsson, Pavel Ermolinskij, Jón Axel Guðmunds- son, Jón Arnór Stefánsson og Hlyn Bæringsson, sem allir hafa sett svip sinn á landsliðið á undanförnum ár- um. Þeir eru ýmist hættir, meiddir eða uppteknir eins og áður hefur verið fjallað um. Óhætt er að segja að öflugt byrjunarlið Íslands sé fjarri góðu gamni og nú þurfa aðrir að stíga fram og fylla í skörðin. Fyrsti áfanginn á langri leið  Leiðin í átt að HM 2023 hefst þegar Ísland mætir Kósóvó í Prishtina í kvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsliðið Tryggvi Snær Hlinason verður í lykilhlutverki í leiknum í Pris- htina í kvöld en Kósóvó er með tvo miðherja í sama stærðarflokki og hann. Íslandsmeistarar KR í knattspyrnu karla biðu í fyrrinótt lægri hlut fyr- ir bandaríska MLS-deildarliðinu Orlando City í æfingaleik á Flórída. Orlando, sem leikur fyrsta leik sinn í MLS-deildinni á nýju tímabili ann- an laugardag, sigraði 3:1 og voru öll mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Kristján Flóki Finnbogason gerði mark KR-inga á 22. mínútu en Portúgalinn Nani, fyrrverandi leik- maður Manchester United, skoraði tvö marka Orlando. KR mætir öðru MLS-liði, Cincinnati, á Flórída ann- að kvöld. Flóki skoraði fyrir KR á Flórída Morgunblaðið/Hari Skoraði Kristján Flóki Finn- bogason gerði mark KR í Orlando. Martin Hermannsson hefur verið kjörinn besti leikmaðurinn í bikar- úrslitaleiknum í þýska körfubolt- anum en hann var í lykilhlutverki þegar Alba Berlín lagði Oldenburg að velli í úrslitaleiknum á sunnu- dagskvöldið. Þýska 1. deildin, BBL, birti þetta á twitter í gær en Martin varð efst- ur í kosningu á heimasíðu deildar- innar. Martin var stigahæsti leik- maður Alba í úrslitaleiknum, skoraði 20 stig, og varð fyrstur Ís- lendinga til að vinna stóran titil í þýska körfuboltanum. Martin bestur í úrslitaleiknum Ljósmynd/EuroLeague Bikarmeistari Martin Hermanns- son var í aðalhlutverki hjá Alba. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Vestri ...... 19.15 Í KVÖLD! Spænskar knattspyrnukonur hafa í fyrsta skipti skrifað undir sam- eiginlegt samkomulag um laun og fríðindi, og þar með með náð sam- komulagi við yfirstjórn íþróttamála í landinu. Þær fóru í verkfall í nóvember sem leiddi af sér frestun á átta leikjum í efstu deild. Í samkomulaginu sem birt var í gær eru leikmönnum efstu deildar tryggðar 16 þúsund evrur (um 2,2 milljónir íslenskra króna) í lág- markslaun á ári, ásamt því að fá sumarfrí og fæðingarorlof á laun- um, ásamt fleiri fríðindum. Upphæðin er ekki há ef miðað er við almenn laun, hvað þá laun knattspyrnukarla, en litið er á sam- komulagið sem tímamótaáfanga fyrir knattspyrnu kvenna á Spáni. „Þetta er sögulegur dagur því samkomulagið er afar mikilvægt fyrir knattspyrnukonur sem hafa haft áhyggjur af sinni framtíð. Þá er þetta mikilvægt fyrir allar spænskar konur því þegar einn hópur kvenna tekur stórt skref þá gera aðrar það líka,“ sagði Irene Lozano, íþróttamálaráðherra Spán- ar. vs@mbl.is Spænskar konur semja KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Hafnfirðingurinn Kári Jónsson mun í kvöld leika fyrsta landsleik sinn í eitt og hálft ár þegar Ísland mætir Kósóvó í forkeppni HM í körfuknattleik eins og fjallað er um í greininni hér fyrir ofan. Kári lék síðast gegn Portúgal síðsumars 2018 en eftir það tóku við aðgerðir á hásin og fjarvera vegna þeirra. „Ég er virkilega spenntur og finnst svakalega skemmtilegt að fara í landsliðs- treyjuna aftur og að vera kominn yfirhöfuð út á völl á ný. Ég ætla að njóta þess,“ sagði Kári þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær þar sem hann var í rútu á leið á æfingu. Miklar breytingar hafa orðið á íslenska liðinu og ofan á það bætist að nú eru einnig mikil forföll. Kári leynir því ekki að erfitt sé að segja til um hversu fljótir menn verða að finna taktinn á vellinum. „Það gæti pottþétt tekið tíma. Margar breyt- ingar hafa orðið á hópnum og stuttur tími til undirbúnings. En við þekkjum hins vegar vel hver til annars og þekkjum styrkleikana og veikleikana. Við vitum hvernig við viljum spila og við verðum bara að hafa gaman af þessu. Vonandi náum við í stigin.“ Erfitt að lesa andstæðinginn Kósóvó er að sumu leyti svolítið sérstakur andstæðingur að mæta. Tiltölulega stutt er síðan ríkið fór að tefla fram eigin liðum eftir að það lýsti yfir sjálfstæði árið 2008. Landsliðin eru þar af leiðandi skammt á veg komin í uppbygg- ingu sinni en á móti kemur að þekkingin á íþróttinni og bolta- greinum almennt er geysilega mik- il á þessum slóðum. „Við höfum stúderað liðið eins og hægt er en landsliðið er með nýjan þjálfara og verða þetta fyrstu leikirnir undir hans stjórn. Þess vegna er erfitt að skoða liðið en við höfum skoðað einstak- lingana nokkuð vel og reynum að undirbúa okkur eins vel og við get- um. Þetta eru hörkugóðir leikmenn og við erum spenntir að mæta þeim. Þeir eru með bakvörð sem virðist vera þeirra aðalmaður í sókninni og við þurfum að stöðva hann. Auk þess eru þeir með há- vaxinn mann sem er frá Bandaríkj- unum og þetta verður spennandi verkefni.“ Mannvirki í minni kantinum Kári segir ekki hægt að tala um keppnishöll í hefðbundnum skiln- ingi í Kósóvó. Þar urðu menn fyrir því að þeirra helsta keppnismann- virki brann fyrir einhverjum árum og keppt verður í íþróttahúsi þar sem íburður er lítill. „Já við höfum náð nokkrum æf- ingum í húsinu. Þetta er fínt og það er bara krefjandi að venjast gólfinu og fleiru,“ sagði Kári ennfremur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann hefur leikið 10 A-landsleiki en síðast þegar hann lék með landsliðinu skoraði Kári ellefu stig í röð í þriðja leikhluta og verður vonandi við sama heygarðshornið í kvöld. Fyrsti landsleikur Kára í 17 mánuði Morgunblaðið/Árni Sæberg Snýr aftur Kári Jónsson klæðist landsliðstreyjunni á ný í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.