Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Fátt er meira krefjandi enforeldrahlutverkið. Van-svefta og oft á tíðum íhormónarússi eftir með- göngu og fæðingu tökum við ábyrgð á ósjálfbjarga lítilli manneskju allan sólarhringinn og reynum okkar besta til að halda henni á lífi og koma til þroska meðan við setjum okkar eigin þarfir í annað sæti. Litla manneskjan er afar viðkvæm en hef- ur á sama tíma takmarkaða getu til að tjá sig. Hún grætur því eða öskr- ar til skiptis ef eitthvað er að þar til foreldrarnir giska á hvað gæti hjálpað. Slíkt getur eðlilega reynt á þolrifin og vandasamt að sýna bæði skapstillingu og ástúð þegar foreldri liggur við bugun vegna örmögnunar og vanmáttarkenndar. Á sama tíma má segja að hjartað stækki um heilt númer með tilurð afkvæmisins með tilheyrandi hamingju, ást og um- hyggju. Leiksýningin Mæður í vandaðri leikstjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur sem sýnd er í Iðnó um þessar mund- ir setur fókus á allar þær flóknu til- finningar sem fylgja því að takast á við móðurhlutverkið – hlutverk sem lýkur í raun aldrei heldur breytist aðeins eftir því sem börnin stækka og fullorðnast. Um er að ræða leikrit eftir Önnu Bro, Juliu Lahme, Mette Marie Lei Lange og Christinu Sederqvist sem frumsýnt var í Folketeatret í Kaupmannahöfn fyrir rétt tæpum tveimur árum. Íslenski leikhópurinn hefur lagað verkið tölu- vert að sínum reynsluheimi og sam- félagi, sem er til mikilla bóta. Megin- persónur verksins eru fjórar nýbakaðar mæður, Fífa (Aðalbjörg Árnadóttir), Júlí (Kristín Péturs- dóttir), Móa (Lilja Nótt Þórarins- dóttir) og Andrea (María Heba Þor- kelsdóttir), sem kynnast í mæðra- eftirliti og er ráðlagt að skiptast á reynslusögum og ræða bæði það sem gengur vel og illa í nýja hlut- verkinu. Á milli funda bregða leik- konurnar sér léttilega í önnur smærri hlutverk, sem fjölgar rödd- um í flórunni, en sýningin minnir á stundum á uppistand eða mósaík. Mæðurnar fjórar sem eru í for- grunni búa við ólíkar fjölskyldu- aðstæður og glíma við mismunandi áskoranir í samskiptum sínum við afkvæmið og maka, þegar slíkur er fyrir hendi. Sprenghlægilegt var til dæmis að fylgjast með samtali Fífu og Móu á líkamsræktarstöðinni þar sem kynlíf eftir fæðingu var til um- fjöllunar og hvernig Fífa upplifði lík- ama sinn sem sameign heimilisfólks. Leiknar útfærslur hópsins á svefn- lausri nótt annars vegar og anna- sömum kvöldmatartíma hins vegar, þar sem þögul móðir reynir bara að lifa kvöldið af með aðstoð súkkulaðis og hvítvíns, voru dásamlegar. Mæður fjallar um allt sem þig langaði að vita um tímann og tilfinn- ingarnar sem fylgja fæðingu og fyrstu mánuðunum í lífi barns. En sýningin fjallar líka um allt sem þú vissir ekki að gagnlegt gæti verið að vita. Hvern hefði til dæmis grunað fyrir fram að meltingarstarfsemi ungbarna gæti orðið aðalatriði í lífi foreldra vikum og jafnvel mánuðum saman? Hér er fjallað um allt frá glasafrjóvgun til gyllinæðar með við- komu í svefnklámi, öllum goðsögn- unum um móðurhlutverkið, óttanum við að missa barnið sitt, einmana- leika móður sem dvelur ein heima með ungt barn, brjóstagjöf, ást, um- hyggju, þakklæti, bókum um barna- uppeldi, skilnaði, þvagleka, hversu tíminn getur orðið afstæður og liðið bæði svo hratt þegar horft er á þroska nýs einstaklings og hægt þegar svefnvana móðir telur niður mínúturnar þar til næst er hægt að leggja sig. Leikhópurinn nálgast efniviðinn af virðingu, kærleika og ekki síst húmor. Sjónræn umgjörð öll og hljóðmynd styður vel við umfjöll- unarefnið. Leikstjórinn vinnur skemmtilega með líkamann og rytma þegar hún fléttar ýmis hreyfi- mynstur inn í leikinn. Afar vel er unnið með persónueinkenni kvennanna og hlustun hópsins er af- bragð, hvort heldur er í samleik eða til að bregðast við hljóðum úr ung- börnum sem fylgdu foreldrum sín- um á sýninguna. Uppfærslan hefur verið sýnd ýmist að degi til eða kvöldi, sem auðveldar nýbökuðum foreldrum að bregða sér á 75 mín- útna langa sýningu með nýja barnið. Aðalbjörg Árnadóttir, Kristín Pétursdóttir, Lilja Nótt Þórarins- dóttir og María Heba Þorkelsdóttir fá sérstakt hrós fyrir afbragðs fram- sögn, því þrátt fyrir nokkurn fjölda ungbarna í salnum sem létu reglu- lega heyra í sér heyrðist hvert ein- asta orð á sviðinu. Allar stökkva þær milli ólíkra hlutverka eins og fiskar í vatni og leiða áhorfendur í gegnum allan tilfinningaskalann. Það hallar ekki á neina þó að Aðalbjörg fái sér- stakt hrós fyrir framúrskarandi kómískar tímasetningar. Mæður er frábær sýning sem öll ættu að sjá, jafnt mæður sem feður. Við sem gengið höfum í gegnum það ferli að ganga með og fæða barn get- um notið þess að hlæja og gráta með persónum verksins þegar fæðingar- orlofstíminn er rifjaður upp með öll- um sínum svefnlausu nóttum, brjóstagjöf, barnamauki og kúka- bleyjum. Þau sem ekki hafa per- sónulega reynslu af foreldrahlut- verkinu geta fengið ómetanlega innsýn í þennan reynsluheim sem er allt í senn hrikalega erfiður og krefj- andi en líka dásamlegur og gefandi. Dásamlegur óður til mæðra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Húmor „Leikhópurinn nálgast efniviðinn af virðingu, kærleika og ekki síst húmor,“ segir í leikdómi um sýninguna Mæður sem sýnd er í Iðnó. Iðnó Mæður bbbbm Eftir Önnu Bro, Juliu Lahme, Mette Marie Lei Lange, Christinu Sederqvist og íslenska leikhópinn. Íslensk þýðing: Kristín Björg Guðmundsdóttir. Leik- stjórn: Álfrún Örnólfsdóttir. Leikmynd og búningar: Hildur Selma Sigurberts- dóttir. Tónlist og hljóð: Steinunn Jóns- dóttir og Þormóður Dagsson. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Leikarar: Aðal- björg Árnadóttir, Kristín Pétursdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir. Leikhópurinn Pinklar frumsýndi í Iðnó 9. febrúar 2020 kl. 17, en rýnt í 2. sýningu á sama stað þriðju- daginn 11. febrúar 2020 kl. 13. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Síðumúli 13 577 5500 108 Reykjavík www.atvinnueign.is Fasteignamiðlun Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is TIL LEIGU TIL LEIGU TIL LEIGU TIL LEIGU ÁRMÚLI 40 AUSTURSTRÖND 5 LAMBHAGAVEGUR 13 SMIÐSHÖFÐI 11 Til leigu nýtt 214 fm atvinnuhúsnæði með góðri lofthæð og stórri innkeyrsluhurð með rafmagnsopnun, 3,8 metra há. Miklir möguleikar. Til leigu 390 fm iðnaðar- og lager- húsnæði. Lofthæðin er 8metrar og stór innkeyrsluhurðmeð rafmagnsopnun. Til leigu 218 fm verslunarhúsnæði meðmiklum sýnileika frá götu, góð lofthæð. Bílastæði fyrir beint fyrir utan. Húsnæðið er ekki vsk skylt hús- næði. Til leigu 479,5 fm verslunar- og lager- húsnæði á jarðhæð. Rýmið er mjög snyrtilegt. Hentar t.d vel fyrir heildsölu og ýmsa aðra starfsemi. **Gott leiguverð** LAU ST S TRA X LAU ST S TRA X LAU ST S TRA X LAU ST S TRA X www.atvinnueign.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.