Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Qupperneq 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2020 Fyrir hrein eyru Einföld og áhrifarík leið til að mýkja og fjarlægja eyrnamerg á náttúrulegan háttmeð ólífuolíu fæst í öllum helstu apótekum SÍGILDIR SUNNUDAGAR KLASSÍSK TÓNLEIKARÖÐ Barokkbandið Brák Frumkvöðlar úr fortíð og nútíð 2. febrúar kl.16 Nánar á harpa.is/sigildir „Feitari með hverri kynslóðinni“ Íslendingar eru þyngstir allraNorðurlandaþjóða og virðiststaðan versna með hverju árinu. Hvað veldur offitu hefur löngum verið spurning sem vísindamenn hafa velt fyrir sér og sitt sýnist hverjum. Erfðir, umhverfi og fíkn eru þeir þættir sem nefndir hafa verið sem ástæð- ur. Gullna spurningin sem brenn- ur á fólki er auðvitað hvort hægt sé að „lækna“ offitu. Sú mann- eskja sem finnur upp megr- unarpillu mun að öllum líkindum bæði vinna Nóbelsverðlaun og verða ofurrík. Blaðamaður leitaði svara við of- fituvandanum hjá Kára Stef- ánssyni lækni og Þorgeiri Þor- geirssyni erfðafræðingi, sem verða meðal fyrirlesara á fræðslufund- inum. Umbunarkerfið vanstillt Fíkn er einn þeirra þátta sem rætt verður um á fundinum og veit Þorgeir mikið um þau mál. „Það er gott að borða og fólk get- ur ánetjast mat eins og öðru. Það er deilt um hvort matarfíkn sé til, en það er að minnsta kosti munur á henni og fíkn í vímuefni. Allir þurfa að borða en vímuefni eru ekki lífsnauðsynleg,“ segir Þorgeir og útskýrir málið nánar. „Það eru ákveðin kerfi í heil- anum sem skila umbun. Umbunin er mikilvæg. Sumt er sameiginlegt í því kerfi hjá fólki sem sækist eft- ir mat og fólki sem sækir í vímu- efni. Vímuefnin vaða beint með of- forsi inn í þetta kerfi en maturinn fer kannski meiri krókaleið,“ segir Þorgeir og Kári bætir við að það að leita í mat sé aðferð til að ná sér í umbun. „Ein túlkun er sú að þetta umbunarkerfi sé eitthvað vanstillt; stillt á of mikla sækni. Og það sé orðið til vandræða á okkar tímum þegar aðgengi að mat er auðvelt og búið að lauma sykri í allt,“ seg- ir Þorgeir. „Þetta er ofboðslega flókið. Hvað er fíkn og hvað er löngun í mat?“ spyr Kári, en hann mun tala um áhrif heilans á BMI- stuðulinn á fundinum, ásamt að tala um fjölgenarannsóknir. Þorgeir og Kári nefna að þeir sem þjáist af offitu gætu ef til vill haft gagn af að sækja í hópstuðn- ing og fylgja reglum í ætt við tólf spora kerfið, eins og fíklar gjarn- an gera. „Það eru til ýmsar aðferðir til að grennast og einhver lyf sem ætluð eru til þess að minnka mat- arlyst, en það má samt segja að einhverju leyti hafi heilbrigðis- kerfið svikið feita fólkið og það vanti fleiri úrræði,“ segir Þorgeir. Samspil erfða og umhverfis Hafið þið fundið sérstakt matar- fíknargen? „Nei, en þegar samspil þyngdar og hæðar er skoðað hefur fundist fullt af breytileikum í erfðameng- inu sem hafa áhrif á það,“ segir Kári og nefnir að vísindamenn geti út frá arfgerð einstaklings reiknað út heildaráhættu vegna þessara breytileika, en slíkt mat kallast fjölgenaskor. „Því hærra sem þú skorar, þeim mun líklegra er að þú verðir feit- ur. Ef við tökum þá sem eru með hátt skor sést að þeir hafa lægri greind en fólk sem skorar lágt. Það þýðir alls ekki að offita vegi að greind, heldur að sú hliðrun á starfsemi heilans sem gerir það að verkum að þú borðir mikið geti líka gert það að verkum að þú eig- ir erfiðara með aðra starfsemi heilans,“ segir hann og bætir við: „Einnig er það svo að þeir sem skora hátt eru yngri þegar þeir eignast fyrsta barn sitt, og eiga fleiri börn, þannig að það virðist vera náttúruval fyrir þessum eiginleika,“ segir Kári. „Sem dýrategund sem hefur óheftan aðgang að mat verðum við feitari og feitari með hverri kyn- slóðinni,“ segir hann. „Ég held að ástæða offitu sé að langmestu leyti það sem við köll- um „neuro-behavioural disorder“; eða hegðunarvandamál. Þó að það sé einhver munur á brennslu hjá fólki er hann mjög lítill miðað við muninn í hegðun, og hegðunin er drifin áfram af starfsemi heilans,“ segir Kári og nefnir að offita sé arfgeng. „Þegar maður veltir fyrir sér flestum algengum sjúkdómum eiga þeir það sammerkt að hafa erfðafræðilegan þátt og umhverfisþátt í áhættunni, og maður verður að horfa til þess að umhverfisþátturinn ræðst mjög mikið af starfsemi heilans. Þú erf- ir tilhneiginguna til að leita í um- hverfið eða forðast umhverfið sem býr til sjúkdóminn. Möguleikinn að draga línu á milli erfða og um- hverfis er miklu minni en við höld- um,“ segir hann. Grannt en ávallt flökurt Á fundinum tala einnig Alma Möller landlæknir, Ragnar Bjarnason, prófessor og yfirlæknir á LSH, og Tryggvi Helgason barnalæknir, sem mun fara yfir hvernig þyngd barna er að þróast hér á landi og hvað við getum gert meira til að snúa þessari þróun við. „Ég ætla að vona að þau geti sagt okkur hvernig við eigum að bregðast við þessari þróun,“ segir Kári. Hvað finnst ykkur að við ættum að gera? „Við erum alltaf að láta okkur dreyma um að finna lyf sem virk- ar vel. Ég er ekki viss um að það sé hægt að þróa slíkt lyf, þó að mörg fyrirtæki séu að reyna það. Eitt þessara lyfja veldur til dæmis miklum flökurleika. Þá er spurn- ing hvort það sé vit í að láta fólk ganga um grannt og elegant ef því er alltaf flökurt! Það er vanda- samt að fikta í eðlilegri starfsemi líkamans. Best er ef hægt er að fá fólk til að hreyfa sig meira og borða minna; það er sjálfsagt besta lausnin,“ segir Kári og Þor- geir tekur undir. Erfðafræðingurinn Þorgeir Þorgeirsson og læknirinn Kári Stefánsson verða báðir með erindi á fræðslufundi um offitu. Morgunblaðið/Ásdís Í dag, laugardag 1. febr- úar klukkan 13, verður opinn fræðslufundur um offitu í húsakynn- um Íslenskrar erfða- greiningar. Þar munu valinkunnir læknar og erfðafræðingar ræða of- fitu, erfðaþætti og fíkn. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.