Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Page 16
Í gær fögnuðu Bretar útgöngu sinni úr Evr- ópusambandinu. Það gerðu vinir þeirra líka. Stolnar forsendur Stjórnmálamenn þar í landi höfðu sumir gef- ið sér sem forsendur eftir þjóðaratkvæðið að þar sem 48% þeirra sem greiddu atkvæði voru á móti því að landið yfirgæfi ESB, þá myndi sá hópur taka því af skilningi og sumir fagnandi að þingið, sem sam- þykkt hafði tillögu um atkvæðagreiðsluna, myndi leiðrétta mistökin sem almenningur gerði við kjör- kassana, að mati meirihluta þingmanna. Einkum þó ef ESB myndi tryggja að margvíslegir og að því er virtist óyfirstíganlegir erfiðleikar dúkkuðu reglu- bundið upp við útfærslu útgöngunnar. En þetta reyndist rangt mat. Það kom endanlega í ljós í jólamánuðinum sjálfum. Eftir að kjörstöðum var lokað í þingkosningunum að kvöldi fimmtudagsins 12. desember sl. og út- gönguspár sjónvarpsstöðvanna birtust sem risafrétt á öllum sjónvarpsskjáum og sýndi ótrúlega niður- stöðu. Flestir voru sem furðu lostnir, gráti nær af harmi eða gleði, eftir atvikum. Sprækir fréttamenn njóta sín best þegar sprengjufregn breytir tilverunni. Þeir ruku því eins og kólfi væri skotið til að fá viðtöl við hinn „venjulega borgara“ svo hægt væri að botna í hvaða ósköp væru á ferðinni. Því hinir „óvenjulegu borgarar“, spakvitringar sem spjalla, höfðu ekki komið sér upp línu. Óþekkt staða uppi Sömu spyrlar sem dagana á undan töldu sig hafa fundið það helst út að upp úr flestum kjósendum stæði hve efasemdir um trúverðugleika Borisar Johnson lægju á almenningi eins og mara. Hvernig kom þetta heim og saman? En hinn alræmdi veikleiki hafði reyndar verið tíundaður á fyrstu blaðsíðu flestra handbóka spunameistara fyrir frambjóðendur annarra flokka en Íhaldsflokksins. (Og innan hans voru svo sem óvæntar bakraddir í þennan kór). En fólkið sem var gripið á leið frá kjörstöðum og birtist á skjánum var ekki með hugann við fabúlu um skort á trúverðugleika hjá Johnson. Sérstaklega var athyglisvert að hlusta á fólk í kjördæmum sem í ára- tugi, jafnvel um alla tíð síðan að núverandi flokka- kerfi festi rót, hafði skilað þingmanni til Verka- mannaflokksins en gerði það ekki núna. Ekki nóg með það. Það hrökk ekki á Frjálslynda, Græningja eða furðuframboð heldur fór alla leið og kaus Boris núna. Auðvitað var stór hópur í röðum þessa fólks sem var áhugasamur um að Bretar færu úr Evrópu- sambandinu og taldi augljóst orðið að engum væri treystandi til þess að sjá um það, nema helst Boris Johnson. En það voru furðu margir sem birtust á skjánum og tóku sérstaklega fram að þeir hefðu kosið á móti út- göngu, en tilburðir til að eyðileggja þá ákvörðun þjóð- arinnar hefðu alls ekki verið í þeirra nafni. Á þeim kúnstum öllum hefðu þeir bæði óbeit og skömm. Leiðtogaveikleiki Á hinn bóginn var augljóst að staða Corbyns, leiðtoga Verkamanaflokksins, var orðin allt önnur og verri en hún var í þingkosningunum sem May forsætisráð- herra boðaði 2017. Þá bætti Corbyn við sig 30 þing- mönnum á meðan May tapaði sínum hreina meiri- hluta. Corbyn þótti líflegur og kappsamur í þeim kosningum en Theresa May dauf og litlaus. Hún var enginn Boris. Síðustu árin hefur Corbyn verið í linnulausum átök- um við eigin þingflokk og þó kannski einkum þeir þar í átökum við hann og jafnvel í þeim hópi menn í hans eigin skuggaráðuneyti. Það fólk gróf undan foringj- anum og tók undir tal Íhaldsflokksins um að forpokuð uppskrift Corbyns að betra þjóðfélagi, fengin úr kennisetningum dauðra komma, gengi ekki upp og hrópuðu framan í fólk að flokkurinn væri ekki kjör- tækur. Morgunblaðið/RAX Opinberar yfirlýsingar og innrætið þekkjast ekki í sjón Reykjavíkurbréf31.01.20 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.