Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 24
Gaultier lauk aldreiformlegri menntuní hönnun eða fata-
saumi en kom sér á fram-
færi með því að senda
teikningar sínar til
þekktra fatahönnuða í
París. Árið 1970 var það
Pierre Cardin sem réð
hann sem aðstoðar-
mann sinn og sex ár-
um síðar leit fyrsta
fatalína Gaultier dags-
ins ljós. Götutíska og
poppmenning einkenndu
hefðbundnar fatalínur hans
en hátískuhönnun hans var
mun fágaðri en í senn óvenju-
leg. Gaultier ögraði tískuheim-
inum gjarnan með vali sínu á
fyrirsætum en á tískusýningum
hans mátti sjá íturvaxnar konur,
eldri karlmenn, fyrirsætur með
húðflúr og lék hann sér gjarnan
með hin hefðbundnu kynja-
hlutverk. Dæmi um eitt slíkt er
þegar hann hannaði pils fyrir
karlmenn um miðjan níunda
áratuginn.
Ilmurinn sem lofar sælu
Margir tengja ilmvötn við Gaultier en
árið 1993 kom dömuilmurinn Classi-
que á markað og vakti líkamslögun
ilmvatnsflöskunnar mikla athygli.
Sumir sáu einfaldlega fyrir sér Mad-
onnu sjálfa í keilubrjóstahaldaranum.
Gaultier sagði að þetta væri ilmur
sem lofaði sælu, ilmur sem fólk þekk-
ir þig af með lokuð augun. Ilmvatnið
einkennist af vanillu, munúðarfullu
ambri og appelsínublómum en það er
enn jafnvinsælt í dag og þegar það
kom fyrst á markað. Í tilefni af 50 ára
afmæli tískuveldis Jean Paul Gaultier
voru hannaðar tvær hátíðarútgáfur af
hinum klassísku dömu- og herrailmi
tískuhússins. Bæði ilmvötnin koma í
takmörkuðu upplagi.
Jean Paul Gaultier Classique Pin
Up sækir innblástur í hina kvenlegu
og skemmtanaglöðu dömu sem ein-
kennist af glamúr og glæsileika. Lík-
amslöguð ilmvatnsflaskan er umvafin
bleiku og glitrandi korseletti en hún
myndi sóma sér vel á hverju
snyrtiborði. Ilmnóturnar byggjast
á vanillu og amber í bland við heit-
ar nótur engifers og eldpipars.
Gamalt verður nýtt
Óhætt er að segja að síðasta hátísku-
sýning Gaultier hafi verið stórfengleg
en hún fór fram í Théâtre du Châtelet
í París fyrir framan 2.500 áhorfendur.
Yfir 200 flíkur voru sýndar og gengu
ofurfyrirsætur fram á sýningarpall-
inn í bland við listamenn, kvikmynda-
stjörnur og annað áhrifafólk sam-
félagsins af öllum stærðum og
gerðum. „Í þessari síðustu sýningu
minni vildi ég endurspegla þráhyggju
mína: gallabuxur, korselett og sjóara-
skyrtur,“ sagði Gaultier. Hann er
þekktur fyrir að tala gegn fatasóun.
„Það eru of margar flíkur til í heim-
inum og allt of miklu af fatnaði er
hent,“ sagði Gaultier en margar flík-
ur þessarar sýningar voru unnar úr
gömlum og notuðum fatnaði. „Þegar
ég var yngri sýndi mamma mér
hvernig hún saumaði sér pils úr göml-
um buxum af pabba. Þetta hefur alla
tíð fylgt mér á mínum ferli,“ útskýrði
hann.
AFP
AFP
Noemie Lenoir sýnir hér
áhugaverða flík.
AFP
AFP
AFP
Með þráhyggju
gagnvart korseletti
Jean Paul Gaultier, franski fatahönnuðurinn sem
hannaði hinn eina og sanna keilubrjóstahaldara
Madonnu í byrjun tíunda áratugarins, kom öllum
að óvörum þegar hann ákvað að hátískusýning
sín í ár yrði sú síðasta. Glæstur ferill hans spannar
hálfa öld þar sem gleði, dirfska og jafnvel húmor
einkenndu hönnun hans.
Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenninn@gmail.com
Jean Paul Gaultier Classi-
que Pin Up sækir inn-
blástur í hina kvenlegu og
skemmtanaglöðu dömu
sem einkennist af glamúr og
glæsileika. Líkamslöguð ilm-
vatnsflaskan er umvafin bleiku
og glitrandi korseletti en hún
myndi sóma sér vel á hverju
snyrtiborði. Ilmnóturnar byggjast
á vanillu og amber í bland við
heitar nótur engifers og eldpipars.
Karlie Kloss
tók sig vel út í
þessum kjól.
AFPAFP
Jean Paul Gaultier
kveður tískuheim-
inn eftir glæstan feril
síðustu 50 árin.
Dita
Von
Teese.
Bella Hadid
var á meðal
fyrirsætanna
sem sýndu
hönnun Jean
Paul Gaultier.
AFP
Irina Shayk
sýndi á sýn-
ingu Jean Paul
Gaultier.
AFP
Joan Smalls var flott-
ust á sýningunni.
Winnie
Harlow
sýndi á
sýningunni.
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2020
LÍFSSTÍLL
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU