Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 29
var í vísindaskáldsagnastíl. Eftir það fékk hann vinnu hjá kvikmyndagerð- armanninum og landa sínum Michael Haneke, fyrst sem aðstoðarmaður og síðan klippari. Allar götur síðan hefur Andreas haft sitt viðurværi af kvik- myndagerð. Fyrstu kvikmyndina í fullri lengd gerði hann árið 1998 og hefur komið að yfir þrjátíu myndum síðan. Sú þekktasta er líklega vestrinn The Dark Valley með Sam Riley í að- alhlutverki frá 2014 en sögusvið hans er austurrísku alparnir. Andreas Prochaska hugsar gjarn- an út fyrir rammann. „Landslagið og birtan eru göldrum líkust og hafi maður áhuga á hinu sjónræna hlýtur maður að heillast af Íslandi,“ segir Andreas Prochaska. Morgunblaðið/RAX 2.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 DAUÐI Í fyrsta viðtalinu eftir að hann upplýsti að hann hefði greinst með parkinsonsveikina viðurkennir málmgoðið Ozzy Osbourne að hann hugsi um dauðann. „Ég hugsa um hann; en ég kvíði honum ekki. Ég verð ekki hérna eftir fimmtán ár en ég dvel ekki við þá staðreynd. Þetta bíður okkar allra,“ segir hann við málmgagnið Kerrang! Ozzy segir heilsutapið óhjákvæmilega hafa bitnað á lífsgleði sinni en eigi að síður hafi hann hugsað meira um dauðann meðan hann var yngri. Kvíðir ekki dauðanum Ozzy Osbourne glímir við veikindi. AFP BÓKSALA 22.-28. JANÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Fórnarlamb 2117 Jussi Adler Olsen 2 Hulduheimar 7 – sápukúlutindur Rosie Banks 3 Hulduheimar 8 – sykursæta bakaríið Rosie Banks 4 Ketóflex 3-3-1 Þorbjörg Hafsteinsdóttir 5 Hver ertu og hvað viltu? Ingvar Jónsson 6 Arfur Stiegs Larsson Jan Stocklassa 7 Why We Sleep: The New Science Matthew Walker 8 Brennuvargar Mons Kallentoft 9 Svínshöfuð Bergþóra Snæbjörnsdóttir 10 Ég mun sakna þín á morgun Heine Bakkeid 1 Hulduheimar 7 – sápukúlutindur Rosie Banks 2 Hulduheimar 8 – sykursæta bakaríið Rosie Banks 3 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson 4 Dagbók Kidda klaufa 11 – allt á hvolfi Jeff Kinney 5 Frozen – afmæli Ólafs Walt Disney 6 Vigdís – bókin um fyrsta konuforsetann Rán Flygenring 7 Kjarval Málarinn sem fór sínar eigin leiðir Margrét Tryggvadóttir 8 Eddi glæsibrók og skrímslið Huginn Þór Grétarsson 9 Leitið og finnið – hvolpasveit 10 Hinn ólgvekjandi heimur – risaeðlur Allar bækur Barnabækur Við hjónin vorum stödd í mat- arboði hjá vinahjónum okkar, í byrjun árs 2017, þegar hugmyndin um átakið „Lesið um heiminn“ kom til. Við erum öll miklir lestr- arhestar og vorum oft í vandræð- um með að velja næstu bók. Mark- mið átaksins er sem sagt að lesa eina bók frá öllum lönd- um heims. Það er auðvitað hægt að telja lönd á ýmsan hátt en við notum lista frá SÞ sem telur 197 lönd. Síðan þá hef ég verið í stöðugri heimsreisu í sóf- anum heima og hef- ur þetta vægast sagt víkkað sjóndeild- arhringinn. Ég hef fundið lönd sem ég vissi ekki að væru til og kynnst menningu og sögu þjóða sem ég hefði líklega aldrei þekkt annars. Svo hef ég líka fundið stórkostlega höfunda sem ég hefði aldrei uppgötvað ef ekki væri fyrir átakið og get satt að segja ekki beðið eft- ir að klára öll löndin svo að ég geti lesið fleiri bækur eftir þá. Ég hef lesið margar frábærar bækur en líka nokkrar hund- leiðinlegar enda ekki alltaf hægt að detta í lukkupottinn! Í dag er ég að lesa bók frá Ti- mor-Leste sem er land númer 143. Bara 54 lönd eftir! Ég veit hins vegar ekki hvort mér tekst að finna bækur frá öllum löndunum sem ég á eftir, eins og t.d. Tuvalu, Vanuatu og Palau en vonandi dett ég niður á eitthvað. Ég á nokkrar uppáhaldsbækur sem ég hef fundið í átakinu og get svo sannarlega mælt með fyrir aðra lestrarhesta: Signs Preceding the End of the World eftir Yuri Herrera frá Mexíkó, Death With Interruptions eftir José Saramago frá Portúgal, Beauty Is a Wound eftir Eka Kurniaw- ana frá Indónesíu, Kaveena eftir Boubacar Boris Di- op frá Senegal og Kintu eftir Jenni- fer Nansubuga Makumbi frá Úg- anda svo einhver dæmi séu tekin en listinn gæti verið töluvert lengri. Ég mæli klárlega með að fólk prófi að lesa út fyrir þægindarammann enda aldrei að vita nema það detti nið- ur á gullmola eins og ég hef gert nokkrum sinnum í átakinu. Næsta markmið verður svo að lesa bæk- ur eftir íslenska höfunda enda hafa þeir setið á hakanum í heimsreisu síðustu ára. VALGERÐUR RÚN ER AÐ LESA Valgerður Rún Benedikts- dóttir er lestrarhestur. Heimsreisa í sófanum heima Hér á landi er Andreas Prochaska líklega þekkt- astur fyrir að hafa gert sjón- varpsþættina Das Boot árið 2018 sem mæltust vel fyrir. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá hefjast þættirnir árið 1942, níu mánuðum eftir að kvikmyndin fræga eftir Wolfgang Petersen frá 1981 skildi við söguna. „Símtal frá umboðsmanninum,“ svarar Andreas, spurður hvernig það verkefni hafi komið til. „Ég var milli verkefna og að bíða eftir ein- hverju spennandi og sagði strax já áður en ég las handritið enda var myndin geggjuð á sínum tíma.“ Þættirnir hverfast annars vegar um þýskan kafbát og hins vegar um fólk í frönsku andspyrnuhreyfingunni. „Sú nálgun skipti sköpum enda vonlaust að halda áhorfendum við efnið í átta þáttum um borð í kafbáti.“ Þættirnir vöktu mikla athygli og Andreas spaugar með þá stað- reynd að hann hafi aldrei fengið eins mikla umfjöllun fyrir neitt sem hann var ekki einu sinni búinn að taka upp. „Þetta var alls staðar áð- ur en við byrjuðum og sem betur fer hélt áhuginn áfram og þættirnir voru sýndir út um allan heim. Það er mjög ánægjulegt fyrir leikstjóra þegar svona margir sjá það sem maður er að gera og viðbrögðin glöddu mig líka; þættirnir eru átta klukkustundir í það heila og gott til þess að vita að fólki finnist það ekki hafa sóað tíma sínum.“ Ekki fannst þó öllum við hæfi að gera þættina og Andreas og fé- lagar voru meðal annars sakaðir um guðlast. „Þau sjónarmið byggð- ust að mínu mati á misskilningi. Við vorum alls ekki að endurgera myndina, heldur þróa söguna áfram.“ Stökk um borð í kafbátinn Úr þáttunum Das Boot. ICQC 2020-2022 Glucosamine & Chondroitin Complex Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Efni sem bæklunarlæknar mæla með Nú á bætiefnaformi Þetta bætiefni inniheldur glúkósamín og kondtrótín súlfat en þessi tvö efni hafa reynst mörgum vel fyrir liðina. Dagsskammtur inniheldur 1000 mg af glúkósamíni og 200 mg af kondrótíni ásamt engifer, túrmerik, C-vítamíni og rósaldin (rosehips). C -vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.