Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Side 6
Ætla má að almennt leggifólk upp úr því að veravel kynnt. Eitt er víst að Íslendingar eru sammála um mikilvægi góðrar landkynningar. Við viljum koma á framfæri hve land okkar sé fallegt og hafi upp á mikið að bjóða, óviðjafnanlega náttúru og margt frambærilegt og sumt framúrskarandi í listum og menningu. Á sviði stjórnmála og samfélagssmíðinnar almennt sé einnig sitthvað að finna sem þyki þess virði að beina sjónum að og gleðjast yfir. Og þetta er ekki alveg inni- stæðulaust. Margt í viðbrögðum Íslendinga við efnahagshruninu þykir þannig hafa verið með ágætum og er þar ekki síst vísað í þá afstöðu almennings að vilja standa vörð um félagslega inn- viði okkar og standa saman gegn yfirgangi erlendra ríkja sem vildu þröngva okkur niður á hnén. Utan landsteina þótti einnig til eftirbreytni að gera misferli í heimi fjármál- anna saknæmt og refsivert. Það er meira en sagt verður um flest- ar aðrar þjóðir. Þessu viljum við gjarnan halda hátt á loft og koma á fram- færi við umheiminn sem eins kon- ar framlagi okkar til heimsmenn- ingarinnar og stjórnmálanna almennt. Í stuttu máli þá er okk- ur umhugað að sýna okkar góðu hliðar og þannig styrkja okkur í augum annarra – og þá einnig okkar eigin sjálfsmynd. Eitt leiðir af öðru. En virðing annarra og þá einn- ig sjálfsvirðingin þarf að vera verðskulduð. Sjálf eigum við margt ólært frá hruninu svo horft sé til þess tíma. Þúsundir þeirra sem urðu undir í efnahags- hamförunum hefðu átt að fá styrkari hjálparhönd fram rétta. Og síðan er það hitt að meira höf- um við ekki lært en svo, að allt virðist vera að sækja í nákvæm- lega sama farið þar sem græðgin ræður för. Markaðsvæðing er aft- ur orðin mál málanna, ekki bara raforkunnar heldur einnig í fjár- málaheiminum. Til stendur að endurtaka einkavæðingu þar, búa sem best í haginn fyrir fjárplógs- menn að gera samfélagið að gróðalind sinni. Almennt er fólk þessu andvígt en allt kemur fyrir ekki. En hvað er til ráða í þjóðfélagi sem lætur örfáa einstaklinga ráðskast með auðlindir sínar, skattaskjól eru nánast eins og annað heimili auðmanna landsins svo þeir fái komist hjá því að leggja sitt af mörkum við rekstur samfélagsins og standa fyrir bragðið utan veggja þess; þar sem Namibíuhneyksli raska ekki ró þeirra sem standa í stafni þjóðarskútunnar …? Kannski þarf hjálp erlendis frá, kannski þurfum við leiðsögn? Getur það verið? Nú hefur það orðið nið- urstaðan, að kalla á hjálp; að fá okkur til ráðgjafar og leiðsagnar sérfræðinga frá hvorki meira né minna en Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu, ÖSE. Og nú hefur það orðið úr að sérfræð- ingar þar á bæ hafa fallist á að ganga í málin með okkur. En hvaða mál? Við bíðum spennt. Sagt hefur verið frá því í fréttum að sér- fræðingar ÖSE í siðfræði séu mættir til landsins og ekki nóg með það. Svo var að skilja að þeir hefðu tekið til óspilltra málanna að rýna í útskrift af fyllirístali nokkurra þingmanna á vínbar fyrir nokkrum misserum! Mál sem vel að merkja setti þjóðfélag- ið á hliðina um nokkurra mánaða skeið og mátti ætla að það eitt hefði kennt einhverjum sína lexíu. Í mínum huga er það svo að ef við ráðum ekki fram úr slíkum málum sjálf þá sé okkur ein- faldlega ekki viðbjargandi. Svo hlýtur sú spurning að vakna hvort virkilega engin takmörk séu fyrir því hvað menn tíni til í landkynningarstarfi sínu. Spyr sá sem ekki veit. En kynningarstarfið er ekki bara í aðra áttina. Auðvitað hljót- um við að spyrja um hvernig sé komið fyrir dómgreindinni hjá hinu alþjóðlega stofnanaveldi, hvort sem það heitir ÖSE eða Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg, sem þessa dagana velkist um í stormi vatnsglassins íslenska, ekki til að kanna rétt- mæti dóms Hæstaréttar sem gef- ið hefur íslenskum stórútgerð- arfyrirtækjum heimild til að krefja almenning skaðabóta fyrir að hafa meinað þeim að sitja ein að öllum makrílkvótanum í hruninu. Nei, vegna formlegheita í dómi yfir einstaklingi sem eng- inn deilir um að hafi ekið undir áhrifum eiturlyfja í trássi við lög; verið dæmdur fyrir vikið á fleiru en einu dómsstigi og allir sam- mála um niðurstöðuna! Þetta er einkennilegt upp á að horfa á sama tíma og dómstóllinn hefur vísað frá málum þar sem mannréttindi hafa sannanlega verið brotin á skelfilegan hátt. Getur það verið að sjálfir sér- fræðingarnir í siðfræði og stofn- anir þeirra eigi sitthvað sameig- inlegt með auðstéttinni á himinháu skattlausu kjörunum – nefnilega að standa utan sam- félagsins og koma því aðeins auga á stöku flís á meðan bjálkarnir eru þeim ósýnilegir? Ég leyfi mér að spyrja. Má ég kynna … Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ En hvað er til ráða íþjóðfélagi sem læturörfáa einstaklinga ráðsk-ast með auðlindir sínar, skattaskjól eru nánast eins og annað heimili auð- manna landsins svo þeir fái komist hjá því að leggja sitt af mörkum við rekstur samfélagsins og standa fyrir bragðið utan veggja þess; þar sem Namibíu- hneyksli raska ekki ró þeirra sem standa í stafni þjóðarskútunnar …? VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2020 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Ég á minningu þar sem ég, sem virðu-legur varafréttastjóri RÚV, stendyfir saklausum fréttamanni (og nú- verandi formanni Miðflokksins) algjörlega gapandi. „Þúsund sms á einum mánuði! Hvernig er það hægt? Þetta hlýtur að vera einhverskonar met. Þetta eru (smá þögn) 30 sms á dag! Á DAG! Hvað er að því að hringja í fólk?“ Það var sem sagt hluti af skyldum vara- fréttastjóra að fara yfir símreikninga starfsmanna og passa að menn eyddu nú ekki of miklu. Þegar reikningar fóru yfir einhver mörk þurfti að skoða málið og komast að því hvort skattgreiðendur ættu að taka þátt í þessu. Í þessu tilviki var ákveðið að leyfa þeim að njóta vafans. Og hafið í huga að þetta var á gullald- arárum Nokia og takkasíma. Þar sem menn þurftu til dæmis að ýta fjórum sinn- um á sjö bara til að geta skrifað eitt S. Mér varð hugsað til þess í gær þegar ég þurfti að ná í einhvern en nennti ómögu- lega að tala við hann. Hugsaði þá um hversu mikil guðsblessun messenger væri (sem er í raun hluti af Facebook, fyrir þá sem vita það ekki). Þar getur maður náð í alla, sent þeim skilaboð og þarf ekki að ganga í gegnum allskonar kurteislegar kveðjur og smælki, sem mér finnst stund- um svo erfitt. Svo er hitt að það eru ekki allir jafn skemmtilegir sem maður þarf að tala við. Erindið getur líka verið þess eðlis að það sé hreinlega betra að skrifa en tala. Og svo eru samskiptin til, hægt að skoða þau aftur og vitna í ef á þarf að halda. Ég get hringt í einhvern en samt ekki verið viss um að hann hafi verið að hlusta. En ef ég sendi honum skilaboð þá fæ ég yfirleitt að sjá hvort hann hafi lesið þau. Að auki eru þau skilvirkari. Það eru engir útúrdúrar, engar sögur, ekkert slúður (sem er reyndar galli) og ekkert vesen. Ókosturinn er kannski sá að það er auð- velt að misskilja skilaboð. Það liggur ekki alltaf fyrir hvernig liggur á þeim sem skrifar skilaboðin. Hvað á sá við sem sendir skilaboðin: „Átti þetta ekki að byrja klukkan tvö?“ Er hann reiður? For- vitinn? Stríðinn? Eða jafnvel að reyna að vera fyndinn? Það eitt að nota punkt í endann getur breytt skilningi þess sem fær skilaboðin. Þess vegna hafa menn brugðið á það ráð að nota svokölluð tjákn (emoji) til að tryggja að skila- boðin komist til skila með þeim hætti sem ætlast var til. Einhverjir hafa áhyggjur af því að með þessum tjákn- um getum við týnt blæbrigðum máls- ins, að fólk hætti að leggja sig fram um að koma þeim í orð og það er kannski ekki alveg galið. Hugs- anlega eigum við eftir að lesa þetta í Al- þingistíðindum: Hæstvirtur forseti (hjarta). Ég þakka (samanlagðar hendur) fyrir skjót (bíll á hraðferð) svör hæstvirts (þumall niður) ráðherra. Svör ráðherra eru blátt áfram hlægileg (andlit sem grætur af hlátri) en það hryggir mig (brostið hjarta) að hann skuli ekki geta haldið sig við efnið (reiður kall). Við í stjórnarandstöðunni höfum ekki gefist upp (steyttur hnefi) (tvö hjörtu) og munum krefjast (aftur steyttur hnefi) svara (100). Við munum fylgjast með (augu á stilkum). Samt ekki. En það má ekki gleyma því að sama hvort menn nota Messenger, Whatsapp, Signal, Telegram eða bara risaeðlutæki á borð við sms og tölvupóst, þá kemur ekk- ert í staðinn fyrir mannleg samskipti. Þótt þau taki oftast aðeins lengri tíma. ’Svo er hitt að það eruekki allir jafnskemmtilegir sem maðurþarf að tala við. Erindið getur líka verið þess eðlis að það sé hreinlega betra að skrifa en tala. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Skilvirk skilaboð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.