Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Page 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2020 Eggert Fræg eru orð Winstons Churc-hill þess efnis að aðalatriðiðsé ekki maður vinni eða tapi, heldur hvort maður hafi hugrekki til að gefast aldrei upp. Hugrekki er skilgreint sem gæði hugsunar sem gerir það að verkum að ein- staklingur nær að takast á við erf- iðleika, hættu og verki án hræðslu. Þannig má segja að hug- rekki sé sambland af trú á eigin færni/kunnáttu og viljastyrk. Trú á eigin færni/kunnáttu kemur oft sem afleiðing af því að ganga vel. Það að sigrast á þeim áskorunum sem maður hefur tekist á hendur. Það veldur því að við erum tilbúin að mæta nýjum áskorunum. Vilja- styrkur er nátengdur þrautseigju, sem snýst um að vinna markvisst að vissum málefnum eða mark- miðum. Mikilvægt í þessu sam- hengi er að vera ekki hræddur við að gera mistök. Allir þeir sem hafa náð góðum árangri hafa gert fjölda mistaka á leiðinni. Það að taka áskorun sem getur haft mikil áhrif á þitt líf krefst hugrekkis. Rannsókn á afreksíþróttamönnum á heimsmælikvarða hefur sýnt að þeir hugsa ekki um að gera mögu- lega mistök. Þess í stað einbeita þeir sér að því sem þarf að fram- kvæma. Sjálfstraust er að sjálf- sögðu gífurlega mikilvægt í þessu samhengi. Rannsókn okkar á fremstu skíðastökkvurum í heim- inum sýndi klárlega sterkt sam- hengi milli árangurs yfir keppn- istímabil og sjálfstrausts. Að auki höfðu þeir allra bestu minni áhyggjur af því að mistakast. Rannsóknin sýndi klárlega mik- ilvægi sterks hugarfars hjá skíða- stökkvurum. Sama sjáum við hjá ungum af- reksfótboltamönnum í Noregi (15- 18 ára), mjög sterkt samband milli ástríðu og þrautseigju. Í rann- sókninni voru þjálfarar einnig beðnir um að raða leikmönnum eftir getu í fótbolta. Mest sam- band var milli röðunar þjálfara og ástríðu leikmanna. Ef maður hugsar um hugrakka einstaklinga koma þrír ein- staklingar upp í huga minn. Mart- in Luther King yngri er einn þeirra. Hann sýndi fádæma hug- rekki í baráttu sinni fyrir rétt- indum blökkumanna í Bandaríkj- unum. Nelson Mandela er annar. Hann er þekktur fyrir hugrekki sitt og sterka réttlætissýn í bar- áttu sinni fyrir mannréttindum. Vigdís Finnbogadóttir er sú þriðja, en hún sýndi mikið hug- rekki þegar hún bauð sig fram til forseta og að verða fyrsta lýðræð- islega kjörna konan sem gegndi slíku embætti. Þetta eru mínar fyrirmyndir. Hverjar eru þínar fyrirmyndir? Sýnum hugrekki, tökum áskor- uninni. Hugrekki Morgunblaðið/Eggert ’Mikilvægt í þessusamhengi er að veraekki hræddur við aðgera mistök. Allir þeir sem hafa náð góðum ár- angri hafa gert fjölda mistaka á leiðinni. Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundurs@ru.is Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að martin rinqvist Creative Director hjá Oatly dagurinn og Lúðurinn 6.mars 2020 Takmarkað sætaframboð! Tryggðu þér miða á imark.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.