Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Qupperneq 15
Eftir það sat ég oft fyrir,“ segir Elma Lísa og rifjar upp minningar frá þessari fyrstu kynnum sínum af módelstörfum. „Þetta var mjög stórt á sínum tíma og þótti merkilegt og birtist í fréttum,“ segir hún. „Ég man vel eftir að hafa farið á Hótel Sögu og man eftir öllum krökkunum sem biðu þar, um fimm hundruð krakkar. Við vorum þarna þrjár systur og mamma var með. Svo vorum við tvær eldri valdar en sú yngsta ekki, en hún var bara sex ára. Það var smá sorg hjá henni.“ „Æ, í alvöru, skildi ég hana eftir út und- an? Ég var svo harður, maður þurfti að vera það á þessum tíma og í þessum bransa. En þetta voru allt yndislegir krakk- ar!“ Dekkers segist hafa verið afar hissa á að sjá fimm hundruð krakka á Hótel Sögu, mætta í prufur. „Ég man þegar ég kom að hringtorginu fyrir framan Hótel Sögu þennan morguninn hugsaði ég að það myndi enginn mæta. En svo sá ég allt þetta fólk og varð bara hræddur! En ég þurfti að vera harður í val- inu.“ Á borðinu eru blöð, bæklingar, úrklippur úr dagblöðum og skyggnur í plastkassa. Við finnum myndir af Elmu Lísu og gömul blöð með símanúmerum sem eru ívið styttri en númerin í dag. Þar má finna símanúmer heima hjá Elmu Lísu. Dekkers hefur engu hent, og engu gleymt. „Sjáðu, hér hefur verið taka fimmtudag klukkan þrjú,“ segir hann og hlær. Þau glugga í þessi gömlu blöð, stútfull af minningum. „Voru ekki þessi tískuföt seld hér á landi?“ spyr Elma Lísa. „Jú, í Englabörnum,“ svarar Dekkers. Blaðamaður skýtur inn spurningu. Voru myndir af þessum íslensku börnum úti um alla Evrópu á þessum tíma? „Já, úti um allt.“ Heiður að vinna á Íslandi Skyggnurnar úr myndatökunum urðu eftir hjá blaðamanni. Dekkers vill endilega koma þeim í réttar hendur. Þannig er hægt að hafa samband við blaðamann ef einhver sem var í þessum myndatökum vill fá að eiga mynd af sér í vetrartískunni 1986-7. „Þetta hefur tilfinningalegt gildi fyrir mig, að koma hingað og hitta ykkur og skila þessum myndum. Ef ég lít til baka þá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tæki- færi, að koma hingað, það var mikill heiður að fá að vinna með íslenskum börnum. Ég mun aldrei gleyma því. Því langar mig að skila myndunum aftur til síns heima,“ segir hann. Dekkers og Elma Lísa leggjast yfir skyggnur á litlu ljósaborði. „Ó, er þetta ég? Þetta er svo líkt dóttur minni, þó að hún sé nú aðeins sjö ára,“ seg- ir Elma Lísa og grúfir sig yfir myndirnar. „Ég man vel eftir þessari töku, við héld- um í reipið og þú kallaðir, veriði kyrr!“ Við sláum botninn í samtalið og smellum af nokkrum myndum. Martie Dekkers er yfir sig ánægður að hafa endurnýjað kynnin við Elmu Lísu sem skemmti sér vel við að rifja upp þessa gömlu tíma við fyrirsætu- störf sem tólf ára barn. Úti á hlaði hefur enn bætt í vindinn. Dek- kers sleppir okkur ekki fyrr en hann hefur kysst okkur báðar og faðmað. Við fjúkum svo að bílnum og brunum í burtu, með kassa fullan af gömlum skyggnum. Ljósmynd/Martie Dekkers Það var oft glatt á hjalla í tökunum. Ljósmynd/Martie Dekkers ’ Þetta hefur tilfinningalegtgildi fyrir mig, að koma hing-að og hitta ykkur og skila þessummyndum. Ef ég lít til baka þá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að koma hingað, það var mikill heiður að fá að vinna með íslenskum börnum. Elma Lísa var flott módel í vetrartískunni 1986. Tískuverkefnið hans Dekkers vakti mikla athygli í fjölmiðlum á sín- um tíma. Hér má sjá úrklippur úr Morgunblaðinu frá 1986 og 1987. 16.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.