Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2020 Þ ví er haldið fram að fólk sé hætt að lesa bækur. Þetta er orðalag um að fólk hafi dregið úr bóklestri, og er þá iðulega átt við bækur í hinu hefð- bundna formi. Lestraraðferðum fjölgar Það sem vantar inn í myndina svo hún verði heilleg er að margir þeirra sem hættir eru „að lesa bækur“ gera það samt. Sumir lesa í rafrænu formi og þeir sem það gera telja margvíslegt hagræði af því. Það sé hægt að komast yfir þær bækur sem hugurinn girnist á augabragði fyrir ekki ósanngjarnt verð. Og eftir að hafa kíkt í þær megi skila þeim jafnfljótt. Flestum er óljúft að kasta bókum eins og rusli. En þessar eru bara þar sem þær voru og taka ekki hillu- pláss og safna ekki ryki. Spjöld eru létt og haganleg og fara vel í rúmi. Finni maður ekki lesgleraugun má með því að glenna fingur á skerminum stækka letrið uns það verður lestækt. Aðrir láta tæki svo sem síma lesa bækur upphátt. Það getur ekki þægilegra verið segja þeir. Láta þarf „upplesarann“ vita af sér. Ef það er ekki gert úrskurðar hann hlustandann sofandi og slekkur. Og hann les líka fyrir þig í bílnum. Bókin blífur Hvað sem þessu líður saknar maður bókabúða hér heima og erlendis, sem hafa horfið eða skroppið sam- an. Ýmsir halda uppi merkinu af myndarskap, stund- um í blönduðum rekstri. Hugurinn leitaði á þessi mið þegar horft var á jóla- og afmælisafrakstur í desember og janúar. Sem bet- ur fer komu náttfötin góðu sem flesta vantar sárlega á þessum árstíma upp úr pökkunum ásamt bókunum góðu og öðru sem gladdi geð, svo sem jólakonfektinu; eða þessi líka herlega Dundee Cake, skoska ávaxta- kakan, í skreyttum blikkumbúðum, uppáhalds- meðlæti Winstons gamla „með elskulegum bolla af te“ eins og það heitir enn í landi drottningarinnar. En það vakti sérstaka eftirtekt að það voru bold- angsbækur sem bárust og það þótt sumar væru ann- að eða þriðja bindi ævisögu frú Thatcher sem dekk- uðu bæði jól og afmæli. Hinar bækurnar sem nefndar eru til sögu í þessum pistli eru bók um de Gaulle sem ber nafn hans og ævisaga Davids Camerons, fyrrverandi forsætisráð- herra Breta, „For the record“. Ævisaga, grunnur eftirlauna Það er eftirtektarvert að þegar forsetar Bandaríkj- anna eða forsætisráðherrar Breta hætta í þeim störf- um sem spanna lítinn hluta starfsævinnar, þá þykir kominn tími á ævisögu. Giska má á að ástæðurnar séu tvær. Sú fyrri er að ætla má að „þeir komist ekki lengra en þetta“ og sú síðari er að hamra verði járnið heitt. Og er þá átt við að gefa verði svona bók út á meðan efnið er enn heitt. Margir forsetar hafa komið sér vel fyrir og sumir út úr kröggum með svona bók- um. Iðulega skrifar makinn bók í kjölfarið til að mjólka dreggjarnar. Þannig var Bill Clinton í mínus þegar hann kom frá Hvíta húsinu og skuldaði nærri þrjú hundruð milljónir í krónum talið, einkum vegna lögfræði- kostnaðar af ýmsu tagi. En þegar gerðir höfðu verið útgáfusamningar við þau hjón var heimilisbókhaldið í bullandi plús og óhætt að festa sér myndarlegar fast- eignir. Á þeim árum sem liðið hafa síðan hefur auður þeirra góðu hjóna margfaldast enda fá þau svimandi upphæðir fyrir hvern ræðustubb sem þau flytja. Í landi ríkidæmisins eins og Bandaríkjunum skiptir öllu að nafnið sé þekkt. Í þessu stóra ríki eru það að- eins sárafáar manneskjur sem teljast kunnar á landsvísu, en það er lykillinn að mikilli sölu bóka. Næstir á eftir hinum alkunnu koma svo þeir sem eru mjög þekktir af fjölmennum hópum og best ef þar eru ákafir kaupendur bóka. Bretland er öðruvísi land, en nægilega fjölmennt til þess að bandaríska lögmálið eigi við að hluta. Það er ekki jafn mikil persónudýrkun á breskum forsæt- isráðherrum og er á forsetum. Í Bretlandi beinist hin persónulega forvitni ekki síst að helstu spírum kon- ungsfjölskyldunnar á hverjum tíma. En fólk sem til þeirra telst er ekki líklegt til að gefa út bækur um sig. Þeir eru þó til sem reyna að hafa upp úr mis- miklum tenglsum sínum við konungsfjölskylduna og lengst var gengið í þeim efnum við fárviðrið sem tengdist Díönu prinsessu, bæði í lifanda lífi og í tengslum við hörmulegt slys og dauða í París. Bækurnar Boldangsbækurnar sem nefndar voru til sögu eru áhugaverðar um margt. Bók Davids Camerons er rétt rúmar 700 síður og fremur auðlesinn texti. Stundum þó líkari blaðviðtali eða grein eða blöndu af því en bók. Hún ber þess merki að vera skrifuð strax eftir að úrslit þjóðaratkvæðisins um Brexit ýttu for- sætisráðherranum óvænt út örskömmu eftir að hann hafði tryggt sér meirihluta á þingi sem hefði átt að tryggja honum 4-5 ár í embætti. Cameron er bitur út í þá sem hann telur bera ábyrgð á pólitískum enda- lokum sínum. Víða í bókinni hnýtir hann í Boris Johnson og talar niður til hans og gerir lítið úr heil- indum hans. Hins vegar vantar töluvert upp á að hann sé sjálfur tilbúinn til að axla ábyrgð á því hvernig fór. Sjálfsagt hefur forlagið lagt höfuð- áherslu á að hraða útkomu bókarinnar. En hún hefði orðið betri bók ef hún hefði verið skrifuð nokkrum árum síðar. En þá sjálfsagt selst verr. Bókin um de Gaulle er tæpar 800 síður og allt ann- arrar gerðar. Þeir sem eru best að sér um þetta stór- menni Frakklands í síðari tíma sögu þess gætu betur um hana fjallað en hér er hægt. En þau atriði sem mætti ætla að nokkuð almenn þekking sé á komu á óvart. Síðasti þáttur risans í frönskum stjórnmálum var samkvæmt bókinni annar en margur hefur geng- ið út frá. De Gaulle hafði enn ímynd hins sterka í frönskum stjórnmálum, jafnvel þess alráða, þegar þarna er komið. En bókin dregur upp aðra mynd. Forsetinn hafi í raun verið búinn að missa verulegan hluta þeirra áhrifa og valda sem gengið var út frá að hann hefði. Pompidou forsætisráðherra og síðar for- seti hefði þá þegar náð verulegum hluta þeirra áhrifa til sín, þótt það væri ekki á almanna vitorði. Sambúð de Gaulle og forsætisráðherrans var báð- um erfið seinustu ár forsetans. Þegar Pompidou svaraði spurningum blaðamanna á þá lund að hann gerði ráð fyrir því að taka við af de Gaulle gerði sá gamli athugasemd. „Það tekur enginn við af de Gaulle. Þegar de Gaulle hættir verður kosinn nýr forseti. En sá tekur ekki við af de Gaulle!“ Kannski hefur þessi togstreita á hæsta stigi valds- ins veikt franska stjórnkerfið og ýtt undir það upp- nám sem varð. Gríðarlegar bækur og góðar Annað og þriðja bindi ævisögu Margrétar Thatcher komu einnig upp úr jóla- og afmælispökkum. Annað bindið er rúmar 700 síður og bætast rúmar 100 síður Ofboðslega margar síður, en síður en svo of margar síður ’Síðasti þáttur risans í frönskum stjórn-málum var samkvæmt bókinni annar enmargur hefur gengið út frá. De Gaulle hafðienn ímynd hins sterka í frönskum stjórn- málum, jafnvel þess alráða, þegar þarna er komið. En bókin dregur upp aðra mynd. Reykjavíkurbréf14.02.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.