Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Page 19
Berglind fór með hlutverk í söng-leiknum We Will Rock You í Há-skólabíói síðastliðið haust. „Það var virkilega skemmtilegt og lær- dómsríkt og svo hef ég verið að talsetja. Næst á dagskrá er verkefni með sviðs- listahópnum Sómi þjóðar. Ég er gríðarlega spennt fyrir því að byrja að vinna með þess- um hópi listamanna,“ segir Berglind um fyrstu verkefnin eftir útskrift. Hvernig er fatastíllinn þinn? „Sambland af klassík, töffaralátum og þægindum. Ég elska víð og síð föt, eitthvað sem ég er frjáls í. Ég klæði mig svolítið eft- ir skapi eða tilfinningu. Ég reyni að vera samkvæm sjálfri mér hverju sinni. Mér finnst mjög gaman að blanda saman ein- hverju sem er ekki ,,týpísk samsetning og kalla fram ólíka karaktera í sjálfri mér með klæðavali. Svo redda ég mér gjarnan með því að henda hárinu upp í óreiðusnúð.“ Er hrifin af tískunni í dag Hvaða tískutímabil er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég er hrifin af því sem var í gangi á tí- unda áratugnum og svo er ég mjög hrifin af því sem er í gangi í dag. Það er einhvern veginn allt í gangi á sama tíma núna.“ Hver er uppáhaldsverslunin þín á Ís- landi? „Ég get ekki gert upp á milli. Uppáhalds- búðirnar eru GK Reykjavík, Monki, Húrra Reykjavík, Geysir og Yeoman.“ En í útlöndum? „Í hreinskilni sagt þá bara veit ég það ekki. Ég ramba inn í eitthvað sem mér líst vel á, ef ég yfir höfuð gef mér einhvern tíma til að versla. Ég leyfi staðnum sem ég er á að leiða mig áfram hverju sinni.“ Verslar þú mikið á netinu? „Nei, ég bara versla aldrei á netinu. Ég verð að máta. Ef ég veit ekki hvort að flíkin fari mér vel eða mér líði yfir höfuð vel í henni get ég ekki keypt hana. Notagildi skiptir mig miklu máli.“ Eyrnalokkar eru uppáhaldsskartið Hvað finnst þér setja punktinn yfir- ið þegar þú gerir þig til? „Eyrnalokkar eru uppáhalds skartið mitt og mér finnst þeir gjarnan setja punktinn yfir i- ið hjá mér. Ég á mikið úrval af mismunandi eyrnalokkum, í öllum stærðum og gerðum og hafa þeir allir sér karakter. Mér finnst mikill munur á því að vera með stóra hringi, síða lokka eða látlausa perlulokka. Svo kemur yfirhöfnin og skóval sterkt inn. Hælar geta gert hvers- dagslúkkið mjög fínt, strigaskór geta gert fínustu kjól- ana mjög hvers- dagslega og létta. Yfirhöfnin þjónar í raun sama tilgangi og skórnir að mínu mati.“ Hver eru bestu kaup sem þú hefur gert? „Ég hugsa að bestu kaup sem ég hef gert sé svartur víður kjóll/bolur sem ég keypti í Kaupmanninum á Ísafirði fyrir nokkrum ár- um. Ég hef notað hann við nánast allt og við alls kyns tilefni. Uppáhaldskaupin eru hins vegar útskriftarkjóllinn minn frá Fil- ippa K, Chie Mihara skór úr Geysi, The Ro- yal Dress frá Yeoman og Libertine frakkinn minn úr Húrra Reykjavík. Fjórir hlutir sem ég sparaði fyrir og hlakkaði til að eignast. Svona svolítið ást við fyrstu sýn.“ Á margar góðar tískufyrirmyndir Hvert er stærsta tískuslysið þitt? „Ég veit það ekki. Örugglega bara allir virkir dagar á meðan ég var í leiklistarnám- inu.“ Áttu þér tískufyrirmynd? „Ég hef verið heppin með fyrirmyndir á öllum vígstöðvum úr mínu nánasta um- hverfi. Hvað tísku varðar myndi ég segja að mamma mín og Gunna „frænka“, fyrrver- andi píanókennari minn, hafi verið ákveðnar tískufyrirmyndir. Þær eru báðar mjög eleg- ant og klassískar. Gunna er mjög listræn og mikill töffari og mamma með ótrúlegt auga fyrir smáatriðum og er með stílhreinan smekk. Ég fer varla að heiman án þess að taka eins og eina gamla flík af mömmu eða skópar sem hún hefur ekki notað í fleiri ár en hún hefur geymt allt það fallegasta frá því hún var svona tvítug. Síðast fékk ég græna pinnahæla og síðkjól með blómum.“ Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápn- um sínum um þessar mundir? „Góðar gallabuxur er alltaf gott að eiga en núna er mikilvægt að eiga hlýja yfirhöfn og kuldaskó. Svo er ég veik fyrir fallegum prjónapeysum og þar kemur mamma aftur sterk inn með prjónana á lofti.“ Hvað er á óskalistanum? „Svartur, langerma samfestingur. Svo var ég að fá þrjá kjóla af ömmu minni, alveg of- boðslega fallega, en þeir eru alltof stórir. Óskin og stefnan er að koma þeim í hendur klæðskera og endursníða þá.“ Bestu kaupin á Ísafirði Berglind Halla Elíasdóttir er með töffaralegan og klassískan fatastíl. Berglind Halla sækir innblástur að fatavali sínu víða, meðal annars í leikhúsið en hún útskrifaðist sem leikkona frá Listháskóla Íslands síðastliðið vor. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Eyrnalokkar eru í miklu uppáhaldi hjá Berglindi. Þessir eru úr Maiu. Berglind í kjól frá Hildi Yeoman. Bláa jakkann frá Libertine keypti Berglind í Húrra. Berglind keypti svarta kjólinn á Ísafirði. Veskið var keypt í búð sem seldi notaðar vörur. Mágkona Berglindar notaði veskið áður en hún gaf henni það árið 2016. Kúrekastígvél með dýramunstri úr GS skóm. Berglind útskrifaðist sem leikkona í kjól frá Filippa K og í skóm frá Chie Mihara. Ljósmynd/aðsend Morgunblaðið/Árni Sæberg 16.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.