Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2020 LESBÓK SJÓNVARP Tommy Lee, trommuleikari glysmálm- bandsins Mötley Crüe, mun – og haldið ykkur nú fast! – leika háskólaprófessor í væntanlegum þætti úr banda- rísku gamanseríunni the Goldbergs. Ein af aðal- persónum þáttanna, Barry Goldberg, trúir þar Lee pró- fessor (hann heitir það í þættinum) fyrir því að hann vilji byggja líf sitt á rokklagi sem fjalli um ástir í meinum. Þá svarar Lee prófessor: „Þú átt við þennan ærandi hávaða sem kemur frá siðferðislega vafasömum karlmönnum?“ Lee kveðst hafa skemmt sér vel við tökurnar; hann hafi unnið með mjög hæfileikaríku fólki í einn dag og fengið að klæða sig upp. „Og ég verð að segja, helvíti eru þessir prófessoraskór þægilegir.“ Mötley-slagarinn Home Sweet Home heyrist í þættinum. Tommy Lee eins og við þekkjum hann. Reuters Þægilegir prófessoraskór STREÐ Bandaríska leikkonan Lizzy Caplan viðurkennir í viðtali við breska blaðið The In- dependent að ekki hafi alltaf verið auðvelt að fá hlutverk í kvikmyndum eða sjónvarpi. Hún vakti fyrst athygli í kvikmyndinni Mean Girls árið 2004 en fékk ekkert að gera næstu tvö árin á eftir – eða fyrr en hún litaði hárið á sér ljóst og skellti sér í brúnkusprautun. Margir kannast við Caplan úr sjónvarpsþáttunum Masters of Sex, sem runnu sitt skeið á enda árið 2016, og eftir það biðu handritin ekki heldur í röðum eftir henni enda landslagið mikið breytt; streymisveiturnar komnar af fullum þunga inn á markaðinn. Þurfti að ljóska og tana sig upp Lizzy Caplan leikur nú í Castle Rock. AFP Jehnny Beth er söngkona Savages. Kynlíf skiptir sköpum DÝPT „Enda þótt maður gefi frá sér stjórnina, þá er maður ennþá við stjórnvölinn,“ segir franska söng- konan Jehnny Beth í hressilegu sam- tali við breska blaðið The Guardian. „Maður getur hrætt sjálfan sig án þess að hljóta af því skaða.“ Hún segir þetta eiga vel við um sviðið. „Maður getur orðið stjarfur af ótta! En um leið og maður áttar sig á því að maður er algjörlega öruggur get- ur maður skyndilega gert hvað sem er – sjáðu bara Iggy Pop. Ég lít sömu augum á kynlíf – það er dásamleg leið til að reyna á sjálfan sig. Það skiptir sköpum, því þegar maður hefur látið á sig reyna þá þekkir maður sig. Maður þarf á því að halda sem manneskja og sem listamaður,“ segir Beth. Ferill afreksíþróttamanna er ummargt óvenjulegur; hann út-heimtir gjarnan mikla vinnu, orku og einbeitingu, auk þess sem mikil athygli hvílir gjarnan á íþrótta- manninum, bæði jákvæð og neikvæð, eftir gengi hverju sinni. Þessi ferill er líka að jafnaði stuttur á almennan mælikvarða og getur lokið fyr- irvaralaust vegna meiðsla. Allt þetta hafði dr. Kristín Har- aldsdóttir í huga þegar hún hleypti af stokkunum hlaðvarpi vestur í Banda- ríkjunum, þar sem hún hefur búið um árabil, en viðfangsefnið er sjálfsmynd íþróttamanna að ferlinum loknum. Hlaðvarpið kallast Humbled, eða Auðmjúk, og fyrsta serían var gerð á síðasta ári í félagi við Erin Cafaro, tvöfaldan Ólympíumeistara í róðri, en aðra seríuna gerir Kristín ein og eru fyrstu fjórir þættirnir af sextán þegar aðgengilegir. „Ég hef lengi haft mikinn áhuga á því hvað tekur við hjá íþróttafólki þegar keppnisferlinum lýkur, en dæmin sanna að margir eiga í erfið- leikum með að finna sig í hinu nýja lífi sem tekur við. Það er mjög fróðlegt að skoða hvaða áhrif þetta hefur á sjálfsmynd þessa fólks sem lifað hef- ur og hrærst í heimi þar sem allt er gefið í íþróttina og kastljósið beinist oftar en ekki að fólki,“ segir Kristín, en viðmælendur hennar í seríunni koma úr ólíkustu greinum íþrótta. Í fyrsta þættinum í nýju seríunni ræðir Kristín við Rebeccu Soni, sex- faldan verðlaunahafa í sundi á Ól- ympíuleikunum. Hún hætti keppni eftir Ólympíuleikana í Lundúnum 2012, aðeins 25 ára gömul, en fram að því hafði allt líf hennar snúist um sundíþróttina. „Það var það eina sem fólk vissi um hana; að hún væri af- rekskona í sundi, og fólk tengdi hana ekki við neitt annað. Síðustu átta árin hefur Rebecca verið að finna sig og koma sér upp nýrri sjálfsmynd. Það getur tekið fólk langan tíma að ná fót- festu í lífinu á ný,“ segir Kristín. Hugleiddi sjálfsvíg Önnur íþróttakona sem Kristín ræðir við í seríunni er Briana Scurry, fyrr- verandi landsliðsmarkvörður Banda- ríkjanna í knattspyrnu, en hún varð meðal annars heimsmeistari með lið- inu árið 1999. „Það var árið sem kvennafótboltinn sló í gegn hérna í Bandaríkjunum og stelpurnar í liðinu nutu mikillar lýðhylli.“ Árið 2010 fékk Scurry heilahristing í leik og varð í framhaldinu að leggja skóna og hanskana á hilluna. „Það var mikið áfall fyrir hana. Allt í einu var hún ekki lengur þessi fræga fót- boltakona; það gleymdu henni allir á einum degi. Briana var 39 ára á þess- um tíma og hafði ekki hugmynd um hver hún var,“ segir Kristín. Ekki bætti úr skák að Scurry þjáðist af miklum höfuðverkjum og átti erfitt með að einbeita sér og jafnvel setja saman setningar eftir höfuðhöggið, sem var mjög alvarlegt. „Þetta gekk svo langt að hún íhugaði að fyrirfara sér,“ segir Kristín. Scurry hefur náð sér þokkalega og er í dag dugleg að heimsækja íþrótta- félög og skóla til að tala um höf- uðáverka og afleiðingar þeirra. „Ég þekkti hana ekki áður en hún slas- aðist en mér skilst að hún sé ekki sama manneskjan. Hún á til dæmis enn erfitt með að einbeita sér,“ segir Hver er ég? Dr. Kristín Haraldsdóttir gerði í fyrra tíu hlað- varpsþætti um líf og sjálfsmynd íþróttafólks í Bandaríkjunum eftir að það hættir keppni og á þessu ári munu sextán þættir bætast við. Hún segir viðtökur góðar enda tengi margir við efnið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Kristín ásamt einum viðmælanda sínum, skylmingakappanum Jason Rogers. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Skapið varð jafnara og hitakófi „Ég er svo ánægðmeð Femarelle a mínar vinkonur og ég veit að nokk Femarelle hefur hjálpaðmér alveg líðanminni“. Valgerður Kummer Erlingsdóttir Femarelle vörurnar eru náttúruleg lausn fyrir konur sem finna fyrir einkennum vegna hormónabreytinga Rannsóknir sýna að þær geti slegið á einkennin og einnig unnið gegn beinþynningu Recharge FEMARELLE RECHARGE 50+ ■ Slær hratt á einkenni (hitakóf og nætursviti minnka) ■ Stuðlar að reglulegum svefni ■ Eykur orku ■ Eykur kynhvöt ■ Hefur engin áhrif á vef í brjóstum eða legi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.