Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Page 29
Kristín. „Þess vegna er frábært hvað hún hefur verið dugleg að gefa af sér og miðla af reynslu sinni. Sönn fyr- irmynd.“ Í næsta þætti seríunnar ræðir Kristín við skylmingakappann Jason Rogers, sem vann meðal annars silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. „Jason er mjög myndarlegur maður og varð snemma á ferlinum kyntákn sem fólk var sannfært um að gæti allt. Hann var hreystin holdi klædd. Ekki var þó allt sem sýndist; Jason rogaðist í þrettán ár með leyndarmál. Hann átti við risvanda- mál að stríða og gat ekki verið með konum. Það er mjög erfitt fyrir karla í íþróttum að sýna að þeir séu ekki fullkomnir en á endanum rauf Jason þögnina og nú er hann að skrifa bók um reynslu sína.“ Vonast til að ræða við Vonn Ekki er bara rætt við íþróttamenn; einn af viðmælendum Kristínar í nýju seríunni er Dan Churchill, einka- kokkur skíðadrottningarinnar Lind- sey Vonn, en mataræði skiptir vita- skuld sköpum ætli íþróttamenn sér að ná árangri. Hann hefur einnig leið- beint íþróttafólki með mataræðið eft- ir að ferlinum lýkur, en þá breytist gjarnan margt í hinni daglegu rútínu og fólki hættir til að þyngjast hratt. „Það var mjög fróðlegt að tala við kokkinn,“ segir Kristín. Vonir standa til þess að Lindsey Vonn verði sjálf viðmælandi í einum af síðustu þáttum seríunnar, en Kristín á ennþá eftir að taka upp fjóra þætti. Vonn lauk sem kunnugt er keppni í fyrra eftir langan og glæsilegan feril í skíðabrekkunum. Spurð um áhuga sinn á viðfangs- efninu kemur í ljós að Kristín var sjálf efnilegur íþróttamaður á sínum tíma. „Ég flutti til Bandaríkjunum sem barn, en faðir minn er læknir og starfar hér. Ég var mikið í íþróttum í æsku og eitt af því sem ég prófaði var róður. Ég er hávaxin og sterk og varð strax mjög góð; komst til dæmis inn í Princeton vegna getu minnar sem ræðari og var þar í fjögur ár. Mér gekk vel, fékk mikla athygli og ætlaði að leggja róðurinn fyrir mig. Ég var hins vegar enn íslensku ríkisborgari, sem þýddi að ég var ekki gjaldgeng í landsliðið. Það varð til þess að ég hætti í róðrinum.“ Þá stóð hún frammi fyrir áleitinni spurningu: Hver er ég? Hún flutti til New York en lagði síðar stund á framhaldsnám í Wis- consin og Yale, þaðan sem hún lauk doktorsprófi í hreyfingarfræði árið 2018. „Keppnisskapið gerði það að verkum að ég elti allt það flottasta í náminu til þess að reyna að vera ein- hver. Af hverju var sjálfsmynd mín svona tengd íþróttum? Eftir á að hyggja var ég bara að reyna að skilja hver ég er. Og er enn, þannig lagað. Þess vegna réðist ég í að gera þetta hlaðvarp og það hefur hjálpað mér heilmikið – og vonandi öðrum. Mér leið á sínum tíma eins og ég væri eina manneskjan sem leið svona. Það er öðru nær.“ Burt með skömmina! Að sögn Kristínar eru um 100 millj- ónir núverandi og fyrrverandi íþróttamanna í Bandaríkjunum, þannig að snertiflöturinn er breiður og margir ættu að geta tengt við efnið. Spurð um viðbrögð segir hún þau hafa verið mjög góð. „Ég hef heyrt frá mörgum sem eru þakklátir fyrir þættina mína og hafa haft gagn af þeim. Einn íþróttamaður skrifaði mér og kvaðst vera mjög þakklátur enda hefði hann alla tíð átt erfitt með að ræða um sjálfsmynd sína eftir að ferlinum lauk af ótta við að gert yrði grín að honum. Mig grunar að þetta sé býsna algengt, sérstaklega hjá körlunum, og því þurfum við að breyta. Það er mikilvægt að tala opið um þessar tilfinningar og fólkið sem hefur komið í hlaðvarpið til mín hefur allt verið mjög fegið á eftir.“ Kristín er fljót til svars þegar spurt er hvort hún hafi áhuga á að vinna sambærilega þætti á Íslandi. „Hvort ég hef. Mig dauðlangar að vinna á Ís- landi og veit um marga áhugaverða viðmælendur þar. Ég nefni sem dæmi Eika Helgason brettamann og Crossfit-stelpurnar okkar. Vonandi getur orðið af því í náinni framtíð.“ Þeir sem vilja kynna sér málið bet- ur geta haft samband við Kristínu á netfangið: haraldsdottir.krist- in@gmail.com. Kristín Haraldsdóttir við gerð Hlaðvarps- þátta sinna, Auðmjúk eða Humbled. 16.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 MÁLMUR Steve Harris, bassaleik- ari Iron Maiden, viðurkennir í við- tali við hlaðvarpið SiriusXM að breska bárujárnsbandið hafi verið undir miklu álagi þegar það gerði sína þriðju breiðskífu, The Number of the Beast, árið 1982. Ekkert efni var þá til öfugt við fyrstu tvær plöt- urnar en bandið hafði túrað og samið í fjögur ár áður en það komst á plötusamning. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar enda The Number of the Beast af mörgum talin besta plata Iron Maiden. Ástæðulaus skepnuskjálfti Bruce Dickinson og Steve Harris. Reuters BÓKSALA 5.-11. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Fórnarlamb 2117 Jussi Adler-Olsen 2 Selta kilja Sölvi Björn Sigurðsson 3 Brúin yfir Tangagötuna Eiríkur Örn Norðdahl 4 Arfur Stiegs Larsson Jan Stocklassa 5 Langelstur að eilífu Bergrún Íris Sævarsdóttir 6 Svínshöfuð kilja Bergþóra Snæbjörnsdóttir 7 Why We Sleep: The New Science Matthew Walker 8 Valdimarsdagur Kim Leine 9 Brennuvargar Mons Kallentoft 10 Ég mun sakna þín á morgun Heine Bakkeid 1 Langelstur að eilífu Bergrún Íris Sævarsdóttir 2 Frosnu tærnar Sigrún Eldjárn 3 Gréta og risarnir Zoë Tucker/Zoe Persico 4 Dagbók Kidda klaufa 11 – allt á hvolfi Jeff Kinney 5 Hulduheimar 8 – sykursæta bakaríið Rosie Banks 6 Kjarval málarinn sem fór sínar eigin leiðir Margrét Tryggvadóttir 7 Sjáðu mig sumar! Bergrún Íris Sævarsdóttir 8 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson 9 Langelstur í bekknum Bergrún Íris Sævarsdóttir 10 Hulduheimar 7 – sápukúlutindur Rosie Banks Allar bækur Barnabækur Þar sem Forlagið bauð mér sæti í dómnefnd Íslensku barnabóka- verðlaunanna annað árið í röð er ég aðallega að lesa handrit að barna- og ungmennabókum þessa dagana. Þar sveiflast maður milli krúttlegra sveitasagna, flókinna menntaskólaásta, dularfullra hulduheima og blóðugra vampýru- bardaga. Afar vandasamt en kær- komið verkefni. Nokkrar af jólabókum og ann- arri útgáfu haustsins hafa legið á náttborðinu og smám saman sax- ast á ólesinn bunkann, sem hefur þó aðallega tilhneig- ingu til að hækka stöðugt. Þar ber hæst hinn hljóðláta en áleitna hversdags- leika í afar fallega skrifaðri bók Guð- rúnar Evu Aðferðir til að lifa af og hina stórmerku stú- díu Andra Snæs Um tímann og vatnið. Hann hefur einstakt lag á að blanda saman skáldlegum til- þrifum og samfélagslegri herhvöt svo úr verður ljóðrænt en áhrifa- ríkt neyðaróp. Ég hef síðan smám saman verið að taka hljóðbókina meira og meira í mína þjónustu. Það er al- gjörlega frábært að geta verið á hlaup- um og þönum í alls kyns verkum bæði úti og inni, málað, skúrað, múrað, ryk- sugað og sett í vél en notið samt bók- mennta á meðan. Það slær á lessamviskubitið í báðar áttir. Þar hef ég aðallega verið að dæla inn ævisögum tónlistar- og bransafólks undanfarið: Með sumt á hreinu Jak- obs Frímanns og Þórunnar Valdi- mars, Egils sögur Egils Ólafssonar og Páls Valssonar, Hemmi Gunn – sonur þjóðar eftir Orra Pál Ormarsson, Reyndu aftur Magn- úsar Eiríkssonar og Tómasar Her- mannssonar – en einnig merkilegar kvennasögur: Tvísaga og Horn- auga Ásdísar Höllu Bragadóttur og Brynhildi Georgíu Björnsson eftir Ragnhildi Thorlacius, sem fékk mig reyndar til að endurglugga lítillega í skáldverk Hallgríms Helgasonar sem sótti innblástur í það stór- merka lífshlaup, Konuna við 1000°. Ég renndi líka í gegnum smá- sagnasafn Karls Ágústs Úlfssonar um daginn, Átta sár á samviskunni. Það var svo sem auðvitað að sú fjölhæfa þjóðargersemi hefði smá- sagnaformið full- komlega á valdi sínu eins og flest annað. Stórskemmtilegar sögur og frábærlega fluttar af höfundi. Í sérstöku uppáhaldi er sagan um það hvernig jólaplatt- ar frá Bing & Gröndal grönduðu áhöfninni á Jóni forseta. Þessa stundina – þegar hlé er gert á barnabókahandritunum – mallar í eyrunum Ævisaga Jónasar Hallgrímssonar eftir Pál Valsson, sem ég las nú reyndar á sínum tíma, en Hjalti Rögnvaldsson er bara svo magnaður lesari. SÆVAR SIGURGEIRSSON ER AÐ LESA Skúrað, múrað og lesið Sævar Sigur- geirsson er texta- og hug- myndasmiður. ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS 09:41 100% ICQC 2020-2022

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.