Morgunblaðið - 09.03.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.03.2020, Qupperneq 4
KÓRÓNUVEIRUSMIT Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a – fáðumeira út úr fríinu Verð frá kr. 79.995 Tenerife & Gran Canaria 2fyrir1 af flugsætum og flugsætm í pakkaferðum ALLAR BROTTFARIR MARS2 fyrir 1 Flug frá kr. 39.950 báðar leiðir m/ tösku Þór Steinarsson thor@mbl.is „Það er ómögulegt að segja til um það og ég ætla ekki að hætta mér út í það að nefna neinar tölur í því sam- bandi. Það er algjörlega óvitað og nánast vonlaust,“ segir Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir spurður að því hvort hægt sé að áætla mögulegan fjölda kórónu- veirusmita sem muni greinast hér á landi á næstu vikum. Það sé meðal annars vegna þess að hvert smit geti haft ákveðin margföldunaráhrif. „En við vitum að þessi veira er mjög smitandi þannig að þessar samfélagslegu aðgerðir sem ein- staklingar eru að grípa til með því að minnka samgang og bæta hrein- lætisaðgerðir skipta í raun megin- máli í því hvort útbreiðslan verður mikil eða lítil,“ bætir hann við. Hann tekur fram að mælikvarðinn á árangur í baráttunni við kórónu- veiruna, sem veldur sjúkdómnum COVID-19, sé ekki heildarfjöldi smita sem greinist í samfélaginu heldur hversu margir viðkvæmir hópar og einstaklingar fái sýkinguna og veikist alvarlega. „Hluti af óvissunni er hversu margir fá mjög væga sýkingu með vægum einkennum og greinast því aldrei. Við erum að horfa til þess hversu margir munu veikjast alvar- lega af þessari veiru því það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir með því að beita sóttkví og ein- angrun og hvetja til samfélagslegra aðgerða,“ útskýrir Þórólfur. „Aðgerðirnar miða að því að hefta útbreiðsluna þannig að viðkvæmir hópar fái síður þessa sýkingu. Mæli- kvarðinn á það hversu vel okkur tekst til er hversu margir af þessum viðkvæmu einstaklingum fá þessa sýkingu alvarlega. Það er mæli- kvarðinn og það er árangurinn sem við erum að horfa til en ekki endi- lega hversu margir greinast úti í samfélaginu. Það er ekki sú tala sem er í forgrunni,“ bætir hann við. Ekki sérstök ástæða til að ætla að kórónuveiran komi árlega Í nýrri kínverskri rannsókn kom fram að kórónuveiran hefði stökk- breyst í tvær megintegundir og að stökkbreytingin hefði átt sér stað snemma í ferlinu. Spurður hvort það þýði að veiran geti haldið áfram að stökkbreyta sér og orðið árlegt fyrirbæri eins og inflúensan segir Þórólfur að engin sérstök ástæða sé til að halda það en það sé þó ómögu- legt að segja því kórónuveirur hagi sér almennt öðruvísi en inflúensa. Þá eigi einnig eftir að túlka niður- stöður kínversku rannsóknarinnar betur. „Þetta er ekki veira eins og inflú- ensa. Það eru til kórónuveirur sem ganga hér um reglulega og valda venjulegu kvefi en inflúensan er allt öðruvísi, þetta eru gjörólíkar veirur,“ útskýrir hann og heldur áfram: „Við vitum að bæði veirur og bakteríur breytast alltaf eitthvað aðeins en það er óljóst hvort þær breytingar hafa einhver áhrif eða einhverja þýðingu varðandi það hvort þær verða skæðari eða valda minni sjúkdómum. Það á eftir að koma í ljós og ekki er tímabært að velta mikið vöngum yfir því að svo stöddu.“ Búið að setja upp annan gám Öðrum gámi hefur nú verið komið upp fyrir utan bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi. Þar verður tek- ið á móti sjúklingum sem eru útsett- ir fyrir smiti og einkennum af kórónuveirunni, til að koma í veg fyrir að sjúklingarnir umgangist aðra sjúklinga bráðamóttökunnar. Þórólfur segir heilbrigðisyfirvöld sífellt vera að skoða ýmis úrræði og hvenær og hvernig eigi að beita þeim í baráttunni við veiruna. Það sé skoðað í ljósi nýjustu upplýsinga hverju sinni um greind tilfelli, hvernig tilfellin eru, hvernig þau smituðust og svo framvegis. Yfir- völd vilji vera viss um að aðgerðir sem þau grípa til muni skila árangri og valdi ekki meiri skaða en ávinn- ingur þeirra er. Morgunblaðið/Írís Jóhannsdóttir Viðbragð Í gámunum við bráðamóttökuna er tekið á móti sjúklingum sem eru útsettir fyrir smiti eða sýna einkenni. Mælikvarði á árangur er ekki fjöldi smitaðra  Fjöldi sýkinga hjá viðkvæmum einstaklingum í forgrunni Þórólfur Guðnason Þór Steinarsson thor@mbl.is Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík munu hefja fjarkennslu komi til þess að hefðbundin kennsla falli niður ef stjórnvöld leggja á samkomubann. Það myndi hafa í för með sér áskoranir og aðlögun en báð- ir skólar eiga tækja- og hugbúnað til þess að takast á við slíkar aðstæður. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra sagði í Silfrinu á RÚV í gær að það væri til skoðunar að leggja bann við samkomum þar sem fjöldi gesta er umfram tiltekið viðmið. Stjórnvöld væru að horfa til þeirra heimilda sem þeim væru veittar í sóttvarnalögum um takmarkanir á umferð milli svæða, samkomubönn og sóttkví. Varast bæri þó að beita of íþyngjandi tilmælum. Alma D. Möller landlæknir var einnig gestur þáttarins og sagði hún það þyngst vega við ákvörðun um samgöngubann hversu hratt kórónu- veiran breiddist út og hver geta heil- brigðiskerfisins til að sinna sjúkling- um væri. Á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar sem haldinn var í gær greindi Alma frá því að fimm hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi hefðu smitast af kórónuveirunni og væru nú í sóttkví. „Við eigum búnað, nýtt námsum- sjónarkerfi og ýmiss konar tækja- búnað sem hægt er að nýta. Það verð- ur ekki beint einfalt en við teljum að við getum leyst úr þessu – en á meðan ekki er samkomubann bíðum við átekta,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, spurður hvort skólinn eigi fjarfundabúnað sem hægt verði að nota ef samkomu- bann verði lagt á. Neyðarstjórn Háskóla Íslands hittist reglulega og fylgist náið með þróun mála að sögn hans. Jón Atli segir stöðuna vera erfiða en að skól- inn sé undirbúinn eins og kostur sé. Líklegt sé að verkleg kennsla myndi falla niður og þá sé ófyrirséð hvernig fyrirkomulagið yrði þegar kæmi að lokaprófatímabili í apríl. „Það er of snemmt að segja til um hvernig það verður en neyðar- stjórnin er með augun á boltanum, við fylgjumst með stöðunni og tökum á þessu þegar þar að kemur,“ bætir hann við. Ari Kristinn Jónsson, rektor Há- skólans í Reykjavík, segir skólann vel í stakk búinn til að færa kennslu yfir á rafrænt form komi til samkomu- banns, en það myndi kalla á ákveðna aðlögun. „Við erum mjög vel í stakk búin til að vera með stafræna kennslu og höf- um tiltölulega nýlega tekið upp kerfi sem hjálpar heilmikið við það. Við er- um með viðbragðsáætlun þannig að ef til þess kemur að samkomubann komi í veg fyrir kennslu hjá okkur hlítum við því auðvitað og færum kennsluna alfarið yfir á stafrænt form,“ segir Ari Kristinn og bætir við: „Í skólanum er mikið um hópverk- efni sem byggja á miklum samskipt- um milli nemenda og kennara þannig að það yrði töluverð aðlögun en við erum klár í hana.“ Tilbúnir ef til samkomubanns kemur  Stjórnvöld eru með það til skoðunar að leggja á bann við fjöldasamkomum  Veltur á útbreiðslu kórónuveirunnar og getu heilbrigðiskerfisins  Fjarkennsla myndi leysa hefðbundna kennslu af hólmi Morgunblaðið/Ómar Háskóli Íslands Samkomubann stjórnvalda gæti sett kennslu í uppnám. Jón Atli Benediktsson Ari Kristinn Jónsson „Ef samkomubann kemur til verðum við auðvitað að taka tillit til þess. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þróun mála í aðdraganda umspils- leiks Íslands og Rúmeníu í undan- keppni EM karla í knattspyrnu sem á að fara fram 26. mars. Stjórnvöld eru með það til skoð- unar að leggja á bann við sam- komum þar sem fjöldi gesta er umfram tiltekið viðmið. Slíkt bann myndi þýða að leikurinn yrði leikinn fyrir luktum dyrum. Þá hefur strangt ferðabann frá Ítalíu verið lagt á, sem setur fyrir- hugaða þátttöku nokkurra íslenskra og rúmenskra landsliðsmanna í upp- nám. Ljóst er að tveir íslenskir landsliðsmenn munu þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Íslands en ekki er vitað hvort rúm- ensku landsliðmennirnir sem spila á Ítalíu eru á áhættusvæði. Guðni segir að KSÍ fylgist grannt með stöðu og þróun mála og eigi í stöðugu samtali við Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA. Frestun leiksins hefur ekki borið á góma í þeim samtölum en Guðni telur að „allt sé til skoðunar á þessu stigi“. „Það kemur væntanlega í ljós í vik- unni hvernig þessum málum verður háttað hvað leikinn varðar, tiltekna leikmenn og aðkomu þeirra.“ Morgunblaðið/Hari Laugardalsvöllur Leikurinn fer að óbreyttu fram 26. mars. Gætu leikið fyrir luktum dyrum  Frestun leiksins ekki borið á góma Guðni Bergsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.