Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 6
KÓRÓNUVEIRUSMIT Á ÍSLANDI6
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is
Trommur
Fyrir byrjen
dur og leng
ra komna
meiriháttar
úrval
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Líkur á alvarlegum sjúkdómi af völd-
um nýju kórónuveirunnar aukast
með hækkandi aldri, sérstaklega eft-
ir 50 ára aldur. Þetta kemur fram í
leiðbeiningum sóttvarnalæknis fyrir
fólk með áhættuþætti vegna
COVID-19 sjúkdómsins.
Fólk með ákveðin undirliggjandi
vandamál er einnig í hættu á alvar-
legri sýkingu ef það smitast af COV-
ID-19 sjúkdómi. Þegar borin eru
saman væg og alvarleg tilfelli er
greinilegt að ákveðin vandamál voru
til staðar hjá mun fleirum með alvar-
legan sjúkdóm en vægan. Þau eru
hár blóðþrýstingur/hjartasjúk-
dómar, sykursýki, langvinn lungna-
teppa, langvinn nýrnabilun og
krabbamein.
Þeir eldri og fólk með undirliggj-
andi vandamál eru ekki talin vera
næmari fyrir smiti en aðrir. Ráð til að
forðast smit í umgengni við aðra og
utan heimilis eru þau sömu fyrir við-
kvæma einstaklinga og almenning.
„Takmörkun á umgengni við aðra
er mikilvægasta viðbótin fyrir ein-
staklinga með áhættuþætti alvar-
legrar sýkingar,“ segir í leiðbeining-
unum. Annað heimilisfólk þar sem
viðkvæmir einstaklingar búa þarf að
huga vel að eigin hreinlæti og hegð-
un, innan og utan heimilis. Mjög
mikilvægt er að takmarka líkur á að
smit berist til viðkvæmra.
Fáar alvarlegar sýkingar barna
Reykingar virðast auka hættu á al-
varlegum sjúkdómi. Ekki er hægt að
útiloka að þar sé í raun langvinn
lungnateppa undirliggjandi vanda-
mál sem eykur alvarleika sjúkdóms-
ins. Nú er ekki ljóst hvort ónæmis-
bælandi meðferð eykur líkur á
alvarlegri kórónuveirusýkingu.
Lítið virðist vera um alvarlegar
sýkingar á meðal barna, en upplýs-
ingar um gang sjúkdómsins hjá
börnum eru takmarkaðar enn sem
komið er. Engar upplýsingar hafa
komið fram um sérstaka hættu fyrir
barnshafandi konur eða hættu á
fylgikvillum meðgöngu vegna CO-
VID-19. Veiran virðist ekki berast til
fósturs á síðasta þriðjungi með-
göngu. Bent er á að aðeins séu þrír
mánuðir frá því að veiran komst á
kreik í Kína og meðgöngu því ekki
lokið hjá þeim konum sem sýktust á
fyrsta eða öðrum þriðjungi með-
göngu.
Ný viðbragðsáætlun
Kjartan Þorkelsson, settur ríkis-
lögreglustjóri, og Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir undirrituðu á föstu-
dag nýja viðbragðsáætlun almanna-
varna sem tók þegar gildi. Hún segir
fyrir um skipulag og stjórn aðgerða
vegna hvers kyns heimsfaraldurs.
Áætlunin heitir Heimsfaraldur –
Landsáætlun. Hlutverk áætlunar-
innar hefur verið víkkað út frá fyrri
áætlun og nær hún yfir viðbrögð
vegna hvers kyns heimsfaraldurs.
Í inngangi nýju áætlunarinnar
kemur m.a. fram að við heimsfarald-
ur sé gert ráð fyrir því að atvinnulíf í
landinu geti skerst í tiltekinn tíma,
hluti þjóðarinnar orðið rúmfastur
vegna veikinda og að dánartíðni verði
umfram það sem búast má við í
venjulegu árferði.
Nánari upplýsingar um áhættu-
þættina og viðbragðsáætlunina eru á
heimasíðu Embættis landlæknis
(landlaeknir.is).
Hætta á miklum veik-
indum vex með aldri
Leiðbeiningar gefnar út vegna kórónuveirufaraldursins
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Blaðamannafundur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir fóru yfir stöðuna í gær.
Skemmtiferðaskipið Magellan, sem
leggst að bryggju í Reykjavík klukk-
an sjö í dag, mun fá afgreiðslu með
hefðbundnum hætti að sögn Ásgeirs
Erlendssonar, upplýsingafulltrúa
Landhelgisgæslunnar.
Fyrirhugað var áður að hafa meiri
viðbúnað en venjulega við komu
skipsins, til að stemma stigu við út-
breiðslu kórónuveirunnar.
Gæslunni hafði í gær borist
heilsufarsskýrsla frá skipstjóra
skipsins. Var hún athugasemdalaus
og engin veikindi því talin vera á
meðal farþega um borð.
Um borð í skipinu eru 1.452 far-
þegar og 660 í áhöfn, alls 2.112
manns, samkvæmt upplýsingum á
vef Faxaflóahafna. Skipið kemur frá
Englandi og hefur komið fyrst
skemmtiferðaskipa til landsins ár
hvert undanfarin ár.
Samkvæmt áætlun siglir skipið
héðan klukkan 19 annað kvöld.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Magellan Skemmtiferðaskipið er jafnan það fyrsta til Íslands á hverju ári.
Ekki aukinn viðbúnað-
ur vegna komu skipsins
Sveitarfélögin Hafnarfjörður og
Garðabær hafa ákveðið að loka
starfsstöðvum sem halda úti þjón-
ustu og starfsemi fyrir fólk sem er í
viðkvæmri stöðu eða með undir-
liggjandi sjúkdóma. Þá hefur
neyðarstjórn Hrafnistu tekið þá
ákvörðun að loka öllum hjúkrunar-
heimilum Hrafnistu fyrir heim-
sóknum ættingja og annarra gesta
þangað til annað verður tilkynnt. Er
þetta gert í ljósi þess að ríkislög-
reglustjóri lýsti yfir neyðarstigi al-
mannavarna á föstudaginn síðast-
liðinn.
„Okkur þykir mjög leitt að þurfa
að taka svona stóra ákvörðun, en
þetta er gert með velferð íbúanna
okkar að leiðarljósi og biðjum við
fólk að sýna þessari ákvörðun virð-
ingu og skilning,“ segir í tilkynn-
ingu frá neyðarstjórn Hrafnistu.
Í tilkynningu frá Hafnarfjarðar-
bæ kemur fram að önnur þjónusta
fjölskyldu- og barnamálasviðs, s.s.
heimaþjónusta, stuðningsþjónusta
og þjónusta í íbúðakjörnum og á
heimilum, muni haldast órofin.
Heimsóknarbann verður í gildi á
Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði
sem og á hjúkrunarheimilinu á Sól-
vangi, þar sem dagdvölinni verður
einnig lokað. Dagdvölin á Hrafnistu
verður opin, sem og dagþjálfunin í
Drafnarhúsi.
Í Garðabæ verður öll önnur þjón-
usta en þjónusta og starfsemi fyrir
aldraða og fatlaða áfram órofin,
þ.m.t. heimaþjónusta og stuðnings-
þjónusta. Stuðnings- og öldrunar-
þjónusta Garðabæjar sem er í hús-
næði Ísafoldar verður áfram opin.
Staðan verður endurmetin daglega
bæði í Hafnarfirði og Garðabæ og
munu bæjaryfirvöld halda hlutað-
eigandi aðilum upplýstum.
Framkvæmdastjórn hjúkrunar-
heimilanna Eirar, Skjóls og Hamra
hefur einnig tekið þá ákvörðun að
loka heimilunum fyrir heimsóknum
ættingja og annarra þar til annað
verður formlega tilkynnt.
Banna heimsóknir
á hjúkrunarheimili
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr-
ar erfðagreiningar, dró í gær til
baka ummæli sín um að það væri
endanleg
ákvörðun að
ekkert yrði af
framlagi hans
við skimanir fyr-
ir kórónuveir-
unni eftir að vís-
indasiðanefnd og
Persónuvernd
hefðu sagt skim-
anir og rann-
sóknir á stökk-
breytingu
veirunnar leyfisskyldar. „Og það
er, skal ég segja þér, ekki uppá-
halds sunnudagsmaturinn minn, að
éta orðin mín,“ sagði hann í sam-
tali við mbl.is í gær.
Eins og greint var frá fyrir helgi
bauðst Kári til að skima fyrir kór-
ónuveirunni en í kjölfarið skapað-
ist vafi um hvort það væri leyfis-
skylt. Sagðist Kári þá ekki ætla að
sækja um slíkt leyfi, en eftir að
hann hafði sest niður með vísinda-
siðanefnd og farið yfir málið kom í
ljós að ekki væri um leyfisskylda
aðgerð að ræða. Kári ætlar því að
framkvæma skimanir fyrir kór-
ónuveirunni og jafnframt rannsaka
mögulegar stökkbreytingar veir-
unnar.
„Nú er bara að keyra þetta í
gang,“ sagði Kári og sagðist von-
ast til að skimanirnar gætu hafist
strax um miðja þessa viku enda
stæðum við frammi fyrir óhugnan-
legum faraldri. Sagði hann alla
verða að leggjast á eitt í barátt-
unni gegn veirunni og þetta væri
hans framlag.
Tók hann einnig fram að hann
bæri mikla virðingu fyrir því fólki
sem starfaði hjá vísindasiðanefnd
þótt stundum hefði kastast í kekki
á milli hans og þess.
solrun@mbl.is
Kári mun skima
Kári
Stefánsson