Morgunblaðið - 09.03.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili
Eitt helsta keppikefli Íslands virð-ist vera að draga úr „inn-
leiðingarhalla“ EES-gerða. Á föstu-
dag birti utanríkisráðuneytið
fréttatilkynningu þar sem fram kom
að fjórða skiptið í röð væri „innleið-
ingarhalli Íslands eitt prósent eða
minna, en aldrei hefur hallinn haldist
undir einu prósenti í svo langan
tíma“.
Þetta hefur ráðuneytið eftir„frammistöðumati Eftirlitsstofn-
unar EFTA (ESA)“ sem heldur utan
um og segir frá innleiðingarhallanum
og klappar embættismönnum frá Ís-
landi á kollinn fyrir góðan árangur.
Ísland keppist nú mjög við að dragaúr þessum ógurlega innleiðingar-
halla, en getur verið að fleira skipti
máli en hraði í innleiðingu reglu-
verks Evrópusambandsins?
Og er hugsanlegt að ríki ESB séusíður upptekin af þessu og geri
jafnvel ekki meira með reglurnar en
þau telja ástæðu til hverju sinni? Er-
um við ef til vill orðin kaþólskari en
páfinn í þessu efni?
Getur ekki verið að kominn sé tímitil, jafnvel fyrir löngu, að Íslend-
ingar vandi sig betur þegar kemur að
innleiðingu regluverks embættis-
mannanna í Brussel? Er ekki hugsan-
legt að stóran hluta þess mætti inn-
leiða á minna íþyngjandi máta en nú
er gert?
Og hvað með að láta vera að inn-leiða það sem við höfum ekkert
við að gera? Væri ekki mikilvægara
að huga að þessu en að reyna að
minnka „innleiðingarhalla“ og slá
innleiðingarmet?
Innleiðingarhallinn
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Vissulega getur verið að það veki einhverja at-
hygli að hlutfallsfjöldi smitaðra sé hár hér á landi
en því hefur verið komið á framfæri hvers vegna
það er. Það er einfaldlega vegna þess að heil-
brigðisyfirvöld og almannavarnir eru að standa
sig vel.“ Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í sam-
tali við Morgunblaðið um það hvort Ísland geti
beðið álitshnekki sem áfangastaður erlendra
ferðamanna vegna þess að hér séu hlutfallslega
margir smitaðir af kórónuveirunni. Hann segir að
enn sem komið er líti hann ekki á þetta sem stórt
vandamál en mögulega geti það þó orðið. Hann
segir þó að það sem mestu máli skipti í þessu sam-
hengi sé að því sé haldið til haga hvers vegna hér á
landi séu svo hlutfallslega margir greindir með
veiruna. Þar reyni á þá sem stýri upplýsingagjöf
erlendis, svo sem ráðuneyti og Íslandsstofu, en
svo sé alltaf spurning hversu vel skilaboðin komist
til skila. Hann hrósar þó heilbrigðisyfirvöldum og
almannavörnum og segir að sú stefna þeirra að
greina eins vel og hægt er og takmarka smitleiðir
sé ákaflega mikilvæg. teitur@mbl.is
Ekki stórt vandamál enn
Ísland ekki beðið álits-
hnekki vegna veirunnar
Morgunblaðið/RAX
Ferðamenn Jóhannes telur mikilvægast að vakin
sé athygli á ástæðum fjölda smitaðra hérlendis.
Sex manna hópur, skipstjóri, stýri-
maður, tveir vélstjórar, rafvirki og
forstöðumaður skiparekstrar-
deildar, leggja í dag land undir fót
og ferðast til Kína á vegum Eim-
skips til að skoða og prufusigla
flutningaskipinu Dettifossi, sem var
sjósett í fyrra. Þetta segir Edda Rut
Björnsdóttir, markaðs- og sam-
skiptastjóri Eimskips, í samtali við
Morgunblaðið. Segir hún að í ferð-
inni verði virkni alls búnaðar könn-
uð og athugað hvort búnaður upp-
fylli kröfur skipasmíðasamningsins
og flokkunarfélags skipsins. Segir
hún að prufusigling, sem farin
verður nú á næstu dögum, ætti að
taka um viku.
Spurð hvort nánari áætlun um
hvenær skipinu verður siglt heim
liggi fyrir segir hún: „Nei, en ef
ekkert óvænt kemur upp á í prufu-
siglingunni er gert ráð fyrir að
skipið sigli frá Kína seinni partinn í
apríl.“
Bætir hún við að flestir í hópnum
sem fer út í dag muni vera úti þang-
að til. teitur@mbl.is
Halda í dag til Kína
til að prófa Dettifoss
Flutningaskipið Dettifoss í þurrkví í Guangzhou í Kína fyrir helgi.