Morgunblaðið - 09.03.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Allar rannsóknir benda til þess að aukið að-
gengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu og að
aukin neysla leiðir til aukningar á fjölda ofneyt-
enda. Þetta er gömul lumma, sem má aldrei
gleymast. Fólk sem á í erfiðleikum með að hemja
áfengisneyslu og er að reyna að minka neysluna
(eða hætta alveg), þarf yfirleitt að sniðganga
áfengi til að byrja með. Ofneytendur alkóhóls,
sem þurfa aðstoð til að breyta neysluvenjum sín-
um, eru líklega um 15-20% fullorðinna áfengis-
neytenda á aldursbilinu 30-70 ára (sænskar
tölur). Þessi stóri hópur teygir anga sína inn í
svo til allar fjölskyldur á Íslandi. Aukið aðgengi
að áfengi mun ekki auðvelda þessu fólki að taka
fyrstu skrefin í átt að heilbrigðari lífsháttum.
Það á ekki að fórna þessu fólki og aðstandendum
þess á altari verslunarfrelsis. Fórnarkostnaður-
inn er einfaldlega allt of mikill.
Fórnarkostnaður
Eftir Ásgeir R. Helgason
Ásgeir R. Helgason
Höfundur er dósent í sálfræði. asgeir@krabb.is
» Þetta er
gömul
lumma sem aldr-
ei má gleymast.
Vegna hinnar ill-
ræmdu skaðvænlegu
kórónuveiru sem nú
geisar um lönd og höf,
jafnvel fellandi mann
og annan, er nú nán-
ast búið að setja lög-
bann á faðmlög. Við
stöndum berskjölduð
og óttaslegin hjá reyn-
andi að halda áfram að
lifa okkar daglega lífi
og líklega sjaldan eða aldrei þarfn-
ast samstöðu og faðmlaga meira en
einmitt nú. Maður mætir niðurlútu
fólki með grímu, horfandi ofan í eig-
in bringu af ótta við að hitta ein-
hvern sem það kannast við ef vera
skyldi að það lenti óvart í því að
heilsa með handabandi að gömlum
og góðum sið eða hlýju faðmlagi.
Auðvitað er það skiljanlegt að við
þurfum að standa saman í að koma í
veg fyrir útbreiðslu þessarar ömur-
legu ógnvænlegu veiru með öllum
tiltækum ráðum til að reyna að
hefta útbreiðslu hennar. Það breytir
því þó ekki í grunninn að öll þurfum
við á faðmlögum að halda; því að
taka utan um hvert annað í lífinu,
sem heilbrigðisþjónustan og yfir-
völd eru sannarlega að reyna að
gera með sínum hætti. Faðmlög
geta nefnilega verið svo marg-
breytileg; fallegur hugur, hlýtt
hjartalag, uppörvandi, jákvæð og
kærleiksrík orð. Þá getur faðmlag
jafnvel verið rafrænt, skriflegt og/
eða framkvæmt með brosi og góðum
verkum.
Til lengri og skemmri tíma þurf-
um við öll á einhvers konar faðm-
lögum og samstöðu að halda svo við
hreinlega gefumst ekki upp á þess-
ari veröld.
Biðjum þess að við festumst ekki í
ótta og ofsahræðslu og Guð bægi
allri óáran frá okkur og
verndi okkur frá öllu
illu. Því að það yrði
fyrst skelfileg veröld til
lengri tíma ef fólk hætti
að heilsast með handa-
bandi og faðmast þegar
það á við. Svo má ekki
verða nema mjög tíma-
bundið.
Hlustum sannarlega
á yfirvöld og tökum all-
ar viðvaranir og tilmæli
alvarlega. Um leið er
einnig gott að minna sig á að frelsari
þessa heims, Jesús Kristur, um-
gekkst holdsveika, fólk með alvar-
lega smitsjúkdóma og aðra sem fólk
almennt vildi ekki vita af. Það gerðu
einnig móðir Teresa og Díana prins-
essa.
Allt sem við þurfum er kærleikur
og auðmýkt, faðmlög, friður og
fyrirgefning. Ekki eitthvert flangs,
kjass eða káf, yfirgangur eða fyrir-
litning. Endalaust daður, flaður,
blaður eða þvaður. Gætum þess ein-
faldlega að gjaldfella ekki faðmlögin.
Að heilbrigðum, hlýjum og
hjartanlegum faðmlögum skal
hyggja og með þeim heiminn byggja
eins og við á hverju sinni.
Einu grundvallarlögin sem við í
raun og veru þurfum á að halda í
þessari veröld eru: Faðmlög.
Lifi ljósið og lifi lífið!
Með samstöðu-, kærleiks- og
friðarkveðju.
Faðmlög
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
»Einu grundvallar-
lögin sem við í raun
og veru þurfum á að
halda í þessari veröld
eru: Faðmlög.
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Í Morgunblaðinu
miðvikudaginn 4. mars
sl. birtist grein Helga
Jóhannessonar, yfir-
lögfræðings Lands-
virkjunar, sem heitir
Tvenn lög – tvö ólík
kerfi. Þar er greint á
milli kerfis uppruna-
ábyrgða og kerfis
heimilda til losunar
gróðurhúsaloftteg-
unda. Greinin er fram-
hald á þeirri umræðu sem skapast
hefur eftir umfjöllun Kveiks um
upprunavottorð. Í þágu opinnar um-
ræðu sé ég mig knúinn til að bregð-
ast við ákveðnum staðhæfingum í
grein Helga, enda alls ekki í fyrsta
sinn sem þær koma fram og nauð-
synlegt að þær standi ekki gagn-
rýnislausar.
Græn skírteini
Helgi segir upprunaábyrgðir vera
„svokölluð „græn skírteini“ …“. Við
setningu laga 30/2008 kom þetta
sjónarmið einnig fram hjá þáverandi
iðnaðarráðherra þegar frumvarpinu
var fylgt úr hlaði. En þetta er rangt.
Það er afar mikilvægt að greina á
milli grænna skírteina og uppruna-
ábyrgða. Landsvirkjun seldi græn
skírteini fyrir gildistöku laga 30/
2008. Græn skírteini geta framleið-
endur orku úr endurnýjanlegum
orkugjöfum selt á frjálsum markaði
(voluntary) til hvers þess aðila sem
vill kaupa sér staðfestingu á því að
hann styðji við slíka framleiðslu. Í
því felst hins vegar ekki yfirlýsing
um að raforkan sem sá kaupandi
notar sé framleidd með þessum
hætti.
En upprunaábyrgðir skv. lögum
30/2008 og þeim reglum Evrópusam-
bandsins sem þær byggjast á gegna
aðeins því hlutverki að sýna kaup-
anda fram á að tiltekið hlutfall eða
magn orku hafi verið framleitt með
endurnýjanlegum orkugjöfum. Hug-
takið upprunaábyrgð er skilgreint
svo: rafrænt skjal sem hefur aðeins
það hlutverk að sanna
fyrir kaupanda að til-
tekið hlutfall eða magn
orku hafi verið fram-
leitt með endurnýjan-
legum orkugjöfum eins
og krafist er skv. 6.
mgr. 3. gr. tilskipunar
2003/54/EB. Í síðast-
nefndri grein er lögð
skylda á raforkubirgja
að tilgreina í reikn-
ingum eða kynningar-
efni framlag hvers
orkugjafa til heildar-
eldsneytissamsetn-
ingar birgisins árið á undan. Grund-
vallaratriðið í þessu kerfi uppruna-
ábyrgðar er neytendavernd. Að
neytandi hafi vissu fyrir því að með
því að greiða sérstaklega fyrir upp-
runaábyrgðir endurnýjanlegrar
orku sé hann að stuðla að því að
hlutfall endurnýjanlegrar orku í raf-
orkukerfi hans aukist.
En það er ekki bara með lögfræði-
leikfimi sem þessi niðurstaða er
fengin. Hún er einfaldlega sögð eins
skýrt og frekast er mögulegt í þeim
reglum sem lög 30/2008 byggjast á.
Frá því að reglur um uppruna-
ábyrgðir voru fyrst settar í Evrópu-
sambandinu árið 2001 hefur verið af-
dráttarlaust ákvæði um þennan mun
á grænum vottorðum og uppruna-
ábyrgðum. Þannig hafa tilskipanir
frá 2001, 2009 og nú 2018 (sem ekki
hefur gildi gagnvart Íslandi) allar
haft ákvæði í þessa veru: Mikilvægt
er að gera skýran greinarmun á
grænum vottorðum og uppruna-
ábyrgðum. Á ensku hljóðar þetta í
nýjustu tilskipuninni svo: „It is imp-
ortant to distinguish between green
certificates used for support
schemes and guarantees of origin.“
Þessi aðgreining er mikilvæg, þar
sem fyrir því eru mjög sannfærandi
rök, að sala íslenskra orkuframleið-
enda á upprunaábyrgðum úr landi
sé í raun sala á grænum skírteinum.
Það er ekki hægt að selja rafmagn
frá Íslandi í Evrópu. Hvernig er þá
hægt að selja vottorð um að raf-
magnið sé frá Íslandi? Er ekki verið
að blekkja hinn endanlega neytanda
í Evrópu? Sem ætlunin var að
vernda?
Upprunavottað rafmagn
almennings?
En horfum okkur nær. Hvað þýðir
það að upprunaábyrgðir séu seldar
úr landi? Það þýðir, að samkvæmt
opinberri árlegri yfirlýsingu frá
Orkustofnun er það rafmagn sem
notað er á Íslandi framleitt með
orkugjöfum á við kjarnorku og jarð-
efnaeldsneyti. Orkustofnun birti síð-
asta sumar samantekt vegna ársins
2018. Samkvæmt henni seldu ís-
lenskir raforkuframleiðendur úr
landi upprunaábyrgðir sem námu
89% af framleiðslu þeirra. Sem þýðir
að aðeins 11% af raforku (var 13%
árið 2017) sem notuð var á Íslandi
eru sögð framleidd úr endurnýjan-
legum orkugjöfum!
Þetta dregur athygli að staðhæf-
ingu sem verður að taka til gagnrýn-
innar skoðunar, en hún hefur verið
sögð nokkuð oft upp á síðkastið, af
orkuframleiðendum og af þátta-
stjórnanda Kveiks í áðurnefndum
þætti. Í grein Helga hljóðar stað-
hæfingin svo: „Í umræðunni hefur
sú staðreynd alveg orðið útundan að
allt rafmagn sem heimili og fyrir-
tæki á Íslandi (önnur en stórnot-
endur) nota er upprunavottað raf-
magn.“
Undirritaður hefur hingað til talið
það óumdeilt að stórnotendur noti
um 80% af framleiddu rafmagni á Ís-
landi og almenni markaðurinn,
heimili og fyrirtæki (önnur en stór-
notendur) hin 20%. Vera má að
Landsvirkjun búi yfir nýrri upplýs-
ingum en unnt er að afla opinberlega
um þessi hlutföll. En sé þessi skipt-
ing rétt, þá blasir við að staðhæfing
yfirlögfræðingsins er röng. Það eru
einungis 11% orkunnar á Íslandi
með upprunavottun! Verður því að
nota þetta tækifæri og kalla eftir því
að útskýrt sé, hvernig staðhæfingin
er rökstudd. Sé það ekki gert, þá
verðum við – þar á meðal orku-
framleiðendur á Íslandi – að viður-
kenna að umtalsverður hluti heimila
og fyrirtækja á Íslandi notar raf-
magn framleitt með kjarnorku og
jarðefnaeldsneyti. Eins mótsagna-
kennt og það hljómar.
Eftir Hilmar Gunn-
laugsson
»En sé þessi skipting
rétt, þá blasir við að
staðhæfing yfirlögfræð-
ingsins er röng. Það eru
einungis 11% orkunnar
á Íslandi með uppruna-
vottun!
Hilmar
Gunnlaugsson
Höfundur er hrl. og
LLM í orkurétti.
Upprunaábyrgðir
raforku – ákall um rök-
stuðning Landsvirkjunar
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.