Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020 Frá aldamótum hef- ur útskrifuðum stúd- entum á ári fjölgað um 50% og fjölgar enn. Á sama tíma hefur engin fjölgun orðið á háskóla- plássum í nánast öllu listnámi á háskólastigi. Mikill þrýstingur hefur skapast hjá nemendum að stunda háskólanám í listum. Fjórða iðnbyltingin breytir senunni Listaháskóli Íslands hefur haft einokunar- aðstöðu í listmenntun á háskólastigi síðastliðin 20 ár. Aðrir listaskólar sem starfað hafa með háskólaviðmið hafa orð- ið að gera það undir handarjaðri erlendra háskóla til mikils óhag- ræðis fyrir nemendur, auk mikils kostnaðar fyrir þá. Það er hægt að læra lög- fræði, viðskiptafræði, sálfræði, verk- fræði o.fl. greinar í tveimur til þrem- ur háskólum í landinu en listnám, sem telur tugi sérgreina, hefur ein- ungis einn skóla, með takmarkað framboð og einsleita kennsluhætti. Skapandi greinar eru helsti vaxtar- sproti íslensks atvinnulífs. Fjórða iðnbyltingin er að innleiða stórfelldar breytingar á samfélögum þar sem sótt er að störfum í raungreinum og þjónustustörfum. Listir og menning munu fá sífellt meira vægi. Hvar eru peningarnir? Í veröld þar sem flest er mælt í peningum má segja eftirfarandi: Það þarf að auka tekjur íslensks hag- kerfis um tugi prósenta á næstu ár- um og áratugum. Sú aukning mun ekki koma úr sjávarútvegi eða stór- iðju. Ferðaþjónustan á væntanlega töluvert inni, en fyrst og fremst þarf hún að festa sig í sessi. Stóru tæki- færin eru í hinum skapandi greinum. Íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur til dæmis verið með um 13 milljarða tekjur á ári að meðaltali síðasta áratuginn. Þetta er 300% hækkun frá ára- tugnum þar á undan. Engin ástæða er til að ætla að við getum ekki haldið áfram að auka þessar tekjur verulega ef við setjum á það fókus. Sama má segja um allar aðrar list- greinar. Við stöndum okkur ágætlega en get- um gert miklu betur. Íslensk menning og list- sköpun sem á henni byggist er helsta sér- staða þjóðarinnar og hún á að verða traust- asta stoð efnahags okkar. Listaháskólinn í Reykjavík Það þarf að stórfjölga nemendum í listnámi á háskólastigi og auka fjölbreytni í námsvali og kennsluaðferðum. Allir muna eftir þeim miklu og jákvæðu áhrifum sem stofnun Háskólans í Reykjavík hafði á íslenskt háskólasamfélag á sínum tíma. Nú þarf að gera það sama í list- unum og stofna Listaháskólann í Reykjavík þar sem áherslan verður lögð á framleiðslu, handverk og tækni, fremur en fræði. Praktískur skóli sem skilar fólki beint til verka. Þetta er ekki eins flókið og ætla mætti, því fjölmargir rótgrónir lista- skólar sem eru starfandi á mörgum fagsviðum gætu komið að verkefninu og formgert það hratt. En hvernig sem hugmynd um Listaháskóla í Reykjavík reiðir af hefur Kvikmyndskóli Íslands sett í gang vinnu til að skólinn fái fulla há- skólaviðurkenningu. Stefnt er að því að því ferli ljúki á þessu ári. Vonandi verður það fyrsta skrefið í að auka framboð og fjölbreytni háskólanáms í listum. Ísland þarf annan listaháskóla Eftir Böðvar Bjarka Pétursson » Það þarf að stórfjölga nemendum í listnámi á há- skólastigi, auka fjölbreytni í námsvali og kennsluað- ferðum. Böðvar Bjarki Pétursson Höfundur er formaður stjórnar Kvikmyndaskóla Íslands. Í september árið 2017 stóð núverandi forsætisráðherra, sem þá var óbreyttur þing- maður Vinstri grænna, í pontu Alþingis og fór mikinn í fjárlagaum- ræðu fyrir árið 2018 þar sem hún gagnrýndi harðlega þáverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra fyrir að gera ekki meira fyr- ir aldraða og öryrkja og sagði hún orðrétt: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eft- ir réttlætinu.“ Í dag, um tveimur og hálfu ári síðar, er fátækasta fólkið enn að bíða eftir þessu réttlæti sem Katrín sagði að fólkið gæti ekki beðið eftir en hún settist í stól forsætisráðherra innan við tveimur mánuðum eftir að hún lét þessi orð falla með miklum þunga. Í stefnuræðu sinni sem forsætis- ráðherra sagði hún orðrétt að fátæk- asta fólkið yrði samt enn að bíða um sinn eftir réttlætinu. En það eru ekki bara öryrkjar og aldraðir sem bíða eftir réttlæti því síðustu þrjá áratugi hefur sú stefna verið í gangi hjá stjórnvöldum, vinnuveitendum og verkalýðs- félögum að halda niðri launahækk- unum á almennum vinnumarkaði þannig að nú er svo komið að þeir sem vinna á lægstu launum í landinu hafa ekki efni á húsnæði og nauð- synjum út mánuðinn. Nýir verkalýðsleiðtogar hafa leynt og ljóst sýnt fram á það með útreikn- ingum og tölulegum gögnum frá því árið 2009 að á meðan þeir sem eru í hæstu launaflokkunum hafa fengið margfaldar „leiðréttingar“ og kaup- hækkanir hafa þeir sem eru á lægstu launum nánast staðið í stað launalega með þeim afleiðingum að kaup- máttur þeirra hefur rýrnað vegna hækkana á vörum, þjónustu og húsa- leigu. Það er staðreynd. Við skulum aftur snúa okkur að líf- eyrisþegunum því þeim eru lagðar á herðar algjörlega ómanneskjulegar skyldur, eru settir í hlekki þræla- halds fátæktar sem þeir eiga enga möguleika á að komast út úr, hversu mikið sem þeir vildu það. Mig langar því að biðja ykkur að staldra aðeins við og setja ykk- ur í spor einstaklings sem hefur orðið fyrir því að missa heilsuna á besta aldri og þurfa að lifa á örorkubótum í dag á almennum leigu- markaði. Að þurfa að leigja húsnæði og sjá fyrir öllum ykkar þörfum með um 250 þúsund krónur á mánuði út- borgaðar. Er það réttlátt og sanngjarnt þeg- ar stjórnvöld setja viðmið um lág- marksframfærslu að greiða síðan bætur sem eru langt undir þeim við- miðum? Er það siðferðilega réttlæt- anlegt af stjórnvöldum að setja lög um lágmarkslaun sem eru langt und- ir þeim viðmiðum? Er það með ein- hverjum hætti siðferðilega réttlæt- anlegt að skattleggja upp í topp laun sem eru undir fátæktarmörkum eða viðmiðunarmörkum um lágmarks framfærslu? Er það réttlátt og sann- gjarnt að öryrkjar og aldraðir séu látnir sæta skerðingum á greiðslum úr almannatryggingum vegna upp- bóta og styrkja? Er það sanngjarnt að rífa af þeim með skerðingum hverja krónu sem þeir ná að skrapa saman komist þeir tímabundið í ein- hverja vinnu? Öryrkjar fá lægri tekjur ef þeir eru í hjónabandi eða deila heimili með einhverjum. Hvað segðu þing- menn um það að vera lækkaðir í launum væru þeir giftir eða í sam- búð? Ríkið, með skerðingum, stelur lífeyrisgreiðslum sem fólk hefur greitt í lífeyrissjóði áratugum saman. Hvernig þætti þér sem launþega ef vinnuveitandi þinn ákvæði að lækka launin þín um 10 til 15% á þeim forsendum að þú værir giftur eða í sambúð? Jafnvel bara þó að þú leigðir húsnæði með öðrum? Eða þá að skerða launin þín um krónu á móti krónu vegna aukavinnu? Væri það sanngjarnt? Kæru lesendur! Þessar skerð- ingar, þessi þjófnaður, þetta órétt- læti sem okkur er boðið upp á af stjórnvöldum á Íslandi er hvorki sanngjarnt, eðlilegt né á nokkurn hátt réttlætanlegt. Þessi forríka elíta sem stjórnar landinu getur aldrei sett sig í okkar spor. Hvernig það er að fá útborgað um mánaðamót og geta aldrei leyft sér nokkuð það sem þetta fólk lítur á sem sjálfsagðan hlut því við þurfum að komast af á lág- markstekjum, hvort sem það eru lægstu laun, eftirlaun eða fátæktar- styrkurinn sem kallast örorkubætur því þau duga ekki fyrir grunnþörf- unum. Lög um almannatryggingar hafa verið margbrotin af stjórnvöldum í fleiri ár og þá sérstaklega 69. gr: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Bætur almannatrygginga hafa aldrei frá því eftir hrun fylgt launaþróun og það er vísvitandi brot á lögunum með samþykki stjórn- valda hverju sinni og með samþykkt Alþingis. Mér finnst hreint út sagt að þing- menn stjórnarandstöðunnar í Píröt- um, Flokki fólksins og Samfylking- unni hafi staðið sig ótrúlega illa, þó að mig undri það svo sem ekkert að Samfó þegi þunnu hljóði, þar sem það var þeirra ákvörðun eftir hrun ásamt VG að koma skerðingunum á og hætta að hækka bætur sam- kvæmt þessari lagagrein en það hef- ur gert það að verkum að bætur al- mannatrygginga hafa dregist aftur úr lágmarkslaunum um sem nemur um 100 þúsund krónum á mánuði í dag. Hvað er þetta annað en þrælahald á nútímavísu? Öryrkjar þvingaðir til fátæktar Eftir Jack Hrafnkel Daníelsson »Hvernig þætti þér sem launþega að vinnuveitandi þinn ákvæði að lækka launin þín um 10 til 15% á þeim forsendum að þú sért giftur eða í sambúð? Jack Hrafnkell Daníelsson Höfundur er öryrki og efnahagslegur flóttamaður búsettur erlendis. jack@jack-daniels.is Fagna ber umræðu um nýja landbúnaðar- stefnu því núverandi stuðningskerfi er löngu úrelt og endar brátt úti í skurði. Hér á eftir er kynnt möguleg landbúnaðar- stefna að evrópskri fyrirmynd. Markmið nýrrar landbúnaðarstefnu er að lækka matarverð, að bæta afkomu bænda, að auka fram- boð heilnæmra matvæla, að vernda og bæta umhverfið og almennt að stuðla að góðri þróun í landinu fyrir okkur og komandi kynslóðir. 1. Grunnstuðningur. Virkir bænd- ur eiga rétt á tilteknum mánaðar- legum grunnstuðningsgreiðslum starfi þeir samkvæmt viðurkenndum starfsaðferðum. Greiðslurnar eru óháðar sveiflum í vörusölu á mörk- uðum og stuðla þannig að öruggri af- komu bænda og stöðugu framboði helstu matvara. Fullur grunnstuðn- ingur miðist við tiltekin grunnlaun og launaþróun í landinu. Bændur hafa möguleika og frelsi til að bæta afkomu sína með því að keppa á markaði og laga framleiðslu sína að þörfum markaðarins. Undan- þágur frá samkeppnislögum falla niður. Stuðningsgreiðslur þessar lækka eftir at- vikum ef starfsemin fer á svig við viðurkenndar starfsaðferðir. 2. Viðurkenndar starfsaðferðir. Til að njóta ofangreindra stuðningsgreiðslna þurfa bændur að starfa samkvæmt viður- kenndum starfs- aðferðum sem varða matvælaöryggi, velferð húsdýra, velferð gróð- urs, sjálfbæra landnýt- ingu, loftslagsvernd, vatnsvernd, ástand ræktaðs lands, sjálfbæra notkun varnarefna og fleira. Kröf- urnar skiptast í lögbundnar kröfur og góðar starfsvenjur. Stjórnvöldum ber að skilgreina hvað teljast viðurkenndar starfs- aðferðir og önnur skilyrði fyrir grunnstuðningi og veita bændum fræðslu þar um. 3. Valkvæðar og grænar greiðslur. Bændur eiga kost á við- bótarstuðningi fyrir tiltekin verk- efni sem talin eru æskileg fyrir landið. Meðal álitlegra verkefna í þessu sambandi eru tæknivæðing búskapar, aðgerðir sem stuðla að öryggi og vinnuvernd, aukinni framlegð, aukinni velferð dýra og plantna, endurheimt votlendis, skógrækt, fegrun lands, land- umsjón með tilteknum svæðum, vöruþróun, nýsköpun og fleira. Bændur sem beita ræktunar- aðferðum sem taldar eru stuðla að vernd loftslags og umhverfis eiga einnig rétt á „grænum greiðslum“. Hér er meðal annars átt við gott viðhald túna, sáðskipti og lífræna ræktun. 4. Ungir bændur. Til að stuðla að kynslóðaskiptum eru grunn- greiðslur til ungra bænda hærri en til annarra, til dæmis 5% hærri fyrstu fimm ár búskapar. 5. Sérstakar aðstæður. Bændur sem búa á landsvæðum þar sem vilji er til að styðja við búskap en nátt- úrulegar aðstæður takmarka eiga möguleika á allt að 20% hærri grunngreiðslum. 6. Meiriháttar forsendubreyt- ingar. Þegar stuðningskerfi land- búnaðar eða starfsskilyrðum er breytt verulega af stjórnvöldum ber að gera það af fyllstu tillitssemi við bændur og tengda aðila sem verða fyrir raski eða tjóni og bæta fjár- hagstjón eftir atvikum. 7. Hámark greiðslna. Ef heildar- upphæð stuðnings einstaks bús fer yfir tiltekna upphæð, til dæmis 20 milljónir króna á ári, skerðast greiðslur um 5% á því sem umfram er. 8. Stjórnun og eftirlit. Greiðslu- stofnun (Matvælastofnun?) úthlutar ofangreindum stuðningsgreiðslum samkvæmt stefnunni og þeim reglum sem Alþingi hefur sett. Stofnunin fylgist með og metur frammistöðu bænda og rétt til greiðslna eftir vinnuframlagi og starfsháttum hvers virks bónda. Skýringar Með föstum grunngreiðslum og mögulegum viðbótartekjum mynd- ast traustur grunnur fyrir bændur að byggja búskapinn á. Kvótar og takmarkanir á framleiðslumagni falla niður og markaðslögmálin taka við. Bændur endurskipuleggja þá starfsemi sína til að sinna þörfum markaðarins og til að afla viðbótar tekna. Með þessu mun afkoma virkra bænda stórbatna. Núverandi stuðningsgreiðslur til landbúnaðar nema um 14 millj- örðum króna á ári. Þær falla niður en í staðinn koma ofangreindar greiðslur sem gætu verið heldur hærri til að bæta fyrir það að matartollar og markaðstruflandi innflutningshömlur falla niður. Niðurfelling matartollanna er mjög brýnt hagsmunamál neytenda og landsins sem ferðamannalands því verð kjöts, eggja og osta mun við það lækka um nálægt 35% að jafnaði. Það gerir um 10.000 kr. á mann á mánuði, sem gerir 40.000 kr. á fjögurra manna fjölskyldu. Í heild lækka matarútgjöld neytenda um nálægt 30 milljarða króna á ári. Þá vex ánægja ferðamanna, sem stuðlar að jákvæðri þróun víða um land. Hagfræðistofnun hefur metið áhrif niðurfellingar matartollanna á fjölda starfa sem tengjast landbún- aði. Gróft mat er að þeim muni fækka úr um 10.000 í um 9.500, eða um 500 störf. Reyndar er störfum í landbúnaði að fækka og sú þróun verður ekki stöðvuð nema með markvissri vel útfærðri stefnu eins og þessari sem hér er kynnt. Frelsið til vaxtar leiðir stundum til stórstígra framfara. Siggi‘s skyr í Ameríku er gott dæmi um matvæla- fyrirtæki sem íslenskur frumkvöðull búsettur í New York byggði upp frá grunni með elju og tilfinningu fyrir markaðnum og seldi nokkrum árum síðar fyrir 30 milljarða króna. Nýja landbúnaðarstefnan mun leysa úr viðjum krafta bænda og frumkvöðla og bæta hag lands- manna verulega. Ný landbúnaðarstefna Eftir Guðjón Sigurbjartsson »Ný landbúnaðar- stefna mun gera Ísland að betri stað til að búa á sem ekki veitir af í samkeppni við aðra góða staði í opinni veröld framtíðar. Guðjón Sigurbjartsson Höfundur er viðskiptafræðingur, fæddur og uppalinn í Þykkva- bænum. gudjonsigurbjartsson@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.