Morgunblaðið - 09.03.2020, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020
✝ MálmfríðurÞórhallsdóttir
fæddist í Hafnar-
firði 31. ágúst
1944. Hún lést á
Sólvangi 20. febr-
úar 2020. For-
eldrar hennar voru
Þórhallur Hálfdán-
arson, f. 30. októ-
ber 1916, d. 6.
október 2001 og
Guðmunda Hall-
dórsdóttir, f. 14. júlí 1919, d. 26.
apríl 2001. Systkini Málmfríðar
eru: 1) Bjarni Þórhallsson, f. 30.
janúar 1943, eiginkona María
Olga Traustadóttir, f. 6. maí
1946, d. 6. júní 2008. 2) Auður
Þórhallsdóttir, f. 22. janúar
1946, eiginmaður Valtýr Björg-
vin Grímsson, f. 26. maí 1947, d.
8. desember 2018. 3) Ingibjörg
Margrét Þórhallsdóttir, f. 28.
ágúst 1947, sambýlismaður Pét-
ur Guðmundsson, f. 18. ágúst
1945. 4) Hálfdán Þórhallsson, f.
29. febrúar 1952. Hinn 26. mars
1967 giftist Málmfríður Þórði J.
Karlssyni, f. 1. ágúst 1944, d. 8.
desember 2019. Foreldrar hans
voru Klara Guðrún Þórðar-
dóttir, f. 1. júní 1923, d. 4. júlí
2008 og Karl Jóhann Magnús-
son, f. 7. september 1916, d. 26.
ágúst 1989. Börn þeirra Þórðar
og Málmfríðar eru: 1) Þórhild-
ur, f. 4. júní 1962, eiginmaður
Þór Jóhannsson, f. 20. ágúst
1961, börn þeirra eru Þórdís
Lilja, f. 27. desem-
ber 1987, Arndís
Sara, f. 22. mars
1990, Steinar Páll,
f. 11. apríl 1999 og
Kári Freyr, f. 11.
apríl 1999. 2) Hálf-
dán Karl, f. 17. des-
ember 1966, eigin-
kona Freyja
Árnadóttir, f. 13.
september 1969,
börn Hálfdáns með
fyrrverandi eiginkonu, Elínu
Margréti Guðmundsdóttur, f.
25. apríl 1969, eru Guðmundur
Birkir, f. 16. júní 1994 og
Thelma Rós, f. 11. janúar 2002.
3) Jökull Ingvi, f. 5. janúar
1976, eiginkona Snædís Ögn
Flosadóttir, f. 1. mars 1983,
börn þeirra eru Dagur Snær, f.
25. september 2001, Hekla
Mjöll, f. 19. október 2005 og
Logi Fannar, f. 9. nóvember
2006.
Málmfríður hóf störf í bæjar-
útgerðinni í Hafnarfirði. Seinna
vann hún á Hótel Holti og var á
tímabili heimavinnandi hús-
móðir. Árið 1983 hóf hún störf
á Hrafnistu í Hafnarfirði í ræst-
ingum, þar lauk hún starfsævi
sinni árið 2013 en seinustu árin
starfaði Málmfríður sem ræst-
ingastjóri.
Útför Málmfríðar fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
9. mars 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku amma, í dag kveðjum
við systkinin þig. Við eigum einna
helst eftir að sakna þess að heyra
þig hlæja en það gerðir þú ósjald-
an. Það eru ófáar minningar sem
við systkinin eigum um þig allt
frá áramótagleði heima á Hraun-
tungu í að vera uppi í bústað í
Hraunborgum. Við systurnar
gleymum því aldrei þegar við fór-
um í fyrstu utanlandsferðina okk-
ar með þér og mömmu til Dan-
merkur. Sú ferð skapaði óteljandi
minningar sem við munum
geyma í hjarta okkar. Þegar við
vorum orðnar eldri fórum við að
vinna með skóla á Hrafnistu í
Hafnarfirði þar sem þú varst
ræstingastjóri. Við erum þakk-
látar fyrir þennan tíma en þar
fengum við að kynnast þér fyrir
utan fjölskylduna og sjá hversu
mikill gleðigjafi þú varst. Strák-
arnir muna eftir bústaðarferðum
þar sem þú varst alltaf tilbúin
með grillaðar samlokur fyrir þá
þegar þeir mættu á svæðið. Sama
hvað við vorum að gera með þér,
amma, var alltaf gaman og ekki
langt í hláturinn. Þú varst sann-
kallaður gleðigjafi enda var aldr-
ei dauð stund með þér. Við eigum
eftir að sakna þín.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Hvíl í friði, elsku Malla amma.
Þórdís Lilja, Arndís Sara,
Steinar Páll og Kári Freyr.
Málmfríður
Þórhallsdóttir
✝ Þórey Önund-ardóttir fædd-
ist í Neskaupstað
29. febrúar 1932.
Hún lést á Land-
spítalanum í
Reykjavík 26.
febrúar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Önundur
Steindórsson, f.
1896 í Hruna-
mannahreppi, Ár-
nessýslu, d. 1979, og Guðrún
Kristjana Sigurðardóttir, f.
1897 í Eyjum í Breiðdal, S-
Múlasýslu, d. 1964.
Þórey var næstyngst sex
systkina, en þau eru: a) Er-
lingur Önundarson sjómaður,
f. 1922, d. 1996;
b) Steindór Önundarson
verkstjóri, f. 1923, d. 1996;
c) Kristín Önundardóttir
húsmóðir, f. 1925, d. 2019;
c) Sigurður Önundarson
sjómaður, f. 1927, d. 2002;
d) Stefanía Bergþóra Ön-
undardóttir húsmóðir, f. 1935.
Eftirlifandi eiginmaður
Þóreyjar er Baldur Bjarnason
rafeindavirki, f. 27.3. 1932 á
Húsavík. Foreldrar hans voru
Bjarni Benediktsson, kaup-
maður o.fl., f. 1877, d. 1964,
og Þórdís Ásgeirsdóttir, f.
1889, d. 1965.
Þau gengu í hjónaband í
Húsavíkurkirkju 30.6. 1954 og
eignuðust fjórar dætur:
1) Ásdís Rósa Baldursdóttir,
þar sem leiðir þeirra Baldurs
lágu saman. Á þessum árum
vann Þórey ýmis störf, s.s. í
Skálanum (Hressingarskál-
anum), og á Hótel Valhöll á
Þingvöllum. Um skeið vann
hún hjá Rönning.
Á árunum 1953-1954 stund-
aði Þórey nám við Hús-
mæðraskólann á Laugalandi í
Eyjafirði og þar eignaðist
hún vinkonur sem héldu hóp-
inn lengi vel og voru í sauma-
klúbbi saman.
Fyrstu búskaparárin
bjuggu Þórey og Baldur í
Reykjavík en vorið 1958
fluttu þau að Eiðum á Fljóts-
dalshéraði þar sem Baldur
var starfsmaður Ríkis-
útvarpsins og vann við endur-
varpsstöðina á staðnum
ásamt því að sinna almennum
viðgerðum fyrir íbúa héraðs-
ins og þjónusta fiskveiðiflot-
ann á Austfjörðum. Eftir 8
ára búsetu á Eiðum fluttu
þau aftur til Reykjavíkur og
settust að í Vesturbænum, á
Framnesvegi 63. Fyrir einum
30 árum fluttu þau á
Klapparstíg 1.
Eftir að börnin komu til
sögunnar var Þórey fyrst og
fremst húsmóðir en vann þó
um um nokkurra ára skeið í
fjölskyldufyrirtækinu Radio-
miðun ehf. eftir að dæturnar
voru komar á legg. Einnig
vann hún um árabil sem sjálf-
boðaliði fyrir Rauða krossinn.
Um tíma áttu þau hjón sinn
sælureit í Fljótshlíðinni, sem
hét Höfði og er í landi Torfa-
staða.
Útför Þóreyjar fer fram
frá Neskirkju í dag, 9. mars
2020, klukkan 13.
f. 1956, maki
Kristján Gíslason,
f. 1956. Synir
þeirra eru: Gísli
Kristjánsson, f.
1981, kvæntur
Tinnu Jónsdóttur
Molphy og eiga
þau þrjú börn,
Baldur Krist-
jánsson, f. 1983, í
sambúð með
Birnu Einars-
dóttur og eiga þau einn son
og Árni, f. 1989.
2) Guðrún Baldursdóttir, f.
1959, maki Gísli Sverrir Árna-
son, f. 1959. Börn þeirra eru:
Þórey Gísladóttir, f. 1984,
hennar maki er Vésteinn
Fjölnisson og eiga þau einn
son, Árni Gíslason, f. 1986, í
sambúð með Bergþóru Bald-
ursdóttur, Helga Gísladóttir,
f. 1989, í sambúð með Atla
Kristinssyni og eiga þau tvö
börn. Yngstur er Sævar, f.
1994.
3) Björg Baldursdóttir, f.
1963. Hún á soninn Daníel, f.
1993, faðir hans er Ingvar
Garðarsson, f. 1967. Daníel er
í sambúð með Viktoríu Ein-
arsdóttur, f. 1994.
4) Kristjana Baldursdóttir,
f. 1971, d. sama dag.
Þórey ólst upp í foreldra-
húsum í Neskaupstað og hlaut
hefðbundna menntun þess
tíma. Hún fluttist til Reykja-
víkur kringum tvítugsaldurinn
Það er einu sinni þannig að
sumir samferðamenn hafa meiri
áhrif á mann en aðrir. Þeir hafa
ekki endilega verið að leggja
manni lífsreglurnar heldur hef-
ur atgervi þeirra og framkoma
við aðra sett eitthvert viðmið
sem maður hefur tekið sér til
fyrirmyndar. Maður sér þetta
ekki á meðan á lífsleiknum
stendur heldur fyrst þegar leik
er lokið. Þannig er það með
tengdamóður mína, hana Þór-
eyju.
Sjö árum eftir brúðkaup okk-
ar Ásdísar deildum við Þórey
skrifstofu í fjölskyldufyrirtæk-
inu sem þau hjónin treystu
tengdasyninum fyrir. Ég man
hvað ég varð heillaður af sam-
tölum hennar þegar hún sinnti
innheimtustörfunum: „Já vinur,
þú kemur bara þegar betur
stendur á...“ Engin leiðindi, að-
eins elskulegheit sem stuðluðu
að tryggð viðskiptavinarins við
fyrirtækið.
Þegar tengdasonurinn setti
tölvu á borðið sitt þá opnaði
Þórey færsludagbókina sína,
stóran kladda sem náði yfir
hálft borðið, og byrjaði að skrá
færslur dagsins. Þegar búið var
að ganga úr skugga um að allt
stemmdi var reglustikan tekin
upp og lokatalan tvíundirstrik-
uð. Þó að við værum búin að
vera saman allan daginn þá tók
hún alltaf á móti tengdasyn-
inum með vænum kossi og
faðmlagi þegar við t.d. hittumst
á heimili þeirra Baldurs um
kvöldið. Það eru allar þessar
stundir sem koma núna upp í
hugann, þessar einföldu og
hversdagslegu athafnir sem ég
skilgreini í dag sem gæða-
stundir.
Fallegt bros og blik í augum
var svo mildandi þegar henni
fannst full djúpt í árina tekið
og ósjaldan fékk Baldur þess
notið. Hjónabandið var ástríkt
og gott að finna hversu vel þau
héldu utan um hvort annað. Ég
varð strax heillaður af ferðalög-
um þeirra um heiminn og
fannst þau alltaf lifa hverja
stund rækilega. Þegar við Ás-
dís þurftum pössun voru þau
alltaf boðin og búin og gleymi
ég ekki þegar Baldur sagði eitt
sinn við mig: „mér finnst
OKKUR hafi tekist vel með
uppeldi drengjanna“.
Þórey fékk sinn skerf af
óblíðum sjúkdómum en alltaf
komst hún yfir veikindin, nema
þau síðustu. Þegar krabbamein-
ið lét á sér kræla og var fjar-
lægt kom í ljós úr hverju hjóna-
bandið var gert. Hjörtu þeirra
slógu sem eitt allan tímann sem
Þórey glímdi við vágestinn. Öllu
þessu tók Þórey af einstakri
yfirvegun og auðmýkt og
kveinkaði sér aldrei. Brosið
kom fljótt á andlit hennar og
maður nánast gleymdi öllu því
sem hún hafði gengið í gegnum.
Eitt var þó það atvik sem ég
held að hafi setið sterkt í Þór-
eyju og Baldri, en var ekki mik-
ið rætt. Það var andlát Krist-
jönu, dóttur þeirra. Hvort sem
það er rétt hjá mér eða ekki, þá
finnst mér að fjögur málverk af
mismunandi stúlkum sem eru á
veggjum heimilis þeirra, hafi
alltaf verið tileinkuð minning-
unni um Kristjönu, sem lifði að-
eins einn sólarhring. Hvert mál-
verk prýddi falleg stúlka en á
mismunandi aldursskeiði.
Hér að leikslokum, þegar
bókhaldið er gert upp og ég
dreg fram gömlu færslubókina
sem Þórey notaði á sínum tíma
við ritun dagbókarfærslna, þá
þakka ég henni fyrir lífsgæðin
sem hún færði mér. Blessuð sé
minning hennar.
Kristján.
Orðtakið „Að taka manni
opnum örmum“ hefur sérstaka
þýðingu í íslensku máli. Lát-
bragðið sjálft er þó ekki nema
hluti athafnarinnar því það hug-
arþel sem býr að baki því að
fagna manni á þennan hátt er
dýrmætt og jafnvel ógleyman-
legt undir ákveðnum kringum-
stæðum. Þannig er það í mínu
tilfelli. Ég upplifði fyrstu heim-
sókn mína á heimili verðandi
tengdaforeldra á þennan hátt.
Um leið og ég steig inn úr dyr-
unum á Framnesveginum,
nokkru eftir að ég fór að gera
hosur mínar grænar fyrir
heimasætunni Guðrúnu, bauð
Þórey mig velkominn með út-
breiddan faðminn og í rauninni
hefur maður verið umvafinn
hlýju og væntumþykju hennar
alla tíð síðan.
Þórey var alin upp í sjávar-
plássi, undir bröttum fjöllum,
en hleypti ung heimdraganum
og bjó mestalla ævi í Reykjavík.
Hún unni fjölbreytileika þétt-
býlisins en auðvelt var að finna
að taugarnar lágu austur á
bernskuslóðir og sérstaklega
var henni annt um minningu
foreldra sinna. Pabba sem sótti
sjóinn af harðfylgi, oft með
löngum fjarvistum á vetrarver-
tíð, mömmu sem hélt heimilinu
saman og vann myrkranna á
milli.
En það var fyrst og fremst
hið rólega yfirbragð og hlýja
sem við sóttum í hjá Þóreyju.
Ég naut oft gestrisni þeirra
Baldurs þegar ég átti erindi til
Reykjavíkur og stækkandi fjöl-
skylda okkar Guðrúnar heim-
sótti þau í sveit og borg. Þórey
hafði mikið jafnaðargeð en var
þó ákveðin í skoðunum og til-
mælum þegar það átti við, og
hafði gaman af því að fræðast
og ræða málin. Hún leiðbeindi
manni gjarnan um víðerni ís-
lensks máls og bjó hverjum og
einum gott og hollt veganesti í
þeim efnum. Þau Baldur voru
vinamörg og þekktu fólk um allt
land. Þau höfðu ánægju af
ferðalögum og heimsóttu fjar-
lægar heimsálfur jafnt sem fal-
lega staði innanlands.
Við Guðrún eignuðumst litla
Þóreyju sem amman var mjög
stolt af og hún unni öllum átta
ömmubörnunum sínum af ein-
lægni. Hún fylgdist með þeim
vaxa úr grasi og eignast sjálf
maka og börn og á sinn hátt
hélt hún utan um allan hópinn
sinn.
Ég kveð Þóreyju tengda-
móður mína með kveðjunni sem
hún viðhafði svo oft sjálf, hvort
sem maður átti langa ferð fyrir
höndum eða var bara á leiðinni í
næsta bæjarhverfi. „Vertu
blessuð, Þórey mín, góða ferð
og farðu nú varlega.“
Gísli Sverrir Árnason.
Elsku amma, eða nafna mín
eins og þú kallaðir mig alltaf.
Mikið þykir mér vænt um allar
góðu stundirnar sem við höfum
átt saman í gegnum árin. Fyrst
á Framnesveginum þar sem þið
afi bjugguð, mér fannst svo
gaman að skoða allt fína dótið
þitt. Í Höfða, sumarbústaðnum
ykkar afa, þangað var alltaf
gaman að koma og mikið að sjá
og gera. Svo alla föstudaga þeg-
ar ég var í námi í Reykjavík.
Mikið var gott að koma til ykk-
ar og spjalla um daginn og veg-
inn. Þær stundir gáfu mér alveg
ótrúlega mikið. Þú varst alltaf
að hrósa mér, það þótti mér svo
vænt um. Ég er þakklát fyrir
allar góðu minningarnar.
Elsku amma, þín verður sárt
saknað.
Hvíldu í friði.
Þórey Gísladóttir
Ótal bjartar og fallegar
minningar koma upp í hugann
þegar ég minnist Þóreyjar Ön-
undardóttur sem kvödd er í
dag. Þær tengjast aðallega
æsku- og unglingsárunum því
vart leið sá dagur að ég kæmi
ekki í heimsókn á Framnesveg-
inn á heimili Þóreyjar, Baldurs
og dætranna þriggja.
Það var alltaf jafn notalegt
og tilfinningin var að maður
væri innilega velkominn. Gest-
kvæmt var á heimilinu enda
stórar fjölskyldur sem stóðu að
hjónunum og mikil samheldni
ríkjandi. Þórey var fyrirmynd-
arhúsmóðir enda húsmæðra-
skólagengin sem þótti góð
menntun í þá daga. Hún var
umhyggjusöm og hlý og tók
alltaf vel á móti mér, vinkonu
elstu dótturinnar, Ásdísar Rósu.
Við kynntumst þegar fjölskyld-
an flutti í bæinn frá Eiðum en
leiðir okkar lágu saman í níu
ára bekk í Melaskóla sem var
mikil gæfa fyrir mig. Frá deg-
inum sem við hittumst urðum
við Ásdís perluvinkonur og vor-
um saman öllum stundum. Ég
eignaðist að nokkru leyti auka-
fjölskyldu og leið ávallt vel í ná-
vist hennar. Ég leit sérstaklega
upp til Þóreyjar sem alltaf var
til staðar og var mér fyrirmynd
í mörgu og ég hét því að feta í
hennar fótspor þegar ég yrði
fullorðin. Hún bakaði á hverjum
föstudegi svo mikið „bakkelsi“
að það var hlaðborð alla daga
sem beið okkar á eftirmiðdög-
unum þegar við komum svangar
heim úr skólanum.
Ég man líka hvað ég dáðist
að því hvað hún var flink að
strauja og hún straujaði bók-
staflega allt, ekki einungis
skyrtur, blússur og sængurföt
eins og tíðkaðist heldur líka
handklæði, viskastykki og jafn-
vel tuskur. Ég hef nú því miður
ekki staðið við fyrirheitið,
hvorki um að baka á hverjum
föstudegi né strauja allt milli
himins og jarðar en ég hef oft
hugsað til hennar þegar þessi
störf eru viðhöfð.
Segja má að Þórey og Baldur
hafi verið á undan sinni samtíð í
svo mörgu. Þau voru einstak-
lega samhent hjón sem kunnu
að njóta stundarinnar og lifa í
núinu. Þau voru ekki að flýta
sér að stækka við sig þótt
þrengdist um fjölskylduna á
tímabili heldur bættust við fjöl-
skyldumeðlimir utan af landi
sem voru við nám í Reykjavík
og bjuggu hjá þeim veturlangt.
Það var nóg pláss á Framnes-
veginum fyrir alla.
Þórey og Baldur lögðu
áherslu á samverustundir með
fólkinu sínu og fóru oft í utan-
landsferðir með dætur sínar á
sjöunda áratugnum sem var
harla óvenjulegt á þeim tíma.
Þau fóru líka oft út að borða á
fínustu veitingastaðina í bænum
og þá gjarnan á sunnudögum.
Þau tóku okkur Ásdísi stundum
með og mun ég aldrei gleyma
því þegar þau buðu okkur á
Grillið á Hótel Sögu og við tólf
ára gamlar gæddum okkur á
humri og öðrum fínheitum og
upplifðum okkur sem sannar
prinsessur.
Hildur Einarsdóttir.
Þórey
Önundardóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
DAGBJÖRT GUÐMUNDSDÓTTIR,
sem lést 23. febrúar, verður jarðsungin frá
Garðakirkju á Álftanesi fimmtudaginn
12. mars klukkan 13.
Guðmundur Unnarsson Kristín Sveinsdóttir
Guðfinna Eyjólfsdóttir Sigurður G. Marteinsson
Jón Þór Eyjólfsson Kolbrún Ögmundsdóttir
Emil Þór Eyjólfsson Jónína Valtýsdóttir
Erla Eyjólfsdóttir Ingi Gunnlaugsson
Eydís Eyjólfsdóttir Stefán G. Einarsson
Ómar Þór Eyjólfsson Þórey S. Þórðardóttir
barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI EYJÓLFSSON
húsasmíðameistari,
Kristnibraut 2,
áður Byggðarenda 3,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 11. mars
klukkan 13.
Sigríður Ragnheiður Guðnadóttir
Elísabet Gísladóttir Arnór Valdimarsson
Sigríður Gísladóttir Gísli Ólafsson
Eyjólfur Gíslason Þórey Guðlaugsdóttir
barnabörn, makar og barnabarnabörn