Morgunblaðið - 09.03.2020, Page 22

Morgunblaðið - 09.03.2020, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9.30-12.30, nóg pláss - Hreyfisalu- rinn er opinn milli 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur - Kraf- tur í KR kl.10.30, rútan fer frá Vesturgötu kl.10.10, Grandavegi 47 kl.10.15 og Aflagranda kl.10.20 - Félagsvist kl.13. - Myndlist kl.13. - Engin veitingasala vegna verkfalls en heitt á könnunni - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir – Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Opin handavinnuhópur kl. 12-16. Leikfimi með Hönnu og Maríu kl. 10.15. Morgunsagan kl. 11. Göngubretti, æfingarhjól m/leiðb. kl. 12.30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Mánudagur: Boccia kl.10.30 Gönguhópur kl.10.30 Félagsvist (FEBK) kl.13. Myndlist kl.13. Vatnsleikfimi kl.14.30 Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 HAFI SAMNINGAR EKKI TEKIST VIÐ SAMEYKI VERÐUR FÉLAGSMIÐSTÖÐIN LOKUÐ Í DAG. Annars verður dagsskráin sem hér segir: Qigong kl. 7-8. Við hringborðið og kaffi kl. 8:50-11. Púslum saman kl. 9-16. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Myndlist kl. 12:30-15:30. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhornið kl. 13. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Bridge í Jónshúsi kl. 12.30. Vatnsleikf. Sjál kl.7.10/7.50/15.15. Kvennaleikf Sjál. kl. 9.30. Kvennaleikf Ásg. kl.11. Zumba salur Ísafold kl. 16:30 Gerðuberg 3-5 Mánudagur Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Qigong 10-11. Leikfimi Maríu 10.30-11.15 Leikfimi Helgu Ben 11.15-11.45. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9. Handavinna, kl. 9. Boccia, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15. Canasta, kl. 16.30 Söngvinir-kóræfing, kl. 19. Skapandi skrif. Gullsmára Mánudagur: Postulínshópur kl. 9. Jóga 9.30 og 17. Bridge og handavinna kl. 13. Félagsvist kl. 20. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–14. Jóga kl. 10:– 11. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12.30-14. Prjónaklúbbur kl. 14-16. Hvassaleiti 56-58 Hafi samningar við Sameyki ekki náðst verður félagsmiðstöðin lokuð. Annars verður eftirfarandi dagskrá: Morgun- kaffi frá 8.30-10.30. Jóga með Carynu kl. 9. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Samverustund kl. 10.30. Jóga með Ragnheiði kl. 11.10 og kl. 12.05. Tálgun opinn hópur kl. 13-16. Frjáls spilamennska 13. Stólaleikfimi 13.30. Verði verkfall Eflingar verður ekki hægt að kaupa mat/kaffi. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 9. í Borgum, ganga kl. 10. frá Borgum Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll, prjónað til góðs í Borgum kl. 13. í dag og félagsvist kl. 13. í Borgum. Tréútskurður í umsjón Gylfa kl. 13. á Korpúlfsstöðum og kóræfing Korpusystkina undir stjórn Kristínar kl. 16. í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, upplestur kl.11, trésmiðja kl.13-16, Gönguhópurinn kl.13.30, bíó í betri stofunni kl.15 .Uppl í s.4112760. Seltjarnarnes Ath. Ef kemur til boðaðs verkfalls BSRB þá fellur allt félagsstarf eldri bæjarbúa niður í dag og á morgun. Ef ekkert verkfrall þá helst dagskráin. Gler kl. 9. og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Se- linu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga salnum kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 13. Vatsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Sléttuvegur 11-13 Mánudagur Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10- 16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4 Zumba Gold–dans, leikfimi og teygjur fyrir byrjen- dur kl. 9.20. ZUMBA Gold framhald kl. 10.30 umsjón Tanya. Enska námskeið kl. 10.30 og 12.30, enska talað mál kl. 14. Umsjón Margrét Sölvadóttir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Þjónusta Málningarþjónusta Upplýsingar í síma 782 6034. Bílar TILBOÐ 1.490 þús. staðgreitt FORD Galaxy 7 manna - Diesel 2.0 Diesel árg 2011 • Sjálfskiptur • Ekinn 172 þús. • Skoðaður 2021 • Nýsmurður • Nýlega skipt um olíu á skiptingu • Glæný Vredestein nagladekk Verð 1.790 þús. Uppl. í síma 615 8080 Húsviðhald Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald og fl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 ✝ Vala (Walt-raud) Haf- steinsson fæddist í Kamenz í Þýska- landi 20. febrúar 1937. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 27. febr- úar 2020. Foreldrar henn- ar voru Erich Bie- sold, f. 24.11. 1902 í Bischofswerda, d. 17.6. 1983, og Erna Valeska (f. Teichmann), f. 24.1. 1903 í Oschatz, d. 7.2. 1988. Systir Völu var Ursula Grunwald, f. 10.10. 1931, d. 10.8. 2014. Eiginmaður Völu var Jón B. Hafsteinsson, skipaverkfræð- ingur, f. 25.10. 1933. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Ing- unn Erna, byggingarverkfræð- ingur, f. 1.9. 1962. Eiginmaður hennar er Jónas Þór Snæ- björnsson, prófessor í verk- fræði við HR, f. 19.5. 1961. Börn þeirra eru Þórunn Vala, f. 31.8. 1993, og Bergþór Snær, f. 10.6. 1997. 2) Hafsteinn og Magneu Ingibjargar Jóns- dóttur. Árið 1986 keypti Vala íbúð á Boðagranda 7 og bjó þar síðan. Eftir að Vala fluttist til landsins starfaði hún sem ritari hjá Álverinu í Straumsvík og á Raunvísindastofnun Háskóla Ís- lands. Vala hóf nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands árið 1973 og útskrifaðist 1978. Hún starf- aði með námi og eftir útskrift í Laugavegs apóteki og Lyfja- búðinni Iðunni til ársins 1986. Þá hóf hún störf hjá Stefáni Thorarensen hf., síðar Thor- arensen Lyf ehf, sem markaðs- stjóri. Vala lét af störfum árið 2005, þá hjá Ice Pharma. Eftir það sinnti hún afleysingum í apótekum í tvö ár. Vala heimsótti reglulega fjöl- skyldu sína í Þýskalandi, fór í ferðalög með systur sinni og sinnti foreldrum sínum og syst- ur í veikindum þeirra. Fyrir um 6 árum endurnýjaði hún kynni sín við gamlan vin, Hans- Peter Bauer, sem býr í Lindach í Bæjaralandi, og skiptust þau á að heimsækja hvort annað og ferðuðust víða saman. Útför Völu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 9. mars 2020, og hefst athöfnin klukkan 15. Gunnar, skipaverk- fræðingur, f. 28.3. 1967. Fyrrverandi eiginkona hans er Guðfinna Harðar- dóttir, f. 14.3. 1967. Börn þeirra eru 1. Hildur, f. 1.7. 1992, maki hennar er Jóhann Auðunn Þor- steinsson Haukdal, barn þeirra er Sól- ey Haukdal, f. 22.3. 2017. 2. Jón Egill, f. 26.9. 1996, og 3. Sigríður Erna, f. 24.4. 1999. Sambýliskona Hafsteins Gunn- ars er Sif Gylfadóttir, sjúkra- þjálfari, f. 23.4. 1967, hennar börn eru Stefán Bergmann, f. 19.7. 1996, Ingunn Júlía, f. 12.1. 1999, og Gylfi Snær, f. 8.11. 2003. Vala ólst upp í Þýskalandi og lauk stúdentsprófi frá Ly- zeum für Mädchen í Eschwege árið 1957. Hún fluttist til Ís- lands árið 1966 og bjó á Marar- götu 6, í húsi tengdaforeldra sinna, Hafsteins Bergþórssonar Ég er að keyra heim stelpu. Hún lætur mig að stoppa á götu- horninu en ekki fyrir framan stofu- glugga móður sinnar. Nokkru seinna er mér boðið inn, til að hitta tengdamóður mína, hana Völu. Flotta konu sem ætíð var vel til- höfð. Mér er boðið í mat, steiktar lambalærissneiðar, sennilega þær bestu sem ég hef smakkað. Enda allt sem Vala tók sér fyrir hendur unnið af alúð og vandvirkni. Vala fæddist í austurhluta Þýskalands á umbrotatímum. Í lok styrjaldar horfði hún á Dresden brenna frá heimili sínu í 50 km fjar- lægð. Í kjölfarið flúði hún ásamt móður sinni og systur undan rúss- neskum her til vesturs. Um þessa reynslu var lítið talað. Vala ólst upp í Vestur-Þýska- landi, fyrst í nágrenni Bonn og síð- ar í Wanfried, litlu þorpi sem var eins nálægt landamærum Austur- Þýskalands og hægt var að komast. Að loknu stúdentsprófi dvaldi Vala um tveggja ára skeið sem au- pair á menningarheimili í Frakk- landi. Eftir dvölina þar hóf hún störf í Hannover. Þar rakst hún á ungan mann, Jón Bergþór Haf- steinsson, nema í skipaverkfræði. Þau giftu sig og fluttu til Ham- borgar þar sem þeim fæddist dótt- ir, sem skírð var Ingunn Erna. Er þá aftur komið að upphafi sögunn- ar, því það var hún sem ég keyrði til síns heima í Reykjavik, 21 ári síðar. Árið 1986 var örlagaár í lífi Völu, en þá keypti hún sér íbúð á Boða- granda 7, þar sem hún bjó æ síðan, með útsýni yfir hafið og Snæfells- jökull í fjarska. Sama ár hóf hún störf sem markaðsstjóri hjá Thor- arensen lyf. Þar blómstraði Vala, var í samskiptum við fjölda fólks og stöðugum ferðum bæði innanlands og utan. Hún fór um allt Ísland til að heimsækja sjúkrastofnanir og lækna. Oft voru þessar ferðir erf- iðar, ekki síst að vetrarlagi. Frægt er þegar hún kom skröltandi inn til Siglufjarðar með tvö dekk á felg- unum eftir að hafa ekið yfir illfært Siglufjarðarskarðið og setið þar föst um tíma, vegna þess að göngin voru lokuð. Hún átti boðaðan fund og á hann ætlaði hún að mæta á réttum tíma hvað sem liði færð og veðri, og það tókst. Vala var ætíð í góðu sambandi við börn og barnabörn, þó stundum væri langt á milli. Hún heimsótti okkur Ingunni til Seattle sumarið 1989, var við útskrift okkar frá há- skólanum þar og dvaldi með okkur tvær ánægjulegar sólbjartar vikur. Vala var dugleg að kynnast fólki. Hún var virk í samfélaginu og ófeimin að skipta sér af því sem henni fannst sér koma við. Var meðal annars lengi í hússtjórn á Boðagranda 7 og eflaust muna margir þar eftir röggsemi hennar þegar á þurfti að halda. Hún hafði líka fram á síðasta dag skoðanir á lyfjagjöf læknanna sem voru að sinna henni, enda fagmaður fram í fingurgóma. Það var ánægjulegt að sjá hana njóta lífsins síðustu árin með Hans Peter sér við hlið í allskyns skemmtilegum uppátækjum sem við yngra fólkið öfunduðum hana af, en hefðum ekki endilega þorað að taka þátt í sjálf. Brotthvarf Völu úr þessum heimi bar brátt að en eftir stendur minningin um góða konu, heims- borgara og dugnaðarfork, sem skapaði sér og börnum sínum gott líf, og var að eigin sögn orðin meiri Íslendingur en Þjóðverji. Jónas Þór. Elsku amma Vala. Það er erfitt að hugsa til þess að hún sé ekki lengur hjá okkur. Hún sem hefur átt svo stóran þátt í lífi okkar beggja, alveg frá því að hún tilkynnti Þórunni fyrir bráðum 23 árum að hún væri búin að eignast lítinn bróður. Þegar við vorum yngri var hún reglulega á ferðalögum og kom alltaf færandi hendi til baka. Með föt í stíl handa okkur frændsystk- inunum, treyjur þýska landsliðsins og Bayern München, þýsk tímarit og að sjálfsögðu Haribo-gúmmí- bangsa eða Lindt-súkkulaði. Hún fór einnig eitt sinn til Spánar með öll fimm barnabörnin sín í mikla ævintýraferð sem mun seint gleymast. Ekki síst hvernig hún baðaði okkur á hverjum degi í sólarvörn. Að sjálfsögðu var líka heilt lyfjabúr meðferðis ef við skyldum fá kvef eða aðra kvilla. Heim á Boðagrandann var börnunum og barnabörnum reglu- lega boðið í mat, nautakjöt, gúllas eða fondú með meira en nóg af meðlæti en Pik Nik-kartöflu- snakkið stóð upp úr þegar það var í boði. Í eftirrétt var svo yfirleitt vienetta-ís með jarðarberjum og alltaf var einhvers staðar súkku- laði og kandís í skál. Við munum ekki eftir jólum án hennar. Hún borðaði með okkur, hrósaði pabba og mömmu fyrir einstakan mat og opnaði síðan pakkana með okkur. Á hverjum jólum rifjaði hún upp þegar Berg- þór, þá fimm ára, raðaði öllum pökkunum sínum í langa röð í stof- unni og opnaði svo hvern á eftir öðrum eða þegar hún fór með okk- ur í barnamessuna í Neskirkju og bað kirkjustarfsmann að bera Bergþór út í bíl því hann sofnaði í miðri messu. Lengi vel máttu jólin heldur ekki koma nema við bök- uðum piparkökur saman. Mamma bjó til deigið, svo rúllaði amma því út í hárrétta þykkt af þýskri ná- kvæmni og lét okkur skera út kök- urnar. Þar sem hún bjó alla tíð svo stutt frá okkur, þá mátti alltaf eiga von á ömmu Völu í heimsókn. Við skruppum líka oft til hennar til að aðstoða hana við ýmislegt, allt frá því að lakka neglur, skipta um per- ur eða að leysa úr síma og tölvu- málum, sem hún var þó oft ansi sleip í sjálf. Við munum alltaf eftir ömmu í góðu skapi, hún brosti svo mikið og það sem hún gat hlegið, sérstaklega að sjálfri sér. Hún var bæði stolt af og full aðdáunar á öllum barnabörnunum sínum og áhugasöm um hvað væri í gangi í okkar lífi. Að sama skapi höfum við alltaf dáðst að henni og öllu sem hún hefur afrekað í gegn- um lífið. Við dáðumst að dugnaði hennar, ferðagleði og hugrekki. Það er gott að hugsa til þess að síð- ustu árin hennar hafa verið full af gleði og skemmtilegum ævin- týrum. Við erum endalaust þakklát fyrir að hafa átt hana að. Hvíldu í friði, elsku amma Vala, minning þín mun ávallt lifa með okkur. Bergþór Snær og Þórunn Vala. Það er erfitt að trúa því að Vala vinkona okkar sé farin í sína hinstu ferð. Að við getum ekki lengur átt von á hringingu frá henni þar sem hún tilkynnir okkur heimkomu sína úr enn einni utanlandsferð- inni, því Vala ferðaðist mikið, bæði vegna starfa sinna og einkalífs. Við Vala erum búnar að þekkj- ast í hartnær 60 ár, kynntumst í Hamborg, þar sem mennirnir okk- ar voru við nám og síðan þá hefur samband okkar ekki rofnað. Á svo löngum tíma er því margs að minn- ast en við Vala deildum með okkur sorg og gleði, nutum þess að sjá börnin okkar vaxa úr grasi og kom- ast til manns og að hittast á gleði- stundum fjölskyldna okkar. Vala var einstaklega viljasterk og sjálfstæð kona sem höndlaði alla erfiðleika í lífinu á aðdáunarverðan hátt. Hún var hörkudugleg og ósérhlífin, hvort sem það var í námi eða starfi, en börnin svo og fjöl- skyldan öll bæði hér heima og í Þýskalandi voru henni allt. Fyrir nokkrum árum eignaðist Vala nýjan lífsförunaut og það var einstaklega gaman að sjá hana blómstra af hamingju og fyllast nýrri orku. Engan óraði fyrir að hún gengi með ólæknandi sjúkdóm og því kom andlát hennar eftir stutt veikindi okkur öllum gjör- samlega á óvart. Að leiðarlokum þökkum við og fjölskyldur okkar áratugalanga vináttu sem aldrei mun gleymast og sendum Ingunni og Hafsteini, fjölskyldum þeirra og öðrum ást- vinum Völu innilegustu samúðar- kveðjur. Renate, Karin og fjölskyldur. Vala Hafsteinsson Elsku amma. Það var alltaf svo gaman að koma til þín í Keflavík þegar ég var yngri, að fara með þér í göngutúra um bæinn eða á okkar uppáhaldsstað, Garðskagavita. Þú varst alltaf að stríða mér hvað varðar stelpur og fannst gaman að gera mig vandræðalegan en ég náði alltaf að stríða þér til baka. Við vorum alltaf að tala um hve- nær ég myndi ná hæð þinni, mældum og skrifuðum á vegginn heima hjá þér hversu stór ég var orðin. Ég fagnaði mikið þegar ég náði þér loksins, enda þurfti ég ekki að stækka mikið til að verða hærri en þú og við hlógum mikið að því. Þú varst alltaf með góð- Halldóra Grétarsdóttir ✝ Halldóra Grét-arsdóttir fædd- ist 2. júní 1957. Hún lést 19. febrúar 2020. Útför Halldóru fór fram 5. mars 2020. gæti á boðstólum og dekraðir mig þvílíkt þegar ég kom til þín, ekki fannst mér það slæmt. Ein af skemmtilegustu minningunum sem ég man eftir með þér var þegar þú komst óvænt á Blönduós kvöldið fyrir ferminguna mína, ég var svo hissa og glaður á sama tíma, þér fannst mjög gaman að koma mér svona á óvart. Þú verður alltaf ein af uppáhaldsmanneskjunum mín- um enda varstu mjög fyndin, yndisleg og góðhjörtuð. Takk fyrir allar minningarnar og stundirnar sem við áttum saman. Elska þig. Hafþór Örn Laursen. Elsku amma, það er mjög erf- itt að trúa því að þú hafir farið frá okkur svona skyndilega, ekki nema 62 ára. Minningarnar sem við áttum saman voru margar og við áttum eftir að skapa miklu fleiri í framtíðinni. Ég man alltaf eftir þegar ég kom til þín og afa Ella á Austur- brautina á sumrin, ég dró þig á 17. júní hátíðarhöld hvert sumar, spilaði fótbolta við Kötlu gömlu í garðinum á meðan þú horfðir á, spjallaði við þig langt fram eftir kvöldi um allt milli himins og jarðar. En það sem stendur mest upp úr er hvað við náðum vel saman, gerðum grín hvor að ann- arri, ég hrædd við hrossaflugur og þú hrædd við randaflugur, það sem við hlógum mikið að því. Þú leyfðir mér að horfa á fyrstu bönnuðu myndina þegar ég var ellefu ára og það þótti mikið sport. Eftir því sem ég varð eldri urðu ferðirnar færri, en það var alltaf gott að koma til þín og knúsa þig og hlæja með þér, því þú varst klárlega með húmorinn í lagi og ekkert nema góð og kær- leiksrík. Þú trúðir alltaf á mig og hvattir mig áfram til að láta drauma mína rætast, þú varst svo stolt af okkur barnabörnunum og erum við þér ævinlega þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Takk fyrir allt amma, mikið á ég eftir að sakna þín. Elska þig. Birta Ósk Laursen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.