Morgunblaðið - 09.03.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.03.2020, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MARS 2020  Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, fór vel af stað með liði sínu Astana í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í Kasakstan á laugardaginn. Astana, sem varð meist- ari 2019, hóf tímabilið á 4:0 sigri gegn nýliðum Kyzil-Zhar og skoraði Rúnar þriðja mark liðsins undir lok leiksins.  Tiger Woods, kylfingurinn vinsæli og sigursæli, missti af fjórða mótinu í röð um helgina vegna bakmeiðsla, en hann hefur ekki keppt síðan um miðjan febrúar. Tiger vann Masters-stórmótið 2019 og nú er talin hætta á að hann verði ekki orðinn heill heilsu til að taka þátt í mótinu í næsta mánuði.  Óttar Magnús Karlsson skoraði þrennu fyrir Víking í Reykjavík þegar liðið vann stórsigur á KA, 6:0, í Lengju- bikar karla í fótbolta á Víkingsvellinum á laugardaginn. Víkingar hafa skorað 15 mörk gegn engu í fjórum leikjum og eru nær öruggir með sæti í undan- úrslitum.  Thomas Mikkelsen skoraði einnig þrennu í keppninni í gær, en hann gerði þrjú mörk í fyrri hálfleik þegar Breiða- blik vann Leikni frá Fáskrúðsfirði, 4:1, í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Breiðablik og KR mætast í hreinum úr- slitaleik um sæti í undanúrslitum keppninnar næsta sunnudagskvöld.  Aron Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir Hammarby og var valinn maður leiksins þegar lið hans tryggði sér sæti í átta liða úrslitum sænsku bikar- keppninnar í knattspyrnu í gær með því að sigra Sundsvall 4:0. Malmö, Mjällby, Falkenberg, Häcken, Gauta- borg og Elfsborg eru einnig komin í átta liða úrslit og síðasta liðið verður AIK eða Kalmar.  Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmark Vejle gegn Hvidovre, 1:0, á útivelli í dönsku B-deildinni í knatt- spyrnu á laugardaginn. Vejle er með sjö stiga forystu og Kjartan er marka- hæstur í deildinni með 14 mörk í 19 leikjum.  Albert Guðmundsson kom á laugar- dagskvöldið í fyrsta sinn inn í leik- mannahóp AZ Alkmaar eftir að hann ökklabrotnaði í lok september. Hann kom þó ekkeert við sögu þegar AZ vann Den Haag, 4:0, í hollensku úrvals- deildinni en AZ og Ajax eru þar lang- efst og jöfn á toppnum.  Sigvaldi Björn Guðjónsson og sam- herjar í Elverum tryggðu sér um helgina deildarmeistaratitilinn í Noregi með útisigri á Follo, 30:27. Sigvaldi skoraði sex mörk í leiknum en lið hans er með sex stiga forskot á Arendal þegar tveimur umferð- um er ólokið. Drammen er tveimur stigum aftar í þriðja sæti en Óskar Ólafsson skor- aði eitt mark fyr- ir liðið í sigri á Bækkelaget í gær, 30:24. Eitt ogannað BIKARÚRSLITIN Jóhann Ingi Hafþórsson Kristófer Kristjánsson Óhætt er að segja að bikarúrslita- leikirnir í handboltanum í Laugar- dalshöllinni á laugardaginn hafi ver- ið eins ólíkir og hugsast gat. Fram vann afar þægilegan sigur á KA/ Þór, 31:18, og varð bikarmeistari kvenna í 16. skipti en ÍBV lagði Stjörnuna að velli eftir spennu- þrunginn lokakafla, 26:24, og vann karlabikarinn í fjórða skipti. Höllin eins og heimavöllur Það var greinilegt að taugarnar voru þandar hjá leikmönnum ÍBV og Stjörnunnar, þrátt fyrir reynda leikmenn í báðum liðum. Eftir tólf mínútur var staðan 2:2 og skoruðu Eyjamenn ekki þriðja mark sitt fyrr en eftir fimmtán mínútur. Framan af leik hafði vörn betur en sókn og voru markverðir í stuði báðum meg- in þar fyrir aftan. Sem betur fer lifnaði yfir sóknarmönnum liðanna og úr var æsispennandi og skemmtilegur úrslitaleikur, þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna. Eyjamenn eru orðnir afar hrifnir af Laugardalshöllinni, þar sem leik- menn og ekki síður stuðningsmenn hafa upplifað góðar stundir á síð- ustu árum. Löngu fyrir leik var svæði Eyjamanna í stúkunni orðið fullt og söngvar byrjaðir að hljóma. Sjá mátti á andlitum leikmanna ÍBV að þetta skipti máli. Hverju marki var fagnað eins og mörkum í úr- slitaleik á HM. Lítið skildi liðin að og sá stuðningur sem ÍBV fékk um helgina getur gert gæfumuninn. Morgunblaðið ræddi við Kára Kristján Kristjánsson og Hákon Daða Styrmisson hjá ÍBV eftir leik og voru þeir sammála um að frammistaða ÍBV hefði ekki verið góð í úrslitaleiknum. Var þeim samt eðlilega alveg sama, enda á leiðinni í bikarteiti í Herjólfi á leið til Vest- mannaeyja. Þegar meðbyrinn er með ÍBV verður mjög erfitt að stoppa liðið og segir það ýmislegt að Eyjamenn áttu ekki sinn besta dag á laugar- dag en urðu samt bikarmeistarar. Þeir eru hvergi nærri hættir og ætla sér stóra hluti þegar kemur að úrslitakeppninni. Mikil samstaða er í samfélaginu í Vestmannaeyjum. Það sést best á viðburðum sem þessum, þar sem tengingin á milli stuðningsmanna og leikmanna er auðsjáanleg. Stuðn- ingsmennirnir í stúkunni voru ekki bara að styðja ÍBV, heldur Vest- mannaeyjar og alla Vestmanna- eyinga. Þá var sigurinn tileinkaður Kolbeini Aroni Ingibjargarsyni, fyrrverandi markverði liðsins, sem lést aðeins 29 ára á jólunum 2018. Vægðarlausar og langbestar Framarar voru stórkostlegir á laugardaginn, vægðarlausir og grimmir er þeir tóku KA/Þór í sundur í úrslitaleik kvenna. Fram- arar unnu 31:18, úrslit sem eru ásjálegri en menn gætu haldið. Munurinn var mestur 17 mörk en rispa norðankvenna undir lokin, þegar rándýrið úr Safamýri hafði fengið nægju sína, lagaði stöðuna örlítið. Framarar voru frábærir og verð- skulduðu fyllilega bikarmeistara- titilinn, þann 16. í sögu félagsins. Liðið er búið að vinna 18 leiki í röð og fór ekkert síður verr með Ís- lands- og bikarmeistara síðasta árs, Val, í undanúrslitunum um síðustu helgi. Fram hefur aðeins tapað ein- um leik á Íslandsmótinu, þar sem það hefur fimm stiga forystu og skorar að meðaltali 32 mörk í hverj- um leik. Það virðist í raun óumflýj- anlegt að liðið vinni þrefalt í ár; deildar- og Íslandsmeistaratitlarnir eru eftir. Það væri líka verðskuldað, þar sem Fram-liðið er eitt best spil- andi handboltalið sem undirritaður hefur séð lengi. Engu að síður... Tilfinningin var ekki sú í Laugar- dalshöllinni að verið væri að spila úrslitaleik. KA/Þórsliðið gerði vel í að komast alla leið en var ekki ná- lægt því að vera samkeppnishæft liði Framara, með landsliðskonur í hverri stöðu. Lið eins og KA/Þór mæta Fram vissulega á Íslands- mótinu en þessi lið eru ekki í sömu deild, ekki nálægt því. Hámark bikarhelgarinnar í Laugardalnum var hálf vansælt. Það sem ætti að vera sýningar- gripur íslensks handbolta, úrslita- leikur í bikar, var sjónleikur án spennu og dramatík. Við skulum samt ekkert taka af Fram-liðinu, sem er ótrúlegt. Steinunn Björns- dóttir var valin maður leiksins, enda skoraði hún níu mörk og nánast öll úr hraðaupphlaupum en hún getur leikið öll lið grátt, sama hversu góð þau eru, eins og svo margir leik- menn liðsins. Ólíkir bikarúrslitaleikir  Naumur sigur ÍBV á Stjörnunni  Þriðji bikartitillinn á fimm árum  Yfirburðir Framara algjörir gegn KA/Þór  Sextándi bikartitill Framkvenna Morgunblaðið/Íris Framkonur Hildur Þorgeirsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lyftu bikarnum en Steinunn skoraði 9 mörk í úrslitaleiknum gegn Akureyrarliðinu. Morgunblaðið/Íris Eyjamenn Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson lyftu bikarnum eftir sigurinn á Stjörnunni og stemningin var að vonum mikil. Aron Pálmarsson varð í gær spænskur bikarmeistari í handbolta í þriðja skipti á jafnmörgum árum eftir auðveldan sigur Barcelona á Benidorm, fyrir framan 7.000 manns í Madríd, 40:25. Aron skor- aði tvö mörk fyrir Barcelona í leiknum. Ludovic Fábregas skoraði átta mörk og Aleix Gómez gerði sex. Barcelona hefur unnið bikar- inn í 24 skipti en sigurinn í ár var sá sjöundi í röð. Sjálfur varð Aron bikarmeistari í sjöunda sinn á ferl- inum í gær, en hann hefur einnig unnið með Veszprém og Kiel. Bikarmeistari í sjöunda sinn Ljósmynd/Barcelona Sigursæll Aron Pálmarsson bætti enn einum stóra titlinum í safnið. Ísland vann stórsigur á Ítalíu, 7:1, í vináttuleik U19 ára landsliða stúlkna í knattspyrnu sem fram fór á La Manga á Spáni á laugardag- inn, en þar fylgdu íslensku stúlk- urnar eftir 4:1 sigri gegn Sviss tveimur dögum áður. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir skoruðu tvö mörk hvor en Áslaug Munda Gunnlaugs- dóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Linda Líf Boama eitt hver. Loka- leikur ferðarinnar er gegn Þýska- landi í dag en íslenska liðið leikur í milliriðli EM í Hollandi í apríl. Skoruðu sjö sinn- um gegn Ítölum Morgunblaðið/Eggert Tvenna Karen María Sigurgeirs- dóttir skoraði tvö fyrstu mörkin. Enski boltinn á Símanum Sport Leicester – Aston Villa.............................. 20 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.