Morgunblaðið - 09.03.2020, Side 32
Borgarbókasafnið í Kringlunni og
Borgarleikhúsið bjóða upp á leik-
húskaffi í bókasafninu á morgun kl.
17.30-19. Þar segir Hilmir Snær
Guðnason gestum frá uppsetningu
Borgarleikhússins á Oleönnu eftir
David Mamet sem hann leikstýrir.
Verkið, sem verður frumsýnt á Nýja
sviðinu 27. mars, fjallar um
háskólakennara sem á von á stöðu-
hækkun og fær til sín unga náms-
konu í afdrifaríkan viðtalstíma.
Oleanna á leikhúskaffi
MÁNUDAGUR 9. MARS 69. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Kvennalandsliðið í knattspyrnu hef-
ur valdið vonbrigðum með frammi-
stöðu sinni í tveimur fyrstu leikjum
sínum á alþjóðlega mótinu á Spáni.
Á laugardaginn tapaði það fyrir
Skotum og miðað við þann leik eru
íslensku knattspyrnukonurnar bún-
ar að missa þær skosku langt fram
úr sér. »26
Skotar virðast orðnir
mun sterkari
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinsmiðjan Rein | Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík
Sími 566 7878 | rein.is
Kvarts steinn er unnin steinafurð. Við framleiðslu kvarts
steinsins er nýtt það besta úr kvartsi með því að mylja
steininn niður, blanda í hann litar- og bindiefnum áður
en steinninn er aftur pressaður saman.
Útkoman er mjög slitsterkt efni með þéttara yfirborð
en hefðbundinn náttúrusteinn.
silestone.com
Kvarts steinn frá Silestone
er fáanlegur í fjölbreyttum
áferðum og litum.
Bakteríuvörn Blettaþolið
Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts
steinn
í eldhúsið
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með
varanlegri bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum
forsendummeð Silestone.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Getraunastarf knattspyrnudeildar
Víkings í Reykjavík er eitt það öfl-
ugasta hérlendis og hefur verið það
lengi. Um 70-80 manns koma reglu-
lega saman til að fylla út getrauna-
seðla í félagsheimilinu á laugar-
dagsmorgnum og salan skilar
deildinni drjúgum tekjum, þremur
til sjö milljónum á ári. „Ég held að
félagsstarfið sé hvergi viðameira,“
segir Haraldur V. Haraldsson,
framkvæmdastjóri Víkings, og vísar
til þess að vel á annað hundrað
manns taki þátt í leiknum.
Tveir hópleikir eru í gangi, annar
á haustin og hinn eftir áramót.
Tveir eru í hverjum hópi og sigur-
vegararnir í nýafstöðnum haustleik,
Stefán Pétur Ísfeld og Óttar Hall-
geirsson, fengu ferð með meistara-
flokki karla á útileikinn í fyrstu um-
ferð Evrópukeppninnar í sumar.
„Vorleikurinn hófst fyrir skömmu
og sömu verðlaun eru í boði,“ segir
Haraldur um eina helstu gulrótina.
Mörg undan-
farin ár hafa
Víkingar verið
með svonefnt
húskerfi í gangi
á um mánaðar
fresti.
„Síðan um
miðjan desem-
ber hefur okkur
gengið mjög vel,
þrisvar verið
með 13 leiki rétta og unnið tölu-
verðar fjárhæðir og því höfðum við
verið með kerfið oftar en venju-
lega,“ segir Haraldur. Hann bætir
við að fyrir utan stóru vinningana
hafi þeir oft verið mjög „heitir“.
Hann nefnir sérstaklega eitt skipti,
þegar einn eftirmiðdagsleikur var
eftir. „Jafntefli hefði gefið okkur
um átta milljónir og útisigur um
ellefu milljónir. Lengi vel stefndi í
1:0 útisigur og staðan var 1:1 þegar
örfár mínútur voru eftir en úrslitin
urðu 2:1 fyrir heimamenn og við
fengum bara rétt fyrir útlögðum
kostnaði.“
Allir geta tekið þátt í leiknum og
hver og einn ákveður upphæðina.
Haraldur segir að á sjöunda tug
manna hafi tekið þátt í húskerfinu
að undanförnu og yfirleitt hafi kerf-
ið kostað um og rétt yfir 300 þúsund
krónur. „Ætli hagnaðurinn frá því í
desember sé ekki um sjö milljónir,“
segir Haraldur og bætir við að
stundum heiti þeir sérstaklega á
knattspyrnudeildina, um 20% af
vinningsupphæðinni, og hún njóti
því góðs af.
Haraldur hefur haldið utan um
getraunirnar hjá Víkingum um ára-
bil og stendur yfirleitt vaktina á
laugardögum en nokkrir aðrir eru
ávallt tilbúnir að hlaupa í skarðið
þegar á þarf að halda. Hann segir
að hugsunin með getraunastarfinu
sé fyrst og fremst sú að efla félags-
lega þáttinn í félaginu. „Herrakvöld-
ið er sá einstaki viðburður félags-
starfsins sem skilar deildinni
mestum tekjum en getraunirnar eru
í gangi í Víkinni um hverja helgi og
því mikilvægasta stoðin í félags-
starfinu.“
Tipparar Öflugir Víkingar, frá vinstri: Bjarni Gunnarsson, Brynjar Bragason, Frank Hall, Árni Jóhannesson og
Guðmundur Kristinsson. Fyrir aftan er Guðmundur Ásgrímsson þungt hugsi um næsta skref.
Getraunir skipta miklu
Ein mikilvægasta stoðin í félagsstarfi Víkings í Reykjavík
Haraldur V.
Haraldsson
Fram og ÍBV urðu bikarmeistarar
kvenna og karla í handknattleik á
laugardaginn en úrslitaleikirnir voru
eins ólíkir og hugsast gat. Fram hafði
yfirburði
gegn KA/
Þór í úr-
slitaleik
kvenna og
gerði nánast út
um hann í fyrri
hálfleik en við-
ureign ÍBV og Stjörn-
unnar var spennuþrung-
in þar sem Eyjamenn
reyndust sterkari í lok-
in. Þar munaði ekki
síst um magnaðan
stuðning sem ÍBV
fékk frá stuðnings-
fólki sínu. »27
Bikarúrslitaleikirnir
voru afar ólíkir