Morgunblaðið - 16.03.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 16.03.2020, Síða 10
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ríkjandi aðstæður vegna kór- ónuveirunnar vona ég að leiði af sér aukinn skilning á mikilvægi þess að við sem landið byggjum séum sjálf- um okkur næg um matvæli,“ segir Gunnar Þorgeirsson nýr formaður Bændasamtaka Íslands. „Í hruninu höfðu margir áhyggjur af því hvort nægur matur væri í landinu og svipuð sjónarmið eru uppi nú. Mikilvægt er að skoða þetta í samhengi við að nú eru stjórnvöld að móta landbúnaðar- og matvælastefnu. Þar viljum við bændur vera með í ráðum, svo land- búnaði séu sköpuð hagfelld skilyrði og aðstæður til að sinna kröfum samfélagsins.“ Félagskerfi breytt Efling vísindastarfs, umhverf- is- og loftslagsmál og mótun stefnu um landnýtingu þar sem bændum verði tryggð áframhaldandi not af því landi sem best hentar undir landbúnað. Þetta eru nokkur atriði sem Búnaðarþing, sem haldið var fyrr í þessum mánuði, samþykkti að yrðu áherslumál Bændasamtaka Ís- lands á næstunni. Gunnar Þorgeirs- son, sem er garðyrkjubóndi í Grímsnesi, segir breytingar á fé- lagskerfi landbúnaðarins verða helsta viðfangsefni sitt og nýrrar stjórnar samtakanna á næstunni. Nú hafi bændur sjálfdæmi um aðild að samtökunum, sem þurfi að koma betur til móts við stéttina með þjón- ustu og hagsmunagæslu. Um 6.000 aðilar stunda eða tengjast íslenskum landbúnaði með einhverju móti; bændur sem eru með nautgripi, sauðfé, hross, svín, hænur, rækta grænmeti, nýta hlunnindi og svo framvegis. Aðeins um 70% þessara bænda eru í BÍ og vill Gunnar fá fleiri í samtökin. Stefnan sé nú að aðildargjald miðist við veltu í rekstri hvers bús. Með slíku mun félagslegt vægi búgreina breytast, sbr. að í dag er at- kvæðavægi sauðfjárbænda á Bún- aðarþingi um 40% en bænda í svína- rækt og garðyrkju mun minna, þó greinarnar velti miklu. Tollar ráða reglum „Fulltrúar á Búnaðarþingi munu í framtíðinni í stað landsvæða koma meira inn sem fulltrúar ein- stakra búgreina. Vill þá svo til að í nýrri stjórn BÍ er góð breidd hvað varðar búgreinar,“ segir Gunnar sem verður tíðrætt um sjálfbærni landbúnaðar og að draga úr um- hverfisáhrifum. Innflutning á kjarnfóðri segir hann skapa stærstu vistspor greinarinnar og því sé mik- ilvægt að auka þá framleiðslu. Gefa eigi bændum sem fá stuðning frá ríkinu svigrúm til að færa sig milli búgreina, til dæmis úr sauð- fjárbúskap í kornrækt en þó fá greiðslur áfram að minnsta kosti tímabundið. „Leikreglur í landbúnaði ráð- ast alltaf af tollvernd og þar er mik- ilvægt að tryggja fyrirsjáanleika til lengri tíma. Að byggja nýtt fjós kostar 200 til 300 milljónir kr. og slíkur búrekstur þarf stöðugleika. Ef rýmka á svo reglur um innflutn- ing skyndilega er grundvöllur rekstrar brostinn. Árið 2016 voru gerðir búvörusamninga til langs tíma sem eiga sinn þátt í því að fjöldi bænda hefur farið í fjárfest- ingar. Við þurfum meira af slíku, svo landbúnaðurinn geti til dæmis brugðist við neyslubreytingum. Þar nefni ég til dæmis garðyrkjuna. Stór hluti af grænmeti sem Íslend- ingar neyta er innflutt en með efld- um stuðningi við greinina má breyta því.“ Svo hjólin snúist Brennandi áhuga á hagsmuna- málum bænda og hvatningu víða frá, segir Gunnar hafa ráðið því að hann bauð sig til forystu í BÍ. „Verkefnin fram undan eru stór og við bændur þurfum að vera dug- legri að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Landbúnaður skapar um 3.500 störf við framleiðslu og af- leidd störf við úrvinnslu og þjónustu eru um 10.000. Margir gagnrýna, vonandi af misskilningi, stuðning sem landbúnaður fær frá ríkinu. Þar eru milljarðar króna undir, sem eru þó ekki beinn stuðningur við bændur heldur viðleitni til þess að atvinnugreinin geti þrifist,“ segir Gunnar og að síðustu: „Landbúnaður er mikilvægur þegar litið er til atvinnu, byggða- festu, matvælaöryggis og annars. Við verjum miklu til að halda úti heilbrigðiskerfi, menntun, menn- ingu, tryggja samgöngur, löggæslu og svo framvegis. Sama ætti að gilda um stuðning við landbúnað. Að greinin dafni er hluti af því að þjóðfélagið virki og hjól þess snú- ist.“ Mikilvægt að vera sjálf okkur næg, segir nýr formaður Bændasamtakanna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Formaður „Að landbúnaðurinn dafni er hluti af því að þjóðfélagið virkri og hjól þess snúist,“ segir Gunnar. Stór verkefni fram undan Garðyrkjan Á ökrum við Flúðir.  Gunnar Þorgeirsson er fæddur 1963 og er lærður prentari. Fór ungur í sveit í Laugardal og í Grímsnesi og festi þar rætur. Stofnaði með konu sinni Sigurdísi Eddu Jó- hannesdóttur árið 1986 garð- yrkjubýlið Ártanga og eru þau þar með rekstur og ræktun.  Í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps 1994-2008, formaður Samtaka sunnl. sveitarfélaga um skeið, for- maður Samb. garðyrkjubænda, auk annarra trúnaðarstarfa. Hver er hann? 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samgönguráðuneytið hefur skýrt betur örútboð sitt á vinnu við óháða úttekt á Landeyjahöfn. Nú er tekið fram að vinnan felist í því að fara yf- ir gögn og rannsóknir Vegagerðar- innar á höfninni. Gefi niðurstöður rýninnar tilefni til umfangsmeiri rannsókna á Landeyjahöfn og um- hverfi hennar svo markmiðum þingsályktunarinnar verði náð geti þurft að fara í þær sem annað og sjálfstætt verkefni. Jafnframt er há- markskostnaði breytt, hann er nú 8 milljónir án virðisaukaskatts en var sama fjárhæð að meðtöldum skatti. „Þar með hefur málið tekið á sig annan brag. Af orðalagi útboðsins mátti skilja að um væri að ræða alla úttektina, eins og henni er lýst í þingsályktuninni. Með þeim breyt- ingum sem gerðar voru er kominn sameiginlegur skilningur á því hvað gert verður áður en þingsályktunin telst vera komin til framkvæmda að fullu,“ segir Páll Magnússon sem fór fyrir þingmönnum Suðurkjördæmis við tillögugerðina en ályktunin var samþykkt samhljóða á Alþingi í byrjun desember. Páll lýsti yfir óánægju með útboð- ið eins og það var orðað í upphafi, taldi það of takmarkað til að sam- rýmast ályktuninni, og ræddu þing- mennirnir málið við Sigurð Inga Jó- hannsson samgönguráðherra. Síðar sama dag var útboðinu breytt, að sögn Páls. Örútboðið byggist á því að fá óháða sérfræðinga í strandverk- fræði og sjávarstraumum til að fara yfir fyrirliggjandi gögn og rann- sóknir Vegagerðarinnar á Land- eyjahöfn og koma með vel rökstudd- ar og skilgreindar tillögur til úrbóta. Í skriflegu svari frá samgönguráðu- neytinu kemur fram að mikilvægt sé að þau svör séu byggð á traustum skilningi á þeim flóknu aðstæðum sem eru við höfnina og vandaðri greiningu. Gæti þurft frekari rannsóknir „Ekki er gert ráð fyrir sérstökum nýjum rannsóknum heldur eingöngu mati á fyrirliggjandi gögnum á öll- um þeim þáttum sem geta haft áhrif á nýtingu hafnarinnar. Vonast er til að hægt verði að ráðast strax í úr- bætur að lokinni úttekt, en hugs- anlegt er að í ljós komi að rannsaka þurfi einstaka lausnir betur. Það kemur ekki til greina að skilgreina og bjóða út nýjar umfangsmiklar rannsóknir fyrr en ljóst er hvaða upplýsingar liggja þegar fyrir, hverju þær svara og þar með hvaða nýrra upplýsinga er nauðsynlegt að afla. Það yrði annað og sjálfstætt verk,“ segir í svari ráðuneytisins. Morgunblaðið Hallur Már Hallsson Landeyjahöfn Dísa vinnur við dýpkun á meðan gamli Herjólfur siglir inn. Örútboði á úttekt á Land- eyjahöfn breytt  Gæti þurft að fara í rannsóknir  Páll Magnússon sáttur Jarðskjálfti, 3,2 að stærð, mældist rétt norðan við Herðubreið, norðan Vatnajökuls, skömmu fyrir klukkan sex í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands í gær hafði mikil skjálftavirkni verið á því svæði síð- asta sólarhringinn fyrir þennan skjálfta. Höfðu þá yfir hundrað jarðskjálftar mælst við Herðubreið. Fyrir um viku var einnig nokkur smáskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftahrinur munu vera al- gengar á þessum slóðum en síðast urðu þar skjálftar stærri en 3 í nóv- ember á síðasta ári. Jarðskjálftahrina við Herðubreið Fjallið Mikil virkni var á svæðinu fyrir í að- draganda skjálftans sem mældist 3,2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.