Morgunblaðið - 16.03.2020, Blaðsíða 18
manninn C.S. Lewis. Í
bók sinni, Með kveðju
frá Kölska, lætur Lewis
reyndan djöfsa skrifa
ungum ára og nemanda
sínum bréf í því skyni
að fræða hann um
helstu aðferðir, er að
gagni megi koma til
þess að vinna gegn
kristinni trú, og helst að
ganga af henni dauðri.
Báðir eru þessir vand-
ræðagripir þegnar
Gamla í Niðurkoti.
Lewis skrifar: „Við leggjum allt
kapp á að innprenta mönnum þá af-
stöðu, sem ég hefi leyft mér að kalla
„kristindómur og eitthvað annað“.
Þú veist, hvað ég á við: kristindómur
og kreppan, kristindómur og nýja
sálfræðin, kristindómur og þjóð-
félagsskipanin, kristindómur og
huglækningar, kristindómur og sál-
arrannsóknir, kristindómur og
grænmetisát, kristindómur og sam-
ræmd stafsetning forn.“ Í staðinn
fyrir trúna, hreina og klára, setjum
við einhvern tíðaranda með kristnu
ívafi. Og gerum menn umfram allt
logandi hrædda við Sömu Gömlu
Tugguna.“
Páll postuli ritar á einum stað:
„Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn,
einn Guð og faðir allra, sem er yfir
öllum, með öllum og í öllum.“ (Ef.
4,5.)
Trúverðugur dreng-
ur skrifar grein í
Morgunblaðið hinn 9.
mars síðastliðinn og
ber yfirskriftina
„Dásamleg forréttindi
að eiga kristna trú“.
Fyrirsögnin berg-
málar orð úr ræðu
fyrrverandi forseta Ís-
lands. Undir þau
munu margir geta tek-
ið, eins og fyrrverandi dóm-
kirkjuprestur í Reykjavík gerði í
prédikun.
Höfundur ofannefndrar greinar,
sem er andvígur því eins og fleiri, að
kristin trú skuli nánast horfin úr
námskrá grunn- og framhaldsskóla,
spyr réttilega „hvort þekking á
kristinfræði geti skipt máli fyrir
skilning okkar á íslenskunni og
þeirri menningararfleifð sem við
byggjum á. Hvort það geti verið að
þekking á kristinfræði sé nauðsyn-
leg forsenda til skilnings á tungu
okkar, vestrænni menningu, sam-
félagi og gildismati“.
Þá vitnar hann í grein sinni til eft-
irfarandi ummæla eins hins virtasta
íslenskufræðings, sem nú er á dög-
um: „Ekkert eitt rit hefur haft jafn
mikil áhrif á íslenska tungu og
menningu og Biblían, en myndmál
Biblíunnar brenglast fljótt ef það
hverfur úr námsefni grunnskólanna
því það læra börnin sem fyrir þeim
er haft.“
Ég undirritaður, sem er minnstur
djákn í Guðs kristni, leyfi mér í allri
auðmýkt að bæta hér við tilvitnun í
enska prófessorinn og trúvarnar-
Dásamleg
forréttindi
Eftir Gunnar
Björnsson
Gunnar Björnsson
» Afstaðan „kristin-
dómur og eitthvað
annað“.
Höfundur er pastor emeritus.
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2020
Umræða um sam-
einingu sveitarfélaga
hefur verið nokkuð
mikil að undanförnu.
Kynnt hefur verið
frumvarp um lög-
þvingaða sameiningu
sveitarfélaga. Þar er
markmiðið að lág-
marksíbúafjöldi sveit-
arfélaga verði færður
upp í 250 íbúa og þar
á eftir upp í 1.000
íbúa. Ýmis sjónarmið hafa komið
fram í þessu sambandi. Í fyrsta
lagi eru ýmis sveitarfélög, sem eru
með íbúafjölda undir fyrrgreindum
íbúamörkum, ósátt við að ráða
ekki sinni eigin vegferð í þessum
efnum. Í öðru lagi eru ýmsir á
þeirri skoðun að 1.000 íbúa lág-
mark sé of lágt, þar sem stjórn-
sýsla sveitarfélaga sé orðin svo
flókin.
Nú er það ekki einfalt verkefni
að sameina tvö eða fleiri sveit-
arfélög. Í fyrsta lagi er það mikið
verk og flókið að sameina form-
lega stjórnsýslu hinna sameinuðu
sveitarfélaga. Þar má fyrst nefna
bókhald, fjárhagsáætlanir og árs-
uppgjör. Svo má nefna skjalasöfn
og skjalastjórnun, bygginga- og
skipulagsmál, teikningar, upplýs-
ingagrunna og fleira í þeim dúr.
Ekki má gleyma stórum og vand-
meðförnum málaflokkum eins og
fræðslumálum og félagsþjónustu.
Síðast en ekki síst eru það starfs-
mannamálin. Sameining sveitarfé-
laga kallar oft á endurskipulagn-
ingu stjórnsýslunnar, sem getur
verið flókið, viðkvæmt og tíma-
frekt verk.
Annar flötur er síðan á samein-
ingu sveitarfélaga sem ekki má
gleyma. Hann er ekki síður mik-
ilvægur en sá fyrri en hefur hins
vegar mjög oft eða jafnvel yfirleitt
verið vanmetinn. Það er það
vandasama verkefni að sameina
samfélögin sem mynda hið nýja
sveitarfélag. Markmið með sam-
einingu tveggja eða fleiri sveitar-
félaga hlýtur að vera að hið nýja
sveitarfélag verði eitt heilsteypt
samfélag þar sem íbúarnir upplifi
sig sem hluta af einni
heild. Sveitarfélag er
stjórnsýslan, samfélag
er fólkið. Stór sam-
einuð sveitarfélög ná
iðulega yfir mjög stór
landsvæði eins og
mörg dæmi eru um.
Innan þeirra býr fólk
iðulega við mjög mis-
munandi aðstæður og
ólíkar forsendur.
Mjög víða þekkist fólk
takmarkað í þeim
sveitarfélögum sem
hafa verið sameinuð
eða á að fara að sameina. Grunur
minn er sá að það hafi oft (jafnvel
oftast) verið stórlega vanmetið
hvað það tekur langan tíma og
hvað það er flókið að sameina þau
samfélög sem mynda hið nýja
sveitarfélag. Það er langt í frá að
það gerist af sjálfu sér. Grundvall-
aratriði í því sambandi er að þeir
sem eru í forsvari fyrir hið nýja
sameinaða sveitarfélag séu sýni-
legir meðal íbúanna við sem flest
tækifæri. Þannig upplifa íbúarnir
um allt sveitarfélagið einna helst
að þeir séu hluti af einni heild og
þeir skipti máli ekki síður en aðrir.
Forsvarsmenn hins nýja samein-
aða sveitarfélags þurfa að geta
fjallað um margbreytilegar hliðar
og ólíka staðhætti hins nýja sveit-
arfélags af þekkingu og af eigin
upplifun. Þeir verða t.d. að taka
þátt í gleði íbúanna en einnig í
andstreymi þeirra og erfiðleikum.
Þeir verða að kynnast íbúunum
eftir því sem það er mögulegt.
Þeir verða að vinna að hag at-
vinnulífs og mannlífs um allt sveit-
arfélagið, hverju nafni sem það
nefnist. Það er ekki gert af þunga
nema að þekkja vel til mála í
margbreytileika tilveru hins nýja
sameinaða sveitarfélags.
Þá er komið að ákveðinni þver-
sögn í þeirri vegferð að sameina
sveitarfélög og samfélög svo vel
heppnist. Greiðslur til kjörinna
fulltrúa eru í flestum tilvikum það
lágar að þeim eru sett ákveðin
takmörk um hvað þeir geta lagt
mikla vinnu í að sinna störfum fyr-
ir sveitarfélagið. Þegar kjörnir
fulltrúar þurfa að verulegu leyti að
sinna hefðbundnum ábyrgð-
arstörfum fyrir sveitarfélagið utan
hefðbundins vinnutíma verður lítill
tími eftir fyrir annað. Vinnuálag á
starfsfólk, s.s. sveitarstjóra og
helstu embættismenn, er einnig
yfirleitt það mikið að hjá þeim er
lítill tími aflögu til að sinna því
sem er kannski einna mikilvægast
í sameiningarferli sveitarfélaga,
samskiptum við íbúana. Það er í
fæstum tilvikum reiknað með þeim
tíma og þeim kostnaði sem liggur
þar að baki þegar sameining sveit-
arfélaga er undirbúin og kostn-
aðarmetin. Þessi atriði eru að mati
undirritaðs ákveðin forsenda þess
að samfélögin sameinist í eina
heild í nýju sveitarfélagi. Til að
sameining sveitarfélaga gangi eftir
eins og til er ætlast verður að
nálgast verklýsingu og kostn-
aðarmat á því sem við tekur, þeg-
ar hinni formlegu sameiningu er
lokið, á annan hátt en víðast hvar
hefur verið gert til þessa. Á þann
hátt væri hægt að koma í veg fyrir
þá tilfinningu íbúanna, sem víða er
að finna, að þeir hlutar hins nýja
sveitarfélags sem fjærst liggja að-
setri stjórnsýslunnar séu afskiptir.
Enda þótt það sé góðra gjalda vert
að nærsamfélagið fari með fjall-
skilamál, félagsheimili, bókasöfn
og önnur áþekk verkefni eftir að
sameiningu er lokið er mótun nýs
samfélags svo miklu flóknara en
að veikleikar fjarlægðarinnar verði
leystir á þennan hátt. Hér er til
staðar ákveðin þversögn sem verð-
ur að viðurkenna og takast á við ef
vel á að takast við sameiningu
sveitarfélaga og mótun nýrra sam-
félaga. Sýnileiki, þátttaka og virð-
ing eru nokkur lykilatriði á þeirri
vegferð sem hefur að markmiði að
skapa traust til hins nýja sveitar-
félags og forsvarsmanna þess
meðal íbúanna.
Sameining sveitarfélaga,
sameining samfélaga
Eftir Gunnlaug A.
Júlíusson » Sameining sveitarfé-
laga og sameining
samfélaga eru tvær
greinar af sama meiði.
Gunnlaugur A.
Júlíusson
Höfundur er fyrrverandi sveitarstjóri
Borgarbyggðar
gunnlaugura@gmail.com
Fyrir réttum þrem-
ur árum kom út rit-
gerð eftir mig í Skóg-
ræktarritinu þar sem
varpað var fram
þessari spurningu:
Hvers vegna fjárfesta
lífeyrissjóðir ekki í
skógrækt? (Skóg-
ræktarritið 2016, 2.
tbl., útgefandi: Skóg-
ræktarfélag Íslands).
Í ritgerðinni greini
eg m.a. muninn á borgaralegum og
náttúrulegum arði sem og sögu
hvoru tveggja í grófum dráttum.
Borgaralegi arðurinn er nær nú-
tímanum og byggist á þeim vænt-
ingum sem gerðar eru til peninga
að „þeir vinni fyrir sér“ – en þá er
oft byggt á væntingum jafnvel
fjárglæfra og brasks.
Náttúrulegi arðurinn kemur
þegar fram í fornöld og efldist
mikið á miðöldum gegnum kaþ-
ólsku kirkjuna og var efnahags-
legur grundvöllur samfélagsins
fyrrum. Hann byggist eins og
nafnið gefur í skyn á þeim vænt-
ingum sem við getum búist við af
arðinum með því að yrkja jörðina.
Þessi arður skilar sér yfirleitt
jafnt og þétt á löngum tíma en er í
raun ekki eins sveiflu-
kenndur og þekkist á
hlutabréfamarkaði.
Hlutabréf eru oft háð
miklum sveiflum og
dæmi eru um að fjár-
festingar hafi glatast
með öllu. Munu ís-
lenskir lífeyrissjóðir
hafa tapað um 500
milljörðum í banka-
hruninu 2008.
Skógrækt er til-
tölulega einföld við
hagstæðar aðstæður
þar sem faglega er
staðið að verki. Er undarlegt að
fjársterkir aðilar eins og lífeyris-
sjóðir hafi ekki séð þennan aug-
ljósa möguleika að ávaxta fé sitt
ríkulega. Mér vitanlega hefur eng-
inn íslenskur lífeyrissjóður snúið
sér með sínar fjárfestingar í skóg-
rækt. Það verður að teljast miður.
Við verðum að leita til útlanda til
að sjá þetta gerast. Í Danmörku
hefir danska kennarasambandið
stundað skógrækt um allanga hríð
með mjög góðum árangri. Mætti
geta þess að danska kennarasam-
bandið á töluverðan þátt í að fram-
leiða jólatré fyrir markað í Evr-
ópu, m.a. hér á landi.
Þetta gætum við einnig. Það
þarf ekki að flytja jólatré til Ís-
lands. Þau geta vaxið hér! Skóg-
ræktina skortir fjármagn til að ná
betri árangri. Sveitarfélög, bændur
og einstaklingar eiga víða nægt og
heppilegt land til skógræktar. Og
ekki síst er fyrir hendi næg þekk-
ing og reynsla til staðar hérlendis
m.a. með starfsfólki Skógræktar-
innar og fjölda skógræktarfélaga í
öllum landshlutum. En lífeyrissjóð-
irnir hafa fjármagnið, peningana
sem eiga afar brýnt erindi að
„komast í vinnu“ í þágu lífeyris-
þega framtíðarinnar.
Vonandi opnast brátt augu sem
flestra stjórnenda lífeyrissjóða fyr-
ir gildi aukinnar skógræktar á Ís-
landi. Við erum nokkurn veginn í
miðju barrskógabeltisins og hér
getum við náð mjög góðum og
sambærilegum árangri og í löndum
á svipuðum breiddargráðum og Ís-
land er og þar sem er áþekkt lofts-
lag.
Lífeyrissjóðirnir og skógrækt
Eftir Guðjón
Jensson
Guðjón
Jensson
» Vonandi opnast brátt
augu sem flestra
stjórnenda lífeyrissjóða
fyrir gildi aukinnar
skógræktar á Íslandi.
Höfundur er eldri borgari og leið-
sögumaður, búsettur í Mosfellsbæ.
arnartangi43@gmail.com
Það var fyrir ekki
alltof löngu að net-
heimar loguðu vegna
illdeilna vegna þess að
ráða átti í útvarps-
stjórastöðuna hjá
RÚV. Hægrimenn
voru fúlir vegna þess
að þeir vildu ekki fá
vinstrimann í stöðuna
og vinstrimenn vildu
ekki hægrimann. Loks
var fundin leið sem
enginn af þeim sem létu sig málið al-
varlega varða var sáttur við, en flest-
ir ypptu öxlum og hugsuðu ekki
meira út í það, enda hefur ráðning
útvarpsstjóra tiltölulega lítil áhrif á
daglegt líf meðaljónsins.
Hins vegar átti önnur lausn ekki
upp á pallborðið hjá mörgum, en sú
lausn væri einfaldlega sú að losna við
pólitíkina úr RÚV með því einfald-
lega að brjóta upp fyrirtækið og
selja. Það að fjölmiðill á fjárlögum
og nefskatti keppi við aðra fjölmiðla
á auglýsingamarkaði er auðvitað
stórfurðulegt, en RÚV hrósaði sér
oft um árið fyrir stærstu hlutdeild á
auglýsingamarkaðnum. Þegar fyrir-
tækið væri í einkaeign varðaði engan
nema hluthafa um hver væri skip-
aður útvarpsstjóri.
Burtséð frá allri umræðu um
pólitíska stöðu RÚV er engin ástæða
fyrir því í dag að halda uppi RÚV á
kostnað skattgreiðenda þegar lang-
stærsti hluti þeirra notar þjónustu
RÚV lítið sem ekkert. Í raun og veru
finnst mér ekkert áhugavert sem frá
RÚV kemur núna nema einstaka
þættir á Rás 1. Sem almennings-
þjónusta hefur RÚV ekki miklu hlut-
verki að gegna lengur. Ef eitthvað
skelfilegt kæmi upp á yrði sent SMS
í farsíma Íslendinga til að láta vita,
frekar en að rjúfa útsendingu eins
og áður var gert. Rofin útsending
myndi ekki ná til margra eyrna í dag
er ég hræddur um.
Þá má spyrja hvort
RÚV sé ekki nauðsyn-
legt til að styðja og
styrkja íslenskuna.
Fjarri fer því! Hægt er
að svala stofnanafýsn
bjúrókrata, og styðja ís-
lenskuna, með því að
láta einhvern embættis-
mann úthluta styrkjum
til streymisveitna, t.d.
Símans premium og
Netflix, fyrir að texta
og talsetja efni á ís-
lensku. Þá eru ef til vill
margir sem telja að þættir eins og
Kiljan séu ómissandi, en í raun og
veru er lítið þar á ferðinni sem ekki
rúmast á bloggsíðu. Spjallþættir eru
líka best komnir í útvarpinu enda er
það töluvert ódýrari framleiðsla.
Þeir sem ómögulega geta verið án
spjallþátta og bókadóma geta orðið
sér úti um gamlar upptökur af sjón-
varpsþætti Oprah Winfrey sem hafa
verið textaðir á íslensku einhvern
tímann í fyrndinni, magnið er slíkt
þar að fæstum ætti að endast ævin
til að klára þá þætti. Þættirnir sem
ég hef gaman af á Rás 1 myndu hins
vegar auðveldlega rúmast á hlað-
varpi.
Hægt væri að færa fjárlögin sem
fara til RÚV eitthvað annað, t.d. í
styrki til þáttagerðar sem væri hægt
að hafa á hlaðvörpum og streymis-
veitum. Hæglega mætti búa svo um
hnútana að allt íslenskt efni yrði
varðveitt og geymt án tilkomu RÚV.
Á streymisveitum er loks auðveldara
að hafa teljara til að sjá hvaða efni á
upp á pallborðið hjá Íslendingum svo
að styrkjum verði ekki ítrekað út-
hlutað til einhverra leiðindaverkefna
eins og íþróttafrétta.
Stöð eitt
Eftir Arngrím
Stefánsson
Arngrímur
Stefánsson
»Hægt væri að færa
fjárlögin sem fara til
RÚV eitthvert annað.
Höfundur er guðfræðingur.