Morgunblaðið - 16.03.2020, Page 32

Morgunblaðið - 16.03.2020, Page 32
Hverskyns menningarviðburðum og mannfögnuðum var um helgina aflýst úti um heimsbyggðina og tón- leikastöðum, leikhúsum og söfnum víða lokað. Í Mexíkó ákváðu aðstandendur hátíðarinnar Vive Latino þó að halda sínu striki og fjölbreytilegur hópur listamanna kom fram, meðal annars hljómsveitirnar Guns N’ Roses og The Cardigans. Fólk var beðið að nota handspritt og andlitsgrímur í þrönginni voru af ýmsu tagi. Öðruvísi grímur í mannþröng MÁNUDAGUR 16. MARS 76. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Óvíst er hvað verður um efstu deildir karla og kvenna í handbolta og körfubolta hér á landi eftir að öllum leikj- um var frestað af sérsamböndum íþróttanna vegna út- breiðslu kórónuveirunnar. Lykilmenn toppliðanna vilja úrslitakeppni en viðurkenna að líkurnar á henni séu litl- ar. Eru þeir sammála um að það yrði ekki sérstaklega skemmtilegt að vera krýndur Íslandsmeistari án þess að spila. »27 Óvissa á meðal leikmannanna ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tuttugu og þrír íslenskir þjálfarar útskrifuðust fyrir skömmu með æðstu þálfaragráðu Evrópska hand- knattleikssambandsins, EHF. Þar á meðal voru Díana Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og eru þær fyrstar íslenskra kvenna til að ná þessum áfanga. „Vonandi ýtir þetta við fleiri konum því við þurfum fleiri í þjálfarastéttina,“ segir Hrafn- hildur. Díana ákvað að slá til þar sem boðið var upp á námskeiðið hér- lendis í fyrsta sinn, en það var í um- sjón HSÍ í samstarfi við EHF og Háskólann í Reykjavík og hófst fyrir rúmu ári. Námskeiðið er krefjandi en Díana segir að það hafi verið þess virði. Hún er íþróttakennari í Flens- borg í Hafnarfirði, er í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá Haukum og U-18 ára landsliðinu auk þess sem hún þjálfar 3. og 4. flokk kvenna hjá Haukum. „Ég byrjaði að fara með pabba á æfingar, þegar ég var sjö ára og síðan þá hefur draum- urinn alltaf verið að vera þjálfari en fyrst núna hafði ég tök á að ná í æðstu gráðuna,“ segir hún. Þess má geta að foreldrar hennar, Guðjón Jónsson og Sigríður Sigurðardóttir, gátu sér gott orð í handboltanum og sama má segja um eldri systur hennar, Guðríði og Hafdísi, sem starfa einnig sem íþróttakennarar. Fróðleg erindi voru flutt á nám- skeiðinu og nefnir Díana sérstaklega fræðslu um andlega hluta þjálfunar- innar. „Ég lærði líka mikið hjá norska þjálfaranum Bent Dahl og gaman var að skyggnast inn í feril Guðmundar Guðmundssonar lands- liðsþjálfara en almennt var þetta mjög gott og gagnlegt og gaman að vera í þessum hópi.“ Byrjaði að þjálfa í 4. flokki Hrafnhildur tekur í sama streng. Hún byrjaði á sambærilegu nám- skeiði í Króatíu 2018 en segir að þeg- ar hún hafi verið búin með um þriðj- ung þess hafi hún frétt að boðið yrði upp á námið á Íslandi. Þá hafi hún ákveðið að bíða eftir því enda ekki ánægð með kennsluna úti. „Ég vildi miklu frekar hlusta á menn eins og Gumma Gumm, Patta og Aron.“ Þegar Hrafnhildur var í fjórða flokki byrjaði hún að þjálfa yngri stelpur og hélt áfram að þjálfa sam- fara því að spila. „Ég hef eiginlega alltaf þjálfað með,“ segir hún. Hún kennir dönsku í grunnskólanum í Vestmannaeyjum og í vetur þjálfar hún dóttur sína og fleiri í 5. flokki ÍBV, segist hafa ákveðið að trappa sig niður eftir að hafa færst of mikið í fang í fyrra. Handbolti komst ekki á dagskrá hjá Hrafnhildi fyrr en um ferming- araldurinn en fram að því hafði hún verið virk í fimleikum og frjálsum. „Mér finnst allar íþróttir skemmti- legar, er með dómararéttindi í hand- boltanum og einu sinni skráði ég mig til dæmis í bikarmót í keilu,“ segir hún. Systurnar eru fimm og fjórar þeirra hafa spilað í landsliðinu, Hrafnhildur, tvíburarnir Dagný og Drífa, og Rebekka. Hrafnhildur segir að æ fleiri sam- bönd krefjist þess að þjálfarar í meistaraflokki hafi þessi æðstu þjálfararéttindi. „Mig langar til þess að eiga tvö róleg ár, þetta og næsta, en svo er líklegt að ég taki aftur slaginn í efstu deild.“ Ljósmynd/Kjartan Vídó Ólafsson Þjálfarar Díana Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir með skírteinin náminu til staðfestingar. Í fararbroddi kvenna  Díana og Hrafnhildur með æðstu þjálfaragráðu EHF SÉRSMÍÐI BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR AKRÝLSTEINN Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík Sími 587 6688 | fanntofell.is Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins. Þú kemur með hugmyndina og við látum hana verða að veruleika með vandaðri sérsmíði og flottri hönnun. • Viðhaldsfrítt efni með mikla endingu og endalausa möguleika í hönnun • Sérsmíðum eftir máli • Margrir litir í boði • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenis og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.