Morgunblaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Faraldurinnsem nú ríð-ur yfir heimsbyggðina skyggir fremur auðveldlega á flest önnur tíðindi, jafnvel þótt mik- ilvæg séu. Líklega hefur Vladi- mír Pútín Rússlandsforseti verið sér meðvitandi um þá staðreynd þegar hann fékk rússnesku Dúmuna til að sam- þykkja í síðustu viku breyt- ingar á stjórnarskrá landsins, sem meðal annars heimila hon- um að sitja að minnsta kosti tvö kjörtímabil í viðbót, eða allt til ársins 2036. Ekki var þá vika liðin frá því að forsetinn hafði lýst því yfir að hann hygðist ekki sitja leng- ur en stjórnarskráin leyfði. Vangaveltur höfðu hins vegar vaknað um að Pútín hefði hugs- að sér að stjórna með öðrum hætti þar sem upphaflegu breytingatillögurnar hans fólu meðal annars í sér aukin völd til ríkisráðs Rússlands. Var rætt um að hann kynni að láta skipa sig í forsæti ráðsins, það- an sem hann gæti verið nokk- urs konar aftursætisbílstjóri fyrir eftirmann sinn á forseta- stólnum. Allar þær vangaveltur reyndust hins vegar óþarfar. Þingmaðurinn Valentína Tereshkova, sem varð fyrsta konan í geimnum árið 1963, ákvað að skera Pútín úr snöru óvissunnar og lagði á síðustu stundu fram breyt- ingartillögu við tillögur Pútíns sem heimiluðu honum að sitja tvö kjörtímabil til viðbótar. Var sú breyting réttlætt með vísan til ótryggs ástands heimsmál- anna. Sú spurning vaknar þá hvenær heimsmálin verði nægi- lega trygg til að Pútín geti sleppt hendinni af valdataum- unum. Stjórnarskrárbreytingarnar verða nú að óbreyttu lagðar fyrir rússnesku þjóðina til sam- þykktar eða synjunar í at- kvæðagreiðslu í apríl næstkom- andi. Líklegt verður að telja miðað við vinsældir Pútíns meðal þjóðarinnar að niður- staðan verði sú sem hann vill fá og hann muni því geta setið í allt að 16 ár í viðbót sem forseti Rússlands. Þá verður hann búinn að sitja við völd í aldarþriðjung og orðinn 84 ára gamall, tveimur árum yngri en Joe Biden þegar hann hættir, nái hann kjöri nú og endurkjöri að fjórum árum liðnum. Óvíst er hvort Pútín verður þá reiðubúinn til þess að láta af völdum eða hvort enn muni reyna á breytingar á stjórnarskránni. Pútín nýtir sér óvissuna til að halda sér við völd} Ýmsu veldur veiran Kappræður for-setaefna bandaríska Demó- krataflokksins á sunnudaginn voru um margt áhuga- verðar. Kannski ekki síst fyrir þá staðreynd að nú loks hafði tekist að tálga fjölda frambjóðenda niður í þá tvo sigurstranglegustu, Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og öldungadeildarþingmanninn Bernie Sanders. Sá þriðji, þing- konan Tulsi Gabbard, nær vart yfir prósentufylgi í könnunum. Framboð Bidens hafði verið nær afskrifað þegar varaforset- inn fyrrverandi komst óvænt á flug. Nú er hann kominn með örugga forystu í forvali demó- krata. Biden verður vart haggað úr þessu, nema eitthvað alvar- legt komi upp á. Hann nýtur öruggrar forystu í flestum þeim ríkjum sem eiga eftir að taka þátt í forvalinu, á sama tíma og helstu stuðningsmenn Sanders, orðljótir róttæklingar á sam- félagsmiðlum, nenna vart að mæta á kjörstað. Samt þráast Sanders við. Þar horfði hann meðal annars til þessara fyrstu kappræðna, þar sem hann og Biden ættu sviðið einir. Eðli stjórnmála- kappræðna er hins vegar það að frambjóðendur vinna sjaldnast kosningar í þeim en eitt feilspor getur reynst dýr- keypt. Líklega hef- ur Sanders vonast eftir slíku feilspori frá Biden enda hef- ur baráttan aug- sýnilega tekið sinn toll af varaforsetanum fyrrver- andi. Allt kom þó fyrir ekki þrátt fyrir að Sanders reyndi sitt besta til að níða skóinn af Biden og það segir sitt um kappræð- urnar að fréttastofan CNN, sem seint telst í stuðningssveit nú- verandi forseta, sagði að Donald Trump teldist sigurvegari þeirra. Út frá sjónarhóli demókrata fara rökin fyrir því að Sanders haldi baráttu sinni áfram mjög þverrandi þar sem það helsta sem hann getur nú áorkað er að auðvelda Trump að ná endur- kjöri. Sanders, sem varla getur talist til demókrata, er líklega ekki mjög upptekinn af þessu. Hann horfir væntanlega frekar til þess að framboð hans, bæði nú og síðast, hefur togað Demó- krataflokkinn til vinstri. Hinir frambjóðendurnir, líka Biden, hafa tekið upp á því að keppa við Sanders um vinstra fylgið. Það kann svo aftur að koma þeim í koll í kosningunum þó að erfitt sé um það að segja nú vegna vaxandi óvissu sem kórónu- veiran veldur. Vafamál er að nokkur hagnist á baráttu Sanders nema Trump} Búið spil fyrir Bernie V ið lifum á miklum óvissutímum. Heimsfaraldur geisar og hann mun reyna á þolgæði okkar allra. Frá því að faraldurinn hófst í Kína hafa sérfræðingar í sóttvörnum og fulltrúar okkar í almannavörnum unnið mikið starf við að greina vandann og leggja fram áætlanir um það hvernig skynsamlegt sé að bregðast við. Þeir hafa stýrt aðgerðum og farist það verkefni vel úr hendi. Áhersla stjórnvalda og framlínufólks al- mannavarna er að dreifa smitálagi með þeim hætti að verja veikustu hópana og teygja á smitkúrfunni þannig að heilbrigðiskerfið ráði sem best við að sinna þeim sem veikastir verða í faraldrinum. Smit í samfélaginu er óhjá- kvæmilegt, en mikilvægast er að smitið sé hjá þeim sem ólíklegastir eru til að fá alvarleg ein- kenni. Þetta er gert með markvissum og tímasettum inn- gripum eins og því samkomubanni sem nú stendur yfir. Fyrsta áskorunin til okkar var almenn smitgát. Hand- þvottur, sprittun, fjarlægð frá næstu manneskju og gott hreinlæti eru áhrifaríkar leiðir til að koma í veg fyrir smit. Með því að vera öll almannavarnir náum við bestum ár- angri. Öll eigum við einhvern náinn sem telst í meiri áhættu af því að veikjast illa af Covid-19 veirunni. Þess vegna er mikilvægt að við höldum áfram að vanda okkur og verja þá sem veikastir eru fyrir. Við þekkjum það öll að finna fyrir ótta, ýmist vegna okkar sjálfra eða þeirra sem næst okkur standa. Óttinn má hins vegar ekki stjórna okkur. Það er aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig þorri fólks hefur brugðist við af yfir- vegun og skynsemi og ekki látið óttann ná yf- irhöndinni. Við þurfum á því að halda og mun- um þurfa þess áfram. Hvernig við bregðumst við í mótlæti segir mikið um okkur sjálf. Við sjáum fólk taka við sér víða um sam- félagið og leggja hönd á plóg til að gera þessa tíma bærilegri. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur svarað kalli landlæknis um skráningu til að mæta aukinni þörf og einstaklingar og fyrirtæki bjóða fram hjálp við ýmis mikilvæg verkefni. Við erum öll almannavarnir. Smæð sam- félagsins hjálpar okkur að takast á við þetta. Það myndi þó aldrei duga eitt og sér ef ekki kæmi til hugarfar kjarks og ábyrgðar. Okkur ber skylda til að leggja okkar af mörkum og það sjáum við að fólk gerir í stórum stíl. Þjóðin hefur staðið sameinuð til þessa í viðbrögðum við þessum vágesti. Ég hef fulla trú á að svo muni áfram verða. Stjórnvöld, sérfræðingar og allur sá fjöldi sem sinn- ir almannavörnum leggja mikið á sig til að allt megi fara eins vel og hægt er. Þeim ber að þakka, en ekki síður al- menningi fyrir sitt framlag. Þessi staða hefur kallað fram það besta í okkur sem þjóð, samstöðu, samheldni og kær- leika. Á þeim grunni förum við í gegnum þetta saman. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Við erum öll almannavarnir Höfundur er dómsmálaráðherra aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Það er tómlegt um að litastþessa dagana í húsakynn-um Ríkissáttasemjara ogfundarherbergin standa auð. Samningaviðræður halda þó engu að síður áfram í fjölmörgum óleystum kjaradeilum en vegna kór- ónuveirufaraldursins fara allir sáttafundir fram þessa dagana í fjarvinnu í gegnum fjarfundabúnað. „Við erum að færa okkur alger- lega yfir í fjarskipti og rafræn sam- skipti,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrif- stofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. ,,Við erum komin í þá stöðu að vera að vinna alveg heima og verðum nánast eingöngu með fjarfundi,“ sagði hún. Elísabet hafði þá nýverið lokið símafundi á heimili sínu með samninganefndum Sameykis og Isavia vegna yfirstandandi kjara- viðræðna og hún stýrði einnig öðr- um sáttafundi í gegnum fjar- fundabúnað í fyrradag. Þetta hefur gengið ljómandi vel að sögn El- ísabetar sem auk þessa ætlaði að vera með tvo óformlega fjarfundi með viðsemjendum í kjaraviðræðum í gærdag. Þegar gripið var til sóttvarna- ráðstafana voru í fyrstu sett tak- mörk á fjölda þeirra samninga- manna sem fengu að koma saman á samningafundum í húsnæði Ríkis- sáttasemjara, yfirleitt voru ekki fleiri en tveir eða þrír úr hverri samninganefnd á fundum í síðustu viku. Í framhaldi af því var svo ákveðið að leggja niður frekari fundahöld þar og halda sáttamiðlun og samskiptum áfram á fjarfundum. Fjöldi séttarfélaga á enn ósam- ið við sína viðsemjendur og að sögn Elísabetar stendur ekki til að fækka fundum embættisins vegna veiru- faraldursins heldur halda áfram eins og unnt er með aðstoð tækninn- ar. ,,Við þurfum bara að taka stöð- una dag frá degi og bregðast við eins og best verður gert. Það er verkefnið,“ segir hún. Hátt í 20 óleystar kjaradeilur sem vísað hefur verið eru á borði Ríkissáttasemjara um þessar mund- ir. Það hefur verið í höndum Helgu Jónsdóttur setts ríkissáttasemjara og aðstoðarsáttasemjaranna El- ísabetar, Ástráðs Haraldssonar og Guðbjargar Jóhannesdóttur að stýra viðræðunum. Fyrsti samningurinn gerður með rafrænum undirskriftum Þessar óvenjulegu aðstæður hafa ekki staðið í vegi fyrir því að sáttafundir skiluðu árangri því nú þegar liggur fyrir einn frágenginn kjarasamningur í fjarvinnu hjá embættinu, sem var sendur með rafrænum undirskriftum viðsemj- enda til sáttasemjara. Þetta er fyrsti kjarasamningurinn sem gerð- ur er með rafrænum hætti. Um er að ræða nýjan kjarasamning sem náðist sl. mánudag milli Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna (LSS) og Isavia. Í frétt á vef LSS segir að und- irritun hafi farið fram á hverri starfsstöð fyrir sig vegna sam- komubanns og COVID-19 veir- unnar. ,,Samningar voru svo gott sem klárir í lok janúar fyrir utan ágreining um félagsaðild sem hvor- ugur aðilinn var reiðubúinn til að gefa eftir. Félagsmenn voru reiðu- búnir að fara í verkfall til að fá leiðréttingu á þessu ákvæði en vegna breytinga í samfélaginu dró samninganefnd LSS í land og taldi ekki forsvaranlegt að fara í verkfall við svona aðstæður. Þessi slagur verður því tek- inn síðar,“ segir þar. Allir sáttafundir eru nú haldnir í fjarvinnu Óvissa er um hvenær boðað verður til nýs sáttafundar í kjara- deilu Eflingar og samninga- nefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) en ekki verð- ur boðað til fundar nema tilefni sé til. Verkfall starfsmanna hjá sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur heldur því áfram. Annir blasa við hjá sáttasemj- ara en boðað er til sáttafunda í sex kjaradeilum í dag, m.a. í deilu hjúkrunarfræðinga og rík- isins og Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins. Þá hafa sex stéttarfélög starfsmanna í álveri Rio Tinto samþykkt tímabundnar vinnustöðvanir sem boð- aðar hafa verið á tíma- bilinu 24. mars til 11. júní. Meðal félaga sem eiga enn ósamið eru öll stéttarfélög kenn- ara og meirihluti BHM-félaga. Annir og verkfallsátök MARGAR ÓLEYSTAR DEILUR Elísabet S. Ólafsdóttir Morgunblaðið/Eggert Húsnæði Ríkissáttasemjara Fundarherbergin standa auð þessa dagana þar sem samningamenn reyna að leysa kjaradeilur í gegnum fjarfundarbúnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.