Morgunblaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020
Litina hennar Sæju
færð þú í Slippfélaginu
GÆÐIN
Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið.
Votur
Volgur Ber
Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík,
Dalshrauni 11, Hafnarfirði
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ
Gleráreyrum 2, Akureyri
Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is
Samtal utanríkisráðherra Íslandsog Bandaríkjanna í síma hefur
nú átt sér stað en þeir þar höfnuðu
beiðni um fund.
Samkvæmt frá-sögn héðan af
samtalinu verður þó
ekki séð að það hafi
farið fram. Guð-
laugur nefnir aðeins
að honum hafi verið
klappað á kollinn
vegna viðbragða
sóttvarnalæknis.
Var það eina erind-
ið?
Æfingar á vörn-um Íslands
voru blásnar af þegar Trump lokaði
á Evrópu án þess að bera það undir
Guðlaug. Látum vera ef Guðlaugur
hefði hætt í reiðikasti við að æfa
varnir sínar gegn árásum á Banda-
ríkin. Enda mikið verkefni.
Þegar ráðherrann sá undrunar-svip landa sinna breytti hann
fréttinni af sjálfum sér. Þessar æf-
ingar, sem hann hafði bannað,
höfðu eiginlega hætt sér sjálfar því
að varnarmenn hefðu ekki komist
heim aftur vegna lokunar á Evrópu!
Þegar varaforseti Bandaríkjannakom hingað hékk í því að það
næðist í tíma að rétta forsætisráð-
herra af sem sagðist ekki geta hitt
varaforsetann því hún þyrfti að lesa
upp ávarp yfir skandinavískum
verkalýðsforingjum á árlegum
fundi sem aldrei reynist frétt-
næmur.
Aðrir eðalfulltrúar Íslands mættusvo með lituð bönd um úlnliði
til að senda varaforsetanum skila-
boð!
Og allt er þetta afsakað meðreynsluleysi og barnaskap.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Ekkisamtal
STAKSTEINAR
Mike Pompeo
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þrjár ferðaskrifstofur hafa í sam-
ráði við Icelandair skipulagt
loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands
í gegnum Las Palmas og Tenerife
í dag og næstu þrjá daga. Er farið
í þessar aðgerðir til að flýta för
þeirra fjölmörgu Íslendinga sem
eru staddir á eyjunum og áttu
bókað flug heim fyrir páska.
Ferðaskrifstofurnar eru VITA,
Ferðaskrifstofa Íslands og Heims-
ferðir. Í tilkynningu kemur fram
að um sé að ræða 15 ferðir á
næstu fjórum dögum, en aðgerðin
er einnig unnin í samstarfi við
Ferðamálastofu. Á vegum þessara
ferðaskrifstofa eru á milli tvö og
þrjú þúsund manns á eyjunum.
Reiknað er með að allir farþegar
ferðaskrifstofanna verði komnir
heim á föstudag.
Auk þess mun ferðaskrifstofan
VITA hefja sölu á almennum flug-
ferðum sem áætlaðar eru seinni-
partinn á föstudag frá bæði Te-
nerife og Kanarí. Flugi verður
bætt við ef mikil eftirspurn verð-
ur. Tekið er fram í tilkynningunni
að markmiðið sé að gefa öllum
þeim sem ekki hafa gert ráðstaf-
anir til að komast aftur heim til Ís-
lands tækifæri til þess á næstu
dögum.
Loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands
Íslendingar koma heim eftir að öllu var lokað í sólinni
Ljósmynd/Aðsend
Tenerife Tómlegt er nú um að litast
á sólbaðseyjunum og allt lokað þar.
Guðjón Ármann Eyj-
ólfsson, fv. skólameist-
ari Stýrimannaskólans
í Reykjavík, andaðist á
Landspítalanum, Foss-
vogi, 16. mars sl., 85
ára að aldri. Guðjón Ár-
mann fæddist í Vest-
mannaeyjum 10. janúar
1935. Hann ólst upp í
Eyjum og bjó þar síðar
ásamt eiginkonu og
börnum þar til í eldgos-
inu 1973.
Guðjón Ármann lauk
stúdentsprófi í MR frá
máladeild 1955 og
stærðfræðideild 1956. Eftir stúd-
entspróf stundaði hann nám við Sjó-
liðsforingjaskóla danska sjóhersins í
Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi
árið 1960, annar Íslendinga. Hann
var sjóliðsforingi í danska flotanum
og nam við Sjómælingastofnun
danska sjóhersins og starfaði þar við
sjómælingar. Hann starfaði hjá
Landhelgisgæslunni 1960-61, stund-
aði rekstrarnám og var aðstoð-
arframkvæmdastjóri frystihúsa í
Vestmannaeyjum 1962-63. Lauk
kennsluréttindaprófi frá KHÍ 1976.
Guðjón Ármann helgaði starfsævi
sína menntun íslenskra sjómanna.
Árið 1993 var hann sæmdur ridd-
arakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu fyrir
störf sín að fræðslu-
málum sjómanna.
Hann var einn af stofn-
endum Stýrimanna-
skólans í Vest-
mannaeyjum og var
skólastjóri frá stofnun
árið 1964. Hann var
kennari við Stýri-
mannaskólann í
Reykjavík 1975-81 og
skólameistari skólans
frá 1981-2003. Örygg-
is- og björgunarmál
sjómanna voru honum
ávallt hugleikin og var hann um ára-
bil gjaldkeri Björgunarsjóðs Stýri-
mannaskólans í Reykjavík – Þyrlu-
sjóðs. Eftir hann liggur jafnframt
yfirgripsmikið ritstarf á sviði sjó-
mennsku, siglingasögu, sigl-
ingafræði og kennslu skipstjórn-
armanna.
Eftirlifandi eiginkona Guðjóns
Ármanns er Anika Jóna Ragn-
arsdóttir frá Lokinhamradal í Arn-
arfirði. Þau eignuðust fjögur börn og
níu barnabörn. Börn þeirra eru
Ragnheiður, Ragnar, Eyjólfur og
Kristín Rósa.
Nánari andlátsfrétt um Guðjón
Ármann er birt á mbl.is í dag.
Andlát
Guðjón Ármann
Eyjólfsson