Morgunblaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, var beðin um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins í samkomubann- inu. „Mér finnst of- boðslega gaman að lesa bækur. Les þær á kvöld- in og velti þeim svo fyrir mér á daginn. Nú er ég að lesa Um tím- ann og vatnið eftir Andra Snæ og gríp líka í ljóðabókina Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttur ef tími gefst. Ég varð örlítið sein á lestina en ákvað að horfa á Game of Thrones í fyrsta skiptið. Klikkaðir þættir, skil af hverju all- ir voru að missa sig yfir þeim á sínum tíma. Er komin á fjórðu seríu og mun örugglega klára þær allar áður en samkomubanni verð- ur létt. Þegar ég er ekki að lesa bækur eða horfa á spennandi þætti hlusta ég á tónlist. Alls konar tónlist. Þegar ég hlusta ekki á sjálfa tónlistina er ég örugglega að spila hana á píanóið í hinum og þessum útsetningum. Undanfarið hef ég, einhverra hluta vegna, bara viljað spila lagið „Viki- vaki“. Þetta er svo jákvætt lag, og ég held að jákvæðnin sé akkúrat það sem að maður þurfi að temja sér í ástandi eins og þessu. Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vindar leiða draumalandið himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!“ Krúnuleikar Barátta góðs og ills nær miklum hæðum í Game of Thrones. GDRN Bóklestur, Krúnu- leikar og jákvæðni Mælt með í samkomubanni Vorboði Lóan mun vera komin. Morgunblaðið/Ómar Að fæðast og deyja, jafn sjálfsagt og það er sárt. Þannig hljóðar ljóð Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur „Á einni manns- ævi“, örstutt en fjallar um lykilþætti lífsins, að við fæðumst og að við munum deyja. Og upphaf og endir lífsins er viðfangsefnið í vel mótaðri verðlaunabók hennar, Eddu, sem hreppti í fyrrahaust Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar. Í umsögn dómnefndar segir að um sé að ræða látlaust verk „um dramatískustu andartök hverrar mannsævi; upphaf hennar og endi. Í bókinni fylgist ljóðmælandi með nýju lífi kvikna er annað fjarar út.“ Þá sé Edda „heillandi og hóf- stillt verk þar sem hugsanir um æsku og elli flétt- ast saman, vega salt“. Harpa Rún hefur lokið meist- araprófi í al- mennri bók- menntafræði. Þetta er fyrsta ljóðabók hennar en hún hefur þó birt ljóð í tímaritum og skrifað ljóða- prósa í tvær ljósmyndabækur. Hún er uppalin í sveit og starfar á sauð- fjárbúi, og er því að segja má í mik- illi snertingu við upphaf lífs og endi, viðfangsefni bókarinnar. Það birtist í endurtekinni en marghliða og fal- legri umfjöllun um annars vegar ný- fædda stúlku og hins vegar mömmu og ömmu sem nálgast lok ævinnar og glímir við elliglöp. Í ljóðinu „Silfurvatn“ er til dæmis fyrst sagt að þegar lítið barn gráti, þá „hugg- um við það brosandi / svonasvona / því það grætur / undan heiminum / sem það skilur ekki ennþá…“ En þegar gömul kona grætur getum við ekkert gert því hún grætur yfir heiminum sem hún skilur ekki lengur. Ástinni sem enn er svo heit Hreyfingunum sem skrokkurinn bannar. Öllum sem eru utan seilingar. Um sextíu ljóð eru í bókinni. Nokkur eru örstutt eins og það fyrstnefnda hér og í þeim birtast knappar vangaveltur um tilveruna út frá tveimur orðum í hvert sinn, og kallast á við grunnþema verksins, líf og dauða. Ljóðið „Óttaleit“ er til að mynda svona: Orðin hér og nú nálar í heystakki sem við óttumst að muni stinga. Og „Sólarlag“: Æskan og ástin síðustu geislarnir þegar sálin hnígur til viðar. Eins og hér má sjá fer Harpa Rún smekklega og af hófsemi með orða- leiki og myndmál, en gerir það líka vel. Flest ljóðin eru þó lengri og birta hugleiðingar eða upplifanir, um bernskuna og ellina, sem oft eru borin saman. Gott dæmi er „Biðu- kolluhár“, þar sem hárinu er líkt við fífil; hár barnsins er „sólgult og gisið / silkimjúkt“ en hár gömlu konunnar „fölnaður dúnn / biðukolla“, þar sem hver fræpoki er minning, „svo auð- velt / að blása burtu“. Í mörgum ljóðanna er fjallað með áhrifaríkum hætt um minningar sem hverfa úr huga gömlu konunnar og jafnframt sektarkennd aðstandenda sem finnst þeir ekki heimsækja hana nógu oft eða sinna henni sem skyldi, á sama tíma og fögnuður ríkir yfir litla barninu sem er að upplifa heim- inn og að safna að sér nýjum og ferskum minningum. Edda Hörpu Rúnar er býsna vel mótuð og skrifuð bók; þétt, heild- stætt og vel þroskað byrjendaverk þar sem haldið utan um umfjöllunar- efnið með markvissum hætti. Þegar gömul kona grætur getum við ekkert gert Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunabók „… þétt, heildstætt og vel þroskað byrjendaverk,“ segir gagnrýnandi um Eddu, fyrstu ljóðabók Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur. Ljóð Edda bbbbn Eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur Sæmundur, 2019. Kilja 80 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Sakamálaþættirnir Brot urðu að- gengilegir á streymisveitunni Netflix á föstudaginn var, en þeir heita Val- halla Murders á ensku. Áhugi not- enda á þáttunum virðist vera mikill, þar sem þættirnir voru komnir ofar- lega á lista Netflix yfir vinsælasta efn- ið þegar aðeins þrír dagar voru liðnir frá því að þeir voru settir í veituna. Davíð Óskar Ólafsson, einn fram- leiðenda þáttanna og leikstjóri tveggja þeirra, bendir á þetta á Face- book-síðu sinni og segir magnað að ís- lensk þáttaröð nái slíku áhorfi á þremur dögum. Birtir hann lista Net- flix yfir áhorf í ólíkum löndum og er Brot í 8. sæti í Bandaríkjunum, 5. sæti í Þýskalandi, 6. sæti á Spáni, 9. sæti í Frakklandi, 1. sæti í Hollandi, 4. sæti í Svíþjóð, Noregi og Póllandi, 7. sæti í Nýja-Sjálandi, 8. sæti í Tyrk- landi, Brasilíu og Ítalíu og 9. sæti í Kanada. Í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins á dögunum sagði Davíð að Netflix fjármagnaði 40% af Broti og að ný sjónvarpssería Baltas- ars Kormáks, Katla, yrði að óbreyttu fyrsta íslenska serían sem Netflix fjármagnaði að fullu. Úr Broti Nína Dögg Filippusdóttir, Tinna Hrafnsdóttir og Björn Thors í ein- um þátta Brots, sem á ensku nefnast Valhalla Murders og eru nú á Netflix. Brot nýtur vinsælda á Netflix víða um lönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.