Morgunblaðið - 18.03.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020
DÓMGÆSLA
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Rögnvaldur Hreiðarsson varð síð-
asta föstudagskvöld fyrsti Íslend-
ingurinn til að dæma tvö þúsund
körfuboltaleiki í mótum á vegum
Körfuknattleikssambands Íslands
þegar hann dæmdi leik Keflavíkur
og Þórs frá Þorlákshöfn í úrvalsdeild
karla.
Hann hefur dæmt samfleytt frá
því í janúar árið 1995, eða í rúmlega
25 ár, og því dæmt að jafnaði 80 leiki
á ári frá þeim tíma, eða tæplega sjö
leiki í hverjum einasta mánuði.
Rögnvaldur sagði við Morgun-
blaðið að hann væri stoltur af þess-
um leikjafjölda og hefði gert sér
grein fyrir því fyrir nokkru að það
væri ekki langt í þennan stóra
áfanga.
„Vissulega er ég dálítið stoltur af
þessu og finnst skemmtilegt að hafa
náð þessum tímamótum, það get ég
viðurkennt. Ég vissi alveg hvað ég
þyrfti marga leiki þegar þetta tíma-
bil byrjaði og þetta tvö þúsund leikja
takmark er eitt af því sem hefur
haldið mér gangandi. En einhver
áfangi í leikjafjölda dugar ekki einn
og sér til að maður haldi áfram að
dæma, það þarf annað og meira til.“
Hann kveðst ekki vera ákveðinn í
því hvort hann haldi áfram að dæma
næsta vetur eða hvort kominn sé
tími til að láta gott heita.
„Útgangspunkturinn hjá mér fyr-
ir þetta tímabil var að það gæti orðið
mitt síðasta. En ég tel að það sé
aldrei skynsamlegt að hætta keppni
í íþróttum í lok tímabils. Margir sem
hætta þannig eru byrjaðir aftur þeg-
ar næsta tímabil hefst. Ég ætla að
ákveða í sumar hvort ég held áfram í
haust og tel að það sé skynsamleg-
ast. Nú veit ég ekki hvort þessu
tímabili er lokið en það væri dálítið
sérstakt ef það kæmi á daginn að
síðasti leikurinn hefði verið síðasta
föstudag, sá tvö þúsundasti. Ég veit
ekki hvort ég myndi vilja hætta við
þær aðstæður þótt það sé vissulega
ákveðin rómantík að hætta þegar
tvö þúsundasta leiknum sé náð.“
Aldurinn nær öllum
Í körfuboltanum þarf ekki að
hætta að dæma við ákveðinn aldur
en kröfurnar eru miklar.
„Ég verð 56 ára í sumar og það
styttist í að maður hætti. Ég er á
leiðinni niður brekkuna og vil ekki
að manni verði hrint niður. Ég er
ekki lengur ungur dómari á uppleið
og það er betra að hætta á meðan
maður er enn sómasamlegur í þessu.
Ég vil hætta á eigin forsendum en ég
er búinn að dæma mun minna í vetur
en áður og hef meðvitað verið að
trappa mig niður. Ég tek eitt ár í
einu, KKÍ er ekki með aldurs-
takmark þannig að þú getur haldið
áfram á meðan þú ræður við þetta
og nærð prófunum. En aldurinn nær
öllum og það er gott að ákveða sinn
næturstað sjálfur.“
Eldur sem brennur enn
Rögnvaldur kveðst hafa byrjað að
dæma af svipuðum ástæðum og
flestir aðrir.
„Ég fór að dæma fyrir mitt félag,
Val, í mótum yngri flokka. Ég gat
ekkert í körfubolta sjálfur, byrjaði
seint að æfa hjá Val og hætti
snemma, en fann strax að það var
gaman að dæma. Fyrsta leikinn á
vegum KKÍ dæmdi ég í janúar 1995,
milli KR og Grindavíkur í stúlkna-
flokki í Hagaskóla, og árið eftir
dæmdi ég í fyrsta sinn í úrvalsdeild
karla, með Kristni Óskarssyni sem
var einmitt kennari minn á fyrsta
dómaranámskeiðinu.
Við erum ansi stór hópur sem
byrjaði að dæma um svipað leyti og
höfum flestir haldið þetta út ansi
lengi. Sigmundur Már Herbertsson
tók prófið til dæmis um leið og ég og
það verður ekki langt í að hann fari
fram úr mér í leikjafjölda. Það er
gríðarlegur metnaður í þessum hópi,
eldur sem brennur enn og menn eru
hreinlega óðir í að dæma.“
Lífsstíll að vera dómari
En hvað gerir dómarastarfið
svona heillandi? Rögnvaldur segir
að það sé lífsstíll að vera dómari, en
hann hefur annars lengst af starfað
sem hárskeri og er með stofu á Hót-
el Sögu.
„Já, svo sannarlega og þetta starf
hefur verið stór hluti af lífi mínu. Ég
vinn sjálfstætt, fer fyrir vikið stund-
um úr vinnunni án þess að fá laun til
að sinna dómgæslunni. Ég hef stýrt
því sjálfur, get farið þegar ég vil.
Það er enginn í dómgæslu í íþróttum
fyrir peninga en það gerir þetta
heldur enginn frítt. Þetta er heil-
mikil vinna og ég held að hinn al-
menni áhugamaður viti ekki alveg
hve mikil vinna það er að vera dóm-
ari.
Við þurfum sem dæmi að taka
próf á netinu á tíu daga fresti og för-
um í þrekpróf tvisvar á ári. Það er
engin miskunn sýnd en þetta heldur
manni við efnið.“
Auknar kröfur stuðlað að
fjölgun dómara
Rögnvaldur, sem sjálfur hefur
setið í þrettán ár í dómaranefnd
KKÍ, segir að á seinni árum hafi orð-
ið gríðarleg bylting í körfubolta-
dómgæslu á Íslandi.
„Það er óhætt að segja það. Kröf-
urnar hafa aukist mikið en um leið
hefur dómurum fjölgað og við höfum
fengið inn yngri og metnaðarfyllri
dómara. Sú ákvörðun að fjölga dóm-
urum á leik úr tveimur í þrjá hjálp-
aði mikið til. Yngri dómarar fá tæki-
færi fyrr en áður og eru fljótari að
komast inn í efstu deildirnar. Þetta
hefur heldur betur virkað og við höf-
um gengið í gegnum áhugaverða
tíma. Það eru að verða kynslóða-
skipti í dómgæslunni. Þessar auknu
kröfur hafa laðað að fleiri dómara og
við höfum náð að búa til enn metn-
aðarfyllra umhverfi en áður. Við höf-
um fengið inn stráka sem eru miklu
betri dómarar en við þessir eldri höf-
um nokkurn tíma verið.“
Góð tækifæri fyrir konur
Í körfuboltanum er glímt við sama
vandamál og í fleiri íþróttagreinum.
Fáar konur leggja fyrir sig dóm-
gæslu. „Já, því miður. Við höfum
reynt margt í þeim efnum en það er
bara ein kona sem er virk í dag, hún
Georgía Olga Kristiansen. Það er
mikill áhugi fyrir því að breyta
þessu, fyrir stuttu fengum við til
landsins tvær konur sem dæma hjá
FIBA til að koma og vera með kynn-
ingu á konum í dómgæslu. Þetta tek-
ur tíma en við gerum það sem við
getum. Það eru svo sannarlega tæki-
færi fyrir konur í körfuboltadóm-
gæslu, og fyrir þær er leiðin miklu
styttri en fyrir strákana ef þær vilja
ná langt. Nokkrar hafa komið í þetta
en enst ofboðslega stutt en við tök-
um öllum mjög vel. Það er metnaður
fyrir því að konur komist áfram hjá
okkur.“
Algengasti dómurinn
er að dæma ekki
Rögnvaldur segir að körfuboltinn
á Íslandi hafi breyst mikið á þessum
25 árum frá því hann byrjaði að
dæma.
„Það hefur hreinlega orðið stökk-
breyting á íþróttinni frá því ég byrj-
aði hvað varðar stjórnun og umgjörð
og svo er leikurinn sjálfur allt öðru-
vísi. Þetta er nánast allt önnur
íþrótt. Það hafa orðið rosalegar
breytingar, miklu meiri snertingar
en áður, og það að fjölga dómurum
úr tveimur í þrjá gjörbreytti starf-
inu. Áður þurftu menn alltaf að
giska dálítið á dóma. Inni á vellinum
eru tíu leikmenn og snerta allir hver
annan. Þetta er löngu hætt að vera
leikur án snertinga og harkan er
heilmikil, sérstaklega undir körf-
unni.
Algengasti dómurinn í körfubolta
er í raun að dæma ekki (no call).
Hagnaðarreglan í íþróttinni er kom-
in mun lengra en marga grunar.
Galdurinn er að láta leikinn fljóta.
Þegar leikurinn er greindur sést að
það er allt fullt af villum en munur-
inn á góðum dómara og frábærum
dómara er sá að frábær dómari
kemst upp með að dæma minna.
Hann nær að halda utan um leikinn
en þarf ekki að flauta mikið. Stund-
um er það reyndar ekki hægt, leik-
menn ráða ferðinni að vissu leyti en
það er algengast að dæma ekki neitt.
Ég tel að fagmennskan í kringum
dómgæsluna á Íslandi sé á háu stigi.
Kristinn Óskarsson hefur rekið
þetta og stýrt með stórbrotnum
hætti og verður þáttur hans í því
hvernig dómgæsla á Íslandi er í dag
aldrei fullþakkaður.“
Útlendingarnir eru fagmenn
Erlendum leikmönnum í íslenska
körfuboltanum hefur fjölgað mikið,
sérstaklega fyrir yfirstandandi tíma-
bil þegar reglum var breytt. Rögn-
valdur segir að það hafi ekki breytt
miklu fyrir dómarana.
„Gæðin eru klárlega meiri og
íþróttin er öðruvísi með þessum
fjölda útlendinga. En, nei, það er alls
ekki erfiðara að dæma. Erlendu
leikmennirnir eru atvinnumenn og
eftir því sem gæðin aukast er auð-
veldara að dæma. Það sést best með
því að horfa á stærstu mót heims,
þar eru vandræði dómara með leik-
menn hverfandi. Þessir erlendu leik-
menn sem koma hingað eru fag-
menn sem skilja línuna vel og það er
auðvelt að eiga við þá. Ég vil alls
ekki tala íslenska leikmenn niður en
þetta er öðruvísi. Þetta eru stærri
menn sem keyra meira á körfuna.
Deildin er allt öðruvísi þegar í henni
eru nánast bara Íslendingar, þá er
þetta nokkurs konar bakvarða-
deild.“
Rögnvaldur kveðst ekki hafa opin-
bera skoðun á því hvernig eigi að
ljúka yfirstandandi tímabili sem er í
uppnámi vegna kórónuveirunnar.
„Nei, það er best að treysta þeim
sem eiga að taka ákvörðun um það,“
segir Rögnvaldur Hreiðarsson.
Allt önnur íþrótt í dag
Rögnvaldur Hreiðarsson dæmdi 2.000. leik sinn á föstudagskvöldið, fyrstur
íslenskra körfuboltadómara Mögulegt að það hafi verið kveðjuleikurinn
Ljósmynd/aðsend
Dómaratríó Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Sigmund-
ur Már Herbertsson dæmdu leik Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn.
Rögnvaldur Hreiðarsson..... 2.000
Sigmundur M. Herbertsson . 1.952
Kristinn Óskarsson .............. 1.815
Jón Otti Ólafsson................. 1.673
Eggert Aðalsteinsson .......... 1.599
Björgvin Rúnarsson ............. 1.545
Einar Skarphéðinsson ......... 1.445
Davíð Hreiðarsson............... 1.362
Leifur S. Garðarsson ........... 1.240
Halldór Geir Jensson............ 1.107
Jón Bender........................... 1.101
Aðalsteinn Hrafnkelsson...... 1.017
Jón Otti Ólafsson varð fyrstur
til að ná 1.000 leikjum árið 1992.
Rögnvaldur dæmdi 1.000. leik
sinn árið 2006.
Leikjahæstu
dómararnir
Morgunblaðið/Víðir Sigurðsson
Hárskeri Rögnvaldur Hreiðarsson á stofunni sinni á Hótel Sögu en hann
hefur starfað sem hárskeri frá því hann var rúmlega tvítugur.
18. mars 1965
Frétt úr Morgunblaðinu:
Landshappdrætti það sem ÍSÍ
gekkst fyrir í nóv. og des. s.l.
gekk mjög vel og varð yfir
hálfrar milljón kr. hagnaður
– og rann hann allur til
þeirra félaga er staðið höfðu
að sölu miðanna. Höfðu því
þeir aðilar, sem duglegir
voru við sölu miðanna, veru-
legar tekjur í félagssjóði sína.
18. mars 1972
Viðburður á þessum degi: Ís-
lenska karlalandsliðið í hand-
knattleik nær
jafntefli gegn
Noregi, 14:14, í
undankeppni Ól-
ympíuleikanna í
Bilbao á Spáni á
ævintýralegan
hátt. Ólafur H.
Jónsson og Gunnsteinn
Skúlason skora tvö mörk í
lokin og Ísland nær í dýr-
mætt stig sem tryggir liðinu
sæti í milliriðli. Gunnsteinn er
markahæstur með 4 mörk.
18. mars 1980
Frétt úr Morgunblaðinu:
„Loksins, loksins Íslands-
meistari eftir 19 ár í körf-
unni,“ segir körfuboltamaður-
inn Þórir Magnússon úr Val
sem átti stórleik, skoraði 32
stig og tryggði Hlíðarendalið-
inu sinn fyrsta Íslandsmeist-
aratitil karla með sigri á KR,
100:93.
18. mars 1993
Viðburður á þessum degi: Ís-
land sigrar Danmörku, 27:22,
í síðasta leik í milliriðli
heimsmeistaramóts karla í
handknattleik í Svíþjóð og
tryggir sér leik um 7. sætið á
mótinu en Danir þurfa að
spila um 9. sætið. Geir
Sveinsson skorar 7 mörk og
Héðinn Gilsson 6.
18. mars 1997
„Ég ætla að klára tíunda
bekkinn fyrst, fyrr verður
ekkert ákveðið,“
segir 14 ára
gamall Guð-
mundur Steph-
ensen sem er
nýkrýndur Ís-
landsmeistari
karla í borð-
tennis fjórða árið í röð, við
Morgunblaðið. Eva Jósteins-
dóttir er Íslandsmeistari
kvenna en þau eru bæði úr
Víkingi.
18. mars 2009
Viðburður á þessum degi: Ís-
lenska karlalandsliðið í hand-
knattleik vinnur dýrmætan
útisigur á Makedóníu, 29:26, í
Skopje í undankeppni Evr-
ópumótsins. Guðjón Valur
Sigurðsson skorar 9 mörk og
Aron Pálmarsson 6 og Ísland
er með fimm stig eftir fyrstu
þrjá leiki sína.
18. mars 2010
Frétt í Morgunblaðinu: Ólafur
Björn Loftsson, Íslandsmeist-
ari úr Nes-
klúbbnum, sýndi
allar sínar bestu
hliðar og sigraði
á Rio Pinar In-
vitational-
háskólamótinu í
golfi á Flórída á
þriðjudagskvöldið. Ólafur
steig varla feilspor í mótinu
og lék hringina þrjá á sam-
tals sjö höggum undir pari.
Aðeins þrír Íslendingar hafa
sigrað á háskólamóti í golfi.
Á ÞESSUM DEGI