Morgunblaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 21
Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020 ✝ Gunnar ÞórKristjánsson fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1942. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 9. mars 2020. Foreldrar hans voru Anna Kristjana Vilhjálmsdóttir, f. 10. september 1918 í Reykjavík, d. 11. október 1990, og Kristján Magn- ússon, f. 9. janúar 1911 í Hvítu- hlíð í Strandasýslu, d. 27. des- ember 1959. Þau bjuggu í Reykjavík. Gunnar var elstur fjögurra systkina. Þau eru: 1) Þórður, f. 6. nóv. 1944. 2) Mar- grét, f. 15. september 1949. 3) Vilhjálmur, f. 19. mars 1956, d. 27. júní 2001. Samfeðra hálf- systkini: 1) Benedikt Bjarni, f. 26. september 1935, d. 7. maí 2009. 2) Gunnlaugur, f. 8. júní 1937. 3) Sigrún Stella, f. 7. apríl 1940. Gunnar kynntist Ingunni Jónsdóttur, f. 19. apríl 1943, ár- ið 1969. Þau giftust 3. júlí 1971. Foreldrar hennar voru Svan- laug Böðvarsdóttir, f. 24. des- ember 1918, d. 29. janúar 2012, og Jón Leós, f. 9. desember 1901, d. 16. febrúar 1978, þau bjuggu í Reykjavík. Þegar Gunnar og Ingunn tóku saman átti Gunnar fyrir tvo syni. 1) desember 1990, faðir hans er Bergur Björnsson, f. 13. nóv- ember 1941. 2) Andri Jóhann- esson, f. 1. júlí 1969, faðir hans er Jóhannes Sandhólm Atlason, f. 7. september 1944. Andri er kvæntur Ragnheiði Birg- isdóttur, f. 4. október 1975, þau eiga saman þrjá syni a) Þor- björn, f. 16. ágúst 2001 b) Stein- ar, f. 20. maí 2004, c) Bergþór, f. 27. júní 2009. Ingunn og Gunnar eignuðust saman dóttur sem er Anna Fanney Gunnarsdóttir, f. 29. mars 1974, gift Haraldi Helga Óskarssyni, f. 8. júní 1974, þau eiga tvö börn a) Odd- ur Jarl, f. 16. september 1996, og b) Andrea Ýr, f. 21. desember 2008. Gunnar ólst upp í Reykjavík. Hann útskrifaðist sem vélfræð- ingur árið 1969. Ingunn og Gunnar stofnuðu sitt fyrsta heimili í Reykjavík, þau byggðu svo hús í Mosfellsbæ og bjó fjöl- skyldan þar frá 1977 til 1985 en þá fluttu þau í Breiðholtið og Ingunn og Gunnar hafa búið þar síðan. Gunnar vann lengst af sem vélfræðingur og vaktstjóri í Áburðarverksmiðjunni eða frá 1969 til 2001 eða þar til verksmiðjunni var lokað og vann eftir það hjá Actavis til starfsloka. Útförin fór fram 17. mars 2020. Anton Pétur, f. 5. maí 1965, móðir hans er Karen Ólafsdóttir, f. 1. febrúar 1944, d. 17. október 2018. Ant- on er kvæntur Elsu Ingu Konráðs- dóttur, f. 1. apríl 1967. Fyrir þeirra sambúð átti Anton dóttur með Char- lottu Maríu Guð- mundsdóttur, f. 11. ágúst 1967, Ingibjörgu, f. 10. mars 1989, í sambúð með Þórarni Reyni Val- geirssyni, þau eiga saman Júlíu Þöll, f. 13. júlí 2017. Elsa og Ant- on eiga þrjú börn. Þau eru: a) Konráð Karl, f. 6. janúar 1993, b) Marteinn Már, f. 24. febrúar 1996, c) Erika Eik, f. 13. mars 2003 2) Davíð Þór, f. 5. desem- ber 1967, d. 15. september 2018, móðir hans er Hrafnhildur Hall- dórsdóttir, f. 10. apríl 1944. Hann var kvæntur Önnu Cat- arinu Tågmark, hún átti fyrir dótturina Olivia Olaisson og áttu þau Davíð saman Griffin Thor, f. 25. september 2006. Frá fyrri sambúð með Tinu Sjöberg átti Davíð tvær dætur. Þær eru: a) Annalinnea, f. 24. janúar 1996, b) Ellendfrida, f. 6. júlí 2000. Ingunn átti tvo syni fyrir og þeir eru: 1) Jón Steinar Bergsson, f. 21. júní 1965, d. 1. Nú kveð ég elsku pabba minn eftir stutta baráttu við krabba- mein, það mun taka tíma að átta sig á að pabbi sé ekki lengur til staðar en við vorum alltaf svo góðir vinir. Það rifjast upp margar minn- ingar þegar ég hugsa til baka. Ég átti yndislega æsku í Mos- fellsbænum þar sem foreldrar mínir byggðu hús. Þegar ég var lítil gaf pabbi sér alltaf tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með mér, fara með mér út að ganga, í sund, spila og lesa fyrir mig. Hann var þolinmóður og með mikið jafnaðargeð og átti auðvelt með að leysa hlutina á jákvæðan hátt. Við fórum oft í bústað sem amma og afi áttu á Laugarvatni og foreldrar mínir voru dugleg við að aðstoða við að hugsa um hann og áttum við fjölskyldan yndislegar stundir þar. Við fórum einnig oft í bú- stað við Þingvallavatn, pabbi fór þar með okkur að veiða og við fórum í bíltúra og göngutúra, þetta eru dýrmætar stundir sem gott er að geta yljað sér við. Hann hafði gaman af matar- gerð og lengi vel fórum við alltaf í mat á sunnudögum og hann sá jafn mikið um matseld og mamma og áttum við yndisleg sunnudags- kvöld saman. Pabbi var mjög um- hyggjusamur og mikill fjölskyldu- maður. Þegar ég kynnist manninum mínum, honum Har- aldi Helga, urðu þeir fljótt góðir vinir og náðu vel saman. Halli er flugstjóri og pabbi kunni svo vel að meta allar heimsóknir Halla til hans en hann kíkti oft á hann þeg- ar hann var heima í fríi og gátu þeir spjallað mikið saman. Þegar við eignuðumst frumburð okkar, hann Odd Jarl, aðeins 22 ára að aldri, fengum við að búa hjá for- eldrum mínum í eitt ár, og tóku þau því fagnandi og hjálpuðu okk- ur mikið. Það mynduðust sterk tengsl milli Odds og foreldra minna og var pabbi mikill afi. Þau pössuðu oft þegar ég stundaði nám við Háskóla Íslands því Halli vann stóran hluta ársins erlendis, og hjálpuðu þau okkur mikið. Pabbi hafði svo gaman af afahlut- verkinu og fór mikið með Odd í hjólaferðir í Elliðaárdalnum og í sund og mynduðust sterk tengsl þeirra á milli. Við eignuðumst Andreu fyrir 12 árum og ekki stóð á foreldrum mínum að vera til staðar og aðstoða okkur við að passa og alltaf tilbúin að koma þegar á þurfti að halda. Andrea varð fljótt mikil afastelpa enda pabbi alltaf svo hlýr og góður við hana. Það sem einkenndi pabba var hversu traustur hann var og alltaf til staðar fyrir mann, bón- góður, vinur vina sinna, einstak- lega hlýr og góður maður. Pabbi var alla tíð duglegur að hugsa um heilsuna, fór mikið í sund og hjólaði og var því alla tíð vel á sig kominn. Þau mamma voru falleg hjón að innan sem utan og síðustu árin þegar mamma greindist með alzheimer var unun að sjá hversu vel pabbi hugsaði um hana. Pabbi kenndi mér svo ótrúlega margt og fyrir það er ég þakklát. Eitt af því er að sjá það fallega í litlu hlutunum, hann var gjarn á að staldra við og benda mér á það sjálfsagða í umhverfi okkar og segja mér hversu fallegt eða merkilegt það væri. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt saman, betri pabba er ekki hægt að hugsa sér. Megi Guð vera með þér. Þín dóttir, Anna Fanney Gunnarsdóttir. Í dag kveð ég kæran tengda- föður minn, Gunnar Þór, eftir stutt en erfið veikindi. Gunnari kynntist ég fyrir tuttugu árum og var mér strax vel tekið í Torfufellinu. Þangað var gott að koma og tóku hann og Ingunn vel á móti okkur fjöl- skyldunni þegar við komum í heimsókn. Þétt handtak og faðmlag í hvert skipti sem við hittumst. Hann var stoltur af fjölskyldunni sinni og bar hags- muni hennar ávallt fyrir brjósti. Það er skrítið að hugsa til þess að fá ykkur Ingu ekki oftar í miðvikudagsmat í Vesturbæ- inn. Það var fastur punktur hjá okkur fjölskyldunni seinustu ár og alltaf gott að fá ykkur í mat og spjall, ræða menn og málefni líðandi stundar eða rifja upp lið- inn tíma. Gunnar var maður nákvæmni og snyrtimennsku. Hann vildi hafa fínt í kringum sig og gott skipulag á hlutunum og vildi vera vel tilhafður. Gunnar var vel lesinn og áttum við oft gott spjall um bækur og bókmenntir. Stundum vorum við sammála en ekki alltaf. Gunnar hafði gaman af alls kyns íþróttum og stytti hann sér stundir seinustu ár við að horfa á margs konar íþróttir þótt fótboltinn væri í mestu uppáhaldi. Manchester United var liðið og hélt hann með sínum mönnum í gegnum súrt og sætt. Hann og strákarnir mínir eyddu oft löngum tíma í að ræða gengi sinna manna. Seinustu ár hefur Gunnar staðið þétt við bakið á Ingunni eiginkonu sinni í hennar veik- indum. Hann sá vel um sína konu, hvort sem var að kaupa á hana föt, lakka neglur eða sjá um allt sem viðkom heimilinu. Aldrei kvartaði hann og taldi það skyldu sína að sjá vel um konu sína til rúmlega 50 ára. Gunnar greindist með krabbamein í haust og fór í að- gerð í janúar til að fjarlægja meinið. Ekki áttum við von á því að hann ætti ekki afturkvæmt heim úr þeirri aðgerð. Missir Ingu og fjölskyldunnar er mik- ill. Ragnheiður Birgisdóttir. Gunnar frændi er fallinn frá eftir stutta en erfiða sjúkdóms- legu en skyldleiki okkar er í gegnum systkinin í Skáholti v. Drafnarstíg. Mamma Gunnars, Anna, missti móður sína aðeins fimm ára og ólst eftir það upp í Skáholti með móðursystkinum sínum. Eitt þeirra var faðir minn en samband þeirra var alla tíð mjög náið. Mæður okkar Gunnars tengdust líka sterkum fjölskyldu- og vináttuböndum. Það voru sannarlega hugljúf ár þegar þær komu saman ásamt okkur börnum sínum og tengda- börnum og fögnuðu þorra með þorrablóti. Fyrir nokkrum árum varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fara ásamt Möggu systur Gunn- ars og mökum þeirra í leiðangur um æskustöðvarnar í vesturbæ Reykjavíkur. Fyrsti viðkomu- staðurinn var Víðimelur 59, en þar bjuggu margir ættingjar okkar í lengri og skemmri tíma og þar sleit Gunnar barnsskón- um hjá foreldrum sínum og systkinum. Síðan var haldið um nærliggjandi svæði og endað við Skáholt. Þetta var einstök upp- lifun því Gunnar var gæddur góðum frásagnarhæfileikum og hreif okkur hin með sér inn í land æskuminninganna. Árið 1955 flutti hann með fjöl- skyldu sinni í Skipasund og fjór- um árum síðar lést fjölskyldu- faðirinn. Þá stóð móðir Gunnars ein uppi með fjögur börn. Gunn- ar sem var elstur var mikill stuðningur fyrir móður sína og yngri systkinin sem alltaf áttu skjól hjá honum, ekki síst yngsta barnið sem var aðeins þriggja ára við föðurmissinn. Gunnar kvæntist yndislegri konu, henni Ingu. Þau eignuðust fimm börn sem öll bera foreldr- um sínum gott vitni. Hann frændi minn bjó yfir góðvild, umhyggjusemi og hlýju viðmóti. Hann var næmur á það kómíska í lífinu og því var oft létt og kátt andrúmsloft í kring- um hann. Ég vil að lokum votta Ingu, börnum og fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Minningin um góðan mann lifir. Auður. Gunnar Þór Kristjánsson Smáauglýsingar Húsnæði óskast 2-3ja herbergja íbúð óskast Ungt og reglusamt reyklaust par óskar eftir 2ja-3ja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Skilvísum greiðslum heitið. Meðmæli, trygging og allt að 3ja mánaða fyrirframgreiðsla. Sími 845 5926 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Þjónusta Málningarþjónusta Upplýsingar í síma 782 6034. Húsviðhald Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald og fl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ásabraut 3, Sandgerði, fnr. 209-4608 , þingl. eig. Karolina Aneta Los, gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 09:00. Austurbraut 6, Keflavík, fnr. 208-6910 , þingl. eig. Ísak Þór Ragnars- son, gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:00. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8873 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:20. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8874 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:25. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8877 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:30. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9588 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:35. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9589 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:40. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9585 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:45. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 236-9584 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:50. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvelli, fnr. 230-8878 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og ÍL-sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 10:55. Hafnargata 6, Grindavík, fnr. 209-1723 , þingl. eig. Bergbúar ehf, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Suðurnesjum og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 11:45. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 16. mars 2020 Félagsstarf eldri borgara Garðabæ Skipulagt tómstunda- og íþróttastarf fyrir eldri borgara á vegum Garðabæjar, s.s. í Jónshúsi, Smiðjunni, Litlakoti, íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði, fellur niður tímabundið. Starfsemi hjá FEBG og FEBÁ fellur einnig niður tímabundið. Korpúlfar Allt félagssstarf á vegum Korpúlfa fellur niður vegna Kórónaveirufaraldurs nema gönguhópar Korpúlfa, gengið er frá kl. 10. mánudaga, frá Borgum, Grafarvogskirkju og í Egilshöll. Á miðvikudögum og föstudögum kl. 10. frá Borgum og inni í Egilshöll. Hvetjum alla til að halda áfram heilsueflingu og passa upp á hvert annað með því að hringja hvert í annað og fylgjast vel með á samfélagsmiðlum takk Norðurbrún 1 Félagsstarfið liggur niðri vegna COVID-19 smits. Seltjarnarnes Allt félags og tómstundastarf hjá eldri borgurum á Seltjarnarnesi liggur niðri vegna COID19. Við hjá félagsstarfinu gerum allt sem í okkar valdi stendur til að upplýsa og vera til staðar. Hægt er að vera í sambandi á fb síðunni eldri borgarar á Seltjarnarnesi með ábendingar eða leyta upplýsinga. Einnig má hringja í Kristínu í síma 8939800 eða senda póst á kristin.hannesdottir@seltjarnarnes.is Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er lokað um óákveðin tíma vegna Covid-19 smits innanlands Raðauglýsingar mbl.is alltaf - allstaðar Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR INGIMUNDARSON Þorsteinsgötu 17 Borgarnesi andaðist á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 6. mars. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun útförin fara fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Brákarhlíð. Margrét Guðmundsdóttir Jóhannes Ellertsson Pálmi Guðmundsson Elín Magnúsdóttir afa- og langafabörn  Fleiri minningargreinar um Gunnar Þór Kristjáns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.