Morgunblaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2020
Norska orrustuflugsveitin, alls um
150 manns ásamt starfsliði, sem
verið hefur við loftrýmisgæslu á Ís-
landi frá því í byrjun mánaðarins,
býst nú til heimferðar. Ráðgert var
að loftrýmiseftirlitið stæði yfir í
þrjár vikur og er sá tími senn á
enda.
Sigurd Tonning-Olsen, upplýs-
ingafulltrúi norska flughersins,
sagði norska staðardagblaðinu
Fosna-Folket í gær, að flugsveitin
fylgdist grannt með þróun kór-
ónuveirumála, enda væri staðan
breytileg frá degi til dags. „Íslend-
ingar eru um þessar mundir að
setja svipaðar reglur og þær sem
beitt er í Noregi. Við höfum tekið
upp nýjar verklagsreglur sem
koma þó ekki í veg fyrir að við
framkvæmum okkar starf eins og
lagt var upp með,“ sagði Tonning-
Olsen.
Flogið nánast daglega
Hann sagði enn fremur engin
kórónusmittilfelli hafa komið upp
hjá norsku sveitinni, né nokkurn
grun um slíkt. „Herliðið og íbúar í
nágrenni herstöðvarinnar eru
rækilega aðskilin,“ sagði hann og
bætti því við að norska flugsveitin
hefði flogið vélum sínum nánast
hvern dag nema þegar veður hefðu
verið válynd.
Orrustuþotur Norðmannanna
eru af gerðinni F-35 og nýkomnar
frá Lockheed Martin-verksmiðj-
unum í Texas, hluti af 52 slíkum
vélum sem Norðmenn hafa keypt
og fá afhentar í hollum fram til árs-
ins 2024.
Norska flugsveitin kveður
AFP
F-35-þota Norðmenn skipta nú tæplega fertugum F-16-flota sínum út.
Loftrýmisgæsla með nýju F-35-þotunum senn á enda
Rússneska ríkissjónvarpsstöðin Channel One skellir kór-
ónuveiruskuldinni á Breta og hefur þar uppi ýmsar
kenningar. Meðal annars heldur fjölmiðillinn því fram
að Bretar hafi útbúið veiruna og hleypt henni af stað
samhliða Brexit til að auka áhrif útgöngu landsins úr
Evrópusambandinu á heimsbyggðina, sem að sumu leyti
minnir á þá samsæriskenningu að Robert Mugabe, for-
seti Zimbabwe, hafi látið myrða Michael Jackson á sín-
um tíma til að beina athygli heimsins frá kosningum þar
í landi. Heldur stöðin því einnig fram að Bretar hafi
smíðað veiruna í því augnamiði að öðlast aðgang að
Kínamarkaði í krafti þeirra orða Winston Churchill að
England ætti hvorki vini né óvini, aðeins viðskiptahagsmuni. Dæmi nú hver
fyrir sig.
SAMSÆRISKENNINGAR ÚR AUSTRI
Segja Breta standa á bak við faraldurinn
Þungum sökum er
Boris borinn.
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Norski heilbrigðisráðherrann Bent
Høie hótar því að setja í gildi reglu-
gerð sem bannar fólki að ferðast
milli sveitarfélaga í Noregi til að
dvelja þar í sumarbústöðum.
Ástæðan er hugsanlegt aukaálag á
heilbrigðisstarfsfólk dvalarsveit-
arfélaganna reynist sumarbústaða-
fólk smitað af kórónuveirunni.
Høie þarf ekki að gera annað en
að ákveða gildistöku reglugerð-
arinnar sem var samin og samþykkt
í ríkisráði á sunnudaginn, samkomu
Noregskonungs og ríkisstjórn-
arinnar. „Þarna er reglugerð sam-
þykkt með stoð í sóttvarnalögum,
en ríkisráð hefði eins getað sam-
þykkt að víkja öðrum lögum til hlið-
ar í neyðartilfelli,“ sagði norski lög-
maðurinn John Christian Elden í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöld.
Sekt eða fangelsisdómur
Gera nýju sumarbústaðalögin ráð
fyrir að þeir, sem brotlegir gerist,
megi reikna með allt að 15.000
króna sekt, rúmlega 200.000 ís-
lenskra króna, eða tíu daga fangels-
isdómi fyrir að lauma sér í bústað.
Erna Solberg forsætisráðherra
lét þau boð út ganga í síðustu viku
að Norðmenn skyldu hafa sig hið
bráðasta heim úr bústöðum sínum
og bauð fram aðstoð heimavarna-
liðs landsins við heimförina, tilboð
sem túlkað hefur verið sem kurt-
eislega orðuð hótun um að fólk yrði
flutt heim með vopnavaldi.
Fjöldi fólks hefur beðið um und-
antekningar. „Það eru engar und-
antekningar frá þessum tilmælum,“
sagði Høie við norska ríkisútvarpið
NRK í gær, „fari fólk ekki eftir því
sem við óskum sjáum við ekki aðra
leið færa en að banna sumar-
bústaðaferðir.“
Høie vill banna
sumarbústaðaferðir
Boðar 200.000 króna sekt eða fangelsi
Wikipedia
Veiran Bent Høie ráðherra hótar
bústaðaförum refsingum.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir japönsk
stjórnvöld ætla sér af einurð að halda Ólympíuleikana
í sumar, hvað sem kórónuveirunni líði. „Heilir Ólymp-
íuleikar eru stefna okkar,“ tók Seiko Hashimoto, ráð-
herra íþróttamála, undir með forsætisráðherra í gær
og átti við að leikarnir skyldu haldnir óstyttir og með
öllum áhorfendum.
Alþjóðaólympíunefndin kom saman til fundahalds í
gær þar sem leikarnir voru ræddir og ekki síður aðrir
íþróttaviðburðir, sem ætlað var að skera úr um keppn-
isréttindi íþróttamanna á Ólympíuleikunum, en felldir
hafa verið niður eða þeim frestað.
Um miðjan dag í gær hafði veiran lagt 28 manns að velli í Japan og
voru smittilfelli komin yfir 1.400. Sá hluti hlaupsins með ólympíu-
kyndilinn sem liggur um Japan á að hefjast í Fukushima í næstu viku,
26. mars.
Móttökuathöfn vegna viðburðarins verður felld niður, en fólki ekki
bannað að koma að hlaupaleiðinni og fylgjast með ferð kyndilberans.
Mark England, fararstjóri breska ólympíuliðsins, sagði í breska rík-
isútvarpinu BBC í gær að allur undirbúningur væntanlegra þátttakenda
miðaðist við að leikarnir færu fram.
Vilja halda leika hvað sem tautar og raular
Shinzo Abe for-
sætisráðherra.
ÓLYMPÍULEIKARNIR
BANNER-UP STANDAR
Ódýr
og einföld
leið til að
kynna
þína vöru.
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
Bláa stellið er komið
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Opið virka daga kl. 10-18, lokað laugardaga