Morgunblaðið - 24.03.2020, Page 6

Morgunblaðið - 24.03.2020, Page 6
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 Starfsfólk bráðamóttöku Landspít- alans er með mikilvæg skilaboð til almennings: „Við erum hér fyrir þig, vertu heima fyrir okkur.“ Mikið mæðir á heilbrigðisstarfs- fólki alls staðar í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins og fer starfsfólk bráðamóttöku Land- spítalans ekki varhluta af ástand- inu. Hjúkrunarfræðinemi sem starfar á bráðamóttökunni segir fólk þó auðvitað velkomið á bráðamóttök- una telji það sig þurfa á aðstoð hennar að halda. Finni fólk fyrir einkennum kór- ónuveirunnar er það hvatt til að hringja í síma 1700. Ljósmynd/Landspítalinn Bráðamóttakan Skýr skilaboð frá starfs- fólki til almennings í þessu ástandi. „Hér fyrir þig, vertu heima fyrir okkur“ Reykjavíkurborg hefur til skoð- unar hvort kveikt verði sér- staklega á friðar- súlu Yoko Ono í Viðey, heil- brigðisstarfsfólki og öðrum í fram- varðasveitinni til heiðurs. Ábending um þetta barst gegnum átakið Stöndum saman, og var komið á framfæri við borgina. Þar fengust þau svör að frá 20. mars sl. og fram til 27. mars sé reyndar kveikt á súlunni en það er til að minnast brúðkaups Yoko Ono og John Lennon. Kveikt á friðarsúl- unni til 27. mars Enterprise-bílaleigan vill leggja sitt af mörkum til að styðja íslenskt heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk almannavarna, framvarðasveitina svonefndu. Býður bílaleigan þess- um aðilum ókeypis bílaleigubíl í tvo daga. Bílarnir verða afgreiddir frá BSÍ, í næsta nágrenni við Landspít- alann á Hringbraut. Vilji viðkom- andi hafa bílinn lengur er í boði að leigja hann á 1.000 kr. á dag. Til- boðið gildir a.m.k. til 30. apríl nk. Bjóða ókeypis bíla- leigubíl í tvo daga Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum fullbókaðir allan daginn og fram á kvöld. Það verður unnið fram eftir,“ sagði Jón Halldór Guð- mundsson, hárgreiðslumeistari á rakarastofunni Effect við Berg- staðastræti, um miðjan dag í gær. Jón Halldór og samstarfsmenn hans eru á meðal þeirra sem loka þurfa fyrirtækjum sínum næstu vik- urnar vegna herts samkomubanns af völdum kórónuveirufaraldursins sem tók gildi á miðnætti. Þegar ljóst var í hvað stefndi var sett tilkynning á Facebook-síðu rakarastofunnar á sunnudaginn. Segir Jón Halldór að þá hafi margir vaknað upp við vond- an draum og sett sig í samband í von um að komast í stólinn í gær. Ekki reyndist unnt að taka á móti öllum sem það vildu. „Maður veit ekki hvort þetta ástand varir í þrjár eða fimm vikur. Við vonumst eftir því að það fari að lifna yfir þessu eftir páska,“ segir hárgreiðslumeistarinn, sem fagnar því að aðgerðir stjórnvalda þýði að sjálfstæðir atvinnurekendur á borð við hárgreiðslufólk fái einhverjar krónur í kassann meðan á sam- komubanninu stendur. „Nú fer maður bara heim og mál- ar íbúðina. Svo komum við sterkir til baka og lögum allar slæmu heimaklippingarnar sem ráðist verður í á meðan.“ Undanþágur fyrir bráðatilfelli Starfsemi í fjölda atvinnugreina raskast næstu vikurnar vegna samkomubannsins. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, spilasölum, söfnum og skemmtistöðum hefur verið lokað. Starfsemi og þjónusta sem krefst mikillar nálægðar milli fólks er nú óheimil og þar undir fellur til að mynda allt íþróttastarf. Sama gildir um starfsemi hár- greiðslustofa, snyrtistofa og nudd- stofa. Undanþegin banninu er nauðsyn- leg heilbrigðisþjónusta sem ekki getur beðið. Kjartan Hreinn Njáls- son, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að skýrt væri að valkvæð læknisþjónusta flokkaðist ekki þar með en undanþágur yrðu veittar fyrir bráðatilfelli, til að mynda við tannlækningar, sjúkraþjálfun, augn- lækningar og mögulega þjónustu kírópraktora. „Ég geri ráð fyrir að nauðsyn verði metin af heilbrigðisstarfs- manni hverju sinni. Það er líka hægt að leita til landlæknis og spyrjast fyrir,“ segir Kjartan Hreinn, sem bjóst við að nánari upplýsingar um þetta yrði að finna á upplýsingasíðu embættisins bráðlega. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hinstu handtökin Feðgarnir Jón Halldór Guðmundsson og Hjálmar Jónsson klipptu ófáa kollana fyrir lokun í gær. Komum bara sterkir til baka eftir páskana  Lokað á rakarastofum og víðar á næstunni  Mikil röskun Á miðnætti féll hefðbundin þjónusta tannlækna niður tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Óvíst er hversu lengi þetta varir. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, for- maður Tannlæknafélags Íslands, seg- ir farið að tilmælum sóttvarnalæknis um hertar takmarkanir á samkomu- banni og fyrirmælum landlæknis um frestun á valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum. „Bannið nær ekki til neyðarþjón- ustu og munu tannlæknar sinna henni áfram. Allri almennri þjónustu sem getur beðið í nokkrar vikur verð- ur frestað. Þetta er gert til að hefta útbreiðslu COVID-19 faraldurs en eins og gefur að skilja er mikil smit- hætta í tannlækningum vegna ná- lægðar við sjúkling,“ segir hún. Verða nær tekjulausar Þessar takmarkanir munu hafa gríðarleg áhrif á tannlækna. „Það liggur í hlutarins eðli að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á rekstur tannlæknastofa. Þær munu þurfa að standa straum af kostnaði við launa- greiðslur, húsaleigu og alls kyns gjöld en verða nánast tekjulausar næstu mánuðina,“ segir Jóhanna Bryndís. Hún segir tannlækna á Íslandi aldrei hafa upplifað þvílíka röskun á starfseminni. Það hafi aldrei gerst áð- ur í sögu Tannlæknafélags Íslands að þjónustan falli niður á þennan hátt. Veltan þegar dregist saman Áður en þessar hertu aðgerðir tóku gildi hafi margir verið farnir að veigra sér við að koma til tannlæknis sökum ástandsins. Veltan hafi því þegar dregist saman. „Það stefnir í skort á nauðsyn- legum hlífðarbúnaði sem við þurfum til að geta sinnt vinnu okkar. Við þurfum meðal annars að hafa andlits- grímur og hanska en það hefur skap- ast skortur á þeim búnaði á heims- vísu. Það er líka áhyggjuefni,“ segir Jóhanna Bryndís. baldura@mbl.is Tannlækna gæti skort hlífðarbúnað  Munu aðeins sinna neyðarþjónustu  Óvíst er hversu lengi þetta varir Morgunblaðið/Þorkell Faraldur Kórónuveiran hefur víð- tæk áhrif á ýmsar atvinnugreinar. Ársfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem halda átti í dag, þriðjudaginn 24. mars, er frestað um óákveðinn tíma. Þetta er gert í ljósi gildandi samkomubanns stjórnvalda vegna COVID-19. Nánari upplýsingar á vef sjóðsins live.is Ársfundi frestað Lífeyrissjóður verzlunarmanna — live.is „Það er höfðað til hvers sjúkra- þjálfara fyrir sig að hann leggi sitt faglega mat á hvaða tilvik þola bið í átta vikur og hvaða til- vik ekki. Það eru mjög óljósar lín- ur í þessu og mikil ábyrgð sett á einstaka heilbrigðisstarfsmenn að leggja slíkt mat á,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara. Í hertum reglum um samkomu- bann vegna kórónuveirufaraldurs- ins er starfsemi og þjónusta sem krefst mikillar nálægðar milli fólks eða skapar hættu á of mikilli nálægð óheimil. Bráðatilfelli í læknisþjónustu eru þar und- anþegin, en erfitt er að segja til um hvaða þjónusta sjúkraþjálfara flokkast þar undir. „Stjórnsýsla okkar er svo veik- burða að hún getur ekki betur en hér eru auðvitað allir að fóta sig í glerhálku. Við höfum bent okkar fólki á góðar leiðbeiningar sem fá má á heimasíðum kollega okkar erlendis,“ segir Unnur. Misjafnt sé eftir verkefnum hvers og eins sjúkraþjálfara hvernig þeir hagi málum sínum á næstunni. Ein- hverjir loki alveg en aðrir ekki. hdm@mbl.is „Óljósar línur“ fyrir sjúkraþjálfara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.