Morgunblaðið - 24.03.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.03.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 Um heim allan glíma nú menn við afleiðingar kórónu- veirufaraldurs og er Egyptaland þar engin undantekn- ing. Þessi maður gekk í gær á milli jarðneskra leifa hátt settra Forn-Egypta á forngripasafninu í Kaíró og úðaði sótthreinsivökva á allt sem fyrir varð. Staðfest smit kórónuveiru í Egyptalandi voru í gær um 330 talsins og höfðu á sama tíma 14 látist vegna veirunnar. Í hópi hinna látnu eru tveir háttsettir her- foringjar, en egypsk stjórnvöld tilkynntu um andlát þeirra í þarlendum fjölmiðlum. Sótthreinsað við fætur Forn-Egypta AFP Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Stríðið gegn kórónuveirunni er nú háð af mikilli hörku um heim allan. Vel yfir 350 þúsund manns eru smit- aðir og yfir 15 þúsund látnir. Að minnsta kosti 100 þúsund eru hins vegar aftur komnir til fullrar heilsu eftir kórónuveirusmit. Í New York-ríki í Bandaríkjun- um, þar sem búið er að greina um 21 þúsund kórónuveirusmit, eru menn uggandi yfir því sem koma skal. Bill de Blasio, borgarstjóri New York- borgar, segir að sjúkrahús borgar- innar muni að óbreyttu kikna undan miklu álagi á næstu dögum. Nauð- synlegt sé að heilbrigðisstarfsfólk fái meiri búnað til að takast á við verkefnið sem fram undan er. „Ég get bara ábyrgst að við kom- umst í gegnum þessa viku með þeim búnaði sem við höfum núna,“ sagði Blasio í samtali við fréttastofu CNN. „Ég vil bókstaflega sjá hundruð öndunarvéla. Ég vil sjá hundruð þúsunda og milljónir and- litsgríma, ef þetta kemur ekki snemma í þessari viku þá verðum við í þeirri stöðu að geta ekki bjarg- að þeim sem við hefðum getað bjargað,“ bætti hann við. Staðfest tilfelli kórónuveiru í Bandaríkjunum voru í gær um 40 þúsund og hefur veiran greinst í öll- um 50 ríkjunum. Hátt í 500 eru látn- ir, af þeim eru 157 í New York. „Það er sláandi að þurfa að segja þetta. Fyrir fáeinum dögum var ég viss um að við kæmumst örugg inn í apríl. Þetta dreifist svo hratt núna að ég get ekki staðið við það,“ sagði Blasio enn fremur. Samkvæmt tölum sem CNN birti í gær eru 13% þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í New York nú á sjúkrahúsi. Voru 20-21% þegar verst var. Þá eru 24% þeirra sem eru á sjúkrahúsi á gjörgæslu- deild. Ríkisstjóri New York, And- rew Cuomo, segir ljóst að mesta neyðin þar vestra sé nú í New York. Hersveitir kallaðar til starfa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur virkjað þjóðvarðliða í barátt- unni við veiruna og verða hermenn sendir til ríkjanna New York, Kali- forníu og Washington, en þar er kórónuveirufaraldurinn skæðastur í Bandaríkjunum. Er hlutverk þeirra einkum að flytja lyf og sjúkragögn og setja upp færanlegar sjúkra- stöðvar til að sinna veikum. Þá hefur ríkisstjóri Michigan, Gretchen Whitmer, skipað íbúum þar að halda sig heima. Undanþegn- ir eru þeir eingöngu sem sinna allra mikilvægustu störfunum. „Þetta eru fordæmalaust ástand sem kallar á samvinnu okkar allra til að vernda fjölskyldur og sam- félag. Besta leiðin til að hægja á veirunni er að halda okkur heima,“ er haft eftir ríkisstjóranum í til- kynningu. Fleiri ríki Bandaríkjanna fara nú svipaða leið, meðal annars Massa- chusetts. Þar verður allri starfsemi hætt sem ekki er talin nauðsynleg. Líkt og í New York er þar mikil þörf á góðum hlífðarbúnaði fyrir heil- brigðisstarfsfólk. Uggandi yfir því sem koma skal  Um 40 þúsund greindir með kórónuveirusmit í Bandaríkjunum  Borgarstjóri New York segir að sjúkrahús kunni að kikna undan álagi  Get bara ábyrgst að við komumst í gegnum þessa viku, segir hann Smit í Bandaríkjunum » Staðfest kórónuveirusmit um 40 þúsund og finnst veir- an í öllum ríkjum Bandaríkj- anna. » Um 500 eru látnir, þar af yfir 150 í New York-ríki. » Mikið álag er á sjúkrahús í New York-borg og er óttast að þau muni illa ráða við ástand- ið. » Mikil þörf er á öndunar- vélum og nauðsynlegum hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðis- starfsfólk. » Þjóðvarðliðar verða sendir til ríkjanna New York, Kali- forníu og Washington til að sinna hjálparstarfi. » Mörgum sagt að halda sig heima til að hefta útbreiðslu.AFP Óvenjulegt Fáir voru á ferli á Times Square í New York-borg í gær en vanalega iðar þetta svæði af mannlífi. Pólsk stjórnvöld skoða nú hvort leyfa skuli allt að 20 þúsund föngum að afplána dóm sinn utan fangelsa landsins vegna mikillar útbreiðslu kórónuveiru. Er það fréttastofa Reuters sem greinir frá þessu. Staðfest tilfelli kórónuveirusmita í Póllandi voru í gær rétt tæp 700 og höfðu þá átta manns látist þar vegna veirunnar. Í Póllandi er nú meðal annars búið að loka skólum, kvik- myndahúsum og banna ýmsa opin- bera viðburði og mannamót. Þá er einnig búið að banna erlendum ríkis- borgurum að ferðast til Póllands og hafa stjórnvöld þar hvatt þegna sína til að halda kyrru heima fyrir. Samkvæmt hugmyndum dóms- málaráðuneytisins verður þeim föngum sem hlotið hafa allt að 18 mánaða dóm leyft að afplána hann utan fangelsa en slíkt er nú einungis í boði fyrir þá sem dæmdir hafa verið í eins árs fangelsi eða minna. Til að minnka hættu á smiti í fang- elsum í Póllandi var ákveðið að banna allar heimsóknir til fanga og fella niður nær alla vinnu. Sum fang- elsi framleiða þó varnarklæðnað og grímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Að sögn Reuters eru nú alls yfir 75 þúsund manns í 172 fangelsum í Pól- landi. khj@mbl.is Veiran gæti losað fangelsi  Um 20 þúsund fangar gætu afplánað utan veggja í Póllandi Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUMMINNINGANNA TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.