Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÍRússlandi hef-ur rann-sóknar- lögreglan hafið rannsókn á því hvort rússneskur læknir, sem greinst hefur með kórónuveiruna, hafi sýnt af sér glæpsamlega hegð- un vegna þess að hann fór ekki í sjálfskipaða sóttkví við heim- komu frá Spáni. Læknirinn var fyrsti sjúk- lingurinn, sem greindist með veiruna í Stavropol. Er talið að mörg hundruð manns hafi verið berskjölduð fyrir veirunni vegna þess að læknirinn fór ekki í sóttkví. Maður í Taívan var í gær sektaður um tæpar fimm millj- ónir króna vegna þess að hann stakk af úr einangrun til þess að fara að skemmta sér í nætur- klúbbum í Taípei. Maðurinn átti að vera í einangrun heima hjá sér eftir heimkomu frá Suð- austur-Asíu, en lögregla greip hann úti á lífinu á sunnudag. Bresku dagblöðin voru í gær- morgun full af myndum af þyrpingum fólks á almannafæri í vorblíðunni undir fyrisögnum um að Boris Johnson forsætis- ráðherra myndi snarherða að- gerðir til að takmarka út- breiðslu kórónuveirunnar ef fólk gætti sín ekki sjálft. Þessi dæmi úr fréttum gær- dagsins bera því vitni að mikið er í húfi og hversu langt stjórn- völd eru tilbúin að ganga til þess að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hin harkalegu við- brögð í Rússlandi og á Taívan eru ugglaust fyrst og fremst til þess að skapa fordæmi og koma í veg fyrir hegðun, sem ekki er til eftirbreytni. Stjórnvöld í Bretlandi eru treg til þess að grípa til harka- legra aðgerða og beita ríkis- valdi til að hafa vit fyrir fólki, en kórónuveiran lætur sér frelsi einstaklingsins og hik ráðamanna við að skerða það í léttu rúmi liggja þegar hún fer á milli manna. Hér á landi er smám saman verið að bæta í takmarkanir á samkomum og samgangi milli fólks. Áhrif þessara takmark- ana velta á því að þær verði virtar. Ógjörningur er að efna til víðtæks eftirlits á Íslandi til að gæta þess að farið sé eftir þessum takmörkunum og tæp- ast eftirsóknarvert að láta þá, sem ekki fara eftir þeim, sæta þungum refsingum. Hins vegar er hægt að ætlast til þess að hvað sem líði per- sónulegum óþægindum hegði fólk sér skynsamlega, standi saman og fari eftir þeim tak- mörkunum, sem settar hafa verið, og leggi sig fram um að rjúfa smitleiðir veirunnar þannig að hún valdi sem minnstum skaða hér á landi. Þetta er spurning um heil- brigða skynsemi og um leið besta ráðið til að tryggja að takmarkanirnar dragist ekki á langinn. Það er lykilatriði að virða takmarkanir til að þær dragist ekki á langinn} Samstaða og skynsemi Það er ekkert aðþví, og iðulega heilbrigt og gott, að efasemdir séu viðraðar opin- berlega og ótæpi- lega þegar „opin- ber sannindi“ eru máluð á veggi. En um kórónuveiruna verður ekki lengur deilt. Hún fer yfir og í það sem fyrir verð- ur og henni liggur reiðinnar ósköp á. Heimsniðurstaðan er sú, um leið og það er viðurkennt að faraldursóvætturin muni að mestu leyti fara sínu fram, að ekki sé útilokað að beina för og hraða. Ekkert mjög mikið, en þó þannig að sköpum getur skipt. Reynslan kennir að við stoppum ekki endilega snjóflóð- in sem hlaðast upp og hóta okk- ur öllu illu uppi í hlíðinni. En hún kennir líka að það má láta það geiga, svo að öllu munar. Eftir að það varð þekkt hefði aðgerðarleysi í þeim efnum aldrei verið fyrirgefið. Við get- um ekki tryggt að þeir sem veikastir standa hafi allir betur gagnvart veirunni. En það má tryggja langflestum það að heilbrigðisstéttir okkar geti óbug- aðar háð baráttuna með þessum hópi. Og það munar öllu. Því er örugglega þjóðarstuðningur við þær tilraunir. Enginn lætur eins og gefa megi óskeikul svör við hverri vangaveltu. En leiddar eru líkur að því hvaða skref séu hagfelldust í vondri stöðu. Ríkisstjórnir einstakra landa forðast að grípa til stjórnsöm- ustu ákvarðana, sem ættu ekki að líðast á friðartímum fyrr en kominn er jarðvegur til þess. Það er vandasamt spil. Síðast í gær tilkynnti Johnson forsætis- ráðherra útgöngubann í Bret- landi. Hann hefur „ríkisvætt“ lestakerfi þess í einni svipan án þess að heyrist múkk. „Corbyn hvað,“ muldrar einhver. Óræð og illvíg neyð, sem verður ekki hrundið nema með órofa sam- stöðu, ræður nú för. Á næstu 8 vikum sést hvort teknar voru réttar ákvarðanir, en ekki hvort aðrar betri voru tiltækar} Allir í sama bát S amfélagið tekst nú á við krefjandi tíma, þar sem ýmsir upplifa óvissu yfir komandi vikum. Það á jafnt við um námsmenn og aðra, enda hafa takmarkanir á skólahaldi reynt á en líka sýnt vel hvers menntakerfið er megnugt. Leik- og grunnskólar taka á móti sínum nemendum og framhalds- og há- skólar sinna fullri kennslu með aðstoð tækn- innar. Á vandasömum tímum er mikilvægt að tryggja vellíðan nemenda og sporna við brotthvarfi úr námi. Skólastjórnendur, kenn- arar, starfs- og námsráðgjafar og fleiri hafa þegar brugðist við og gripið til aðgerða til að halda nemendum virkum, til dæmis með hvatningar- og stuðningssímtölum, rafrænum samskiptum og fundum, þar sem því hefur verið komið við. Fyrir nokkrum vikum ákvað stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, í samvinnu við mennta- og menn- ingarmálaráðuneyti, að koma til móts við nemendur með því að taka til greina annars konar staðfestingu skóla á ástundun nemenda en hefðbundnum vottorðum um einingar sem lokið hefur verið við. Jafnframt var ákveðið að námsmenn gætu sótt um aukaferðalán vegna sérstakra aðstæðna sem gætu komið upp vegna farald- ursins. Þessi fyrstu skref sýndu mikinn samstarfsvilja hjá LÍN. Um viku síðar varð ljóst að takmörkun á skólastarfi yrði enn meiri en upphaflega var ráðgert og aftur brást LÍN fljótt við, hækkaði tekju- viðmið, seinkaði innheimtuaðgerðum og breytti reglum við mat á undanþágum. Allt miðar þetta að því að sýna sveigjanleika og létta á áhyggjum námsmanna við fordæma- lausar aðstæður. Þessi viðhorf eru mjög í anda frumvarps til nýrra laga um Menntasjóð námsmanna, sem miðar að því að bæta hag námsmanna. Frumvarpið er til meðferðar hjá Alþingi og verður væntanlega að lögum á þessu þingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á stuðn- ingi við námsmenn, mun leiða til betri fjár- hagsstöðu námsmanna og lægri skuldastöðu að námi loknu. Til dæmis fá foreldrar í námi fjárstyrk en ekki lán til að framfleyta börn- um sínum. Jafnframt er hvati til bættrar námsframvindu, með 30% niðurfærslu á láni ef námi er lokið innan tiltekins tíma. Það stuðlar að betri nýtingu fjármuna, aukinni skilvirkni og þjóðhags- legum ávinningi fyrir samfélagið. Heimilt verður að greiða út námslán mánaðarlega og lánþegar geta valið hvort lánin eru verðtryggð eða óverðtryggð. Öll þessi atriði vega þungt á vogarskálunum þegar kemur að því að styðja við námsmenn á erfiðum tímum. Nú þurfum við að gera það sem þarf, horfa fram á við og tryggja að námsstuðningur hins opinbera stuðli að jafnrétti til náms. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Mikilvægur stuðningur við námsmenn Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hugmyndir og ábendingarsem Samband íslenskrasveitarfélaga hefur beinttil sveitarfélaganna að hrinda í framkvæmd sem viðspyrnu fyrir atvinnulífið vegna samdráttar í kórónuveirufaraldrinum gætu kostað þau samtals um 20 milljarða króna. Að- gerðirnar felast meðal annars í flýt- ingu framkvæmda, frestun á gjald- dögum fasteigna- gjalda, lækkun gjalda og atvinnu- átaks. „Við teljum að með þessari við- spyrnu séu sveitar- félögin að koma mjög myndarlega inn í þá aðstoð sem fyrirtækjum og ein- staklingum er nauðsynleg á þessum tíma,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga. Háð lagabreytingum Aldís bendir á að hvert sveitar- félag sé sjálfstætt stjórnvald og þess vegna beini stjórn Sambandsins þeim tilmælum til þeirra að hrinda aðgerð- unum í framkvæmd, eins og hægt er á hverjum stað. Margar helstu aðgerð- irnar eru háðar lagabreytingum frá Al- þingi og því að ríkið liðki fyrir þeim. Aldís segir að það sé forsenda fyrir því að sveitarfélögin auki útgjöld sín og lækki tekjur að fjármálareglur sveitar- félaga verði rýmkaðar. „Sveitarfélögin mega ekki reka sig með tapi og hámark er á skuldahlutfalli þeirra. Við verðum að fá undanþágu frá þessu og hún verð- ur að vera til lengri tíma, til þess að þau fái nægjanlegt svigúm til framtíðar. Enginn mun ráðast í aðgerðir sem leiða til þess að sveitarfélagið lendi í eftirlits- nefnd með fjármálum sveitarfélaga.“ Að mati sambandsins þarf að breyta lögum til þess að sveitarfélögin haldi lögveði í fasteignum þótt sveitar- félög fresti gjalddögum fasteigna- gjalda. Þá er flýting viðhaldsfram- kvæmda sveitarfélaga tengd því að tekin verði upp endurgreiðsla á virðis- aukaskatti vegna framkvæmdanna. Al- dís bendir á að virðisaukaskattur hafi verið endurgreiddur af viðhaldskostn- aði sveitarfélaga eftir hrun og það hafi skilað sér vel. Meðal aðgerða sem lagðar eru til við sveitarfélögin er frestun á að minnsta kosti tveimur gjalddögum fasteignagjalda, með sama sniði og rík- ið hyggst bjóða fyrirtækjum vegna staðgreiðslu og tryggingagjalds. Þær miðast við einkafyrirtæki sem orðið hafa fyrir verulega tekjutapi vegna kórónuveirunnar. Lagt er til að við álagningu fast- eignagjalda fyrir næsta ár verði horft til hækkunar í takt við verðlagsbreyt- ingar en ekki hækkun fasteignamats. Þá er lagt til að kannaðir verði mögu- leikar á lækkun gjaldskrár og tíma- bundna lækkun eða niðurfellingu til- tekinna gjalda. Þar er meðal annars átt við leikskóla- og mötuneytisgjöld á meðan börnin nýta ekki þjónustu leik- skóla og grunnskóla. Lagt er til að viðhaldskostnaður verði aukinn og honum flýtt, sömuleið- is verði ráðist í fráveituframkvæmdir. Þá verði stofnframkvæmdum á vegum sveitarsjóða og dótturfélaga flýtt. Lagt er til að sveitarfélög bjóði allt að 1.000 störf í atvinnuátaksverk- efnum í samvinnu við Atvinnuleysis- tryggingasjóð og þess verði sérstak- lega gætt að störfin henti konum og fólki af erlendum uppruna. Loks má nefna að landshlutasamtök sveitar- félaga verða hvött til að leggja aukinn þunga á ferðaþjónustutengd verkefni á næstu árum og átak til kynningar ferðaþjónustu í heimabyggð. Sveitarfélög leggja 20 milljarða í púkkið Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvöldsól Sveitarfélögin kanna frestun á að minnsta kosti tveggja gjalddaga fasteignagjalda hjá einkafyrirtækjum sem verða fyrir miklu tekjutapi. Aldís Hafsteinsdóttir Kórónuveiran hefur sett margt úr skorðum í Hveragerði. Hefð- bundið skólahald lagðist af þar sem meirihluti barna í grunn- skólanum, um 250 börn, og 23 starfsmenn skólans, voru í sóttkví sem lauk í gærkvöldi. Að meðtöldum foreldrum og yngri systkinum má áætla að yfir 500 manns hafi verið í sóttkvínni. Aldís Hafsteinsdóttir bæjar- stjóri segir að ákveðið hafi ver- ið að hefja ekki hefðbundið skólastarf að svo stöddu en reyna að sinna börnunum með öðrum hætti. Jafnframt hafi leikskólunum verið lokað. Hins vegar fái börn foreldra úr for- gangshópum fulla þjónustu sem og börn sem búa við sér- stakar heimilisaðstæður. For- gangshóparnir eru fjölmennir í Hveragerði enda er þar margt heilbrigðisstarfsfólk. Aldís seg- ir að börnin í þessum hópum séu um 15 í grunnskólanum og 46 í leikskólunum. Á hún von á fleiri börnum úr forgangs- hópum í grunnskólann. 60 börn fá fulla þjónustu GRUNN- OG LEIKSKÓLUM Í HVERAGERÐI LOKAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.