Morgunblaðið - 24.03.2020, Side 19

Morgunblaðið - 24.03.2020, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 fjallaði um gjafmildi. Mig minnir að falið lyf í konfektmola hafi komið við sögu. Að frásögn lok- inni mælti amma ávallt: „Mér þykir gjafmild svo fallegt orð.“ Þannig kenndi amma mér að orð gætu verið falleg, að tungumálið væri lifandi. Takk fyrir samveruna og kær- leikinn sem þú veittir öllum á lífsleið þinni. Garðar Sigurðarson. Hrafnhildur, amma barnanna okkar Höllu Margrétar, hefur kvatt okkur og skilið eftir góðar minningar. Minningar um gæsku og elsku sem voru svo sjálfsögð og eðlileg af hennar hálfu að aldrei hafði hún sjálf orð á því. Ég minnist hennar hlýju, hennar smáu sem stóru viðvika fyrir mig, barnabörnin og fjölskyld- una. Hún kunni þá list að bjóða greiða, alltaf tilbúin en aldrei uppáþrengjandi. Meira að segja fannst manni að maður væri að gera henni greiða með því að þiggja aðstoð hennar. Það var gott að koma til tengdó og það var gott að fá hana í heimsókn. Það er margt sem af henni má læra og má þar nefna að ganga glaður að hverju verki, vinna það vel og vera stoltur af því. Auk þess má taka hana sér til fyr- irmyndar í hve glöð og sátt hún ávallt var og hún kunni þá list að hlæja að sjálfri sér. Nú þegar hún hefur kvatt þetta jarðlíf er dýrmætt að eiga fallegar minn- ingar um hana. Sólmundur Már Jónsson. „Í dag kveðjum við móður- systur mína hana Höddu. Þegar ég var lítill strákur og jafnvel fram á unglingsárin, var ég sendur í pössun á Lindarflötina, heimili hennar og Jóa. Þar þótti mér gott að vera, mikið af krökk- um og annar bragur á heimilis- haldinu en heima hjá mér, sem þó byggði á sömu grunngildun- um; hlýju, gleði og væntum- þykju, sem maður átti að venjast á Norðurbrautinni hjá afa og ömmu. Ég fékk snemma matarást á móðursystur minni, alla vega hvað varðar bakkelsi. Mig dreymir enn um eplakökuna hennar sem átti engan sinn líka, hana fékk ég í fjölmörgum af- mælum, fermingar- og útskrift- arveislum, að ekki sé talað um jólaísinn, en sérstaklega var ég sólginn í ástarpungana sem hún bakaði. Í dag kaupi ég iðulega ástarpunga í bakaríum borgar- innar og hugsa til Höddu, en þeir eru oftast of mikið steiktir, of lin- ir eða of harðir. Gott þótti mér að koma heim og sjá poka af þessu lostæti á eldhúsborðinu, þá vissi ég að Hadda hafði verið í heimsókn. Hún var líka nösk á að gefa manni gjafir sem voru óhefðbundnar. Til dæmis fékk ég frá henni forláta skrúfjárnasett sem ég átti í mörg ár og notaði meðal annars til að taka í sundur og rannsaka vekjaraklukkur og segulbandstæki – frábær gjöf fyrir lítinn strák sem mörgum árum síðar varð vélaverkfræð- ingur. Ég votta frænkum mínum og frændum samúð mína, megi guð blessa minningu Höddu okkar.“ Halldór Magnússon. Hadda frænka, en við systk- inin kölluðum hana aldrei neitt annað, var svona manneskja sem bakaði sætabrauðsdrengi. Það gerði hún fyrir okkur öll og börnin í stórfjölskyldunni þegar þeim fjölgaði. Allir fengu sinn dreng. Við kveðjum nú þessa brosmildu, hlýju og indælu konu full þakklætis. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til Höddu. Dyrnar á vaskahúsinu á Lindarflötinni voru alltaf opnar og þegar inn var komið var manni fagnað með breiðu brosi og kveðjunni: „Ertu komin, elskan mín?“ Ef eitthvað bjátaði á stóð faðmurinn strax opinn og lægi maður heima í flensu var Hadda alltaf fyrst á svæðið með ráð undir rifi hverju. Eplaedikið var hennar helsta leynivopn í þeirri bar- áttu, trúin á töframátt þess óbil- andi. Á sumardegi þegar geit- ungur gerði sig heimakominn í gluggakistu og maður var einn heima var rétta ráðið að hringja í Höddu. Bjargvætturinn var ekki lengi að bruna á hjóli með gula gúmmíhanska á höndum, tilbúinn í allt. Gleðin var alltaf í fyrirrúmi á Lindarflötinni. Samheldinn barnahópur heiðurshjónanna Höddu og Jóa alltaf í stuði, fjör og ævintýri aldrei langt undan. Heimilið var fallegt og bjart, mótað af smekkvísi húsmóður- innar, og svo var tónlist í loftinu því að yfirleitt var einhver að æfa sig á hljóðfæri, ef elsku Jói frændi var þá ekki að halda uppi stuðinu á nikkuna. Og í miðju heimilislífsins var svo Hadda, dugnaðarforkur til allra verka og fullkomin sönnun þess hvað stórfjölskyldan er manni mikilvæg. Að umgangast manneskju eins og Höddu styrkir þroska einstaklingsins, hjálpar til við að búa til heilsteypta mann- eskju úr manni. Hadda kunni að móta þann leir sem við öll erum í höndum ástvina okkar á með- an við erum að fóta okkur í líf- inu. Hún kunni að umgangast börn og það hvernig hún tók manni á barnsaldri sýndi vel hvaða manneskju hún hafði að geyma. Hún var þroskuð sál, bóngóð, jákvæð og hjálpsöm. Við systkinin verðum ávallt þakklát fyrir það hlutverk sem Hadda frænka lék í lífi okkar allra. Blessuð sé minning henn- ar. Okkar ástkæra frændfólki, börnunum hennar fjórum og fjölskyldum þeirra, sendum við okkar hlýjustu strauma. Margrét Tómasdóttir, Herdís Tómasdóttir og Guðni Tómasson. Í dag kveðjum við Hrafnhildi eða Höddu eins og hún var gjarnan kölluð. Ég er æskuvinkona Ásu dótt- ur hennar og var mikið inni á heimili þeirra, sem einkenndist af miklu lífi: Tónlist, harmon- ikka, trompet, píanó, hannyrðir, ástarpungar, mors í bílskúr, besta kæfubrauðið og hlátur aldrei langt undan. Hadda var svo sannarlega yndisleg manneskja, hlý, já- kvæð, skemmtileg, greind, dríf- andi og ekki síst gefandi í öllum samskiptum. Hadda var klett- urinn. Hún hafði einstaklega umvefjandi nærveru og góða orku. Það eru forréttindi að alast upp með fólki gæddu þess- um eiginleikum og svo sannar- lega gott veganesti út í lífið. Ég verð henni ævinlega þakklát. Ég enda þessi kveðjuorð á nokkru sem Hadda sagði oft við okkur og hefur fylgt mér síðan. Guð geymi þig, elsku Hadda. Ragnhildur. Árið 1954 var Húsmæðra- kennaraskóli Íslands settur, en hann var þá til húsa í Háskóla Íslands. Að athöfn lokinni fylgdumst við að tvær tilvon- andi skólasystur. Á milli okkar myndaðist fljótlega órjúfanleg- ur vinskapur sem entist alla ævi. Í ljós kom að mæður okkar höfðu verið skólasystur árið 1928 í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði. Tíminn leið og við eignuðumst báðar fjölskyldur og bjuggum báðar í sama bæj- arfélagi. Börnin okkar komu í heiminn. Við kenndum saman í mörg ár og undum saman í leik og starfi. Vinskapur þinn var einstakur og hann færðist yfir á börnin okkar. Takk fyrir allt, kæra vinkona. Ásdís. ✝ Anna BjörkÞorvarðardótt- ir var fædd á Akra- nesi 26. mars 1979. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness eftir stutt veikindi 16. mars 2020. Foreldrar Önnu Bjarkar eru Þor- varður B. Magn- ússon, f. 11. júní 1955 og Linda Ör- laugsdóttir, f. 19. febrúar 1955, búsett á Akranesi. Anna Björk átti eina systur, Írisi Björgu Þor- varðardóttur, f. 5. júlí 1974, maki Írisar er Þórður Þórðarson og eiga þau Íris og Þórður 3 börn, þau eru Þórð- ur Þorsteinn, Stefán Teitur og Katrín Þóra. Anna Björk bjó á Laugarbraut 8 Akranesi síðastliðin 20 ár. Anna Björk var starfsmaður Fjöliðjunnar á Akranesi til fjölda ára einnig var Anna Björk virkur þátttakandi í Íþróttafélaginu Þjót á Akranesi. Útförin fer fram í kyrrþey. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér, og þú skalt vera mín – í söng og tárum. (Davíð Stefánsson) Af ástúð, en með sorg í hjarta, kveðjum við dóttur okkar og syst- ur. Anna Björk hafði um ævina unnið marga sigra á þeim hætt- um sem að heilsu hennar steðj- uðu, en sá dagur kom að hún lagði augun aftur hinsta sinni. Blikið í augum hennar, sem fylgt hefur okkur á lífsleiðinni, er slokknað og kveðjustund runnin upp. Lífsgleði, þrautseigja og lífs- kraftur Önnu Bjarkar snerti fleiri en okkur fjölskylduna. Samferða- fólk Önnu Bjarkar og vinir minn- ast hennar af hlýju og aðdáun fyrir dugnað hennar og lífsgleði – allar stundir krefjandi ævidaga. Við fjölskyldan varðveitum allar þær góðu stundir sem samleið okkar bar með sér og geymum í hjarta alla þá ást og þann kær- leika sem dóttir okkar og systir gaf af sér. Þegar sorgin knýr dyra er huggunin fólgin í minn- ingunum og þar eigum við mikinn fjársjóð sem til hefur orðið á gleðistundum, í daglegu amstri, en ekki síður þegar sigrar unnust á braut lífsleikni, þroska og fé- lagslegra aðstæðna. Við kveðjum Önnu Björk með allri þeirri væntumþykju og ást sem býr í brjóstum okkar. Megi minningin um dóttur okkar og systur vera okkur bjart og fallegt leiðarljós um ókomna daga. Anna Björk var lífsins gjöf sem við end- urgjöldum með ást og kærleika. Kveðja, mamma, pabbi og Íris systir og fjölskylda. Elsku hjartans uppáhaldsvin- kona mín. Ég trúi ekki að það sé komið að leiðarlokum, þetta gerð- ist alltof skyndilega og það er erf- itt að sætta sig við þennan missi. Ég var ekki bara starfsmaður þinn og þú minn skjólstæðingur, við áttum einstakt og dýrmætt vinasamband sem ég er svo óendalega þakklát fyrir. Okkar fyrstu kynni voru, svo ekki sé meira sagt, skrautleg. Ég var tveggja ára og þú þrettán, mamma kom með mig í Brekku- bæjarskóla í heimsókn á sérdeild- ina. Þegar mamma var í hæfilegri fjarlægð, þá tókstu mig upp á hnakkadrambinu og hentir mér í gólfið. Síðan beiðstu hlæjandi eft- ir viðbrögðum, elsku púkinn minn. Það má því segja að í tæp þrjátíu ár hafir þú verið með mig í lófa þínum. Við hlógum oft að þessari sögu saman. Ég var aðeins 17 ára, óharðn- aður unglingur, þegar ég byrjaði að vinna á Laugarbrautinni. Ég segi það satt að ég hefði ekki geta beðið um betri starfsvettvang til að læra á lífið og tilveruna. Þið öll gáfuð mér innsýn í þann fjöl- breytileika sem heimurinn er, þá sérstaklega þú. Það er óbærilegt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að fá að heyra trítlið í tásunum þínum á morgnana þegar þú kemur fram úr, fá hlýja morgunknúsið þitt og í beinu framhaldi spurningarnar „má ég fá brauð með osti og AB mjólk í morgunmat?“ og „hvað er í matinn í kvöld?“ enda var mat- arástin stærsta ástin í lífi þínu. Það er of erfitt að hugsa til þess að við munum aldrei aftur fara á rúntinn saman á föstudögum að kíkja á sætu strákana í bænum (Hæ gæ) og Írisi systur, eða í göngutúr með Neró eða gefa kis- unni. Við höfum gert svo margt skemmtilegt í gegnum árin, ófáar Reykjavíkurferðir sem voru nátt- úrlega tilgangslausar ef ekki var farið í bakarí eða á veitingastað, sveitarúntarnir, sundferðin okkar í fyrra var dásamleg sem og Langasandsbuslið okkar síðasta sumar. Jólaböll André Bachmans standa mikið upp úr enda varstu þar í essinu þínu. Erfiðast finnst mér að hugsa til þess að fá ekki að kúra með þér yfir sjónvarpinu á kvöldin, fikta í bingóinu, rúlla puttunum okkar saman og gilla þig fyrir svefninn. Þú knúsaðir best og kysstir fastast og þú spar- aðir það aldrei, það ætla ég að taka mér til fyrirmyndar út lífið. Tíminn læknar öll sár og ég vona að það sé satt. Björtu grænu augun þín, frekjuskarðið dásam- lega, freknurnar og skakka fal- lega brosið þitt bræddu ekki bara mig heldur hverja einustu mann- eskju sem á vegi þínum varð. Þú smitaðir alla af þinni einstöku lífs- gleði og hamingju, það var aldrei dauð stund í kringum þig. Þú varst undantekningarlaust for- sprakki allra vatnsstríða, kodda- slaga, kitlustríða og eltingaleikja á Laugarbrautinni, þú varst líf og sál heimilisins. Ég þakka fyrir tæknivæðinguna síðustu ár, hún er dýrmæt að því leyti að nú á ég tugi mynda og myndbanda af þér og okkur saman. Þetta geymi ég sem gull um ókomna tíð. Elsku hjartans Anna mín. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér og fyrir alla þá skilyrð- islausu ást sem þú sýndir mér í gegnum tíðina. Þú ert ógleyman- leg, „æj lov jú“. Þín vinkona, „Haggí Hóa“. Kristín Þóra Jóhannsdóttir. Elsku Anna Björkin okkar. Nú er komið að kveðjustund og hún er mjög sár. Núna ertu komin í Sumarlandið og breiðir úr þér þar eins og þér einni tókst alltaf að gera hvar sem þú varst. Elsku Anna Björk, þú varst einstök og áttir risastóran þátt í okkar dag- legu lífi, sem önnuðumst þig. Við minnumst þín og yljum okkur um hjartarætur með þær minningar sem við eigum um þig ljúfan. Þú hafðir þann eiginleika að ná allri athygli hvar sem þú varst. Enda skemmtileg með eindæmum. Við eigum einnig svo góðar minning- ar um þig í formi mynda og einn- ig mikið efni sem fest var á filmu. Enda hafðir þú unun af því, þegar þú í essinu þínu óskaðir eftir því að láta taka af þér myndir. Þú áttir gott bakland hjá þín- um aðstandendum og þau skiptu þig miklu máli, og öfugt. Mikill samgangur var á milli ykkar, þótt hann væri iðulega á þínum for- sendum hvað varðar hve langur tími það var í hvert skipti. Þú átt- ir mjög auðvelt með samskipti þótt þú þekktir viðkomandi ekki baun, það var aukaatriði hjá þér. Við sem þekktum þig minnumst vel hvað margir þekktu og könn- uðust við þig og það var áberandi hvað allir brostu blítt til þín þegar þeir hittu þig og spjölluðu við þig. Búðarferðir og aðrir staðir sem við fórum á með þér voru kapítali út af fyrir sig, því mestallur tím- inn fór í að heilsa og ræða við fólk sem þú kannaðist við. Tákn með tali var þitt sam- skiptaform og hvað þú varst klár í því, og snögg varstu að læra ný tákn og tileinka þér þau. Þú varst samt lunkin að fylgja töluðu máli og það var unun að fylgjast með þér ef þér þótti eitthvað áhuga- vert þá hallaðir þú höfðinu aftur og settir upp óborganlegan svip sem var dásemdin ein. Laugardagsmorgnarnir hafa verið í föstum skorðum hjá þér og föður þínum í áraraðir, þú sótt um leið og þú varst komin á kreik og þá var farið á rúntinn, komið við hjá fjölskyldu, kíkt á fólkið þitt og ísskápurinn skoðaður í leiðinni. Allaf var farið til Írisar systur, enda systurnar nánar. Mamma þín og Íris systir áttu stóran þátt í því hvað þú varst alltaf fín og flott til fara, alltaf svo smart. Börn systur þinnar og Dodda mágs áttu mikilvægan stað í þínu lífi, þegar þau bjuggu í Svíþjóð þar sem Doddi spilaði fót- bolta. Vídeóspólurnar þaðan voru spilaðar í tætlur á Laugarbraut- inni og þú fékkst mikið út úr því að fylgjast með fólkinu þínu. Við á Laugarbrautarinnar söknum þín mikið og munum minnast þín um ókomna tíð. Við munum varðveita dýrmætar minningar og allar þær yndislegu stundir sem við fengum með þér í hjarta okkar. Þín minning er ljúf og góð. Þú gerðir okkur að betri manneskjum. Ástar- og saknaðarkveðjur. Starfsfólk og sambýlingar á Laugarbraut 8. Jórunn Petra Guðmundsdóttir. Elsku besta Anna Björk okkar. Þú varst gleðigjafi í lífi margra og bjarta minningin um þig lifir eftir hjá okkur sem eftir lifa. Þú gafst og kenndir okkur mikið sem við erum þakklát fyrir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgrímur Pétursson) Megi englar og allir góðir vættir taka vel á móti þér og vaka yfir fjölskyldu þinni og öllum á Laugarbraut 8. Arnar Geir, Erna Hafnes, Ágúst Örlaugur og börn. Á hvítum vængjum kom vorið inn um gluggann rétti þér hönd og hvíslaði: Komdu með mér í ferð um ódáinslendur þar sem gullnar rósir vaxa í hverju spori svo hverfum við saman inn í sólarlagið. (Þórdís Guðjónsdóttir) Þannig sé ég kveðjustund Önnu Bjarkar, sem fylgt hefur vorinu inn í ódáinslendur og skil- ur eftir ljúf minningaspor í lífi margra. Hún kvaddi umvafin sín- um nánustu, sem elskuðu hana endalaust, út í geim og aftur heim, eins og stundum er sagt um takmarkalausa ást. Ég á ljúfar minningar um Önnu Björk til fjölda ára. Ég vann með mömmu hennar þegar hún fæddist og fékk innsýn í þann veruleika sem birtist fjölskyldunni þá. Margar voru stundirnar sem ekki var vissa um hvernig myndu fara en þrautseigjan og baráttan sem bæði einkenndi Önnu Björk og ekki síður fjölskyldu hennar var eftirtektarverð. Árið 1987 urðu kaflaskil í mínu starfi þegar ég var beðin að taka við sérkennslu í lítilli einingu í Brekkubæjarskóla, sem þá var hugsuð fyrir nemendur með mikl- ar sérþarfir. Stórt skref var stigið þegar Doddi, pabbi Önnu Bjarkar, kom og innritaði hana í maí þetta ár. Staðreyndin var sú að hún fékk ekki tilboð um skólavist eins og jafnaldrar hennar og óhætt að segja að það skref sem Doddi steig hafi orðið mörgum börnum og foreldrum til gæfu síðar. Við Anna Björk áttum daglega samveru í 10 ár og þegar ég lít til baka rifjast upp dýrmætar og skemmtilegar stundir sem við átt- um saman. Anna Björk var ein- stök á margan hátt. Hún var stál- minnug, ótrúlega sjarmerandi og náði til flestra sem hún hitti, litrík og mikil kassakona. Allt þurfti að vera rammað inn og Anna Björk gerði athugasemdir á sinn hátt ef brugðið var út frá þeim ramma og það fór ekki framhjá neinum hvaða athugasemdir hún var að gera. Eitt sinn fór ég í kaffi til Lindu og sat með henni í eldhúsinu í Jör- undarholtinu. Anna Björk var heima og ég auðsjáanlega komin út fyrir rammann því hún sótti skóna mína og kápu, kom með þetta inn í eldhús og setti fyrir framan mig. Heimboðinu var klár- lega lokið og tími fyrir mig til að fara heim. Þetta var lýsandi fyrir tilveru Önnu Bjarkar. Í mörg ár tókum við í sérdeild Brekkubæjarskóla þátt í erlendri myndlistarkeppni og þar vann Anna Björk til margra verðlauna því eitthvað sérstakt var við ein- falda myndsköpun hennar sem aðrir sáu og kunnu að meta. Tján- ing er nefnilega ekki bundin orð- um eða tungumáli. Elsku Önnu Björk þakka ég fyrir ógleymanlegar stundir og minning mín um hana er sveipuð gleði og þakklæti – án hennar hefði ég ekki viljað vera því hún kenndi mér svo margt og stækk- aði reynsluheim minn. Takk, elsku Anna Björk. Elsku Linda, Doddi, Íris Björg og fjölskylda öll, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar. Megi minningin um einstaka Önnu Björk veita ykkur huggun, hún er farin en ekki horfin ykkur. Hún var heppin að eiga ykkur sem fjöl- skyldu því enginn veggur var of hár fyrir ykkur til að klífa fyrir hana. Þið megið vera stolt. Kærleikskveðja, Ingunn Ríkharðsdóttir. Stórbrotin er orð sem fyrst kemur upp í hugann þegar við minnumst Önnu Bjarkar. Lítil kona en svo mikill karakter. Í þau rúmu 20 ár sem við höfum hist, næstum því á hverjum degi, standa nú dýrmætar minningar eftir. Alltaf komst þú glöð til vinnu, heilsaðir öllum og útvaldir fengu knús að auki. Alltaf til í glens og grín, stríddir okkur óspart. Þú varst líka svo næm á allt og vissir svo ótrúlega margt, það var eins og þú hefðir þriðja augað. Sannarlegur gleði- gjafi, elsku hjartans vinkona. Fjöliðjan verður aldrei söm án þín elsku Anna, við söknum þín sárt og mörg tár hafa fallið síðustu daga hjá vinnufélögum þínum. Við hugsum um þig í sumar- landinu þar sem þú hleypur um frjáls og hraust, syngur ein ég sit og sauma og færð alla englana til að syngja með. Kæru Doddi, Linda, Íris og fjöl- skylda. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minning Önnu Bjarkar lifir í hjörtum okkar. Fyrir hönd annarra starfs- manna Fjöliðjunnar, Ásta Pála og Þórdís (Dísa). Anna Björk Þorvarðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.