Morgunblaðið - 24.03.2020, Side 25

Morgunblaðið - 24.03.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 „ÉG ER AÐ LEITA AÐ EYÐIEYJU MEÐ BLÓMLEGU NÆTURLÍFI.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að njóta hvers dags saman. ÉG ÞURRKAÐI SOKKANA MÍNA Í ÖRBYLGJUOFNINUM … OG NÚ ILMA ÞEIR EINS OG POPPIÐ FRÁ ÞVÍ Í GÆRKVELDI! EÐAL VIÐ ERUM PIPAR- SVEINAR ÉG ER EKKERT SÉRLEGA MIKIÐ FYRIR UPPHEFÐ OG HÁAR STÖÐUR! ÞÁ SKULUM VIÐ EKKI GLEYMA HÚSLYKLUNUM AFTUR! „ÉG FINN Á MÉR AÐ VIÐ ERUM ALVEG Á BJARGBRÚNINNI Í ÞESSU MÁLI.” Börn Skúla Björns og Elísabet- ar eru Jóhanna Malen Skúladóttir, f. 1.2. 1999, nemi í jarðeðlisfræði við HÍ, og Ragnhildur Elín Skúla- dóttir, f. 13.4. 2001, nemi við Menntaskólann á Egilsstöðum. Systkini Skúla Björns eru Ingi- björg Gunnarsdóttir, f, 8.9. 1958, kennari, búsett á Seltjarnarnesi; Jóhann Guttormur Gunnarsson, f. 1.10. 1959, sérfræðingur hrein- dýraveiða hjá Umhverfisstofnun, búsettur í Fellabæ. Foreldrar Skúla Björns eru hjónin Gunnar Aðólf Guttormsson, f. 3.4. 1929, kennari og bóndi á Litla-Bakka, og Svandís Skúla- dóttir, f. 29.12.1938, bóndi á Litla- Bakka. Þau héldu í fyrra upp á 60 ára brúðkaupsafmæli sitt. Skúli Björn Gunnarsson Þórhildur K. Eiríksdóttir húsfreyja á Þuríðarstöðum Vilhjálmur Einarsson bóndi á Þuríðarstöðum í Fljótsdal Ingibjörg Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Litla-Bakka Skúli Sigbjörnsson bóndi á Litla-Bakka Svandís Skúladóttir bóndi á Litla-Bakka Vilborg Stefánsdóttir húsfreyja á Litla-Bakka Sigbjörn Björnsson bóndi á Litla-Bakka Jóhannes Þór Skúlason framkvstj. Samtaka ferða- þjónustunnar Magnús Einarsson kennari í Reykjavík Skúli Þór Magnússon framhalds- skólakennari í Rvík Solveig Sigfúsdóttir húsfreyja á Hrollaugsstöðum Magnús Einarsson bóndi á Hrollaugssstöðum í Hjaltastaðaþinghá Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja og saumakona á Svínafelli Guttormur Sigri Jónasson bóndi á Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá Gróa Sigurðardóttir húsfreyja á Ásgrímsstöðum Jónas Jónasson vinnumaður á Héraði og bóndi á Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá Úr frændgarði Skúla Björns Gunnarssonar Gunnar Aðólf Guttormsson kennari og bóndi á Litla-Bakka í Hróarstungu Á ferðalagi Skúli Björn staddur við vatnið Loch Ness í Skotlandi. Lárus Blöndal vinnumark-aðsfræðingur skrifaði á fés- bók á sunnudag, 21. mars: „Í dag er alþjóðadagur ljóðsins og skoraði Ólafur Már vinnufélagi minn á mig að lesa ljóð og birta hér á FB. Hér er mitt framlag, vísan Tæplega úr Þyrnum Þorsteins Erlingssonar: Ég verð kannski í herrans hjörð hrakinn meinasauður en enginn fær mig ofan í jörð áður en ég er dauður. Síðan skoraði Lárus á sinn ljóð- elska frænda, Pétur Blöndal, að taka við keflinu. Pétur svaraði og sagði að sér væri ljúft og skylt að verða við þessari áskorun: „Við eigum alltaf skjól í ljóðum og þetta er góður dagur (eins og allir dagar) til að fara með limrur.“ Hann sagði að Lárus hefði farið með stöku eftir Þorstein Erlingsson en þeim frændum þætti öllum vænt um hann. Síðan rifjaði hann upp stöku sem afi þeirra og faðir minn Lárus H. Blöndal hafði ort og er varðveitt á blaði í eintaki hans af Þyrnum: Þegar að vill heimur herða og hjartað gerist ljóðaþyrst ávallt Þyrnar Þorsteins verða það sem höndin grípur fyrst. Síðan fór Pétur með tvær limrur. Fyrst eftir Jóhann S. Hannesson: Það er almenningsálit í sveitinni, að ást séra Marteins á geitinni megi hreint ekki lá þegar litið er á hve lík hún er Jórunni heitinni. Og síðan er „Gunna á Glerá“ eftir Hringfara, sem Ingvar Gísla- son var ábyrgðarmaður fyrir: Lauslát var Gunna á Glerá, hún giftist samt Jóni á Þverá. Nú hoppar um húsin um hálft annað dúsin af krökkum sem enginn veit hver á. Þannig heldur þessi ljóðaleikur áfram á vefnum að einn tekur við af öðrum og er skemmtilegt og til eftirbreytni. Til að fylgja þessum orðum eftir rifja ég upp þessa limru eftir Pál Jónasson í Hlíð: Á Múkkabar dunar nú dansinn og drukkinn er smágæsafansinn, en stokkendur gagga og stélunum vagga, og steggirnir grípa þá sjansinn. Svo vikið sé að öðru. Jón Helgi Arnljótsson fer með „Orðsendingu frá teymi“ á Leirnum: Rakararnir fá nú frí. Á fegrun verður stans. Ei má hafa hendur í hári nokkurs manns. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á alþjóðadegi ljóðsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.