Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.03.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 Stundum áttar maður sig ekki á því hvað maður átti fyrr en maður hefur tapað því. Auð- velt er að falla í þá gryfju að taka hlutum sem sjálfsögðum, sérstaklega þegar maður hefur alla ævi haft óheftan aðgang að einhverju. Þannig líður mér og ef- laust fullt af öðru fólki með fót- bolta og aðrar íþróttir. Það er leiðinlegt að geta ekki legið uppi í sófa og fylgst með liðinu sínu í enska boltanum eða mætt á völlinn að hvetja hverfisliðið áfram. Það var sjálfsagt að halla sér aftur, helgi eftir helgi, og horfa á uppáhaldsliðið spila. Að sjálfsögðu eru hlutir í samfélaginu í dag sem skipta miklu meira máli en íþróttir, en þær skipta máli. Ég held með liði í enska boltanum sem er í toppsæti B-deildarinnar og hef- ur ekki verið í ensku úrvalsdeild- inni í sextán ár. Í þau 28 ár sem ég hef lifað hefur liðið verið í efstu deild í tólf. Gleðin sem tæki við ef liðið færi loksins upp í deild þeirra bestu væri ólýs- anleg. Þegar við höfum sigrast á þessari veiru og lífið er orðið eðlilegt á ný skulum við njóta þess sem aldrei fyrr að horfa á liðin sem við höldum með. Ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Fögnum hverju marki meira en nokkru sinni fyrr og lítum á björtu hliðarnar í tapi. Fögnum því að leikurinn sé kominn af stað á ný. Hvenær það verður veit enginn, en með jákvæðnina að vopni og glæsilegu fólki sem vinnur dag og nótt í heilbrigðis- þjónustunni komumst við í gegnum þetta saman. Svo skul- um við ekki gleyma því að fagna sérstaklega vel þegar Leeds fer loksins upp og landsliðin okkar tryggja sér sæti á stórmótum. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is HANDBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Þetta hefur í raun alltaf verið hluti af mínum plönum að fara til Eyja þegar að ég myndi snúa heim úr atvinnumennskunni og ég er virkilega ánægð með að vera búin að klára þetta,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær. Örvhenta stórskyttan, sem er 26 ára gömul, skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV í gær en hún mun snúa aftur til Vestmannaeyja í sumar. Birna kemur til ÍBV frá þýska 1. deildarfélaginu Neckar- sulmer þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki á leiktíðinni. Hún á að baki farsælan feril sem atvinnumaður frá árinu 2013 með Sävehof í Svíþjóð, Glassverket í Noregi, Aarhus United í Dan- mörku og loks Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hefur nú ákveðið að kalla þetta gott og mun hún ganga til liðs við ÍBV þegar samn- ingur hennar við þýska félagið rennur út í lok júní. „Í sannleika sagt er ég búin að vera fram og til baka með það hvort ég eigi að vera koma heim yfir höfuð. Ég er enn þá ung og mér finnst ég eiga nóg eftir. Það voru nokkrir möguleikar í stöð- unni, meðal annars að spila áfram úti í Þýskalandi, og þá voru einnig íslensk lið sem settu sig í samband við mig en ÍBV lét mig vita af áhuga sínum fyrir tveimur árum síðan. Þá er kærastinn minn, Claes Engelbrektsson, handboltaþjálfari og ÍBV gat boðið honum starf inn- an félagsins. Þetta hentaði okkur því mjög vel á þessum tímapunkti. Ég spilaði eitt tímabil með ÍBV í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu og mér hefur alla tíð liðið hrika- lega vel í Eyjum. Þetta er frábær staður og valið, þegar uppi var staðið, var þess vegna auðvelt.“ Birna hefur verið atvinnumaður í sjö ár en hún var aðeins 19 ára gömul þegar hún gerðist atvinnu- maður. Hún segist hafa lært mikið á tíma sínum úti og að hún komi heim sem mun sterkari ein- staklingur en þegar hún fór fyrst út. Vill vinna bikara „Ég var bara 19 ára þegar að ég fór fyrst út og eftir á að hyggja var ég engan veginn tilbúin til þess að standa á eigin fótum. Draumurinn var alltaf að verða at- vinnumaður og það var í raun ekk- ert sem stoppaði mig þarna. Ég hef unnið með ótrúlega mismun- andi fólki á þessum sjö árum og haft bæði góða og slæma þjálfara. Ég skil mjög sátt við minn at- vinnumannaferil. Ég byrjaði í Sävehöf sem var besta liðið í Sví- þjóð á þessum tímapunkti. Ég tap- aði ekki einum deildarleik á þrem- ur árum í Svíþjóð og fékk dýrmæta reynslu í Meistaradeild- inni líka. Ég fór svo til Noregs til Glassverket og varð strax lyk- ilmaður í liðinu. Glassverket er það lið sem hjálpaði mér einna mest með sjálfa mig og ég lærði mikið á þessum tíma. Frá Noregi fór ég svo til Danmerkur og þar kom ég vel inn í liðið. Ég var markahæsti leikmaður liðsins á mínu fyrsta tímabili en ég meiðist svo á mínu öðru tímabili og er frá keppni í einhverja níu mánuði. Handboltinn í Þýskalandi og hjá Neckarsulmer hentaði mér svo vel þannig að ég lít stolt til baka.“ Stórskyttan viðurkennir að hún sé ekki sami leikmaðurinn í dag og hún var þegar hún fór út en hún ætlar sér stóra hluti með ÍBV á næstu árum. „Ég skal alveg viðurkenna það að hnén á mér eru ekki eins og þegar ég var átján ára. Ég er búin að fara í fjórar aðgerðir síðan þá, tvær á krossbandi og tvær á lið- þófa. Æfingaálagið í Þýskalandi er gríðarlega mikið og þar er oft og tíðum æft vitlaust að mínu mati. Ég tel þess vegna að það henti mér mjög vel að ganga til liðs við ÍBV á þessum tímapunkti þar sem allar styrktaræfingar sem dæmi eru mjög einstaklingsmiðaðar. Það er mikið uppbyggingarstarf í gangi hjá félaginu um þessar mundir en ég ætla rétta að vona að ég og Sandra Erlingsdóttir getum komið inn með eitthvað púður inn í þetta. Mig langar að koma heim og vinna titla og gera það með góðu fólki. Ég og Sunna Jónsdóttir, fyrirliði liðsins, þekkjumst vel og við bjuggum báðar í Noregi og Sví- þjóð á sama tíma. Hún er stór partur af þeirri ákvörðun að ég ákvað að koma heim og þá langaði mig alltaf, alveg frá því að ég dvaldi í Eyjum 2011, að snúa aftur til Vestmannaeyja enda algjör draumastaður,“ bætti landsliðs- konan við. Mér hefur alltaf liðið hrikalega vel í Eyjum  Birna Berg samdi við ÍBV  Stefndi alltaf þangað eftir atvinnumennskuna Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægð Birna Berg Haraldsdóttir segir að það henti sér mjög vel að fara til ÍBV, ekki síst vegna einstaklingsmiðaðra styrktaræfinga þar. ÓLYMPÍULEIKAR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Ég tel líkurnar á því að Ólympíu- leikarnir í Tókýó 2020 fari fram á réttum tíma vera mjög dvínandi,“ sagði Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Margir íþróttamenn hafa stigið fram að undanförnu og kallað eftir því að leikunum verði aflýst vegna kórónuveirunnar. Alþjóðaólympíu- nefndin, IOC, gaf í fyrrakvöld út í fyrsta sinn að frestun kæmi til greina en sagði að ákvörðun um slíkt yrði ekki tekin fyrr en eftir mánuð. Þá hefur Ólympíusamband Kan- ada greint frá því að það ætli sér ekki að senda íþróttamenn á leikana ef þeir hefjist 24. júlí eins og til stendur og bæði Ástralía og Pólland hafa skorað á Alþjóðaólympíunefnd- ina að fresta leikunum. Dick Pound, reyndasti meðlimur IOC, sagði í viðtali við USA Today í gærkvöld að í raun væri búið að ákveða að fresta leikunum þó það hefði ekki verið tilkynnt opinberlega. Krefjandi og erfiðar aðstæður „Mér finnst afar ólíklegt að leik- arnir muni fara fram ef margir af þeim íþróttamönnum sem eru með keppnisrétt á leikunum mæta ekki. Eins og staðan er núna finnst mér líklegra en ekki að leikunum verði frestað og ég hef ekki trú á öðru en að menn hafi skilning á þeirri ákvörðun. Faraldurinn hefur ekki náð hámarki í Bandaríkjunum og þau eru á eftir Evrópu þar sem há- punkti faraldursins hefur enn ekki verið náð. Menn hljóta að skilja að þetta eru mjög krefjandi og erfiðar aðstæður fyrir íþróttafólkið sem á í stökustu vandræðum með að æfa, sér í lagi þar sem útgöngubann gildir,“ sagði Lárus. Í síðustu viku sendi ÍSÍ frá sér til- kynningu eftir fund alþjóðasér- sambandanna með Thomasi Bach, forseta Alþjóða ólympíunefndar- innar, IOC. Á fundinum biðlaði Bach meðal annars til allra hagsmunaaðila að vera ábyrgir og leita leiða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónu- veirunnar. Á fundinum kom einnig fram að IOC og skipuleggjendur Ól- ympíuleikanna stefndu að því að halda leikana á tilsettum tíma og að ekki væri þörf á neinum róttækum ákvörðunum um framhald leikanna á þessum tímapunkti. ÍSÍ ekki tekið neina afstöðu „Það virðist vera einhver misskiln- ingur í gangi um að ÍSÍ styðji það að leikarnir fari fram á tilsettum tíma. Engin slík umræða fór fram á þess- um fundi og ekkert var ákveðið í þeim efnum á þessum fundi al- þjóðasérsambandanna með IOC. Thomas Bach talaði um að það yrðu engar stórar ákvarðanir teknar um frestun leikanna á þessum tíma- punkti. Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur þar sem samþykkt var að hreyfingin myndi vinna gegn útbreiðslu veirunnar og að stofna ekki heilsu íþróttafólksins í hættu og það var í raun það eina sem var sam- þykkt. Staðan yrði svo bara skoðuð, dag frá degi, en ÍSÍ hefur ekki tekið neina sérstaka afstöðu um það hvar við stöndum varðandi frestun,“ sagði Lárus. Endurskoða afstöðuna Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap- ans, steig fram í síðustu viku og sagði að ekki kæmi til greina að fresta leikunum. Japanir virðast hins vegar vera tilbúnir að endurskoða stöðuna eftir að íþróttamenn og ýmis sérsambönd hafa skorað á Alþjóðaól- ympíunefndina og mótshaldara að fresta leikunum. „Ég skil alveg að hagsmunir for- sætisráðherra Japan tengist því að leikarnir fari fram á réttum tíma. Það kom meðal annars fram á fund- inum með Bach í síðustu viku að þegar það var í umræðunni að fresta leikunum hefði sú umræða haft veru- lega neikvæð áhrif á hlutabréfa- markaðinn í Japan. Þetta ástand hef- ur samt mest áhrif á keppendurna sem eru að reyna að komast á leik- ana. Sjálfur hef ég ekki fengið nein persónuleg símtöl en auðvitað er ís- lenskt íþróttafólk í miklu sambandi við skrifstofu ÍSÍ. Það er ekki auðvelt að sinna æf- ingum þegar allt er lokað og við höfum reynt að finna leiðir fyrir fólk til að halda sér í keppnisformi. Það er útgöngubann víðs vegar í Evrópu sem dæmi og menn hafa miklar áhyggjur af því að fólk sé ekki í neinni aðstöðu til þess að æfa al- mennilega fyrir leikana sjálfa,“ sagði forseti ÍSÍ. Gætu skarast við aðra viðburði Margir hafa kallað eftir því að leikunum verði frestað í eitt til tvö ár en á dögunum greindu Japanir frá því að þeir væru tilbúnir að fresta leikunum fram á haust 2020. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem ein- hvern sérfræðing í þessum málum en það sem getur gerst, ef leikunum verður frestað, og hefur áhrif á ákvörðunartöku um frestun, er að þeir munu þá mögulega skarast við aðra stóra viðburði eins og t.d heims- meistaramót í fótbolta og þannig yrðu áhrifin mikil og víðtæk. Það er ansi þétt dagskrá íþróttaviðburða næstu sumrin og það er kannski það sem menn horfa mest til. Ég vil ekki segja hvað sé heppilegast að gera en augljóslega væri best að fresta leik- unum. Ef sú verður raunin þarf svo bara að koma í ljós hvort um verður að ræða frestun í nokkra mánuði, ár eða tvö,“ sagði Lárus Blöndal í sam- tali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forseti Lárus Blöndal telur líklegt að Ólympíuleikunum verði frestað. Augljóslega væri best að fresta  Lárus Blöndal forseti ÍSÍ telur líkurnar á því að Ólympíuleikarnir í Tókýó 2020 fari fram á réttum tíma vera mjög dvínandi  Fundurinn með Bach var fyrst og fremst upplýsingafundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.