Morgunblaðið - 24.03.2020, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020
Bandaríski kántrítónlistarmaður-
inn Kenny Rogers er allur.
Rogers lést á heimili sínu í Sandy
Springs, 81 árs að aldri, en hann
var meðal skærustu stjarna
kántrítónlistarinnar í Bandaríkj-
unum í yfir 40 ár og hlaut þrenn
Grammy-verðlaun á ferli sínum.
Af mörgum smellum hans má
nefna „Lucille“ og „Islands in the
Stream“ sem eru auk þess vinsæl
karókílög, eins og bent er á í frétt
dagblaðsins Guardian um andlát
Rogers.
Rogers ólst upp við mikla fá-
tækt í Texas og lék í fjölda hljóm-
sveita sem ungur maður, þeirra á
meðal Kenny Rogers and the
First Edition, en hóf sólóferil árið
1978.
Rogers naut gífurlegra vinsælda
í Bandaríkjunum og er tíundi sölu-
hæsti karlkyns tónlistarmaðurinn
þar í landi þegar kemur að plötu-
sölu og átti hann auk þess farsælt
samstarf við fjölda tónlistar-
manna, þeirra á meðal Willie Nel-
son og Dolly Parton.
AFP
Vinsæll Kenny Rogers var einn vinsælasti tónlistarmaður Bandaríkjanna.
Kántrísöngvarinn
Kenny Rogers látinn
Arnar Tómas Valgeirsson blaða-
maður mælir með eftirfarandi
listaverkum og afþreyingu sem
hægt er að njóta innan veggja
heimilisins í samkomubanninu.
„Áður en Denis Villeneuve
heillar okkur eða floppar stór-
fenglega með
stórmyndinni
Dune sem er
væntanleg á
árinu er vel þess
virði að kynnast
eða endurkynn-
ast bókunum
sem liggja að
baki henni.
Bókaröðin verð-
ur seint kölluð
aðgengileg en
sjaldan hefur vísindaskáldskapur
tvinnað jafnflóknu og heillandi
viðfangsefni á jafn stórbrotinn
hátt. Framandi trúarbrögð, furðu-
legri menningarheimar og tækni á
eyðimerkurplánetunni Arrakis –
það er varla hægt að dýfa sér í
kryddaðra sögusvið.
Risavaxnir ormarnir gefa held-
ur bróður sínum sem fannst í
höfuðstöðvum CCP á dögunum
ekkert eftir. Um að gera að leyfa
ímyndunaraflinu að rissa upp
sögusviðið
áður en Jas-
on Momoa
mengar það
með skorn-
um líkama
sínum á
hvíta tjald-
inu.
Ef óskað
er eftir
virkari að-
komu að ævintýrunum í óhóflegri
skjánotkun í einangrun mæli ég
eindregið með tölvuleiknum
Hollow Knight. Gullfallegt, hand-
teiknað ævintýri sem á sér stað í
konungsdæmi skordýra – eins
konar Dísa ljósálfur fyrir lengra
komna. Leikurinn er unninn af
mikilli natni og virðist hvert ein-
asta skúmaskot útpælt. Tónlistin
er gullfalleg og raddsetningin
skemmtileg. Hann er temmilega
aðgengilegur og spilast í tvívídd
að hætti gamla skólans en verður
hægt og bítandi mjög erfiður án
þess þó að ergja mann. Ég get
varla hlaðið nógu miklu hrósi á
Hollow Knight sem á erindi til
yngri og eldri leikmanna. Eins
lengi og þeir eru ekki skor-
dýrafælnir.“
Mælt með í samkomubanni
Stingur Tónlistarmaðurinn Sting með stóran sting í kvikmyndinni Dune.
Risaormar og
fallegt ævintýri
Arnar Tómas
Valgeirsson
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Í ljósi þeirra einstöku aðstæðna sem
nú eru uppi mun Íslenska óperan
leggja sitt af mörkum til að stytta
fólki stundir,“ segir Steinunn Birna
Ragnarsdóttir óperustjóri. Framlag
Íslensku óperunnar felst annars veg-
ar í aríu dagsins sem hleypt verður af
stokkunum í dag og hins vegar „Einu
sinni var“ sem er nokkurs konar
faðmlag við fortíðina þar sem
streymt verður völdum uppfærslum
Íslensku óperunnar.
„Mér fannst okkur renna blóðið til
skyldunnar að gleðja landsmenn með
fallegum söng. Við sjáum hvað er að
gerast á Ítalíu þar sem fólk í ein-
angrun kemur saman á kvöldin á
svölum húsa sinna og syngur saman
til þess að halda gleðinni, enda er
Ítalía vagga söngsins og þar var
óperulistformið upprunnið fyrir rúm-
um 400 árum. Fólk grípur til tón-
listarinnar á erfiðum tímum. Með því
að bjóða upp á aríu dagsins erum við
að auka lífsgæði þjóðarinnar og
stytta þeim stundir sem lokaðir eru
inni heima. Á sama tíma erum við að
styðja við sjálfstæðu senuna og ein-
yrkja í hópi listamanna sem eru að
missa tekjur sínar vegna ástandsins,
því allir sem fram koma hjá okkur fá
auðvitað greitt fyrir vinnu sína,“
segir Steinunn Birna og bendir á að
hlutverk listanna sé aldrei mikilvæg-
ara en í krefjandi aðstæðum sem
þessum. „Og þetta eru einhverjir
erfiðustu aðstæður sem við höfum
upplifað.“
Fyrsta aría dagsins verður send út
í dag og er sungin af Dísellu Lárus-
dóttur, sem nýverið fékk Íslensku
tónlistarverðlaunin sem söngkona
ársins. Aría dagsins mun verða flutt
af fjölmörgum íslenskum söngvurum
á ólíkum aldri. Aðspurð segir Stein-
unn Birna lagavalið hafa verið í hönd-
um söngvaranna sjálfra. „Þau völdu
sínar uppáhaldsaríur til flutnings,“
segir Steinunn Birna. Aríurnar eru
allar teknar upp í Eldborg Hörpu og
sendar út á samfélagsmiðlum.
„„Einu sinni var“ felur í sér að við
opnum gullkistuna okkar sem býr
yfir fjársjóðum
fortíðarinnar,“
segir Steinunn
Birna og vísar til
þess að upptökur
af eldri upp-
færslum Íslensku
óperunnar verði
sendar út á netinu
þannig að allir
landsmenn geti
notið góðs af. „Við
munum til skiptis sýna nýrri og eldri
uppfærslur. Þetta er einstakt tæki-
færi fyrir þá sem eru fastir heima og
fólk sem býr á landsbyggðinni og hef-
ur lengra að sækja sýningar Íslensku
óperunnar til þess að upplifa þær í
stofunni heima hjá sér,“ segir Stein-
unn Birna og tekur fram að miðað sé
við að streyma einni óperu á viku á
þriðjudögum á meðan samkomu-
bannið er í gildi.
Pagliacci ríður á vaðið
„Í þessari viku munum við streyma
upptöku af Pagliacci eftir Leonca-
vallo sem Íslenska óperan setti upp í
Gamla bíói 1990 þar sem Garðar
Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir
voru í aðalhlutverkum,“ segir Stein-
unn Birna og rifjar upp að Pagliacci
hafi verið fyrsta óperan sem Íslenska
óperan setti upp fyrir 40 árum. Í
framhaldinu verður sýnd upptaka af
La Bohème eftir Puccini sem sett var
upp í Hörpu árið 2012 í leikstjórn
Jamie Hayes þar sem Daníel Bjarna-
son hélt um tónsprotann. Því næst
verður Aida eftir Verdi sýnd, en þar
er um að ræða upptöku frá 1988.
Leikstjóri var Bríet Héðinsdóttir og
hljómsveitarstjóri Gerhard Deckert.
Í aðalhlutverkum voru Ólöf Kolbrún
Harðardóttir og Garðar Cortes. Upp-
færsla Íslensku óperunnar á Évgeni
Onegin eftir Tsjajkovskíj í Hörpu
2016 er næst í röðinni. Leikstjóri var
Anthony Pilavachi og hljómsveit-
arstjóri Benjamin Levy, en í helstu
hlutverkum voru Andrey Zhilikh-
ovsky, Þóra Einarsdóttir og Elmar
Gilbertsson. Af öðrum uppfærslum
sem sýndar verða á næstu vikum eru
Sardasfurstynjan eftir Kálmán sem
sýnd var í Gamla bíói 1993 með Sig-
nýju Sæmundsdóttur í aðalhlutverki;
Otello eftir Verdi sem sýndur var í
Gamla bíói 1992 með Garðari Cortes í
titilhlutverkinu, Brottnámið úr
kvennabúrinu eftir Mozart sem sýnt
var í Gamla bíói 2006 og Tosca eftir
Puccini frá 2017 með Claire Rutter,
Kristjáni Jóhannssyni og Ólafi Kjart-
ani Sigurðarsyni. Allar upptökur má
nálgast á vef Íslensku óperunnar,
opera.is og á Youtube-rás Íslensku
óperunnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sópran Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran flytur aríu dagsins sem hefst í dag.
Faðmlag við fortíðina
Steinunn Birna
Ragnarsdóttir
Íslenska óperan býður upp á aríu dagsins og „Einu sinni
var“ í samkomubanninu Eykur lífsgæði þjóðarinnar
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
VATNSHELDIR
ÚTIVISTARSKÓR
• Léttur og þægilegur útivistarskór
frá ítalska LYTOS.
•Waterproof filma gerir skóinn vatnsheldan.
• Comfort innsóli.
• Grófur stamur sóli.
Braies Tech
Tilboðsverð
9.998
Verð áður 19.995
Stærðir 36 - 47
Netverslun
www.skornir.is