Morgunblaðið - 24.03.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.03.2020, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2020 Þetta er eins og málverk eftirEggert Pétursson,“ segirgrasafræðingurinn ÞóraEllen Þórhallsdóttir kersknislega þar sem hún krýpur niður að blómlegu plöntuskrúðinu sem breiðir úr sér fyrir framan hana. Hún vísar þar vitaskuld í myndheim málverka samferðarmanns hennar, myndlistarmannsins Eggerts, sem er fyrir löngu orðinn kunnur fyrir sín einstöku myndverk þar sem hann kannar og sýnir á sinn hátt flóru landsins. Verk sem hafa í raun orðið ígildi og táknmynd flórunnar, og við hæfi að gefa þessari upplýsandi kvik- mynd einmitt þetta heiti – við erum eflaust mörg sem höfum hugsað þetta sama þegar við stöndum frammi fyrir undursamlegri gróður- breiðu úti í náttúru landsdins, að þar sé komið málverk eftir Eggert. Kvikmynd Gunnlaugs Þórs Páls- sonar var frumsýnd á Stockfish- hátíðinni í liðinni viku og stóð til að sýna hana aftur en af því verður ekki vegna samkomubannsins. Líklegt má þó telja að myndin rati fljótlega í sjónvarp og er full ástæða til. Það er mikilvægt að fjalla á hverjum tíma um, greina og skýra verk okkar helstu listamanna, í hinum ýmsu miðlum. Í kvikmyndinni er hægt að gera það á ýmsa vegu og hér hefur tekist býsna vel til. Áhorfandinn kynnist í senn listsköpun Eggerts og hinum brennandi áhuga hans og þekkingu á öllu sem viðkemur ís- lenskum plöntum – þaðan kemur konseptið sem knýr sköpunina áfram, eins og viðmælendur og Egg- ert sjálfur benda á. Frásögnin er í nokkrum lögum. Áhorfendur slást nokkrum sinnum í för með Eggerti og Þóru Ellen þar sem þau skoða jurtir á ólíkum stöð- um. Það er gaman að hlýða á inn- blásið og ástríðufullt spjall sérfræð- inganna þar sem þau greina útlit og einkenni plantna og finna á stundum einhverjar sjaldgæfar. Í öðru lagi sögunar er farið yfir feril Eggert og þróun myndheims hans. Forvitnilegt er að kynnast áhuga hans allt frá bernsku á flór- unni og hvernig foreldrar studdu hann og ýttu undir áhugann. Eggert tekur fram æskuverk og sýnir og áhorfandinn áttar sig á brennandi ástríðunni fyrir gróðrinum og hvað þekking hans er marglaga og djúp. Þá er sagt frá fyrstu skrefunum í myndlistinni en Eggert segir gaman- sögu af þeim eina degi sem hann hef- ur unnið sem launamaður – hann kaus að taka frekar að sér að teikna flóru landsins til útgáfu. Rætt er við nokkra sem standa listamanninum nærri, eiginkonu, safnstjóra, vini og gallerista, og þau skýra köllunina, þróun listarinnar og setja hana í samhengi, og segja frá þeim einbeitta og áhugasama karakt- er sem listamaðurinn verður að vera til að hafa þolinmæði og þolgæði til að skapa þessa margbrotnu mynd- heima. Lykilþáttur í myndinni eru einmitt frásagnir Eggerts af stökum verkum sem og tímabilum, og birtast þær bæði í samtölum þeirra Þóru Ellenar og frásögnum fyrir framan mynda- vélina á vinnustofunni. Þá er líka litið inn á uppsetningar á sýningum Egg- erts og opnanir, eins og í i8 galleríi og í safni í Finnlandi. Þar er Þóra Ellen líka með í för og er gaman að sjá hin sérstöku verk Eggerts, sem sumum finnast svo sér-íslensk, mæta annari menningu og standa þar heldur bet- ur hnarrreist og tala til fólks þar eins og hér. Þessi áhorfandi hafði sérstaklega gaman af að halda með Eggerti út í náttúruna, eins og að hraunholu í Herdísarvík og sjá hann útskýra nálgun sína, hugmyndir og úrvinnsl- una; hvernig hann bregst við og túlk- ar það sem hann hefur séð, á afar persónulegan en hnitmiðaðan hátt. Þá var forvitnilegt að fá innsýn í agað og ítarlegt undirbúningsferlið í vinnubókum listamannsins; sýnir það áhorfendum hvað vel mótaðar hug- myndir hafa mikið að segja fyrir markvissa útkomuna. Loks er kjarni kvikmyndarinnar verkin sjálf, málverkin og mynd- heimur Eggerts. Góður tími er tek- inn í að renna yfir smáatriði sem og að sýna málverk í heild. Plönturnar eru blásnar upp á skjáinn og gæla þar við sjóntaugarnar; það er af- skaplega vel gert. Þáttur Ólafs Rögnvaldssonar tökumanns er stór og leysir hann verk sitt af miklum sóma og oft hugvitssamlega, eins og þegar hann er með Eggerti og Þóru Ellen úti í náttúrunni og færir lins- una niður á milli jurtanna sem þau eru að tala um. Eins eru skotin sem sýna Eggert vinna hreint framúr- skarandi; að sjá hann í nálægð hlaða gróðurheiminum upp á strigann, með hverju örlitla pensilfarinu á fæt- ur öðru. Það er ekki skrýtið að þessi verk taki hann marga mánuði að mála, stundum ár. Tónlist Atla Örvarssonar og Sindra Más - Sin Fangs er fagmann- lega samin og mótuð; hún styður fallega við ferðalagið með listamann- inum og sérstaklega vel við þá hluta þar sem við virðum fyrir okkur yfir- borð verkanna. Leikstjórinn Gunnlaugur Þór Pálsson á hrós skilið fyrir þessa vel lukkuðu kvikmynd, sem fjallar um og sýnir okkur með áhugaverðum hætti listsköpun eins okkar fremstu listamanna um þessar mundir. Einstakur myndheimur Eggerts Heillandi málverk Í senu í kvikmyndinni skoða listamaðurinn Eggert Pétursson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur eitt verka Eggerts í safni í Finnlandi en það er byggt á Tröllaskaga og jurtum sem þar vaxa. Stockfish-kvikmyndahátíðin Eins og málverk eftir Eggert Pétursson bbbbn Heimildarkvikmynd eftir Gunnlaug Þór Pálsson. Handrit: Gunnlaugur Þór og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Stjórn kvikmyndatöku: Ólafur Rögnvaldsson. Klipping: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Tónlist: Atli Örvarsson og Sindri Már Sigfússon. Framleiðandi: Sjónhending ehf., 2020. 74 mínútur. EINAR FALUR INGÓLFSSON KVIKMYNDIR Alma Dís Krist- insdóttir mun taka við starfi safnstjóra Lista- safns Einars Jónssonar 1. maí næstkom- andi, að því er fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðs Ís- lands. Segir þar að viðfangsefni safnsins sé að rannsaka, varð- veita og miðla verkum Einars Jónssonar myndhöggvara og þeim menningararfi sem tengist lífi hans og list en safnið er til húsa í Hnitbjörgum á Skólavörðu- holti og samanstendur af sýningarsölum á tveimur hæðum, íbúð listamannsins í turni hússins og höggmyndagarði með 26 afsteypum af verkum hans. Alma lauk doktorsprófi í safna- fræði frá Háskóla Íslands 2019, er með meistaragráðu í mennt- unarfræðum og BFA-gráðu í hönnun frá Massachussetts Col- lege of Art í Boston. Hún starfar nú sem verkefnastjóri safn- fræðslu hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur og sinnir kennslu í deild félags-, mann- og þjóðfræði við Háskóla Íslands, að því er fram kemur á vefnum en hún var áður forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla í Stykkishólmi. Þá starfaði hún sem verkefnastjóri við Listasafn Reykjavíkur í nokkur ár og vann einnig við Listasafnið á Akureyri og Denver Art Museum í Colo- rado í Bandaríkjunum. Listasafnið er hið fyrsta sem opnað var almenningi hér á landi árið 1923 og er því einstakt í sögulegu tilliti, eins og bent er á á vef Stjórnarráðsins. Alma Dís nýr safn- stjóri Listasafns Einars Jónssonar Alma Dís Kristinsdóttir ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ★★★★ San Francisco Chronicle ★★★★ Indiewire ★★★★ Hollywood reporter

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.