Morgunblaðið - 24.03.2020, Side 32
Stjórnendur streymisveitunnar Netflix hafa stofnað
styrktarsjóð fyrir listamenn sem misst hafa atvinnu
vegna kórónuveirunnar og samkomubannsins sem nú
gildir víða um lönd. 100 milljónir Bandaríkjadala eru í
sjóðnum. Munu þeir einkum hljóta styrki sem koma að
framleiðslu sjónvarpsefnis og kvikmynda fyrir veituna
sem nú hefur verið stöðvuð og þeir fyrir vikið misst vinn-
una. Má sem dæmi nefna tökulið annarrar þáttaraðar
The Witcher en framleiðslu hennar var hætt eftir að einn
leikaranna, Kristofer Hivju, greindist með kórónuveiruna.
Netflix stofnar styrktarsjóð
„Það hefur í raun alltaf verið hluti af plönum mínum að
fara til Eyja þegar ég sneri heim úr atvinnumennskunni
og ég er virkilega ánægð með að vera búin að klára
þetta,“ segir Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í
handknattleik, sem er á heimleið eftir sjö ár í atvinnu-
mennsku erlendis og er búin að semja við ÍBV til næstu
tveggja ára ásamt sambýlismanni sínum sem er einnig
þjálfari. »27
Eyjar alltaf í plönum mínum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sumir eru alltaf með eitthvað á prjón-
unum og prjónahópur Elínar Bjarkar
Jóhannsdóttur, verkefnastjóra hjá
Háskóla Íslands, lætur samgöngu-
bannið ekki trufla hefðina, þótt fé-
lagar geti ekki hist, heldur prjónar
saman í mynd og tali á netinu. Fyrsti
prjónafundurinn með breyttu fyrir-
komulagi var
fyrir viku og
annar verður í
kvöld.
„Þetta fyrir-
komulag gekk
prýðilega í
fyrstu tilraun og
við ætlum að
hafa sama hátt á
í kvöld,“ segir Elín. Hún leggur
áherslu á að sami kjarninn hafi alltaf
mætt í Bíó Paradís á þriðjudögum og
prjónararnir séu allir spenntir fyrir
því að halda áfram á netinu, þar til
samgöngubanninu verði aflétt.
Saumaklúbburinn varð að veru-
leika í ársbyrjun, þegar Elín hóaði
saman nokkrum vinkonum sínum.
„Við ákváðum að hittast með prjón-
ana í Bíó Paradís, því þar er svo af-
slappað umhverfi, blanda af kaffihúsi,
bar og bíói,“ segir hún. Bætir við að
ekki hafi verið haft samráð við stjórn-
endur bíósins að fyrra bragði en
starfsmenn hafi tekið uppátækinu vel
og hópurinn hafi hist þar á hverju
þriðjudagskvöldi frá því í byrjun jan-
úar þar til samgöngubannið setti strik
í reikninginn í liðinni viku.
Fyrirmynd í New York
Eftir að hafa búið í New York í
Bandaríkjunum vegna náms flutti El-
ín aftur heim í júní í fyrra. Hún kynnt-
ist vikulegum prjónaklúbbi á bar í
East Village og hugsaði mikið um
hvernig hún gæti skipulagt sambæri-
legan prjónaklúbb á opinberum stað í
Reykjavík. „Ég saknaði samveru-
stundanna með prjónana, því ég fann
strax hvað það var gott að hafa eitt-
hvað á prjónunum í daglegri rútínu og
skiptast á hugmyndum við aðra á
meðan. Það tók mig tíma að finna út
hvernig best væri að gera þetta hérna
en eftir að ég sá að fleiri höfðu áhuga
á prjónahittingi og að aðstæður í Bíó
Paradís eru sem sniðnar fyrir svona
klúbb var björninn unninn.“
Elín hefur um árabil verið iðin við
að prjóna. Hún segist einkum prjóna
sjöl og peysur á sjálfa sig en einnig
flíkur á góða vini. Hún segir að vegna
ástandsins og samgöngubannsins sé
mannlífið eðlilega frekar tómlegt í
HÍ, en mikilvægt sé að reyna að
halda skipulagðri dagskrá og gott sé
að geta gripið í prjónana eins og ekk-
ert hafi í skorist. Hún prjóni oft á
kvöldin á meðan hún horfi á sjónvarp
en þriðjudagsfundurinn sé sérstakur.
„Það er mjög afslappandi að prjóna
og gaman að hitta aðra prjónara
reglulega, líka á Skype, enda stund-
aði ég Skype-samprjón með systur
minni á meðan við bjuggum í sitt-
hvoru landinu,“ segir Elín. Hún bætir
við að heimilisfólk geti líka stundað
mismunandi áhugamál í sama rými
heima. „Kærasti einnar í hópnum var
til dæmis á capoeira-æfingu í sama
rými og hún á meðan hún var að
prjóna með okkur.“
Samprjón í máli
og mynd á netinu
List Elín Björk Jóhannsdóttir prjónar mest sjöl og peysur.
Prjónahópur Elínar Bjarkar Jóhannsdóttur annars í Bíó Paradís
Handavinna Prjónarnir leika í
höndum Elínar með góðum árangri.
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 84. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING