Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
Að gefnu tilefni bjóðum við fram krafta okkar til að létta af álagi á
slysadeild, heilsugæslu og Læknavakt vegna COVID - 19 faraldursins
Augnlæknir sinnir bráðatilvikum eins og augnslysum, efnaslysum í augum og
korni/flís í auga. Augnsýkingum sinnt eftir atvikum.
Staðsetning: Glæsibæ – Vesturhús, 2. hæð – Álfheimum 74, 104 Reykjavík.
Opið 8:00 – 16:00.
Vinsamlegast hafið samband við síma 414 7000 fyrir komu. Ath.: Gera má ráð fyrir bið.
AUGNSLYSAVAKT
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Kórónuveiran nýja nær nú til flestra
eða allra ríkja í heimi. Víðast hvar
eru viðbrögð stjórnvalda hin sömu
eða áþekk, í samræmi við leiðbein-
ingar frá aðilum eins og Alþjóðaheil-
brigðisstofnuninni (WHO). Út-
breiðslan er heft með samkomu-
banni, útgöngubanni, lokun fjöl-
sóttra staða, skóla, stofnana og
fyrirtækja. Fólk með smit er sett í
einangrun eða fær meðferð á
sjúkrahúsi, þeir sem hafa verið í
samskiptum við smitaða eru sendir í
sóttkví. Reynt er að taka sýni úr
sem flestum sem hafa einkenni sem
benda til sjúkdómsins.
Frá þessu eru þó undantekn-
ingar. Í nokkrum löndum eru
stjórnvöld í hreinni afneitun gagn-
vart vágestinum og þaðan berast
lágar tölur eða engar um smit. T.d.
kannast Norður-Kórea ekki við eitt
einasta tilfelli. Annars staðar hafa
skilaboð forystumanna til almenn-
ings og atvinnulífs verið misvísandi
og valdið ruglingi. Sums staðar hafa
stjórnvöld verið of sein að grípa til
ráðstafana eða ekki gert nóg og það
hefur aukið á vandann í viðkomandi
löndum.
Svo eykur það á vandann sums
staðar að fjöldi smitaðra og veikra
er orðinn svo mikill að heilbrigðis-
kerfið nær ekki að sinna öllum sem
þurfa á aðstoð að halda og meðferð.
Jafnvel í háþróuðu velferðarríki eins
og Svíþjóð eru menn til dæmis farn-
ir að takmarka sýnatökur við aldr-
aða og sjúka og skekkir það auðvit-
að allar tölur um útbreiðslu
veirunnar þar í landi.
Uppruninn í Kína
Veiran á uppruna sinn í Hubei-
héraði í Kína í desember í fyrra.
Gagnrýnt hefur verið að kínversk
stjórnvöld hafi í upphafi reynt að
fela vandann og þagga niður í þeim
sem gerðu veiruna að opinberu um-
talsefni. En Kínverjar áttuðu sig
innan tíðar á alvarleika málsins og
gripu til mjög róttækra ráðstafana.
Þeir tóku upp samstarf við alþjóða-
samfélagið og miðluðu mikilvægum
upplýsingum um birtingarmyndir
sjúkdómsins og rannsóknir vísinda-
manna á veirunni.Var Hubei-hérað
einangrað frá öðrum landshlutum
og hvarvetna þar sem pestin hafði
stungið sér niður var sett á víðtækt
samkomubann og útgöngubann,
smitaðir settir í einangrun og fólk
sem verið í samskiptum við smitaða
sent í sóttkví. Kallað var út varalið
hjúkrunarfólks og lækna og herinn
nýttur til að halda uppi aga og reglu
í þjóðfélaginu. Gengið var mjög hart
fram í sýnatökum hjá almenningi og
ný bráðabirgðasjúkrahús reist með
eldingarhraða. Þetta hefur nú skilað
þeim árangri að mjög fá ný innan-
landssmit hafa verið tilkynnt í Kína
og farið er að milda þau bönn sem í
gildi hafa verið. Utan Kína heyrast
þó raddir um að ekki sé allt sem
sýnist og ástæða sé til að hafa
áhyggjur af því að Kínverjar séu of
brattir að tilkynna um árangur sinn.
Kannski er það vegna þessa sem
forsætisráðherra Kína varaði í gær
sveitar- og héraðsstjórnir í landinu
við að leyna upplýsingum um ný
smit. En athyglisvert er að af þeim
3.285 sem látist höfðu í gær af völd-
um veirunnar í Kína voru 3.163 íbú-
ar í Hubei. Það virðist því að miklu
leyti hafa tekist að einangra veiruna
við þetta hérað. Kína er hins vegar
ekki alveg lokað land og ný smit
hafa verið að berast þangað frá út-
löndum. Og ekki er hægt að útiloka
að ef dregið verði of snemma úr
ferðabanni í Hubei geti óþekkt smit
þaðan farið víðar um landið.
Ítalía orðin miðdepillinn
Ítalía var í gær það land sem til-
kynnt hafði um næstflest smit, tæp-
lega 70 þúsund. Þar af hafa um
6.800 látist, sem er gríðarlega hátt
hlutfall. Er landið nú komið í annað
sæti í heiminum hvað útbreiðslu
varðar. Ítalir voru seinir að bregð-
ast við og gripu ekki nógu snemma
til nægilega víðtækra og harðra ráð-
stafana. Hefur það komið þeim illa í
koll. Líklegt er að veiran hafi ekki
borist þangað frá Kína heldur öðru
landi. Smitaðir kunna því að hafa
verið vanmetnir frá upphafi þegar
allur fókus var á smitleiðir frá Kína.
Þá hefur það aukið á vandann í
landinu að ýmsir áhrifamenn og
jafnvel kjörnir leiðtogar gerðu
framan af lítið úr leiðbeiningum
sóttvarnayfirvalda. „Ítalir munu
halda áfram að faðmast og kyssast,“
sögðu þeir og juku þannig vandann
með ábyrgðarlausu tali. Nú er í gildi
algjört ferðabann í landinu og öllum
skólum hefur verið lokað. Það veld-
ur þó enn vanda að misvísandi skila-
boð hafa verið að koma frá stjórn-
völdum í einstökum landshlutum um
það hvernig túlka beri ferðabannið
og hvaða undanþágur gildi frá því.
Ekkert lát er á tilkynntum smit-
tilfellum í landinu, þeim fjölgar
mjög hratt, og sýnir það að Ítalir
hafa ekki náð tökum á útbreiðslu
veirunnar.
Hröð útbreiðsla á Spáni
Á Spáni hefur veiran breiðst hratt
út og dauðsföll af völdum hennar
orðin einna flest í heiminum. Í gær
var fjöldi látinna tæplega 3.500. Þar
og í Bretlandi hefur nú verið gripið
til harðra aðgerða til að stöðva út-
breiðsluna með útgöngubanni. Bret-
ar héldu lengi að hægt væri að ná
svokölluðu „hjarðónæmi“ á stuttum
tíma og nóg væri að einbeita sér að
öldruðum og sjúkum, en sú aðferð
kom þeim í koll og hefur nú verið
fallið frá henni. Bandaríkjamenn
hafa einnig verið seinir að grípa til
ráðstafana og gerði Trump forseti
framan af lítið úr hættunni. Hann er
enn að láta falla ummæli sem skapa
óvissu um hvaða stefnu er í rauninni
fylgt vestanhafs. T.d. talaði hann í
byrjun vikunnar um að atvinnulífið
þyrfti að komast í gang aftur á
næstu dögum og ekki mætti láta
sóttvarnir eyðileggja efnahagslíf
landsins. Vitað er að forystumenn í
heilbrigðiskerfinu hafa miklar
áhyggjur af þessu tali forsetans.
Ábyrgðarlaus stjórnvöld
Meðal ríkja sem orðið hafa fyrir
harðri gagnrýni vegna slælegra við-
bragða við veirufaraldrinum eru Fil-
ippseyjar. Skilaboð stjórnvalda til
almennings hafa verið mjög mót-
sagnakennd og óáreiðanleg. Heil-
brigðiskerfi landsins ræður lítt við
vandann og vegna þess hve sýnatök-
ur eru fáar eru tölur um fjölda smit-
aðra alveg óáreiðanlegar. Í Níkar-
agva í Mið-Ameríku stóðu
stjórnvöld á dögunum fyrir fjölda-
göngu í höfuðborginni til heiðurs
forseta landsins og tóku þúsundir
manna þátt í henni. Augljóst er að
slíkt samkomuhald er vísasti veg-
urinn til að dreifa veirunni hratt og
örugglega. En í einræðisríki eins og
Níkaragva er enginn kallaður til
ábyrgðar þótt afleiðingarnar verði
slæmar.
Sömu ráðstafanir víðast hvar
Flest ríki heims reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með samkomubanni eða útgöngubanni
Lausatök þó enn í mörgum löndum Of sein og lítil viðbrögð sums staðar komið mönnum í koll
AFP
Samstarf Spánverjar hafa fengið talsvert af varnarbúnaði gegn kórónuveirunni frá Kína, svo sem grímur, hlífðarföt og hanska. Skrifuðu þeir undir stóran
viðskiptasamning við Kínverja í vikunni. Hér eru starfsmenn í vöruhúsi í Valencia að huga að varningnum í gærmorgun.
Sýnataka Heilbrigðisstarfsmaður tekur sýni úr munni konu í San Sebastian
á Spáni. Sýnatökur eru mikilvægar til að átta sig á útbreiðslu veirunnar.
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR