Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 LC02 hægindastóll Leður Verð 285.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdir við hótel og tvö baðlón á Efri- Reykjum í Bláskógabyggð skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Gert er ráð fyrir að meðalfjöldi gesta í þjónustumiðstöð á svæðinu verði allt að 1.200 manns á dag þegar starfsemin verður komin í fullan rekstur. Gert er ráð fyrir 200 herberjum á hótelinu og um 320 hótelgestum eftir að fram- kvæmdum við seinna áfanga lýkur. „Um er að ræða umfangsmikla uppbyggingu fyrir ferðamenn og verður fyrirhugað hótel með stærri hótelum utan þéttbýlis á landinu ef ekki það stærsta,“ segir í greinargerð Skipulagsstofnunar. Halldór Þ. Birgisson, hrl. og stjórnarmaður í Þróunarfélaginu Reykjum, segir að upphaflega hafi verið byrjað að undirbúa Reykja- verkefnið árið 2015 og hafi verið unnið náið með landeigendum. Ferli við þróun hugmynda, und- irbúning og umsóknir um leyfi hafi tekið talsverðan tíma. Nú sé stað- an hins vegar sú að undirbúningur sé langt kominn, deiliskipulagi hafi verið breytt og flest leyfi séu í höfn. Miðað hafi verið við að aðrir tækju við keflinu þegar þessum áföngum væri náð. Líklegt að menn bíði átekta „Vissulega eru tímarnir erfiðir um þessar mundir, en bygging mannvirkja eins og á Efri- Reykjum eru framkvæmdir til framtíðar,“ segir Halldór. „Fjár- mögnun verkefnisins liggur ekki fyrir og þar af leiðir er fram- gangur verkefnisins óviss. Í fyrra var samdráttur vegna falls WOW og nú er mikil óvissa vegna kór- ónuveirunnar og líklegt að menn bíði átekta í einhverja mánuði.“ Halldór segir að óneitanlega séu miklir möguleikar á uppbyggingu ferðaþjónustu í landi Efri-Reykja. Hann nefnir legu landsins á Gullna hringnum, skammt frá Gullfossi og Geysi, og þarna séu miklar sumarhúsabyggðir í ná- grenninu. Heitt vatn sé á staðnum, áhersla lögð á grænar lausnir og möguleiki sé á að framleiða þarna rafmagn. Hann segir að upphaflega hafi verið miðað við að fullbyggð myndi aðstaðan kosta 5-6 milljarða króna og var þá miðað við mjög stóra framkvæmd. Hins vegar sé auðveldlega hægt að byggja upp á staðnum í minni einingum. Það sé á valdi fjárfesta að taka afstöðu til þess. „Ég held að þetta verkefni eigi góða möguleika,“ segir Hall- dór. Á 30 hektara svæði Hótelið og baðlónin verða á 30 hektara svæði í landi Efri-Reykja rétt við Brúará, miðja vegu milli Laugarvatns og Úthlíðar. Fram- kvæmdin verður áfangaskipt en áætlað er að baðlónin tvö verði samtals um sex þúsund fermetrar og útbúnar verða um fimm þúsund fermetra hreinsitjarnir. Hótelið verður fullbyggt um tíu þúsund fermetrar á þremur hæð- um. Einnig er gert ráð fyrir um sex þúsund fermetra þjónustu- miðstöð fyrir baðstaðinn sem teng- ist hótelbyggingunni. Þá er gert ráð fyrir fimm starfsmannahúsum, alls um 750 fermetrum, nýjum malbikuðum vegi að hótelinu frá þjóðvegi og um 200 malbikuðum bílastæðum auk sjö stæða fyrir rútur. Fyrri áfangi kemur til með að fela í sér byggingu þjónustuhúss og hótels með 100 herbergjum auk þúsund fermetra náttúrulaugar. Í seinni áfanga verður hótelið stækkað um 100 herbergi og byggð fimm þúsund fermetra nátt- úrulaug. Talið er að hámarksburð- argeta baðlónanna geti verið um 2.400 gestir á dag eftir seinni áfanga. 100 metra frá Brúará Öflug heitavatnshola er á Efri- Reykjum, en fyrir seinni áfanga þarf að bora nýja heitavatnsholu fyrir stærra lónið og sem neyslu- og hitavatn fyrir stækkun hótels- ins. Gert er ráð fyrir að bora eftir köldu vatni í nokkurra kílómetra fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Göngustígar innan skipulags- svæðisins verða lagðir til að stýra umferð um svæðið og sérstaklega til að vernda bakka Brúarár. Umferðarréttur almennings með- fram Brúará verður tryggður. Stígarnir verða malarstígar, 1,5 - 2,5 metra breiðir. Önnur mann- virki en göngustígar verða í meira en 100 metra fjarlægð frá bökkum Brúarár, sem er næststærsta lindá landsins. Með stærri hótelum utan þéttbýlis  Flest leyfi í höfn vegna áforma um byggingu 200 herbergja hótels og baðlóna í landi Efri-Reykja  Fjármögnun liggur ekki fyrir og framgangur verkefnisins er óviss  Framkvæmdir til framtíðar Tölvumyndir/Zeppelin arkitektar Efri-Reykir Lögð er áhersla á að hótelbyggingin falli vel að landinu, gróðurþekja er á þaki og verandir á efri hæðum. Fyrir miðju er veitingahús sem stingst út í tjarnir og skiptir baðlóni upp í tvö aðskilin lón, annað fyrir almenning og hitt fyrir hótelgesti. Fjærst er þjónustubygging fyrir almenningslón. Mikið verkefni Veitingahús hótelsins, sem fullbyggt verður með 200 herbergjum. Áhersla er á grænar lausnir. Í greinargerð Skipulagsstofn- unar segir meðal annars: „Sem fyrr segir er það mat Skipulags- stofnunar að um er að ræða umfangsmikla framkvæmd sem jafnframt er staðsett innan verndarsvæðis. Þrátt fyrir verndarstöðu Brúarár og bakka hennar telur Skipulagsstofnun fyrirhugað framkvæmdasvæði ekki við- kvæmt enda er það töluvert raskað og stendur við fjölfarinn veg ásamt því að umhverfið ein- kennist nokkuð af fyrri fram- kvæmdum.“ Svæðið ekki viðkvæmt SKIPULAGSSTOFNUN Efri-Reykir í Bláskógabyggð Kortagrunnur: OpenStreetMap ■ Efri- Reykir Laugarvatn Apavatn Geysir Se lfo ss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.