Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 41
súrdeigsgrunninum vitum við að það er líf í honum. Þess vegna er gott að ,,matä hann reglulega til að fá gott líf í hann. Þolinmæði: Gott er að eiga svolít- ið af henni á meðan beðið er eftir að súrdeigsgrunnurinn sé tilbúinn. Geymdur í kæli: Þegar súrdeigs- grunnurinn er tilbúinn er hann allt- af geymdur í lokuðu íláti í kæli – ef hann er við stofuhita fer gerjunin á fullt og hann bólgnar út. Mötun: Ekki láta súrdeigsgrunn- inn verða of súran – þá verður brauðið súrt og hefingin léleg. Til að hafa súrdeigsgrunninn sem öflug- astan er hann mataður daglega. Súrdeigsgrunninn er fínt að mata á fjögurra til sex daga fresti, þ.e.a.s. ef eitthvað líður á milli þess sem hann er notaður. Þá er gott að setja í hann 1 dl af vatni og 1 dl af mjöli – hræra vel saman og setja svo aftur inn í kæli. Hreinsa krukkuna: Gott er að hreinsa ílátið (krukkuna) sem súr- deigsgrunnurinn er geymdur í, a.m.k. á tveggja mánaða fresti. Þegar bakað er súrdeigsbrauð: Það skiptir máli að skipuleggja vel – sjálfur baksturinn er ein- faldur. Því oftar sem ég baka súrdeigs- brauð, þeim mun kærulausari hef ég orðið með tímasetningar – það er gott að nota uppgefinn tíma sem viðmiðunartíma – það er í lagi þó svo að ekki sé farið 100% eftir hon- um. Bara að gæta þess að súrdeigs- brauðið ofhefist ekki. Alls ekki láta súrdeigsbrauð hefast of lengi – ef eitthvað dregst með að láta það í ofninn er best að láta það hefast í ís- skápnum. Það hægir á hefingunni. Hef eyðilagt brauð með því að láta það ofhefast við stofuhita. Nota hugmyndaflugið – um að gera að nota hráefni sem hverjum og einum þykir gott. Las viðtal við sænskan súrdeigsgúru og sagði hann að það ætti alls ekki að hnoða súrdeigs- brauð og reyndar ekki gerbrauð heldur. Fínt að nota kalt vatn þeg- ar bakað er súrdeigsbrauð (þ.e. vatnið sem sett er í deigið má vera kalt). Kaldara vatn = hægari hef- ing og öfugt. Vatnið má alls ekki vera of heitt (ekki heitara en 37 °C) Þegar deig er hnoðað lengi í hrærivél (u.þ.b. 10-20 mínútur) verður það mjög teygjanlegt. Salt dregur úr hefingu og er því stund- um sett í á seinni stigum vinnsl- unnar. Sæta getur hjálpað til (flýtt) við hefingu eins og t.d. hunang eða ananassafi. Ef sæta er sett við vinnslu á súrdegisgrunninum á það að flýta fyrir því að hann verði tilbúinn. Þegar komið er að því að baka með súrdeigsgrunni tek ég krukk- una úr ísskápnum eitthvað áður og læt hana standa opna í dágóða stund – ekki verra að láta sólina skína á krukkuna eða stilla henni nálægt hita. Oft er meira líf í súr- deigsgrunninum á yfirborðinu og því tilvalið að fleyta því ofan af. Ég er til dæmis stundum með tvær krukkur í ísskápnum og fæ því góð- an súrdeigsgrunn með því að láta þær standa báðar úti og fleyta ofan af þeim. Það kemur fyrir að ég tek grunninn, sem á að nota daginn eft- ir, út kvöldi áður, set hann í skál og læt hann standa úti yfir nóttina. Ef súrdeigsgrunnurinn stenst ekki flotprófið má nota eftirfarandi ráð: 1) Bæta aðeins hveiti út í, blanda vel saman og bíða í hálfa klukkustund eða svo. 2) Setja grunninn á volgan stað – nálægt ofni eða þar sem sólin skín. Gott súrdeigsbrauð Ég hef verið að nota það til að prófa mig áfram og þetta brauð er efst á vinsældalistanum. Athugið að þetta hljómar nokkuð flókið við fyrsta lestur en þarna á vel við að æfingin skapar meistarann. Þetta er skemmtilegt og sáraeinfalt eftir nokkrar hindranir og auk þess sér- staklega hagkvæmt. Forvinna Skrefin eru 3 – þau eru ekki tíma- frek en krefjast skipulagningar. Brauð sem á að borða á mánudags- kvöldi er t.d. gott að byrja að laga samkvæmt eftirfarandi: Skref 1: sunnudagskvöld Skref 2: mánudagsmorgunn eða hádegi Skref 3: u.þ.b. 30 mínútum fyrir bakstur Það er líka hægt að lengja allt ferlið ef það hentar t.d. betur að ljúka við skref 1 og geyma lengur í kæli eða þangað til 7-8 tímar eru í að brauðið eigi að vera tilbúið. Ég er búin að læra að láta deigið alls ekki ofhefast í skrefi 2 eða 3 – frek- ar að geyma það lengur í ísskápn- um. Skref 1 160 g súrdeigsgrunnur 300 ml vatn 300 g brauðhveiti 100 g grófara mjöl. Ég sigta saman rúgsigti (1 dl rúgmjöl og 1 dl brauð- hveiti), 25 g haframjöl, hveilhveiti og nota auk þess stundum ítalskt kastaníuhveiti) 1 msk. hunang 10 g maldon salt Einnig er hægt að setja krydd, hnetur, þurrkaða ávexti og fræ – allt eftir smekk. Skref 1 Gott er að nota flotprófið til að vera viss um að súrdeigsgrunnurinn sé tilbúinn. Einnig er hægt að fylgj- ast með því hvort lyktin af grunn- inum er sæt, eins og af ofþrosk- uðum ávöxtum, eða súr (eins og vínedik) – lyktin af grunninum á að vera sæt. Set vatn í skál og bæti súrdeigs- grunninum við ásamt öllu öðru hrá- efni – blanda saman. Deigið sett í skál – plastfilma yfir og geymist í kæli í u.þ.b. 8 klukkutíma eða yfir nótt. Skref 2 Deigið tekið úr kæli. Hveiti stráð á borðplötu og deigið sett ofan á. Hveiti sigtað yfir deigið og mót- aður ferhyrningur. Þá er hann lagð- ur saman þrefaldur. Endurtekið. Deigið er síðan mótað í hring með því að taka í hornin og beina þeim inn að miðju – þá myndast kúla. Viskustykki lagt á borð og hveiti stráð yfir. Deigið sett ofan á. Sett í skál – hveiti stráð yfir og plastfilma yfir skálina. Látið standa í 6ö7 klukkutíma við stofuhita. Skref 3 Ofninn hitaður í 250 °C Deiginu hvolft varlega úr skálinni og sett á bökunarpappír. Skál með vatni sett neðst í ofninn – til að fá skorpuna. Kross skorinn í brauðið og bakað í 25-30 mínútur. Látið brauðið kólna á grind eða standandi á tveimur sleifum. Geymsla Til að brauðið haldi skorpunni er ráð að láta það standa þannig að skurðarflöturinn snúi niður. Ef brauðið er sett í plastpoka verður það mýkra og missir skorpuna. Brauðið er einnig mjög gott næstu daga. brauð Eðalpottar Hanna bakar flest brauðin sín í keramik- pottum sem hún gerir sjálf. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 : Glæsilegt páskablað fylgirMorgunblaðinu föstudaginn 3. apríl NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 – kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir mánudaginn 30.mars –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ Gómsætur og girnilegur matur Páskasiðir – Ferðalög – Viðburðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.