Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
,,Við erum ánægð með hversu vel
fólk hefur tekið okkur, enda vantaði
virkilega svona stað á þessu svæði
hér í Kópavogi. Við ákváðum bara
að slá til, þetta var spurning um að
hrökkva eða stökkva,“ segja þau
Reynir Hafþór Reynisson og Íris
Mjöll Eiríksdóttir, ungt par sem
opnaði grænmetis- og veganveit-
ingastaðinn Mr. Joy síðastliðið vor
við Dalbrekku í Kópavogi.
„Þegar við vorum ein heima í fæð-
ingarorlofi eftir að drengurinn okk-
ar fæddist í nóvember 2018 veltum
við fyrir okkur hvað okkur langaði
að gera í framtíðinni. Það hafði ver-
ið draumur okkar lengi að opna
matsölustað og þegar okkur bauðst
þetta frábæra tækifæri að fá hús-
næði hér var ekki eftir neinu að
bíða. Þessi staður er algerlega okk-
ar annað barn, við höfum gert þetta
allt sjálf með góðri hjálp frá fjöl-
skyldum okkar. Auðvitað var mikil
vinna að koma þessu á legg og alveg
frá sex mánaða aldri til eins árs var
sonur okkar hlaupandi hér um allt
með okkur öllum stundum,“ segir
Íris.
„Í þessu húsnæði var áður ísbúð
og við reyndum að nýta það sem
fyrir var, en um leið reyndum við að
setja okkar svip á þetta. Við létum
litríku flísarnar halda sér en ég og
pabbi tókum allt eldhúsið í gegn,
gólf, veggi og loft, og skiptum um
alla lýsingu,“ segir Reynir og bætir
við að þegar þau Íris voru heima
með nýfæddan soninn hefðu þau
viljað geta farið á svona stað eins og
Mr. Joy til að sækja sér hollan og
næringargóðan mat á sanngjörnu
verði.
„Þetta er því tilvalið fyrir nýbak-
aða foreldra og ekki síður fyrir fólk
á þeim tímum sem nú eru, þegar
veira geisar. Þá er heldur betur gott
að huga að heilsunni og því að borða
hollan mat. Við hvetjum því fólk til
að koma við hjá okkur og prófa.“
Vann ungur í eldhúsi mömmu
Íris er mikil kaffikona, hún hefur
unnið á kaffihúsi og leggur alúð í að
laga kaffi fyrir viðskiptavinina. Þau
Íris og Reynir sjá saman um matar-
gerðina, en Reynir er ástríðukokk-
ur.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
og ánægju af matargerð. Ég var enn
í grunnskóla þegar ég byrjaði að
vinna hjá mömmu á veitinga-
staðnum Energia sem hún átti. Ég
byrjaði að fikta í eldhúsinu þar og
hef ekki stoppað síðan. Ég er með
mjólkuróþol og það spilaði inn í
áhuga minn. Við bjóðum einvörð-
ungu upp á veganrétti en fólk hefur
þann valkost að fá venjulega mjólk
út í kaffið ef það vill það frekar,“
segir Reynir og bætir við að í boði
sé breytilegur réttur dagsins, tvær
tegundir af súpu og fjölbreyttir
djúsar og hristingar.
Umhverfisvæn er lykilatriði
Reynir og Íris leggja mikið upp
úr því að vinna sem mest frá grunni
og þau gera t.d. sína eigin kókos-
mjólk.
„Við kaupum kókosmjöl og press-
um úr því kókosmjólk. Við kaupum
líka þurrkaðar baunir sem við sjóð-
um. Við gerum eins mikið frá grunni
og við getum til að ná nýtingunni úr
öllu hráefni, minnka ruslið, umbúðir
og allt slíkt. Við erum með um-
hverfisvænar umbúðir og hvetjum
fólk til að koma með sínar eigin um-
búðir þegar það kemur til að taka
mat, drykki eða hristinga með sér,
þá fær fólk afslátt hjá okkur. Við er-
um því ekki aðeins að hugsa um
hollustuna heldur líka umhverfið.
Við viljum leggja okkar af mörkum,
það er lykilatriði hjá okkur. Við er-
um ekki með neinar plastumbúðir
og við leggjum líka áherslu á að hafa
matinn ódýran, svo allir hafi tök á
því að koma og fá sér að borða hjá
okkur. Við erum bara tvö að vinna
hér svo við getum ekki boðið upp á
heimsendingu, en í framtíðinni
stefnum við á að skutla mat heim til
fólks.“
Herra Glaður og gleðimatur
Ekki er úr vegi að spyrja hvaðan
nafnið komi, Mr. Joy.
„Við sækjum það í barnabæk-
urnar um herramennina, sem marg-
ir kannast við. Mr. Joy eða Herra
Glaður er mjög jákvæð persóna, en
þar fyrir utan bjóðum við hér upp á
gleðilegan mat sem lætur fólki líða
vel,“ segja þau Íris og Reynir, sem
horfa björtum augum til framtíðar-
innar.
„Við erum komin með nokkra
fasta viðskiptavini svo við hljótum
að vera að gera eitthvað rétt.“
Mr. Joy er í sama húsnæði og
heilsubúðin Mamma veit best, sem
er verslun með heilsuvörur, svo það
tónar vel við Mr. Joy og opið er á
milli rýmanna.
Á Facebook-síðu Mr. Joy er hægt
að sjá matseðilinn hvern dag.
Staðurinn er okkar annað barn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samhent Íris og Reynir standa vaktina á staðnum sínum, Mr. Joy í Kópavogi, þar sem hollusta er í heiðri höfð. Áður
var ísbúð í húsnæðinu og þau leyfðu litríku flísunum að halda sér en settu sinn eigin svip á annað innanstokks.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gómsætt Reynir er ástríðukokkur og töfrar fram girnilega veganrétti.
Áríðandi er að huga að heilsu og
hollustu þegar veira er á ferð Reynir
og Íris bjóða upp á veganfæði Afslátt
fá þeir sem koma með eigin umbúðir
ODEE
Sýning í Gallerí Fold 28. mars - 18. apríl
Circulum Landvættir
Í ljósi varúðarráðstafanna vegna Covid-19
faraldurins verður engin eiginleg opnun
Listamaðurinn mun spjalla um verk sín í beinu streymi á
Facebook-síðu Gallerís Foldar laugardaginn 28. mars, kl. 14
Til sölu er orlofshús
til brottflutnings
Húsið er Í Reykjaskógi í Biskupstungum og er svokallað A-hús með lágum
veggjum á langhlið og bröttu þaki. Húsið stendur á steyptum súlum og er
byggt árið 1982. Það er er 58 fm að gólffleti, við það á palli stendur skýli
sem er 8,5 fm. Húsið skiptist í stofu, borðstofu og eldhús í sama rými.
Þá eru tvö svefnherbergi í húsinu ásamt svefnlofti yfir herbergjum.
Hluti af húsi er viðbygging en í henni er bað og forstofa.
Húsið skal fjarlægt í síðasta lagi 30. apríl næstkomandi og skal kaupandi
gera það á sinn kostnað.
Tilboðum skal skila til skrifstofu Sameykis stéttarfélags í almanna-
þjónustu, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík fyrir kl. 14,00 mánudaginn
3. apríl 2020.
Frekari fyrirspurnir skulu sendar á asaclausen@sameyki.is. Áskilin er
réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?