Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 Ítengslum við árlega tann-verndarviku sem bar upp á4.-8. febrúar í ár voru lands-menn hvattir til að huga vel að tannheilsunni. Sérstök áhersla var lögð á skaðleg áhrif sykur- lausra orkudrykkja á tennur en unglingar virðast í auknu mæli velja þessa drykki í þeirri trú að þeir séu „hollara“ val þar sem þeir innihalda ekki sykur. Þróunar- iðstöð íslenskrar heilsugæslu tók þátt í þessari vinnu m.a. með því að senda fræðsluefni og veggspjöld til allra skólahjúkrunarfræðinga á landinu með hvatningu um að vekja athygli skólabarna og for- eldra þeirra á skaðsemi orku- drykkja á tennur. Innihalda örvandi efni Lítið er um samræmdar reglur í Evrópu um innihaldsefni og magn þeirra í orkudrykkjum. Allir orku- drykkir innihalda koffín auk ann- arra örvandi efna og allir eru þeir „súrir“ sem þýðir lágt sýrustig (pH< 5,5) og hafa því glerungs- eyðandi áhrif á tennur. Orku- drykkir flokkast sem almenn mat- væli hérlendis og engar sérstakar reglur eru í matvælalögum sem takmarka auglýsingar eða sölu á drykkjavörum sem innihalda minna en 320 mg/l af koffíni. Framleiðendum ber þó skylda til að merkja umbúðir og vara börn, barnshafandi konur og konur með börn á brjósti við neyslu orku- drykkja ef koffínmagnið í drykkn- um er 150 mg/l eða meira. Markaðssetning orkudrykkja í verslunum er mismunandi en víða eru þeir á áberandi stöðum auk þess sem hvatt er til neyslu þeirra með afsláttarkjörum sem auðveld- ar aðgengi barna og unglinga að þeim og hvetur til kaupa á orku- drykkjum. Auglýsingar, aðgengi og sala orkudrykkja virðist óhindr- uð og án eftirlits. Neyslan eykst með hærri aldri Dagleg neysla ungmenna á orkudrykkjum eykst með hækk- andi aldri hjá bæði stelpum og strákum. Árið 2018 sögðust einn af hverjum fimm í 8. bekk, einn af hverjum þremur í 9. og 10. bekk og rúmlegahelmingur framhalds- skólanema drekkur orkudrykki daglega eða oftar. Orkudrykkir eru oft markaðs- settir sem hollir drykkir sem stuðli að hreysti. Staðreyndin er hins vegar sú að neysla á orkudrykkj- um samhliða hreyfingu getur vald- ið hjartsláttartruflunum og aukið vökvatap líkamans þegar þeirra er neytt í kjölfar íþróttaæfinga eða meðan á þeim stendur. Fæstir sem drekka orkudrykki hugleiða skað- leg áhrif þeirra á tannheilsu en mikil og tíð neysla sykurlausra orkudrykkja leysir upp ysta lag glerungsins sem þynnist og eyðist og myndast ekki aftur. Tennurnar verða viðkvæmar fyrir kulda og meiri hætta er á tannskemmdum. Herða viðmið og auka erftirlit Hér á landi stendur ekki til að takmarka sölu á orkudrykkjum að öðru leyti en því að óheimilt er að selja orkudrykki með miklu magni af koffíni eða koffíninnihaldi meira en 320 mg/l börnum yngri en 18 ára. Að mati landlæknis er full þörf á að endurskoða umrætt við- mið. Með það að markmiði að vernda heilsu og tannheilsu íslenskra barna og ungmenna er skorað á stjórnvöld að herða viðmið og auka eftirlit með auglýsingum, aðgengi og sölu orkudrykkja með meira en 150mg/l af koffíni. Jafnframt eru foreldrar og forráðamenn barna hvattir til að fylgjast með því að þau séu ekki að drekka orku- drykki, þar sem slíkir drykkir geta bæði verið skaðlegir vegna koffín- magns auk þess sem þeir skaða tennur. Súrir orkudrykkir varasamir Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Orkudrykkir Vörurnar eru í framlínu verslana og eftirsóttar til dæmis af ungu fólki, sem gætir ef til vill ekki að óæskilegum áhrifum af neyslu. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsuráð Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna. Hólmfríður Guðmundsdóttir tannlæknir, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Nú þegar líkamsræktarstöðvar og sundlaugar eru lokaðar fara margir í gönguferðir, enda er útivist holl og góð í aðstæðum eins og nú ríkja. Í til- kynningu er vakin athygli á vefsíð- unni ferlir.is, þar sem segir frá gönguleiðum og áhugaverðum stöð- um á Reykjanesskaganum. Ferlir er upphaflega gönguklúbbur rann- sóknarlögreglumanna í Reykjavík sem stunduðu útivist og fóru um Reykjanesið. Í þeim ferðum safnaðist saman fróðleikur um þjóðsagna- kennda staði, fornar þjóðleiðir, stór- kostlega og síbreytilega náttúrufeg- urð og fjölbreytta flóru og fánu eins og lesa má um á ferlir.is Ferlir á ferðinni Reykjanessögur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanes Kappar við Kleifarvatn. Sjávarklasinn hef- ur nú útbúið kennsluefni um nýsköpun og rekstur sem ætl- að er nemendum í framhalds- skólum. Heim- sóknir ungs fólks í Sjávarklasann liggja nú niðri og því er farin ný leið við að miðla þekkingu. Á You- tube-rás Sjávarklasans eru viðtöl við stofnendur nýsköpunarfyrirtækja sem segja frá því hvernig þeir hafa raungert hugmyndir sínar. Þá er stefnt að því að kynningarnar verði á menntavef RÚV innan skamms. Von er á fleiri kynningum fljótlega ef aðstæður leyfa. Ísfélag Vestmanna- eyja og Marel eru bakhjarlar þessa verkefnis. Sjávarklasinn fræðir Rekstur og ný- sköpun kynnt Fiskur Allt á fullu í vinnslunni Öflug dagskrá hefur verið sett upp til að sinna félagsmönnum Hugar- afls í samkomubanninu. Lögð er áhersla á að bataferlið og endurhæf- ing haldi áfram. Á þriðja hundrað félagsmanna, fólk sem þarf aðstoð vegna geðheilsu sinnar, getur nýtt sér þennan stuðning óháð staðsetn- ingu. Daglegar vinnusmiðjur eru haldnar í gegnum forritið Zoom og sett hefur verið upp dagskrá sem byggir á sjálfsvinnu og bjargráðum og er hvatning í bataferlinu. Félags- menn og aðstandendur sækja einnig viðtöl á staðnum eða í gegnum fjar- fundarbúnað. Tenglakerfi Hugar- afls hefur einnig verið virkjað og geta félagsmenn fengið stuðning með símtölum, spjalli og sam- skiptum yfir netið. „Þessi mikilvæga reynsla hefur sýnt fram á auðvelda leið sem Hug- arafl hyggst nota í framtíðinni,“ seg- ir í tilkynningu þar sem minnt er á viðburðinn Hugarró sem verður á Facebook-síðunni Hugarafl Lág- múla á morgun kl. 11. Morgunblaðið/Eggert Hugarafl öflugt Ferðafélag Íslands hvetur alla, nú í óvissuástandi, til að fara í göngu- ferðir í nærumhverfi sínu undir yfirskriftinni Almannavarna- göngur Ferðafélags Íslands. Ferðir undir þeim formerkjum eiga að vera frá heimili hvers þátttakanda og um nærumhverfi hans. Teknar eru myndir og svo er fólk á göng- unni hvatt til að hringja í vin, segja frá ferðinni og hvetja viðkomandi til að fara út að ganga. Taka skal mynd í gönguferðinni og birta í Facebook-hópi verkefn- isins FÍ Almannavarnagöngur og merkja þær #ferdafelagislands. Eftir fjórar vikur verður dregið úr hópi þátttakenda sem hljóta fimm ferðavinninga með FÍ í sumar. Almannavarnagöngur Hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar hefur vinnubrögðum verið breytt vegna aðstæðna. Starfsfólkið er alla jafna í mikilli nánd við skjól- stæðinga sína eins og gefur að skilja svo nú er aðeins sinnt síma- þjónustu. Félagsráðgjafarnir Andr- ea Baldursdóttir, Elísabet Berta Bjarnadóttir, Guðrún Kolbrún Otterstedt og Rannveig Guðmunds- dóttir eru til taks og eru síma- númer þetta birt á vef kirkjan.is. Félagsráðgjafarnir eru nú við símann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.